föstudagur, desember 31, 2004

WHAT!? ENGAR BRENNUR!!!

Bumm bumm bumm

Flugeldar, hvað þarf ég að segja meira?
Það eina sem gæti gert gamlárskvöld skemtilegra er einhver myndi gefa mér pakka. (reyndar vantar mig stjörnuljós fyrir
kvöldið ef einhver er aflögu fær). Og svo fæ ég hamborgahrygg namm.
Enga væmni, engar áhyggjur, engar fortíðarpælingar yfir því hvað árið var mishepnað því nú er það liðið og aldrei það kemur til baka.
Bara sprengjur og brennur og matur (og kannski partí)

Sem sagt: Gleðilegan sprengidag kæru vinir nær og fjær, búmm búmm búmmm.

fimmtudagur, desember 30, 2004

Af því að ég hef aldrei átt svona...

og afþví hann er eitthvað svo yndislegur

og svo ég finni hann aftur

http://www.upsaid.com/afi/

miðvikudagur, desember 29, 2004

Æfingin skapar meistaran sagði einhver. Rétt í þessu var ég að horfa á LITLA stelpu í skelfilegum bleikum kjól spila á píanó í Eurivision Young Musicians 2004. Ég er viss um að hún hefur brotið eithvert náttúrulögmál, verkið sem hún spilaði var geðveikt flókið, hún spilaði það brjálæðislega hratt OG hún hitti á hverja einustu nótu! (ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að hún spilaði með báðum höndum sem mér persónulega þykir gífurlegur hæfileiki).
Kannski ég ætti að labba mig niður með Piano for dummies bókina mína, svona rétt til að koma krakkanum af stað.
Ég held að ég verði að endurskoða framtíðarplön mín um að senda börnin mín í píanótíma. RITSKOÐAÐ fékk RITSKOÐAÐ í jólagjöf og er búinn að vera að glamra á það í hálftíma, sama lagið og alltaf sömu mistökin. Úff ég er eitthvað svo óuppeldisvæn þessa daganna.

þriðjudagur, desember 28, 2004

Vill einhver bjóða mér til London, ég held að ég sé komin í fráhvarf.

sunnudagur, desember 26, 2004

Jólin mín

Æ já mikið óskaplega sést það vel á síðustu færslu hvað heilinn á mér er í miklu mauki þessa daganna. Og ekki skánaði það á aðfangadag þegar ég var eins og slefandi hálfviti að deila út pökkum, og þykir mér mesta mildi að allir pakkar komust til réttra eigenda. En jólin voru haldin í ró og spekt, maturinn æði og heimtur góðar. Ég hef ákveðið að skrifa svona lista aftur á næsta ári þar og auglýsa hann betur því ég var mjög ánægð með útkomuna.
Takk fyrir mig.
Í gær gerðist einnig sá merki atburður að ég fór í kirkju, en það hef ég aldrei gert um jólin. Það kom þó ekki til af góðu þar sem meiri hluti kórsins er utanaf landi lenti það á okkur borgar börnunum að borga leiguna. Ég ætla ekki að fara nánar út í það af ótta við að móðga einhvern ( svo nenni ég því heldur ekki) en get sagt að við stóðum okkur vel sem endranær þó ég hafi aldrei verið eins utanvið mig á tónleikum eins og þarna. Vona bara að það hafi ekki verið mjög áberandi.

fimmtudagur, desember 23, 2004

æjæjæj

Ég er búin að vera í fílu í vikunni, fílu sem náði hámarki í gær þegar ég var næstum stungin af úr vinnunni í eftirmiðdaginn, urraði á samstarfsfólk mitt og öskraði á börnin. Þetta varð svo slæmt að yfirmaðurinn minn mútaði mér með fríi fyrir hádegi í morgun og eins miklu súkulaði og ég gat í mig látið. Hún fékk neblega soldið sjokk af því hún hefur aldrei séð mig svona áður.
Eftir vinnu fór ég svo á kóræfingu og pirraðist út í alla í kringum mig, sérstaklega jólalögin þar á eftir drattaðist ég seint og um síðir í kór partí, sem ég gafst upp á eftir tvo tíma og fór heim. Á leiðinni út hitti ég Kalla kórfélaga sem hafði sérstaklega orð á því að ég væri eithvað svo döpur, þá var ég nærri því búin að kasta mér grenjandi um hálsin á honum. En, þar sem ég kann mig hraðaði ég mér út í leigubíl og grét þar, nei, nei þetta var nú ekki svo slæmt. Ég var samt nærri farin að grenja þegar ég datt í hálkuni í morgun alein í myrkrinu og tognaði í lærinu.
Ég er semsagt draghölt svo í staðin fyrir að fara og syngja með kórnum mínum á Laugarveginum, fór ég heim að pakka inn jólagjöfum. Það var samt ekki svo slæmt því ég hef eiginlega ekki getað slakað á heima allan mánuðinn sem er sjálfsagt ástæðan fyrir fílunni. En ég saknaði krakkanna og mig vantar svo einn dag í viðbót fyrir Þorláksmessu.
En ég hef lært af reynslunni, ég ætla aldrei, aldrei, aldrei aftur að vinna í kring um jólin.

miðvikudagur, desember 22, 2004

fyndið þegar maður gleymir að það eru bara 24 tímar í sólahringnum, be kind to me.

laugardagur, desember 18, 2004

Mmmm ég er að baka rúsínu kökur og á morgun fer ég að kaupa jóla tré, ég vissi að þetta myndi koma að lokum.

miðvikudagur, desember 15, 2004

9 dagar til jóla (nett frekju og bjartsýniskast)

Ég er búin að taka út dót sem er ekki séns að ég fái ( skildi þó eftir smá sem eru littlar líkur á að ég fái bara til gamans) og vakti frekar athygli á jólagjafa vænni hlutum.

