Er eitthvað undarlegt við það að hafa alltaf sungið;
"ég ætla'ð kyssa þig undir mistiltein' í kvöld við kertaljósin slökt" ?
Mér finnst þetta allavega mjög lógískt!
mánudagur, desember 26, 2005
föstudagur, desember 23, 2005
Ísland, best í heimi!
Mikið rosalega þurfti ég á þessu að halda. Ég er nú þegar búin að uppfylla stórann hluta af óskalistunum ( bæði matar og hinsegin) og knúsa alla sem ég hitti og á morgun fer ég í vinnuna til að gá hvort að börnin vilja knúsa mig. Sjáiði til sjö knús á dag í þrjá og hálfann mánuð gera 770 knús sem ég hef ekki fengið, svo ég ætla að nota jólafríið til að bæta mér þau upp og til að hamstra fyrir næsta ár.
Þess vegna ætla ég ekki að vera að eyða tímanum hér næstu vikuna en ef ykkur leiðist þá megiði skrifa ykkur á þennann lista:
1. eitthvað handahófskennt um þig
2. hvaða lag minnir mig á þig
3. hvaða kvikmynd/sjónvarpsþáttur minnir mig á þig
4. hvaða bragð minnir mig á þig
5. eitthvað sem hefur bara þýðingu fyrir mig og þig
6. fyrstu ljósu minninguna mína af þér
7. á hvaða dýr minnir þú mig
you know the drill...
(persónulega þá finnst mér fyrsta minningin skemmtilegasti hlutinn, svo það getur verið að ég svari bara því)
Þess vegna ætla ég ekki að vera að eyða tímanum hér næstu vikuna en ef ykkur leiðist þá megiði skrifa ykkur á þennann lista:
1. eitthvað handahófskennt um þig
2. hvaða lag minnir mig á þig
3. hvaða kvikmynd/sjónvarpsþáttur minnir mig á þig
4. hvaða bragð minnir mig á þig
5. eitthvað sem hefur bara þýðingu fyrir mig og þig
6. fyrstu ljósu minninguna mína af þér
7. á hvaða dýr minnir þú mig
you know the drill...
(persónulega þá finnst mér fyrsta minningin skemmtilegasti hlutinn, svo það getur verið að ég svari bara því)
mánudagur, desember 19, 2005
Éééééég, ég er komin heim elsku besti vinur...
Rejoice and be merry!!
Er með gamla númerið, 8995876 (ef þið skylduð vilja bjóða mér í partý eða solis.
ééég, ég er komin heieimm...
Er með gamla númerið, 8995876 (ef þið skylduð vilja bjóða mér í partý eða solis.
ééég, ég er komin heieimm...
sunnudagur, desember 18, 2005
Ok, plan
Fara á fætur og taka til í íbúðinni.
Vaska upp og tæma ísskápinn (ugh)
Hjóla niðrí bæ og redda einni jólagjöf og borða eitthvað gott.
Koma heim, sópa íbúð, takka allt úr sambandi og klára að pakka tösku.
Loka tösku og drösla henni niður stigann.
út í strætó, svo lest, svo flugvél... og svo heim.
vg.
(Veit samt ekki afhverju ég er alltaf að kalla þessa holu mína íbúð.)
Vaska upp og tæma ísskápinn (ugh)
Hjóla niðrí bæ og redda einni jólagjöf og borða eitthvað gott.
Koma heim, sópa íbúð, takka allt úr sambandi og klára að pakka tösku.
Loka tösku og drösla henni niður stigann.
út í strætó, svo lest, svo flugvél... og svo heim.
vg.
(Veit samt ekki afhverju ég er alltaf að kalla þessa holu mína íbúð.)
föstudagur, desember 16, 2005
2 dagar
Í kvöld smakkaði ég krókódíl og kengúru og borðaði sjö mismunandi súkkulaði eftirrétti,drakk barnakokteil, og fékk að tala ensku við englending og það var yndislegt.
Að öðrum og verri fréttum, þá held ég (þó ég þori varla að koma orðum að því) að yndislegi og fallegi, græni ipodinn minn sé dáinn. Það kviknar ekki á honum þegar ég ýti á hann og ekki heldur þegar ég sting honum í samband við tölvuna. Ég er í öngum mínum (so rearly get a chance to use that in a sentance) og veit ekki hvort ég feisa að fara í metroið á morgun á morgun án hans.
Svo er fjarstýringin horfin, og vetlingarnir mínir eru týndir.
fleira var það ekki...tveir dagar...
Að öðrum og verri fréttum, þá held ég (þó ég þori varla að koma orðum að því) að yndislegi og fallegi, græni ipodinn minn sé dáinn. Það kviknar ekki á honum þegar ég ýti á hann og ekki heldur þegar ég sting honum í samband við tölvuna. Ég er í öngum mínum (so rearly get a chance to use that in a sentance) og veit ekki hvort ég feisa að fara í metroið á morgun á morgun án hans.
Svo er fjarstýringin horfin, og vetlingarnir mínir eru týndir.
fleira var það ekki...tveir dagar...
fimmtudagur, desember 15, 2005
Ekk'á morgun, ekki hinn, heldur hinn...
Þessir síðustu dagar hafa verið sönnun á því að tíminn líður (sem ég vissi nú svosum en var nærri hætt að trúa á). Ég er búin að pakka niður glimmerskónum og jólakjólnum, og öllum jólagjöfunum, ásamt öllu hinu sem ég þarf ekki að nota þangað til ég fer og taskan er næstum full.
Reyndar tek ég með mér þrenna spariskó og ein stígvél, en svo ég vitni beint í orð Hillu þegar ég var eithvað að hafa áhyggjur af því að þetta væri of mikið, "það eru jól!" og jólin eru hátíð skónna. Svo þarf ég líka að geta valið á milli háhælaðra og flatbotna ef ökklinn heldur áfram að vera leiðinlegur, so you see, ástæða fyrir öllu.
Annars er svolítið skrítið að vera að fara í frí heim til sín. Til dæmis þegar maður er að pakka, þá þarf maður að passa að vera með allt með sér því það er ekki hægt að skreppa bara heim og sækja það sem gleymdist. Svo þarf ég líka alltaf að vera að minna mig á að Mamma mín á þvottavél, svo ég þarf ekki að vera með endalaust af fötum til skiptana.
Úff nú er ég aftur komin með fiðrildi í magann
Reyndar tek ég með mér þrenna spariskó og ein stígvél, en svo ég vitni beint í orð Hillu þegar ég var eithvað að hafa áhyggjur af því að þetta væri of mikið, "það eru jól!" og jólin eru hátíð skónna. Svo þarf ég líka að geta valið á milli háhælaðra og flatbotna ef ökklinn heldur áfram að vera leiðinlegur, so you see, ástæða fyrir öllu.