The new and improved

List

Hversdags boli
Peysur, flottar
Skó, 38 þrep
Svarta kápu
Lök, Húsgagnahöllin
Flotta eyrnalokka sem lafa
Tvenna kodda úr Ikea
Djamm boli
Svartan frakka
Lampa undir súð, Debenhams
Gullfisk í kúlu
Spariföt
Myndavél, digital
Húfu, svarta
Flotta boli
Ullarsokka
Kaffikanna af skólavörðustígnum
Svarta flíspeysu 66*
Buxur og dót úr GAP fyrir svona 100 þús. kall
Vettlinga, bunch
Almennilega vigt í eldhúsið,gammeldags
Rusl í svefnherbergi
Brúna lobapeysu
Verkfærakassa
Dansk/ísl. Orðabók
Ísl/danska orðabók
Rúmteppi (hvítt) IKEA
Nýja vekjaraklukku
Bækur,bækur,bækur
Svarta skó úr hagkaup
Svart pils
Svarta cardigan
Spari veski, sem glitrar
Hjól
Píanistinn
Nýdönsk og sinfó CD

( Sérðu hvernig árhif þú hefur á mig Louísa)

þriðjudagur, desember 14, 2004

Afmæli: status report

Fínn afmælisdagur
Afmælis kveðjur: 12 v.g
Afmælis kveðjur sem ég bjóst ekki við: 4 (personal best)
Afmælis máltíð:1
Afmælis kaka:1
Afmælis gjafir: 2
Jólakort: 1
Húsabruni í miðbænum:1
Klippingar: 1
Skór keyptir: 0 :(
Brotnar ömmur: 1*
Tannlausar ömmur: 1*
Tíndur köttur: 1*
Fundin köttur:1*

Lessons learned:
Taka kalk,
bursta tennurnar og fara reglulega til tannlæknis,
eldur og timburhús fara ekki saman,
gjafir eru ÆÐI,
afmæliskveðjur ennþá betri,
alltaf, alltaf, alltaf leita fyrst inni í skáp

* sami kötturinn, tvær ólíkar ömmur

mánudagur, desember 13, 2004

13. desember

Happí börþdei tú mí
happí börþdei tú mí
happí börþdei tú míhí
happí börþdei tú mí

mánudagur, desember 06, 2004

Bara VIKA i afmæli!!!!

Mitt sko, og í tilefni að því, I give you...

*drumrol*

THE LIST:

Hversdags boli
Peysur, flottar
Skó, 38 þrep
Svarta kápu
Uppþvottavél
Lök, Húsgagnahöllin
Flotta eyrnalokka sem lafa
Tvenna kodda úr Ikea
Djamm boli
Svartan frakka
Allskonar sokkabuxur
Lampa undir súð, Debenhams
Gullfisk í kúlu
Spariföt
Myndavél, digital
Húfu, svarta
Flotta boli
Bókahillu fyrir svefnherbergi
Ullarsokka
Kaffikanna af skólavörðustígnum
Svarta flíspeysu 66*
Buxur og dót úr GAP fyrir svona 100 þús. kall
Vettlinga, bunch
Almennilega vigt í eldhúsið, gammeldags
Rusl í svefnherbergi
Brúna lobapeysu
Verkfærakassa
Dansk/ísl. Orðabók
Ísl/danska orðabók
Rúmteppi (hvítt) IKEA
Nýja vekjaraklukku
Bækur,bækur,bækur
Svarta skó úr hagkaup
Svart pils
Svarta cardigan
Hálsmen
Spari veski, sem glitrar
Hjól
Píanistinn
Nýdönsk og sinfó DVD eða CD
Pils
Bækur, bækur, bækur

En svona realistically, þá væri líka bara gaman ef einhver myndi eftir því :)

laugardagur, desember 04, 2004

Koktelboð

Háskólakórnum var boðið að syngja í jólaboði Rektors, ég fór að sjálfsögðu með litlu fyllibyttunum mínum og söng og þáði veitingar. Ég er samt ekki viss um að okkur verði boðið aftur á næsta ári.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Desember

Er tími kertaljósa, baksturs, prófa, partía, Laugarvegarins, jólaljósa, afmælis, bóka, jóla og gjafa, já gjafa. Nú vill svo til að ég á afmæli í desember, nánar tiltekið þann 13. Þetta hefur haft í för með sér gífurlegt gjafaflóð í desember eins lengi og ég man eftir mér. Reyndar hefur það minnkað þó nokkuð síðustu ár og þykir mér það ákaflega leiðinlegt því ég hef ákaflega gaman af því að fá pakka sérstaklega fallega pakka.

Frekja? kannski, en mér finnst líka gaman að gefa pakka og pakka þeim inn svo ég vil meina að þetta vegi upp á móti hvort öðru.

Það er samt erfit að gefa vel hepnaðar gjafir, mér tekst það ákaflega sjaldan en þegar það tekst er það miklu skemtilegra. Þess vegna hef ég ákveðið að setja hér inn lista yfir allt sem mig langar í (í heiminum). Ég ætlast að sjálfsögðu ekki til þess að mér verði gefið allt á þessum lista, það gæti orðið soldið erfitt þar sem hann er laaangur, en hann er frekar hugsaður til þess að gefa hugmynd um það sem mig vantar og langar í og hvernig ég er.

Frekja? kannski, en það er miklu skemtilegra að eyða peningunum sínum í eithvað sem virkilega kemur að gagni og þar sem ég hef hef síðustu á ár haft yfir umsjón með jólagjafainnkaupum tveggja heimila veit ég að það er oft hund erfitt að láta sér detta eithvað skemtilegt í hug, sem getur gert innkaupin ákaflega stressandi. Þess vegna er ákaflega sniðugt að vera bara með lista yfir það sem viðkomandi langar í og þá getur maður frekar einbeit sér að því sem virkilega skiptir máli í jóla innkaupunum þ.e.a.s. jólaljós, heitt kakó og vöflur með rjóma.

Sjáiði, ég er að gera þetta allt fyrir ykkur elskurnar og ykkur er að sjálfsögðu frjálst að létta mér lífið í desember og henda inn óskalistunum ykkar hér fyrir ofan.
Annars var ég að hugsa um að gera alla að heimsforeldrum og þá geta allir gefið og þegið á sama tíma, sem er að sjálfsögðu hinn sanni andi jólanna.

miðvikudagur, desember 01, 2004

1. des

Eins og góðum háskólaborgara sæmir hélt ég upp á fullveldisdaginn með því að vera í fríi. Eftir að hafa sofið út fór ég á þjóðminjasafnið og fór svo og söng fyrir núverandi og fyrrverandi forseta og borgarstjóra, afskaplega þjóðrækin.
Bíddu gera þetta ekki allir ?
Nei ?
En svona í alvöru, eftir allt þetta fór ég bara heim að sofa.

sunnudagur, nóvember 28, 2004

hmmm

Ég hefði kannski átt að athuga útvarpsdagskrána áður enn ég fór að monta mig. Ég veit semsagt ekkert hvar eða hvenær þessir tónleikar eru í útvarpinu, veit bara hvenær ég á að mæta.

...þvi við erum buin að meikaðaaaa...

Kórinn minn (og ég) ætlar að syngja í Neskirkju á morgun á aðventu tónleikum sem verður útvarpað á gufunni kl 17. Við vorum auglýst í útvarpinu og allt!!!
Persónulega er mér nokk sama hvað við gerum og fyrir hvern ef ég bara fæ að vera með, því þau eru svo frábær og yndisleg og skemtileg :)
en allavega gamlar Ömmur hafa kannski gaman af þessu og það fer líka að koma tími á smá jólaskap, og pakka, og afmæli og...próf

mánudagur, nóvember 22, 2004

Skemtilegt

Að finna gamalt komment sem maður hafði ekki tekið eftir. Takk Ásta mín, þú mátt taka þessu hvernig sem þú villt.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Það er eitthvað ógeðslegt við að Bush skuli náða tvo fugla og halda svo áfram að myrða fólk í öðrum löndum.

TV

Dr Romano dauður í ER
Eric yfirgefur Donnu í That seventies show
April rekin í americas top model
...
og dönsku klámvísurnar halda áfram að bíða rólegar á skrifborðinu

laugardagur, nóvember 13, 2004

Stum

Ég á að vera að skrifa ritgerð, mjög áhugaverða ritgerð. Mig langar voða mikið að gera hana vel, ég veit allveg hvernig hún á að vera, búin að kryfja efnið til mergja og veit hvað mig langar að segja. Ég tók til í stofunni, raðaði glósunum mínum í tímaröð, kveikti á kertum, kom tölvunni og orðabókunum fyrir og...ekkert. Ég veit ekkert hvað ég á að segja, hvar ég á að byrja eða hvað ég á að gera...

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Já og já eftir miklar bollaleggingar, samningarviðræður og ákvarðanatökur, er ég loksins komin með framtíðina í hendurnar. Ég er orðin stolltur eigandi hvítrar fartölvu. Eithvað er þó framtíðin treg í taumi því ekki hefur verið hægt að komast á netið fram á þessu. Mjallhvít litla hefur gengið manna á á milli til að reyna að fá bót sinna meina og nú er ég loksins komin í samband við umheiminn. Sambúð okkar Mjallhvítar hefur gengið vel fram að þessu, þó er sambýlismaðurinn eitthvað ósáttur við skort á athygli sem þessi breyting hefur valdið, en er að jafna sig Vildi bara deila þessu með ykkur/þér/sjálfri mér.

Annað sem hefur drifið á daga síðastliðinn mánuðin:
Ég var alltaf blaut í vinstri fótinn
Og kalt á eyrunum
(í kjölfarið uppgvötvaði ég gat á skónum mínum og keypti mér húfu)
Búin að sofa yfir mig, að meðaltali tvisvar í viku
Skrifa óskalista yfir allt sem mig langar í...laaangann
Farið í fullt af prófum og svoleiðis
Fór á tónleika með NýDönsk og sinfó,æði!!!
Eignast nýtt uppáhalds lag, textahöfund og söngvara
en missti af Marianne Faithfull tónleikunum
Keypti skó sem eru svo ljótir að þeir eru flottir (bleikir með blómum)
Fór í grímupartí dulbúin sem rósarunni (wearing said shoes
Fór í nítíuogeinsárs afmæli ömmu minnar
Hitti Ástu mína og fékk að hlæja að henni eina kvöldstund,v. nice
og mest lítið annað

Það sorglega við þetta er að þessi mánuður var óvenju viðburðarríkur, sem getur bara þýtt eitt...my life is crashingly boooring



fimmtudagur, október 07, 2004

Ahh

Ég er komin heim, nokkrum tugum þúsundum fátækari og nokkrum flíkum ríkari. Mér tókst að næstum að framkvæma allt sem ég ætlaði mér, labba um, fara á söfn, borða (fékk mér tvisvar smörrebröd mmm), hefði þegið einn dag í viðbót til verslunar, en hefði væntanlega ekki getað borgað fyrir það svo það var kannski eins gott.
Ég á reyndar mjög erfitt með að kaupa mér föt einhvertíman hef ég bitið það í mig að svoleiðis sé ekki gert nema þagar það sem maður á er orðið gegnsætt af notkun. Sem þýðir að ég á eiginlega bara ljót föt. Auk þess er ég mað einhverja áráttu fyrir því að kaupa bara praktísk föt; boli, gallabuxur, svartar ullarpeysur og þessháttar sem þýðir að ég á engin spari eða djammföt, sem svo leiðir af sér panik-ástand þegar brúðkaup, afmæli eða eithvað fínt stendur fyrir dyrum.
En fataskápurinn minn er þó orðin nokkuð feitari en hann var áður en betur má ef duga skal, vil ég því biðja ykkur kæru lesendur (þótt þið séuð ekki margir) að gefa mér einhverja fallega flík í afmælis og jólagjafir, svo að hægt sé að sjást með mér á götu í framtíðinni, það er augljóst að ég get þetta ekki sjálf ;)

fimmtudagur, september 30, 2004

departure: - 4 hours

Húrra lanþráður dagur loksins runnin upp. Íbúðin er (næstum hrein) og ég er búin að pakka. Þetta gekk þá ekki hrakfallalaust fyrir sig; eldhúsgólfi þornaði ekki svo það var á mörkunum að ég gæti klárað að vaska upp, gleymdi að skola hárnæringuna úr hárinu á mér og fattaði það ekki fyrr en ég var búin að blása það og var næstum byrjuð að slétta það (ég er svo bræt stundum), en nú er komið að þessu. Nú er bara að skrifa miða til passaranna og drífa sig af stað.
Húrra!!! Denmark here I come

miðvikudagur, september 29, 2004

Oj þeim

Jón Steinar Gunnlaugsson er orðin hæstaréttardómari,
það er búið að rífa niður gömlu innréttungarna í lansbankanum svo það er ekkert gaman að koma þangað lengur,
Það er uppselt á Marianne Faithfull tónleikana,
og ég á ennþá eftir að klára fáranlega einfalda ritgerð áður en ég get farið að pakka!!!
...grrr

þriðjudagur, september 28, 2004

Operation cleaning

Íbúðin mín er að fara í pössun um helgina. Ungherra Sigurðson ætlar að taka að sér að dvelja hér á meðan ég er í köben og klappa kettinum og svoleiðis. Þessi ráðahagur hefur leitt af sér gífurlega tiltekt, því þó að það sé alkunna að ég er sóði og hef mjög háann draslþröskuld óska ég engum þess að búa í mínum skít. Hef þess vegna ráðist í stóraðgerðir cleaningwise, þreif m.a.s eldhúsinnréttinguna sem var svosem ekki vanþörf á, þannig að ég er búin með jólahreingerninguna, húrra.