Annars er svolítið skrítið að vera að fara í frí heim til sín. Til dæmis þegar maður er að pakka, þá þarf maður að passa að vera með allt með sér því það er ekki hægt að skreppa bara heim og sækja það sem gleymdist. Svo þarf ég líka alltaf að vera að minna mig á að Mamma mín á þvottavél, svo ég þarf ekki að vera með endalaust af fötum til skiptana.
Úff nú er ég aftur komin með fiðrildi í magann
miðvikudagur, desember 14, 2005
þriðjudagur, desember 13, 2005
Sko ég ÞARF ekkert að stjórna...
það er bara svo miklu þægilegra þannig.
æi ég veit nú ekki... mér finnst þetta ekkert passa við mig, SAMT á ég afmæli í dag.
Ég er búin að telja Kristínu á að taka frí frá lærdómnum og slugsast niðrí bæ og kaupa jólagjafir með mér og takmark dagsins er að vera glöð allann daginn og njóta þess að vera ekki að læra, annað er óákveðið...
Your Birthdate: December 13 |
You're dominant and powerful. You always need to be in charge. While others respect your competence, you can be a bit of a dictator. Hard working and serious, you never let yourself down. You are exact and accurate - and you expect others to be the same way. Your strength: You always get the job done Your weakness: You're a perfectionist to a fault Your power color: Gray Your power symbol: Checkmark Your power month: April |
æi ég veit nú ekki... mér finnst þetta ekkert passa við mig, SAMT á ég afmæli í dag.
Ég er búin að telja Kristínu á að taka frí frá lærdómnum og slugsast niðrí bæ og kaupa jólagjafir með mér og takmark dagsins er að vera glöð allann daginn og njóta þess að vera ekki að læra, annað er óákveðið...
laugardagur, desember 10, 2005
Vei
fimmtudagur, desember 08, 2005
Ok
Ég ætlaði ekki að gera þetta.
Persónulega þá finnst mér alltaf leiðinlegt þegar fólk fer að kvarta undan kommentaleysi, og guðirnir vita að ég er ekki manna duglegust, en ég er bara farin að hafa áhyggjur af ykkur...hvar eruði???
Þetta er ekki eðlileg prófa hegðun!!!
Úff....
Ég missteig mig aftur, rétt fyrir utan Christiansborg (stór höll), það var niða myrkur og í nokkrar mínútur hélt ég að ég væri fótbrotin og ég fór næstum því að gráta. En ég er víst bara tognuð, eða það er mín sjúkdómsgreining, allavega þá get ég gengið án þess að meiða mig.
Svo nú ligg ég uppi í rúmi með tvöfaldann hægri ökkla og horfi á Sex and the City maraþon, læt skjalla mig á msn og dunda mér við að gera óskalistann minn interaktívan. Hann er miklu skemmtilegri þannig.
Persónulega þá finnst mér alltaf leiðinlegt þegar fólk fer að kvarta undan kommentaleysi, og guðirnir vita að ég er ekki manna duglegust, en ég er bara farin að hafa áhyggjur af ykkur...hvar eruði???
Þetta er ekki eðlileg prófa hegðun!!!
Úff....
Ég missteig mig aftur, rétt fyrir utan Christiansborg (stór höll), það var niða myrkur og í nokkrar mínútur hélt ég að ég væri fótbrotin og ég fór næstum því að gráta. En ég er víst bara tognuð, eða það er mín sjúkdómsgreining, allavega þá get ég gengið án þess að meiða mig.
Svo nú ligg ég uppi í rúmi með tvöfaldann hægri ökkla og horfi á Sex and the City maraþon, læt skjalla mig á msn og dunda mér við að gera óskalistann minn interaktívan. Hann er miklu skemmtilegri þannig.
miðvikudagur, desember 07, 2005
stuff
Í tilefni af því að ég á afmæli eftir tæpa viku ( þriðjudaginn 13. des kl 22 eitthvað) og því að jólin eru á næsta leiti þá er ég búina að klambra saman lista yfir það sem mig langar í. Þessum lista er helst beint að fjölskyldu minni sem kann að hafa af honum nokkuð gagn, en einnig svo að mínir ástkæru vinir viti nokkurn vegin hvers er ætlast til af þeim um jólin, þ.e.a.s að skemmta mér eins og best þeir mega ( no pressure or anything). Listin var heldur erfiðari í vinnslu þetta árið, miðað við árið í fyrra, og mun væntanlega taka nokkrum breytingum þegar fram líða stundir, því ég er alltaf að kaupa óvart sjálf það sem er á honum.
Þar að auki vil ég benda á að þó að mér finnist ótrúlega gaman að fá pakka, þá verð ég líka alltaf glöð þegar einhver man eftir afmælinu mínu og segir mér frá því.
Ok þá er það frá
Það er helst í fréttum að ég er í próflestri eins og aðrir, því þó svo að mitt próf sé ekki fyrr en 3. jan vil ég vera búin sem mest áður en ég kem heim svo ég hafi tíma til að njóta þess að vera heima og jólast. Sérstaklega þar sem að ég er búin að vera að bíða eftir því að komast heim síðan 29. ágúst, þegar ég lenti á Kastrup ( svona on and of) en það hefur væntanlega ekki farið fram hjá ykkur.
Svo rifnuðu góðu gallabuxurnar úr Gap, sem ég keypti á 5 pund í sumar, svo nú á ég bara einar gallabuxur. Ég var á Nörreport, að fara að hjóla heim og sem ég var að sveifla fótleggnum yfir hjólið fann ég ( og heyrði) hvernig stór rifa myndaðist þvert yfir rassinn á mér, og lá við að önnur skálmin dytti niður fótlegginn á mér.
Þetta kenndi mér að of mikið hjólerí er ekki hollt fyrir gallaefni, því það spænist upp vegna núnings við hnakkinn.
Nýjustu gallabuxurnar eru sem betur fer nokkuð safe í bili því mér tókst, af minni alkunnu snild að snúa mig um ökklann á jafnsléttu í gær og get þess vegna ekkert hjólað.
dúmsí dúms...
ú já ég gekk í HM klúbbinn um daginn og tilboðin svoleiðis hrúgast upp, mjög spennandi. Ég ætti því að geta reddað nýjum gallabuxum fljótlega.
Meira var það nú ekki í bili, annað en að minna á jólakortin, ég set þau í póst á morgun eða hinn, og það eru 3 eftir í pottinum.
Þar að auki vil ég benda á að þó að mér finnist ótrúlega gaman að fá pakka, þá verð ég líka alltaf glöð þegar einhver man eftir afmælinu mínu og segir mér frá því.
Ok þá er það frá
Það er helst í fréttum að ég er í próflestri eins og aðrir, því þó svo að mitt próf sé ekki fyrr en 3. jan vil ég vera búin sem mest áður en ég kem heim svo ég hafi tíma til að njóta þess að vera heima og jólast. Sérstaklega þar sem að ég er búin að vera að bíða eftir því að komast heim síðan 29. ágúst, þegar ég lenti á Kastrup ( svona on and of) en það hefur væntanlega ekki farið fram hjá ykkur.
Svo rifnuðu góðu gallabuxurnar úr Gap, sem ég keypti á 5 pund í sumar, svo nú á ég bara einar gallabuxur. Ég var á Nörreport, að fara að hjóla heim og sem ég var að sveifla fótleggnum yfir hjólið fann ég ( og heyrði) hvernig stór rifa myndaðist þvert yfir rassinn á mér, og lá við að önnur skálmin dytti niður fótlegginn á mér.
Þetta kenndi mér að of mikið hjólerí er ekki hollt fyrir gallaefni, því það spænist upp vegna núnings við hnakkinn.
Nýjustu gallabuxurnar eru sem betur fer nokkuð safe í bili því mér tókst, af minni alkunnu snild að snúa mig um ökklann á jafnsléttu í gær og get þess vegna ekkert hjólað.
dúmsí dúms...
ú já ég gekk í HM klúbbinn um daginn og tilboðin svoleiðis hrúgast upp, mjög spennandi. Ég ætti því að geta reddað nýjum gallabuxum fljótlega.
Meira var það nú ekki í bili, annað en að minna á jólakortin, ég set þau í póst á morgun eða hinn, og það eru 3 eftir í pottinum.
þriðjudagur, desember 06, 2005
Árídandi!!!!
Í gær føndradi ég 10 ansi snotur jólakort, af hverjum ég hef hugsad mér ad senda 3 á hinar ýmsu stofnanir høfudborgarsvædisins. Tad gerir 7 sem ekki eiga øruggann samastad um jólin, sem er synd tví ég lagdi mikla vinnu í ad klippa, líma og semja skemtilegar søgur um hvert teirra.
Nú óska ég eftir skemtilegu fólki sem er til í ad taka tessar elskur ad sér um, hátídarnar. Áhugasamir skilji eftir nafn og heimilisfang hér fyrir nedann og má tá sá hinn sami eiga von á jólakorti frá úgløndum á næstu døgum, sem er alltaf skemtilegt.
Einungis eru 7 í bodi og athugid ad teir sem fá jólapakka (eda fyrirjólapakka) geta tví midur ekki verid med.
kærlig hilsen, Anna (sem nennir ekki ad læra) á hinum konunglega demanti í Kaupmannahøfn
Nú óska ég eftir skemtilegu fólki sem er til í ad taka tessar elskur ad sér um, hátídarnar. Áhugasamir skilji eftir nafn og heimilisfang hér fyrir nedann og má tá sá hinn sami eiga von á jólakorti frá úgløndum á næstu døgum, sem er alltaf skemtilegt.
Einungis eru 7 í bodi og athugid ad teir sem fá jólapakka (eda fyrirjólapakka) geta tví midur ekki verid med.
kærlig hilsen, Anna (sem nennir ekki ad læra) á hinum konunglega demanti í Kaupmannahøfn
sunnudagur, desember 04, 2005
Húrra fyrir þeim sem skreytti jólatré í garðinum mínum, og húrra fyrir jólaljósum.
Húrra fyrir mandarínum og piparkökum, og fullum poka af jólagjöfum.
Húrra fyrir röð og reglu og húrra fyrir fullt af hreinum sokkum.
Húrra fyrir jólatívolí og hringekkjum
Húrra fyrir Tjekovski og litlum ballet músum.
Húrra fyrir tívolívörðunum, í einkennisbúningunum sínum.
Húrra fyrir hlýjum bókabúðum og jólalagi baggalúts.
Húrra fyrir strætóbílstjórum sem bjóða mann velkominn og segja "vesgú og kom ind i varmen".
Og húrra fyrir pulsugerðarkonunni á Ráðhústorgi sem er búin að skreyta pulsuvagninn sinn með jólakúlum og kertaljósi.
hip hip hip húrraaa!!!
Húrra fyrir mandarínum og piparkökum, og fullum poka af jólagjöfum.
Húrra fyrir röð og reglu og húrra fyrir fullt af hreinum sokkum.
Húrra fyrir jólatívolí og hringekkjum
Húrra fyrir Tjekovski og litlum ballet músum.
Húrra fyrir tívolívörðunum, í einkennisbúningunum sínum.
Húrra fyrir hlýjum bókabúðum og jólalagi baggalúts.
Húrra fyrir strætóbílstjórum sem bjóða mann velkominn og segja "vesgú og kom ind i varmen".
Og húrra fyrir pulsugerðarkonunni á Ráðhústorgi sem er búin að skreyta pulsuvagninn sinn með jólakúlum og kertaljósi.
hip hip hip húrraaa!!!
föstudagur, desember 02, 2005
In the presence of royalty
Hver haldiði að hafi mætti í opinbera heimsókn á Demantinn í dag annar en prins Jóakim og fylgdarlið. Hann kom til þess að vera viðstaddur opnun á sýningu um Napoleon og Danmörku og það sem þeim fór á milli fyrir löngu, löngu síðan. Leiðir okkar lágu saman þrisvar, fyrst þegar hann var að koma og ég sat á kaffihúsinu að borða köku (þá labbaði hann framhjá mér) svo þegar ég var að tala í símann og stóð á brúnni yfir kokteilboðinu (þá gekk hann undir mig) og svo urðum við samferða út, þegar við vorum að fara heim ( nema ég fékk ekki að fara út um sömu dyr og hann, þessar með rauða dreglinum, ég þurfti að fara út um hinar).
I think this could be the begining of a beutiful friendship.
.......................
Svo hitti ég líka gamlann mann á Damantinum, svona alvöru, með flóka hatt og í ullarfrakka, eins og mér þykir svo vænt um. Þegar hann komst að því að við værum frá Íslandi þurfti hann alveg óskaplega mikið að fá að vita "om den kæmpe store kirke i Reykjavik nogensinde blev færdig" því það gekk svo illa að byggja hana þegar hann var á Íslandi árið 1967.
Ég fullvissaði hann um að hún væri löngu tilbúin, þó hann hafi átt erfitt með að trúa mér, því hann spurði aftur hvort við værum ekki öruglega að tala um sömu kirkjuna..."i Reykjavik?".
Ég vissi samt ekki hvert hann ætlaði að fara þegar ég þurfti að segja honum að við værum ENN ekki komin með járnbrautakerfi.
Mér fannst einhvernvegin merkilegra að hitta þennan mann heldur en prinsinn.
I think this could be the begining of a beutiful friendship.
.......................
Svo hitti ég líka gamlann mann á Damantinum, svona alvöru, með flóka hatt og í ullarfrakka, eins og mér þykir svo vænt um. Þegar hann komst að því að við værum frá Íslandi þurfti hann alveg óskaplega mikið að fá að vita "om den kæmpe store kirke i Reykjavik nogensinde blev færdig" því það gekk svo illa að byggja hana þegar hann var á Íslandi árið 1967.