Nú þarf ég bara að lesa eina skáldsögu, tugi blaðagreina og skrifa eina ritgerð og þá er ég tilbúin.

sunnudagur, september 26, 2004

dúmsídúms...jammogjá

Síðustu daga hef ég oft fengið góðar hugmyndir og oft hefur verið reynt að byrja en alltaf hætt við og hef svosum ekki miklu við þetta að bæta, og þó og þó... Gæti kannski talað um;

Hvað ég kann vel við Þjóðarbókhlöðuna,
Hvað ég hlakka mikið til að fara til Köben á fimmtudaginn
Hverju ég hef tekið eftir á flandri mínu um miðbæinn,
-hvað Prikið er orðið glansandi fínt
og að nýji umhverfisráðherrann mætti í gulum jakka á fyrsta fundinn sinn í stjórnarráðinu
Hvað ég er orðin leið á að þvælast ein í bænum milli 14 og 15 á miðvikudögum og ef þú kæri lesandi sérð mig á þessum tíma myndir þú viljir koma með mér á kaffihús?
Hvað ég er orðin þreytt á að hitta ekki á rétta stafi á lyklaborðinu
Hvað sambýlismaðurinn er orðinn hrifinn af Erikum (blóminu sko)
Að skólataskan mín rifnaði fyrir einni og hálfri viku síðan og ég tými ekki að kaupa mér nýja en er á sama tíma orðin voða þreytt á að halda á öllum bókunum mínum
Hvað mig vantar mikið hjól til að komast einhvertímann á réttum tíma í skólann
Hvað mér þykir Gísli Marteinn leiðinlegt sjónvarpsefni, en hef víst sagt það áður
Að ég hef ekki getað boðið Bryn í súkulaðiköku afþví ég nenni ekki að taka til :(
og hvað mig langar mikið með henni í bíó en hef væntanlega ekki tíma fyrr en í næstu viku
Hvað Norðmenn gera góðar auglýsingar
Hvað mig langar að fá Louísu heim
Að starf mitt er orðið þess valdandi að ég er hætt að þola börn (utan vinnutíma)
og fleira og fleira...
Þetta efni hefði getað enst mér fram að jólum en hvað um það, ég er búin að koma þessu frá og ef einhvern vantar nánari útskýringar þá er bara að spurja.

sunnudagur, september 19, 2004

Næturlífið

Í nótt átti ég í merkilegum samræðum við mann útum gluggann á leigubíl:

Maðurinn: Ertu á lausu?
Ég: já
maðurinn horfir í smá stund
Maðurinn: Afhverju?
þessari spurningu gat ég ekki annað en svarað
hreinskilningslega: Ég bara veit það ekki
Maðurinn: Ertu kærulaus(hvað sem það nú átti að meina)viltu ekki svona littla, sæta stráka eins og mig?

Þessari spurningu gat ég ekki svarað því þessi maður var ekki lítill og ekki sætur og örugglega tæplega fimmtugur.

Stuttu seinna fór leigubílstjórinn að fræða mig um James Bond og og einhverja hljómsveit sem ég hef aldrei heyrt um.

föstudagur, september 17, 2004

Úff

Í heimsku minni skipti ég óvart á Ísland í dag(eitthvað sem ég reyni að gera ekki)og þar var Love gúrú að... perfomera (for lack of a better word)og það var ekki gott, eiginlega bara hræðilegt. Ef þetta átti að vera fyndið var ég ekki að sjá það, og þar sem mér skilst á ákveðnum danmerkurfara (sem virðist vera hættur að lesa síðuna mína btw, hint hint)þarf maður að vera suddalega drukkin til að sjá húmorinn í þessu. Sem þýðir að ég mun aldrei ná þessu. Sem er svosem ekkert svo slæmt.

laugardagur, september 11, 2004

Þó get ég ekki ábyrgst að ég geri þetta ekki sjálf.

Umnefni

Mikið er ég feginn að aðrir hafa sömu skoðun á þessu og ég. Einnig fer það voðalega í taugarnar á mér þegar manni er heilsað með lýsingarorðum s.s "Hæ sæti/sæta/sætu hjón/sæta par" þetta hljómar eithvað svo yfirborðskennt og ég er alltaf að bíða eftir því að einhver missi útúr sér "hæ ljóti/feiti/leiðinlegi"
Gott dæmi um þetta er að finna í kvikmyndinni Dís, sem er að öðru leiti ágætis mynd en stórmenguð af þessu leiti.

fimmtudagur, september 09, 2004

Drættir

Ég er komin með yfirdráttar heimild. Já nú var ekki lengur hjá því komist að verða maður með mönnum og ná sér í svoleiðis. Það kemur reyndar ekki til af góðu þar sem ég þurfti að taka námslán til að lifa af árið. Ástæðan fyrir því að ég er einmitt á netinu núna er sú að ég þarf að athuga nákvæmlega hversu miklum péningum ég er búin að eyða það sem af er mánuðinum.
Ég tók neblega þá skynsamlegu ákvörðun að skrá mig í dönsku til 30 ein. sem kemur svo í ljós er áræðinlega dýrasta fagið í öllum háskólanum, bókalega séð. Ekki bætir það stöðuna að ég keypti náttúrulega vitlausa bók í einu fagi og get ekki skipt henni því ég fattaði það ekki fyrr en ég var búin að merkja mér hana, 5000 kall farinn þar, arrg. Sé samt ekki eftir valinu því námið er voða krúttlegt og sætt, næstum eins og að vera kominn í menntaskóla aftur.
Annars er skólinn voða fínn, fyrir utan gærdaginn þegar ég ákvað að fara á flottu, ónýtu, HÁHÆLUÐU stígvélunum mínum og pilsi, og fór svo labbandi í skólann. Mistök sem ég geri ekki aftur.
"Afhverju?" spyrja þá sumir "afhverju fór hún Anna yfirmátaskynsamaíklæðavali eins og puntudúkka í skólann?". "Æi" svarar hún þá "það voru allar hinar stelpurnar eitthvað svo fínar í pilsunum sínum að mig langaði að prófa líka og ég átti ekki aðra skó sem pössuðu við pilsið"
Heyriði þetta! "allar hinar" það virðist vera að HÍ sé að takast það sem barnaskólanum, gagnfræðaskólanum og menntaskólanum tókst ekki...fá mig til þess að vilja vera eins og allir hinir. En örvæntið ekki reynsla gærdagsins hefur sýnt mér að "allir hinir" eru ekki svarið, ó nei. Svartir, FLATBOTNA, Camperskór eru svarið. Best að athuga með yfirdráttinn.