Ég fullvissaði hann um að hún væri löngu tilbúin, þó hann hafi átt erfitt með að trúa mér, því hann spurði aftur hvort við værum ekki öruglega að tala um sömu kirkjuna..."i Reykjavik?".
Ég vissi samt ekki hvert hann ætlaði að fara þegar ég þurfti að segja honum að við værum ENN ekki komin með járnbrautakerfi.
Mér fannst einhvernvegin merkilegra að hitta þennan mann heldur en prinsinn.
fimmtudagur, desember 01, 2005
Loksins
Ég sakna þess að hlæja, þá meina ég að hlæja svo mikið að maður er næstum því búinn að æla og nær ekki andanum.
Ég sakna þess að geta bullað í fólki sem ég þekki ekki vel (og líka þeim sem ég þekki) og ég sakna þess að vera innanum fullt, fullt af skemtilegu fólki.
Ég sakna vina minna og fjölskyldu, og ég sakna þess að knúsa köttinn minn og kúra hjá honum á nóttunni.
Ég sakna þess að dansa og syngja í partýum og koma heim snemma um morgun örþreytt og illt í fótunum.
Ég sakna þess að syngja, og ég sakna kórsins míns og laganna sem við sungum, og ég sakna altarinnar og ég er meira að segja farin að sakna Tuma.
Ég sakna bleika bílsins og ísbíltúra.
Ég sakna þess að fá 7 knús á dag og að vera alltaf með hor á öxlunum og mat í hárinu.
Og ég sakna þess að vita að Esjan sé öruglega, pottþétt á bak við skýin.
The officiall countdown has begun:
Ég kem heim eftir 17 daga.
(Loksins loksins má ég byrja að telja)
Ég sakna þess að geta bullað í fólki sem ég þekki ekki vel (og líka þeim sem ég þekki) og ég sakna þess að vera innanum fullt, fullt af skemtilegu fólki.
Ég sakna vina minna og fjölskyldu, og ég sakna þess að knúsa köttinn minn og kúra hjá honum á nóttunni.
Ég sakna þess að dansa og syngja í partýum og koma heim snemma um morgun örþreytt og illt í fótunum.
Ég sakna þess að syngja, og ég sakna kórsins míns og laganna sem við sungum, og ég sakna altarinnar og ég er meira að segja farin að sakna Tuma.
Ég sakna bleika bílsins og ísbíltúra.
Ég sakna þess að fá 7 knús á dag og að vera alltaf með hor á öxlunum og mat í hárinu.
Og ég sakna þess að vita að Esjan sé öruglega, pottþétt á bak við skýin.
The officiall countdown has begun:
Ég kem heim eftir 17 daga.
(Loksins loksins má ég byrja að telja)
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
It happend again!
Á Muggison tónleikunum á föstudagskvöldið, eða eftir tónleikana þegar vorum að dansa. Þá birtist hann, eða sveif inn á dansgólfið með annari konu. Ég fylgdist með honum þangað til við fórum og ég hef ekki getað hætt að hugsa um hann síðan. Meira að segja Kristín tók eftir honum og sá að hann væri fullkominn fyrir mig.
Ég er búin að vera að svipast um eftir kjól í allt haust, helst svörtum. En þessi var grænn. Grænn með ermum, soldið fleginn og pilsi sem sveiflast þegar maður snýst í hringi. Svona kjóll sem getur bæði verið rosalega fínn og passlega fínn, allt eftir tilefninu og skónum.
Og ég er búin að googla "A green dress" og fæ bara upp myndir af Jennifer Lopez í græna kjólnum sínum:
Og minn er ekki svona fleginn!
æi ég ætti nú að vera farin að venjast þessu, þetta er alltaf að koma fyrir mig.
Ég er búin að vera að svipast um eftir kjól í allt haust, helst svörtum. En þessi var grænn. Grænn með ermum, soldið fleginn og pilsi sem sveiflast þegar maður snýst í hringi. Svona kjóll sem getur bæði verið rosalega fínn og passlega fínn, allt eftir tilefninu og skónum.
Og ég er búin að googla "A green dress" og fæ bara upp myndir af Jennifer Lopez í græna kjólnum sínum:
Og minn er ekki svona fleginn!
æi ég ætti nú að vera farin að venjast þessu, þetta er alltaf að koma fyrir mig.
mánudagur, nóvember 28, 2005
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Óskalisti
Ég fékk bókatíðindin 2005 send frá Íslandi í vikunni og gladdist mjög. Þessi litli bæklingur hefur verið stór hluti af jólunum mínum eins lengi og ég man eftir mér og nú hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að koma mér vel fyrir undir sæng og finna bækur sem mig langar til að lesa. Eftir fyrstu yfirferð (það þarf yfirleitt u.þ.b fimm) var ég komin með þrjár bækur sem ég er spennt fyrir og ákvað því að byrja á óskalistanum fyrir jólin.
Klukkutíma síðar var ég kominn með þetta:
Pönnukökur með jarðaberjasultuogrjóma eða sykri
Soðna ýsu með kartöflum og smjöri
Fiskbúðing með kartöflum, hrásalati og kokteilssósu
Plokkfisk og rúgbrauð
Gúllas og kartöflumús
Steiktan fisk í raspi
Bakaðann fiskrétt
Ristað brauð með smurosti
Chereeos
Bæjarins bestu með mikilli tómatssósu og kók
Kjúklingabaunabuff með hrísgrjónum og karrysósu
Lambalæri með brúnuðum kartöflum og sósu
Vöflur með rjóma
Tapas mat
Súkkulaðikökuna hennar Louí
Rúsínukökur
Hálfmána
Súkkulaði skafís
Ég held að ég þurfi að hugsa þetta aðeins betur.
Klukkutíma síðar var ég kominn með þetta:
Pönnukökur með jarðaberjasultuogrjóma eða sykri
Soðna ýsu með kartöflum og smjöri
Fiskbúðing með kartöflum, hrásalati og kokteilssósu
Plokkfisk og rúgbrauð
Gúllas og kartöflumús
Steiktan fisk í raspi
Bakaðann fiskrétt
Ristað brauð með smurosti
Chereeos
Bæjarins bestu með mikilli tómatssósu og kók
Kjúklingabaunabuff með hrísgrjónum og karrysósu
Lambalæri með brúnuðum kartöflum og sósu
Vöflur með rjóma
Tapas mat
Súkkulaðikökuna hennar Louí
Rúsínukökur
Hálfmána
Súkkulaði skafís
Ég held að ég þurfi að hugsa þetta aðeins betur.
laugardagur, nóvember 26, 2005
Já, hvað hefur Danmörk gert mér?
Mér er byrjað að finnast danskar pulsur góðar.
Ég drekk ´Dansk vand med sitrus´ í öll mát.
Ég er farin að bera fram t með dönskum hreim og segi því "eigum við að tsaka tsíuna í tsívolí?"
Þegar ég stíg út úr strætó lít ég ósjálfrátt fyrst til hægri til að gá hvort það sé hjól að koma.
Ég er að verða nískari en andskotinn, t.d finnst mér fáránlegt að borga meira en 149 dkr fyrir peysu.
Ég er gjörsamlega, allveg hætt að vera fyndin.
Ég drekk ´Dansk vand med sitrus´ í öll mát.
Ég er farin að bera fram t með dönskum hreim og segi því "eigum við að tsaka tsíuna í tsívolí?"
Þegar ég stíg út úr strætó lít ég ósjálfrátt fyrst til hægri til að gá hvort það sé hjól að koma.
Ég er að verða nískari en andskotinn, t.d finnst mér fáránlegt að borga meira en 149 dkr fyrir peysu.
Ég er gjörsamlega, allveg hætt að vera fyndin.
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Ég fann þá
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Brrr
Í Danmörku er skíta, skíta, djöfulsins, brunakuldi sem smýgur í gegn um merg og bein. Mig dreymir um hlýja lopapeysur og gæti drepið fyrir heitt bað (eða allavega almennilega sturtu).
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Bíó
"The grand old man" í danskri kvikmyndagerð er dáinn.
Erik Balling, faðir Matador þáttanna, Olsenbandsins og á sínum tíma yngsti framkvæmdarstjóri Nordisk Film, dó í gær á heimili sínu eftir huggulegann frokost með vinum sínum, ágætis dauðdagi að mínu mati. Hann var áttræður.
Þar sem ég á þessum manni mikla skemtun að þakka ákvað ég að minnast kallsins með því að horfa á Matador þættina sem ég á hérna úti. Palads kvikmyndahúsið á Akseltorv flaggaði í hálfa stöng, það fannst mér kúl.
.................................
Ég er að fara á Harry Potter í kvöld og er að deyja úr spenningi. Ég er búin að passa mig á því að slökkva á sjónvarpinu í hvert sinn sem sýnt er úr mýndinni og hef varast að skoða myndir úr henni á netinu. Við erum að fara sex saman og keyptum miðana á netinu fyrir tveimur dögum síðan.
Það er nefnilega allt uppselt og í dag þegar ég fór í bæinn að sækja miðana var bærinn fullur af fólki sem hafði ekki hafði gert ráð fyrir þeim möguleika og æddi á milli bíóa til að reyna að redda sér miðum. Þetta var allt frá litlum drengjum á hjóli og barnafjölskyldna til miðaldra karlmanna og kærustupara,
.................................
.................................
Mér er kalt, í fyrri nótt svaf ég í ullarpeysu og ég er alvarlega að íhuga að kaupa mér griffluvetlinga til þess að nota innandyra því mér verður alltaf svo kalt á puttunum þegar ég er í tölvunni.
Og svo er ekki einusinni frost!!!!
Erik Balling, faðir Matador þáttanna, Olsenbandsins og á sínum tíma yngsti framkvæmdarstjóri Nordisk Film, dó í gær á heimili sínu eftir huggulegann frokost með vinum sínum, ágætis dauðdagi að mínu mati. Hann var áttræður.
Þar sem ég á þessum manni mikla skemtun að þakka ákvað ég að minnast kallsins með því að horfa á Matador þættina sem ég á hérna úti. Palads kvikmyndahúsið á Akseltorv flaggaði í hálfa stöng, það fannst mér kúl.
.................................
Ég er að fara á Harry Potter í kvöld og er að deyja úr spenningi. Ég er búin að passa mig á því að slökkva á sjónvarpinu í hvert sinn sem sýnt er úr mýndinni og hef varast að skoða myndir úr henni á netinu. Við erum að fara sex saman og keyptum miðana á netinu fyrir tveimur dögum síðan.
Það er nefnilega allt uppselt og í dag þegar ég fór í bæinn að sækja miðana var bærinn fullur af fólki sem hafði ekki hafði gert ráð fyrir þeim möguleika og æddi á milli bíóa til að reyna að redda sér miðum. Þetta var allt frá litlum drengjum á hjóli og barnafjölskyldna til miðaldra karlmanna og kærustupara,
.................................
.................................
Mér er kalt, í fyrri nótt svaf ég í ullarpeysu og ég er alvarlega að íhuga að kaupa mér griffluvetlinga til þess að nota innandyra því mér verður alltaf svo kalt á puttunum þegar ég er í tölvunni.
Og svo er ekki einusinni frost!!!!
laugardagur, nóvember 19, 2005
Mig vantar nýtt veski. Það er bara ekki pláss fyrir allt sem ég þarf yfirleitt að bera með mér í veskinu sem ég er að nota núna og það er virkilega farið að fara í taugarnar á mér. Ég er með einhverja óljósa hugmynd um hvernig veskið á að vera og hef á síðustu vikum gengið búð úr búð í von um að finna hið fullkomna veski, sem hefur ekki tekist hingað til.
Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég myndi aldrei finna það, að það væri bara til inni í höfðinu á mér. Það er að segja þangað til í gær, þegar ég sá þetta...
THE BAG...í fanginu á annari konu í metroinu, ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið sár.
En afþví að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig þá ákvað ég að gleðjast yfir því að veskið væri yfir höfuð til í raunveruleikanum, and where there's one, there is usually another, you see. Ég hélt því beint heim í tölvuna og googlaði orðin " red leather bag" and what do you know, ég fann hana. Og ekki nóg með það, þá er líka hægt að kaupa hana á netinu!!!
Ég varð reyndar dálítið hissa að sjá verðið, 350 dkr = 3500 ísl kr, sem er alls ekki mikið fyrir leður tösku. Þið getið ímyndað ykkur gleði mína, loksins loksins, hin fullkomna taska just with in reach. Sem betur fer ákvað ég að athuga hver sendingakostnaðurinn væri frá Englandi til Danmerkur í þann mund sem ég teygði mig eftir vísakortinu. (Tókuði eftir þessu? Frá Englandi til Danmerkur)
Ég fattaði semsagt á síðustu stundu að upphæðin sem ég var búin að vera að horfa á var ekki í dönskum krónum heldur í ENSKUM PUNDUM, og 300 pund eru ekki 3000, heldur 30.000 ísl kr!!!!!
Í stuttu máli, þá ákvað ég að kaupa ekki töskuna, og leitin heldur áfram...
Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég myndi aldrei finna það, að það væri bara til inni í höfðinu á mér. Það er að segja þangað til í gær, þegar ég sá þetta...
THE BAG...í fanginu á annari konu í metroinu, ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið sár.