föstudagur, september 03, 2004

Ahhh

Föstudagur: Money in the bank, matur í ískápnum og Michael Ball í sjónvarpinu, og öll helgin framundan.

fimmtudagur, september 02, 2004

Öskur og læti

Mikill djöfulsins hávaði getur verið í drukknum unglingsstelpum!!!!

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Undur og stórmerki

Var að fá svona heimsendingarseðil frá skólanum með svona yfirliti yfir námsferilinn og það kemur í ljós að ég er með yfir 8 í meðaleinkun.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Team spirit

Stærsta vandamálið við Olympiu leikana að mínu mati er að það er svo langt á milli að maður gleymir reglunum á milli.
Já lesendum kann að þykja þessi staðhæfing undarleg frá mér komin en jú ég hef gaman af sumum íþróttaviðburðum. Ég hef endurnýjað kynni mín við þulina hjá Eurosport og dramatíkin og spennan þar á bæ heldur mér fastri yfir sjónvarpinu, í kvöld er það liðakepni í fimleikum.
Ég held með rússunum eins og venjulega, en græt það svo sem ekki þótt rúmenarnir nái gullinu, á meðan það eru ekki Améríkanarnir. Annars eru þessar dvergvöxnu smá stelpur alveg stórmerkilegar, hoppandi og skoppandi, með glimmer og gel í hárinu og framkvæma hluti sem á eiginlega ekki að vera hægt að gera og það virkar ekki einu sinn flókið.
Og jújú Rúmenar voru að enda viða að rústa könunum og Rússarnir í þriðja. V. good

Önnur keppni eftir tvo daga.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Big brother

Í gær byrjaði tölvan mín að klikka, í dag fæ sendan ég auglýsingarbækling um Tölvulán frá bankanum mínum. We are not alone.

laugardagur, júlí 31, 2004

Eitthvað er tæknin að stríða okkur

Þeir sem þekkja til hennar vinsamlegast biðjið hana að hætta þessu!

Af gefnu tilefni

Ég er búin að eignast aðdáanda. Hann er ljóshærður með blá augu og í gær fékk ég að svæfa hann eftir langan og strangann dag í aðlögun. Hann var lítill og hræddur en honum leið betur afþví að ég var hjá honum. Honum leið líka betur við að sjá mig þegar hann vaknaði umkringdur ókunnugum sofandi hrúgum og grét þangað til ég kom og bjargaði honum. Hann er eins og hálfs árs og hann er vinur minn.

Mér finnst gott að geta hjálpað svona greyjum sem geta ekki hjálpað sér sjálf.
Mér finnst gott að eiga marga vini (52 +), þó þeir séu helmingi minni en ég og kunni ekki að tala.
Og mér finnst gott þegar ég veit að einhverjum þykir vænt um mig
Ég fæ mín sjö knús á dag (and then some) og það besta er að ég fæ að skila krílunum í lok dags og koma heim til mín, hlusta á þögnina og klappa kettinum. Því þetta er erfitt, og þá meina ég mjög erfitt, en þegar þetta er gott, þá er þetta best.
Ég fæ mikið kikk útúr því þegar yfirmaður minn er tilbúin að gera næstum hvað sem er bara til þess að halda í mig, þó það sé bara í einn og hálfann dag í viku.Mér finnst æði að vera góð í því sem ég geri og frábært þegar það er metið við mig.

Ég veit að ég er líka góð í öðru og ég get fengið miklu meira fyrir það. Það er náttúrulega bara djók að skammast sín fyrir launin sín því allir í kring um mann eru komin með fullorðins kaup og maður er sjálfur að hala inn unglingavinnu pening. Verið samt ekkert að segja mér að skipta um vinnu... þetta er bara of gott.

Og á þriðjudaginn fæ ég að gera þetta allt uppá nýtt.



















...Og nei ég ætla ekki að verða Leikskólakennari!






Fuck Vísa

Ég tek það fram að mér reynist ekki létt að nota Vísakort. Reyndar vildi ég gjarnan vera ein af þeim sem nota það út í hið óendanlega og er bara allveg sama um afleiðingarnar, en ég er bara ekki þannig. Það hefur hingað til verið dregið fram í lok mánaðarins þegar allur péningur er búinn, eða í erlendum viðskiptum mínum (amazon dot kom og annað skemtilegt).
Þetta hefur þó ekki verið neinn gífurlegur peningur hingað til. En nú er svo komið að ég er orðin (hrollur) "fullorðin" og er því farin að ferðast ein til útlanda, rosa gaman og mikið fjör nema það að nú þarf ég að borga allt ein og sjálf, sniff. Enginn til að bjóða mér í mat eða bíó eða kaupa handa mér eithvað fallegt, og þar kemur vísa kortið inní.
Þá er afskaplega þægilegt að hafa svona kort sem virkar allstaðar en það er vita vonlaust fyrir mig að halda reiður á því hversu miklu ég er búin að eyða og þess vegna er ég nú komin í þá stöðu að ég skulda pabba mínum (sem betur fer fara mín viðskipti í gegn um hann annars væri ég í fangelsi núna) yfir 100.000 kr. Eða réttara sagt var ég í þessari stöðu í byrjun júní og er búin að vera að borga smámsaman í allt sumar og á núna um 70.000 eftir. Púff með þessu áframhaldi verð ég búin að borga þetta niður næsta sumar.
Ég er nefnilega í svona hugsjóna starfi sem ég fæ sama og ekkert borgað fyrir, þannig að ég sem ætlaði að verða rík í sumar (sem þýðir 90. þús í stað 50. þús sem ég lifði á í vetur) er í nákvæmlega sömu sporum og í vetur, nema núna er þetta svo miklu, miklu sorglegra.