En afþví að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig þá ákvað ég að gleðjast yfir því að veskið væri yfir höfuð til í raunveruleikanum, and where there's one, there is usually another, you see. Ég hélt því beint heim í tölvuna og googlaði orðin " red leather bag" and what do you know, ég fann hana. Og ekki nóg með það, þá er líka hægt að kaupa hana á netinu!!!
Ég varð reyndar dálítið hissa að sjá verðið, 350 dkr = 3500 ísl kr, sem er alls ekki mikið fyrir leður tösku. Þið getið ímyndað ykkur gleði mína, loksins loksins, hin fullkomna taska just with in reach. Sem betur fer ákvað ég að athuga hver sendingakostnaðurinn væri frá Englandi til Danmerkur í þann mund sem ég teygði mig eftir vísakortinu. (Tókuði eftir þessu? Frá Englandi til Danmerkur)
Ég fattaði semsagt á síðustu stundu að upphæðin sem ég var búin að vera að horfa á var ekki í dönskum krónum heldur í ENSKUM PUNDUM, og 300 pund eru ekki 3000, heldur 30.000 ísl kr!!!!!
Í stuttu máli, þá ákvað ég að kaupa ekki töskuna, og leitin heldur áfram...
föstudagur, nóvember 18, 2005
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
What a lovely day.
Það er orðið kalt í Kaupmannahöfn og ég er farin að róast. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er alveg að koma heim (ekki það að ég sé farin að telja dagana or anything) eða bara af því að mér líður yfirleitt alltaf vel um þetta leiti. Eða kannski er það bara vegna þess að það er farið að kólna, og ég er nú einusinni íslendingur, verst að ég á bara staka vettlinga.
.............
Hluti af þessu er að sjálfsögðu líka að nú er nóg að gera. Í dag, til dæmis, var ég að þvælast í bænum með Hillu sem var í heimsókn og í til efni af því hittist útibúið á kaffihúsi, þar sem við sátum í nokkra tíma catching up og svona. Ég fylgdi þeim líka í hinar og þessar búðir og náði m.a að kaupa eina jólagjöf (og gallabuxur og skyrtu handa mér).
Og talandi um jólin, þá er byrjað að skreyta bæinn og í mæ god!! Mér leiðist að segja það, en það er svo miklu flottara heldur en á Laugarveginum. Svo er hinn almenni borgari líka byrjaður að skreyta, ég taldi tvær gluggaseríur í dag og svo er byrjað að spila jólalög í búðum.
Næst á dagskrá er að sjálfsögðu að læra og lesa og vera dugleg, en svo á Gaui líka afmæli á laugardaginn, og Harry Potter að koma í bíó sem er spennandi, og svo... ja svo er komin Desember og þá á ég afmæli, og fer í jólatívolí og svo kem ég heim og þá ætla ég að baka smákökur, kaupa jólatré, knúsa köttinn minn, fara í jólapartý og vaka heila nótt og borða mat og svona.
Og já, gleymdi næstum...
BY POPULAR DEMAND, daddararammm.......
Sjáðu Helgi minn, þetta var ekkert hættulegt. En mikið rosalega verð ég glöð að komast í klippingu.
.............
Hluti af þessu er að sjálfsögðu líka að nú er nóg að gera. Í dag, til dæmis, var ég að þvælast í bænum með Hillu sem var í heimsókn og í til efni af því hittist útibúið á kaffihúsi, þar sem við sátum í nokkra tíma catching up og svona. Ég fylgdi þeim líka í hinar og þessar búðir og náði m.a að kaupa eina jólagjöf (og gallabuxur og skyrtu handa mér).
Og talandi um jólin, þá er byrjað að skreyta bæinn og í mæ god!! Mér leiðist að segja það, en það er svo miklu flottara heldur en á Laugarveginum. Svo er hinn almenni borgari líka byrjaður að skreyta, ég taldi tvær gluggaseríur í dag og svo er byrjað að spila jólalög í búðum.
Næst á dagskrá er að sjálfsögðu að læra og lesa og vera dugleg, en svo á Gaui líka afmæli á laugardaginn, og Harry Potter að koma í bíó sem er spennandi, og svo... ja svo er komin Desember og þá á ég afmæli, og fer í jólatívolí og svo kem ég heim og þá ætla ég að baka smákökur, kaupa jólatré, knúsa köttinn minn, fara í jólapartý og vaka heila nótt og borða mat og svona.
Og já, gleymdi næstum...
BY POPULAR DEMAND, daddararammm.......
Sjáðu Helgi minn, þetta var ekkert hættulegt. En mikið rosalega verð ég glöð að komast í klippingu.
Týbískt!
Einmitt þegar ég var farin að kunna því vel að vera 23 ára
"Næsta afmæli þitt er eftir 28 daga, 13 klst, 56 mínútur og 49, 48, 47... etc sek."
http://www.islandia.is/~vitinn/aldur/aldursreiknir.asp
"Næsta afmæli þitt er eftir 28 daga, 13 klst, 56 mínútur og 49, 48, 47... etc sek."
http://www.islandia.is/~vitinn/aldur/aldursreiknir.asp
föstudagur, nóvember 11, 2005
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Hvað er eiginlega að mér!!!
Ég er orðin svo leiðinleg og þurr eithvað að ég get ekkert skrifað hérna lengur.
Það er ekki vegna þess að ég hafi ekkert að skrifa um, það er fullt að gerast. Hilla kom við í gær, ég hélt fyrirlestur í gær sem gekk vel, got a few laughs og svona. Svo fór ég í dag og keypti mér gallabuxur, sem svo rifnuðu þegar ég kom með þær heim.
Ég gæti líka sagt ykkur frá því sem ég ætla að kaupa mér áður en ég kem heim, og stemmningunni í Kaupmannahöfn sem er skemmtileg þessa dagana. Eða uppáhalds kennaranum mínum sem er allveg eins og lítil hobbitakelling nema ekki berfætt, og minnir mig á hvers vegna ég fór að læra þetta in the first place. Svo langar mig líka að segja frá Mads mestakrútti, sem er málfræði kennarinn minn og er allveg eins og Harry Potter, nema fullorðin. Ég þarf líka einhvertímann að klára lýsinguna á skólanum mínum sem ég get ekki klárað því hvernig sem ég reyni þá deyr textinn þegar ég er komin ákveðið langt.
Allt þetta plús basic fréttir býður eftir að verða skrifaður en kemst ekki út.
Mig langar að halda áfram en ég nenni ekki að skrifa eithvað sem mér sjálfri finnst leiðinlegt. Hvað á ég að gera???
Það er ekki vegna þess að ég hafi ekkert að skrifa um, það er fullt að gerast. Hilla kom við í gær, ég hélt fyrirlestur í gær sem gekk vel, got a few laughs og svona. Svo fór ég í dag og keypti mér gallabuxur, sem svo rifnuðu þegar ég kom með þær heim.