sunnudagur, júlí 25, 2004

"Sumarfrí"

Sumarfríð er búið og eftir standa viðburðarsnauðustu dagar lífs míns.
Mín skilgreining á fríi er; að gera allt sem maður hefur ekki haft tíma til að gera sökum vinnu og annara anna. Í ár stóð mér nákvæmlega ekkert til boða, engin utanlands ferð,engin útilega og aungvar stórframkvæmdir ( voru allar yfirstaðnar þegar fríið byrjaði) og mér hundleiðast smáverk og dútl og annar lokafrágangur svo það nýttist mér ekki. 
Sem sagt vita gagnslaust frí.  Reyndar settu veikindin stórt strik í reikningin vegna þess að ég hafði í raun bara þrjá daga í að vera allveg hraust og spræk og hef síðan verið hálf ónýt. 
Nokkrir atburðir hafa þó reddað því sem reddað varð.  Einkabílstjórinn og frú fóru með mig í tvær dagsferðir eina á Snæfelsnes (orkan úr jöklinum var þó ekki nóg til að ná úr mér restini af pestinni) og aðra á þingvelli, sem var indælt.  Einnig stendur uppúr minn þáttur í undirbúningi brúðkaups systur Louísu, sem var að blása upp blöðrur og hengja þær upp, sem var svaka stuð sem stóð í tvo tíma , en þar með er það líka upptalið.
Á morgun á ég svo von á litlum glókolli í aðlögun og þarmeð er ég aftur farin að vinna. Og mig hlakkar m.a.s til.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Jahá

Það er sagt að gáfur gangi í ættum

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Haleluja!

Ég hef náð heilsu. Er reyndar ekki alveg eins og ég á að mér að vera enda hef ég ekki veikst svona illa í  laaángann tíma.  En ég er að skríða saman og er ennþá í gleði rússinu sem maður kemst í þegar maður kemst aftur út eftir veikindi.  Lángar mig því að þakka þeim sem hugsuðu um mig á meðan.
  • Foreldrum mínum, að sjálfsögðu, fyrir að sjá mér fyrir mat, þrífa íbúðina og klappa kettinum á meðan ég gat það ekki.
  • Louísu, fyrir að taka sénsinn á vírusnum og koma í heimsókn og ræða heimsmálin.
  • Snjólaugu fyrir að færa mér pizzu og kenna mér á bloggið. Auk þess að sitja undir samhengislausum ræðum um skólakerfið,  barnauppeldi og annað merkilegt.
  • Fríðu fyrir að hringja og halda uppi heiðri okkar á Littla Brún.                                                                              og síðast en ekki síst...
  • Íbufeninu mínu sem ég dundaði mér við að maula og hjálpaði mér við svefn og bjargaði því sem bjargað varð.

Alla veganna er ég bötnuð og er voða glöð með það og við taka þessir fimm dagar sem ég á eftir af þessu blessaða sumarfríi svo ef einhver hefur ekkert að gera næstu daga þá býst ég við að vera heima að þrífa svo að ég er til í allt.



fimmtudagur, júlí 15, 2004

Tecnology

Vegna nýtilkominnar tölvukunnáttu minnar (með smá hjálp frá ákveðnum pizzusendli)vil ég benda ákveðinni manneskju á svæðið hér vinstra megin. Meira á leiðinni.

Eymd og volæði

Árlega fer Ferðafélag Háskólakórsins, Litli Brúnn í útilegu þriðju helgina í júlí. Næstu helgi. Ég er buin að láta mér hlakka til þessarar helgar síðan í Apríl.
Þegar ég fór í sumarfrí fyrir viku síðan tók ég til gúmískóna og pollagallann, hlýrabolinn og sandalana sem sagt tilbúin í allt. Nema þetta...39 stiga hita beinverki og eyrnaverk. No camping for me :(
Þetta stefnir í að verða leiðinlegasta sumarfrí allra tíma. Grenj

sunnudagur, júlí 11, 2004

Rescue me!

Ég held í fúlustu alvöru að ég hafi náð botninum í einmanalegu heimilislífi.
Ég var að enda við að panta mat frá heimsendingarþjónustu Pítunar. Einhvernvegin finnst mér verra að panta mat frá svona littlu fyrirtæki heldur en t.d Dominos, veit ekki afhverju.
Annars passar þessi verknaður ágætlega við ástandið á heimilinu þessa daganna. Hér hafa staðið yfir miklar framkvæmdir síðustu daga sem hafa valdið því að heimilið lítur út eins og... já ok eins og venjulega, allt í drasli... ryk + OG allt sem ég á troðið inn í eitt herbergi. Reyndar hefur eitt gott fylgt þessum framkvæmdum, sem er að rúmið mitt er inni í stofu, sem þýðir að ég get horft á sjónvarpið í rúminu, sem er gooott. Við sambýlismaðurinn liggjum því yfir hinum og þessum mis lélegum sjónvarpsþáttum í rúmi sem líkist meira og meira bæli eftir eftir því sem dagarnir líða. Hér borða ég og sef, horfi á sjónvarpið, tölvast og les.
Heimurinn minn hefur snar minnkað síðustu daga og heldur áfram að minnka næstu vikur því ég er komin í sumarfrí.
Ég bið því alla þá sem kunna að lesa þetta næstu tvær vikur og hafa tíma að hringja í mig og viðra mig svo ég grafist ekki undir drasli og umbúðum af skyndibitamat.

Hjálp...

þriðjudagur, júlí 06, 2004

föstudagur, júlí 02, 2004

Fréttir

Þetta gat náttúrulega ekki gengið svona áfram hjá henni greyinu.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Húrra!!!

Nú er þetta loksins að verða búið, HM í fótbolta það er að segja.
Nú þykir mér ekki gaman að fótbolta en mér þykir aftur á móti gaman af listskautum (don't ask). Það þætti samt doldið furðulegt ef ég sæti yfir þessu allann daginn! Því ekki nóg með að ég passaði uppá að sjá allt í beinni útsendingu og endursýningu heldur sæti ég yfir öllum fréttum til að sjá allan fréttaflutning um kepnina og aðstandendur hennar, OG lægi yfir öllum samantektum og umræðuþáttum. Þessu, myndi þjóðin sitja yfir með mér af því að það er ekkert annað í boði. Spennandi!!!




föstudagur, júní 25, 2004

For the reccord

ég hef samt ekki og mun ALDREI sætta mig við svokallaðann "skólasöng" MH, ég er ekki gengin svo langt.