Ég gæti líka sagt ykkur frá því sem ég ætla að kaupa mér áður en ég kem heim, og stemmningunni í Kaupmannahöfn sem er skemmtileg þessa dagana. Eða uppáhalds kennaranum mínum sem er allveg eins og lítil hobbitakelling nema ekki berfætt, og minnir mig á hvers vegna ég fór að læra þetta in the first place. Svo langar mig líka að segja frá Mads mestakrútti, sem er málfræði kennarinn minn og er allveg eins og Harry Potter, nema fullorðin. Ég þarf líka einhvertímann að klára lýsinguna á skólanum mínum sem ég get ekki klárað því hvernig sem ég reyni þá deyr textinn þegar ég er komin ákveðið langt.
Allt þetta plús basic fréttir býður eftir að verða skrifaður en kemst ekki út.
Mig langar að halda áfram en ég nenni ekki að skrifa eithvað sem mér sjálfri finnst leiðinlegt. Hvað á ég að gera???
mánudagur, nóvember 07, 2005
Damnation!
Ég ætlaði að skrifa fyndna og skemmtilega frásögn af jólabjórnum og tilstandinu í kring um hann, en bloggerinn virkaði ekki svo ég nenni því ekki. Þið verðið bara að láta ykkur nægja myndirnar.
Annars er ég bara nokkuð hress. Tíminn er allt í einu farinn að líða, og fyrr en varir verð ég komin heim. Ég er löngu byrjuð að skrifa niður hvað ég ætla að taka með mér, og hvað ég ætla að gera þegar ég loksins kem heim, og ég treysti á að mér verði skemmt allann tímann. Svo er ég að fara að flytja fyrirlestur í skólanum í fyrsta skipti á miðvikudaginn og Hilla kemur þá um kvöldið, allt að gerast.
Í Danmörku er það helst að gerast að Norska konungsfjölskyldan er í opinberi heimsókn og strætó flaggaði af því tilefni. Þessi heimsókn hefur reyndar farið eitthvað hljótt, því þegar ég hjólaði í skólann í morgun datt mér helst í hug að krónprinsessu hefði fæðst annar sonur, því ég hef búið í Danmörku nógu lengi til þess að vita að konungsfjölskyldan á öll afmæli á fyrrihluta ársins. Nema þessi yngsti, en það var einmitt þá sem var síðast flaggað, þegar hann fæddist.
Annars er dáldið gaman að fylgjast með svona heimsóknum. Allar veislur eru sýndar í beinni útsendingu á DR1 svo fylgist maður með fólkinu skála og borða og halda ræður og á meðan lýsa sjónvarpsþulirnir öllu sem gerist eins og á fótboltaleik. Það kætti mig samt óskaplega þegar ég tók eftir Mary prinsessu undir ræðuhöldunum. Ekki af því að mér þætti gaman að sjá hana sérstaklega, heldur vegna þess að það var svo greinilegt að hún skildi ekki boffs í ræðunum.
Henni tókst reyndar að feika það ágætlega svona framan af en eftir smá stund var hún alveg búin að missa þráðinn og svo þegar norski kóngurinn sagði rosalega fyndinn brandara (seriously, drottningin öskraði af hlátri) þá rétt tók hún við sér og brosti. Annars sat hún bara með svona frosinn svip sem átti að sýna svona amused interrest, nákvæmlega eins og ég geri alltaf í kring um dani. Ég er mjög fegin að sjá að þetta er ekki bara ég.
Annars er ég bara nokkuð hress. Tíminn er allt í einu farinn að líða, og fyrr en varir verð ég komin heim. Ég er löngu byrjuð að skrifa niður hvað ég ætla að taka með mér, og hvað ég ætla að gera þegar ég loksins kem heim, og ég treysti á að mér verði skemmt allann tímann. Svo er ég að fara að flytja fyrirlestur í skólanum í fyrsta skipti á miðvikudaginn og Hilla kemur þá um kvöldið, allt að gerast.
Í Danmörku er það helst að gerast að Norska konungsfjölskyldan er í opinberi heimsókn og strætó flaggaði af því tilefni. Þessi heimsókn hefur reyndar farið eitthvað hljótt, því þegar ég hjólaði í skólann í morgun datt mér helst í hug að krónprinsessu hefði fæðst annar sonur, því ég hef búið í Danmörku nógu lengi til þess að vita að konungsfjölskyldan á öll afmæli á fyrrihluta ársins. Nema þessi yngsti, en það var einmitt þá sem var síðast flaggað, þegar hann fæddist.
Annars er dáldið gaman að fylgjast með svona heimsóknum. Allar veislur eru sýndar í beinni útsendingu á DR1 svo fylgist maður með fólkinu skála og borða og halda ræður og á meðan lýsa sjónvarpsþulirnir öllu sem gerist eins og á fótboltaleik. Það kætti mig samt óskaplega þegar ég tók eftir Mary prinsessu undir ræðuhöldunum. Ekki af því að mér þætti gaman að sjá hana sérstaklega, heldur vegna þess að það var svo greinilegt að hún skildi ekki boffs í ræðunum.
Henni tókst reyndar að feika það ágætlega svona framan af en eftir smá stund var hún alveg búin að missa þráðinn og svo þegar norski kóngurinn sagði rosalega fyndinn brandara (seriously, drottningin öskraði af hlátri) þá rétt tók hún við sér og brosti. Annars sat hún bara með svona frosinn svip sem átti að sýna svona amused interrest, nákvæmlega eins og ég geri alltaf í kring um dani. Ég er mjög fegin að sjá að þetta er ekki bara ég.
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Jæja elskurnar
Eins og þið hafið vonandi tekið eftir þá eru tenglarnir smátt og smátt að týnast inn, tók ekki nema hálft annað ár (tæplega). EN ef ykkur langar til að hafa kommur og íslenska stafi í nafninu ykkar þá verðiði að segja mér hvernig það er gert. Notið bara kommentakerfið eða eitthvað.
Annars er það helst í fréttum frá Kaupmannahöfn að það er loksins farið að rigna almennilega. Sem er eins gott, það er neblega búið að vera sól meira eða minna síðan ég kom, og svona stabílitet í veðrinu á ekki við mig ( sem er kannski skrítið því annars þoli ég illa breytingar í lífinu?). Og svo á ég líka svo fín gúmmístígvél sem mér finnst gaman að nota.
Allavega, þá fór ég í mat til Sigga og Sigrúnar á þriðjudaginn og afþví að það var rigning fór ég í stígvélin mín og tók með mér regnhlíf og ipodinn minn, eins og ég geri alltaf þegar ég fer í strætó. Vandamálið er að þegar ég hlusta á tónlist get ég alls ekki verið kjur, bara alls ekki. Þar að auki, þá finnast mér pollar alveg sérlega ómótstæðilegir þegar ég er í stígvélum.
Strætóinn sem ég tek stoppar á götu rétt hjá húsinu mínu, beint fyrir framan vinsælan tælenskan veitingastað, með stórum gluggum.