Nostalgía

Ég sakna þess að vera unglingur. Ég veit, ekki beint eithvað sem ég hefði búist við að segja nokkurntímann og kannski er best að umorða þetta: ég sakna þess að vera MHingur. Ekki afþví að MH sé svo "ógeðslaga kúl" eða neitt heldur bara vegna þess að mér leið vel þar.
Ástæðan fyrir þessu nostalgíu kasti er sú að ég fékk flensu í síðustu viku (I know, bear with me)sem varð til þess að ég eyddi ótæpilegum tíma á netinu (you see where this is heading ;)).
Á þessu flandri mínu ákvað ég að kíkja á heimasíðu littla frænda, sem var svo sniðugur að feta í fótspor mín, og fór í framhaldi af því skoða heimasíður annara MHinga. Er að sjálfsögðu búin að grafa upp ýmislegt fræðandi (lesist:slúður) en það sem mikilvægara er, helltust yfir mig hlutir sem ég var búin að gleyma.
Eins og:
Beneventum og Skaramús, rit sem bæði voru að ganga í gegn um erfit tímabil þegar ég var þarna en munu í minningunni lifa sem merkilegustu og stöðugustu rit sinnar tegundar.
Ostaslaufa og Súperdós í morgunmat, Pizza með skinku og ananas í hádeginu á föstudögum, og önninn þegar kóki var skipt út fyrir pepsi (betri díll) og viðbrögðin nálguðust uppreisn.
Borðið mitt, Sómalíuborð til hægri og baráttan við að halda því (helvítis busar)
Allt þetta er að rifjast upp fyrir mér núna tveimur og hálfu ári eftir að ég gekk þaðan út í síðasta sinn.
Ekki misskilja mig, ég var langt frá því að vera merkileg í þessum skóla, mestan hluta skólagöngunnar var ég í mínum egin heimi með vinum mínum og naut þess að hafa hátt og láta eins og fífl fullviss um að enginn tæki eftir mér (kom seinna í ljós að flestir muna eftir mér og okkur en við könnumst varla við neinn ;)) En ég átti heima þar. Ég hef þess vegna ákveðið að í haust ætla ég að halda á heimaslóðir, fá mér ostaslaufu og súperdós og njósna aðeins um littla frænda og passa uppá að hann hagi sér vel.

Að lokum þessa laááánga blogs (og sviga nauðgunnar) vil ég að allir rísi úr sætum og hafi eftir mér...
Lifi Menntaskóli vor og fósturjörð...húrra, húrra, húrra!!!

3. í fííílu

14 stiga hiti og skýjað í Köben humff!!!

fimmtudagur, júní 24, 2004

2. í fílu

Og smörrebrödið, ég gleymdi smörrebrödinu!
sniff :(

miðvikudagur, júní 23, 2004

Og svo er mér líka kalt

Ohh!

Ég var svo nálægt því að komast í helgarferð til Kaupmannhafnar eftir tvær vikur...svo nálægt.
Rosalega fer í taugarnar á mér þegar góðmennska og gjafmildi eins er eyðilögð af einhverju öðru (bókunarkerfi Icelandair í þessu tilfelli).
Ég var farin að finna bragðið af steikinni sem ég ætlaði að fá mér, sá fyrir mér fötin sem ég ætlaði að kaupa mér og var almennt farin að láta mér hlakka til. En nei!
Helvítis!!!!
Hef ákveðið að vera í fýlu út vikuna :(

mánudagur, júní 21, 2004

Comment

Mér tókst það!!!! húrra húrra mér tókst það. Gjörið svo vel the floor is open :)

Nú þarf ég bara að læra að gera broskarla...anyone?

Sumar

Í dag á heitasta degi sumarsins mætti ég í vinnuna í svörtum flauelisbuxum og ullarpeysu!!! Ég þarf varla að taka það fram að mér var heitt.

miðvikudagur, júní 16, 2004

Gríman

Er að horfa á Grímuna og er að drepast úr gremju yfir öllum sýningunum sem ég hef ekki drullast að sjá á liðnum vetri og kem aldrei til með að geta séð.
Það rifjast líka líka upp fyrir mér loforðið sem ég gaf sjálfri mér í haust að fara á allar sýningar sem mig langaði á og ef ég fengi engann með mér færi ég bara ein!

Ég hef ekki farið á eina einustu sýningu.

Og bara til þess að bæta á ergelsið var Baltasar Kormákur að fá verðlaun fyrir Leikstjórn...fuck!!!!!!

fimmtudagur, maí 27, 2004

Fimmtudagskvöld

Var að uppgvöta að ég hef ekki verið heima hjá mér á fimmtudagskvöldi í margar vikur, og hvernig veit ég þetta? Jú, ég hef ekki hugmynd um hvað er í sjónvarpinu í kvöld. Venjulega á þessum tíma er ég í góðra vina hópi í kapellu Háskóla Íslands við söng og gleði,en ekki í kvöld. Í kvöld sit ég ein heima með fötu af Maltisers og víðförlustu Vodka flösku í heimi og sakna vina minna sem ég hef verið með dag og nótt síðustu vikuna. Já ég er komin heim frá Slóveníu.

mánudagur, maí 17, 2004

Slóvenía

Ég er farin til Slóveníu, þeir sem vilja fylgjast með ferðalaginu er bent á heimasíðu kórsins

fimmtudagur, maí 13, 2004

Amma mín

Ömmu minni finnst gaman að horfa á Sex and the city.
Ömmu minni finnst Sex and the city ekkert sértsklega "klúrir".
Ömmu minni finnst Friends dónalegri en Sex and the city.
Amma mín er níræð.
Ég var að tala um kynlíf við Ömmu mína...

Ég gæti þurft áfallahjálp.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Lord of the Flies part II

Flugan dó núna í eftirmiðdaginn. Þá hafði hún verið í glasi fram á gangi í rúma tvo sólahringa. Hennar verður minnst.

mánudagur, maí 10, 2004

Comments

where oh where can it be...

Lord of the Flies

Eins og landsmenn ættu að hafa orðið varir við er þjóðin umsetin ákveðinni tegund skorkvikenda sem í daglegu tali kallast Býflugur. Síðastliðinn sólahring hefur heimili mitt verið umsetið þessum loðna vorboða, Sambýlismanni mínum til mikillar gleði þar sem að hann er mikill áhugamaður um allt sem flýgur. Umsátið náði hámarki um tvöleytið í nótt þegar (eftir mikið brambolt og suð) ein óheppin elska náði að brjótast inn í víggert svefnherbergið mitt. Við tók æsilegur eltingarleikur sem endaði náttúrulega með því að sambýlismaður minn lá eftir í blóði sínu (stungin í fótinn) og við tók andvökunótt hjá mér til að fylgjast með lífsmörkum og ofnæmisviðbrögðum. Fluguna fann ég svo í eftirmiðdaginn hálf dauða í niðurfallinu á baðkarinu og eftir miklar bollaleggingar tókst mér að ná upp hugrekkinu og skúbba flugunni upp í glas og koma henni fram á gang þar sem hún (fimm tímun) seinna lifir enn.
Mín viðbrögð við aðstæðum sem þessum er venjulega að loka mig eða fluguna inni í gluggalausu herbergi og bíða þess sem verða vill(dauða pöddunar). En þar sem að ég er ekki í aðstöðu til þess að hugsa bara um sjálfa mig lengur er bara eitt til í stöðuni...
inn á þetta heimili verður að koma hugrakkt KARLMENNI.

laugardagur, maí 08, 2004

Laugardagskvöld

Ég hef komist að því að oft þegar mig langar að tjá skoðun mína á einhverju eða jafnvel einhverjum þá get ég það ekki því að ég á það á hættu að viðkomandi, eða vinir hans lesi það og fari í fílu en núna get ég ekki setið á mér...

Mér finnst Laugardagskvöld með Gísla Marteini LEIÐINLEGT!

fimmtudagur, maí 06, 2004

Sex and the City

Þá er síðasti þátturinn liðinn og ég bara nokkuð sátt, allir virðast ætla að lifa hamingjusamir til æviloka og ég treysti á endursýningar til að halda mér við þar til ég uppgvötva eitthvað nýtt. Tvær merkilegar uppgvötvanir:
-HBO stendur fyrir Home Box Office ( vissi þetta ekki)
-Mister Big's real name is...... John, John!!!!!! ég hafði alltaf hugsað Christopher, Patrick, Jonathan en John!!!!!!!

mánudagur, maí 03, 2004

Úúú jeah

Maður verður að vera sáttuur við þetta


What Beatle are you?

John Lennon

You enjoy poetry, painting & a fine wine. A lover not a fighter.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.


laugardagur, maí 01, 2004

Confession time...

Ég er heimsins versti og latasti námsmaður. Alla síðustu önn hef ég hummað fram af mér ákveðið námsefni í ákveðnu fagi, kemur fyrir á bestu bæjum kynni nú einhver að segja but no, it gets worse. Viðkomandi áfangi er kenndur einu sinni í viku kl 10 á mánudags morgnum, ég hef mætt sirka annann hvern tíma og stundum ekki það, afsökun ? enginn. Ég gæti svo sem kennt um vinnuálagi, þar sem ég vinn hálfann daginn og er í stjórn kórs sem tekur töluverðann tíma en ég ætla ekki að fara að monta mig af einhverju sem ég veit að er ekki rétt þegar félagar mínir í stjórninni eru að standa sig mun betur áð öllu leiti bæði í námi og öðru. Plús það að ég þarf bara að mæta þrisvar í viku í skólann af því að ég er bara í tveimur áföngum! Og þetta er ekki búið. Ég þarf bara að mæta í eitt próf og ég hef haft heilann mánuð til að lesa fyrir það (frumlesa!) gerði ég það ?... ónei ég er bara búin að vera að slugsa og þvælast í New York af öllum stöðum þar sem mér tókst af einskæru gáleysi að eyða tvöföldum mánaðarlaunum vitandi það að ég er að fara til Slóveníu sem ég þarf að borga sjálf en hef ekki efni á hér með. Svo nú sit ég hér, vika í próf og nota hverja afsökun til þess að fara ekki að læra. hmmm

Einhverstaðar í lærðum bókum er fjallað um nútímafyrirbærið Félagslega Velmegunarsjúkdóma: þar er einhverstaðar mynd af mér.

mánudagur, apríl 12, 2004

Jahá, þá höfum við það...


Green



You are a very calm and contemplative person. Others are drawn to your peaceful, nurturing nature.




Find out your color at Quiz Me!


sunnudagur, apríl 11, 2004

Oh mig dreymdi svo fráæran draum í nótt :( sem betur fer á ég fullt af súkkulaði í dag til þess að bæta mér það upp..sniff...

sunnudagur, apríl 04, 2004

btw kann einhver að gera broskala í svona blogg?
Alltaf gaman að fá hrós á netinu : )

föstudagur, apríl 02, 2004

Úfff, mánuður frá helvíti loksins liðinn...

fimmtudagur, mars 25, 2004

Ég er snillingur :)
Bloggheimurinn er um margt skrítinn, lítill en skrítinn. Hef nýlega komist að því að með því að byrja á heimasíðu Louísu vinkonu kemst ég með hjálp nokkurra stórskemtilegra bloggsíða inn á síðuna hennar Snjósu vinkonu ( rétt er að taka fram að þær þekkjast lítið sem ekkert og vita ekki af síðu hvorar annarar). Ekki nóg með það ef ég tek á mig smá krók, rata ég inn á síðu "lítils" frænda míns, og svo til baka aftur. Þetta finnst mér merkilegt.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Sem sýnir líka hvað ég er orðin gömul, andskotinn
Haldiði að littla dúllan mín sé ekki í sjónvarpinu, skrítið samt að sjá einhvern sem manni þykir vænt um og hefur þekkt síðan hún var í bleyjum svona opinberlega (undirritaður þurkar nokkur tár af hvarmi í léttu nostalgíu kasti) hún er orðin svo stóóóóór.. búhhhú...

sunnudagur, mars 21, 2004

Hef ákveðið að stíga skrefið til fulls og finna mér útrás fyrir allt röfl, og þar með létta á mínum nánustu...