Þegar ég rankaði við mér var ég búin að hlusta ca. tvö frekar taktföst lög og sulla vandlega uppúr tveimur drullupollum, og ég er nokkuð viss um að ég hafi sungið með á tímabili.
Sem betur fer kom strætó fljótlega eftir þetta.
Annars er það helst í fréttum frá Kaupmannahöfn að það er loksins farið að rigna almennilega. Sem er eins gott, það er neblega búið að vera sól meira eða minna síðan ég kom, og svona stabílitet í veðrinu á ekki við mig ( sem er kannski skrítið því annars þoli ég illa breytingar í lífinu?). Og svo á ég líka svo fín gúmmístígvél sem mér finnst gaman að nota.
Allavega, þá fór ég í mat til Sigga og Sigrúnar á þriðjudaginn og afþví að það var rigning fór ég í stígvélin mín og tók með mér regnhlíf og ipodinn minn, eins og ég geri alltaf þegar ég fer í strætó. Vandamálið er að þegar ég hlusta á tónlist get ég alls ekki verið kjur, bara alls ekki. Þar að auki, þá finnast mér pollar alveg sérlega ómótstæðilegir þegar ég er í stígvélum.
Strætóinn sem ég tek stoppar á götu rétt hjá húsinu mínu, beint fyrir framan vinsælan tælenskan veitingastað, með stórum gluggum.
Þegar ég rankaði við mér var ég búin að hlusta ca. tvö frekar taktföst lög og sulla vandlega uppúr tveimur drullupollum, og ég er nokkuð viss um að ég hafi sungið með á tímabili.
Sem betur fer kom strætó fljótlega eftir þetta.
mánudagur, október 31, 2005
"Anna talar við Bankok" (eða "Íslandingar í útlöndum")
Imagine if you will.
Frímínútur í anatómíu og Anna situr á aftasta bekk og maular rúgbrauð með kjúling og spjallar við Rannveigu, bekkjarfélaga and fellow countrywoman, undir klið danskra bekkjarsystra.
Kennarinn ( Viggó, yndislegur yfirlæknir í háls nef og eyrnalækningum af gamla skólanum) talar í símann. Viggó þessi er giftur íslenskri konu sem er ástæðan fyrir því að við sitjum svona aftarlega, hann skilur íslensku.
Eftir smá stund verður Anna vör við að Viggó hefur staðið á fætur, enn í símanum, og virðist stefna í áttina til hennar.
Viggó: Hvordan siger man "bleksprøjte" på islansk
Anna: Hvad?
Viggó: Bleksprøjte
Anna: Ha! bleksprauta?
Viggó reynir að endurtaka orðið í símann en gefst fljótlega upp.
Viggó: Kan du ikke lige sige det til min søn?
Réttir Önnu síman.
Anna: Uuu
Anna: (tekur við símanum) Halló?
Sonurinn: Halló, hvernig segirðu þetta?
Anna: uu Bleksprauta?
Sonurinn: Segir maður bleksprauta?
(í bakgrunninum heyrist önnur karlmannsrödd segja mumble mumble smokkfiskur mumble mumble)
Anna (kveikir á perunni): hérna... hvað ertu annars að tala um?
Sonurinn: æi svona squid
Anna: jaaá, já já það er smokkfiskur.
Sonurinn: í alvöru?
Anna: já
Sonurinn: heyrðu ok, takk fyrir það.
Anna: Ekkert mál.
Sonurinn:ok bæ
Anna: Bless
Anna Skilar símanum og feðgarnir kveðjast.
Anna: uuu hvem var det?
Viggo: Det var min søn, han læser i Bankok. Hvad var det han ville vide?
Anna: Bare hvordan man siger bleksprøjte på islansk.
Íslendingar í útlöndum. Við finnum alltaf hvert annað, meira að segja þegar við erum í sitthvorri heimsálfunni.
Frímínútur í anatómíu og Anna situr á aftasta bekk og maular rúgbrauð með kjúling og spjallar við Rannveigu, bekkjarfélaga and fellow countrywoman, undir klið danskra bekkjarsystra.
Kennarinn ( Viggó, yndislegur yfirlæknir í háls nef og eyrnalækningum af gamla skólanum) talar í símann. Viggó þessi er giftur íslenskri konu sem er ástæðan fyrir því að við sitjum svona aftarlega, hann skilur íslensku.
Eftir smá stund verður Anna vör við að Viggó hefur staðið á fætur, enn í símanum, og virðist stefna í áttina til hennar.
Viggó: Hvordan siger man "bleksprøjte" på islansk
Anna: Hvad?
Viggó: Bleksprøjte
Anna: Ha! bleksprauta?
Viggó reynir að endurtaka orðið í símann en gefst fljótlega upp.
Viggó: Kan du ikke lige sige det til min søn?
Réttir Önnu síman.
Anna: Uuu
Anna: (tekur við símanum) Halló?
Sonurinn: Halló, hvernig segirðu þetta?
Anna: uu Bleksprauta?
Sonurinn: Segir maður bleksprauta?
(í bakgrunninum heyrist önnur karlmannsrödd segja mumble mumble smokkfiskur mumble mumble)
Anna (kveikir á perunni): hérna... hvað ertu annars að tala um?
Sonurinn: æi svona squid
Anna: jaaá, já já það er smokkfiskur.
Sonurinn: í alvöru?
Anna: já
Sonurinn: heyrðu ok, takk fyrir það.
Anna: Ekkert mál.
Sonurinn:ok bæ
Anna: Bless
Anna Skilar símanum og feðgarnir kveðjast.
Anna: uuu hvem var det?
Viggo: Det var min søn, han læser i Bankok. Hvad var det han ville vide?
Anna: Bare hvordan man siger bleksprøjte på islansk.
Íslendingar í útlöndum. Við finnum alltaf hvert annað, meira að segja þegar við erum í sitthvorri heimsálfunni.
sunnudagur, október 30, 2005
Vetrartimi
Á dögum eins og í dag er það þess virði að búa í útlöndum, því eins og mér var tilkynnt með smsi frá íslandi, uppúr klukkan tvö í nótt (eða var það eitt) var klukkunni seinkað um eina klukkustund í nótt. Því gátu evrópubúar með góðri samvisku sofið klukkutíma lengur í morgun, eða eins og ég gerði sofið til ellefu, vaknað og sofið svo aftur til ellefu. Gasalega þægilegt.
Síðan ég vaknaði hef ég semsagt verið að stilla klukkurnar mínar og í hvert sinn fæ ég svona róandi tilfinningu í magann og brosi með sjálfri mér. Ég er líka að uppgvötva hvað það er mikið af klukkum í kringum mann, 6 bara á þessum 20 fermetrum sem ég bý á. Reyndar virðist úrið mitt vera myglað saman þannig að ég get ekki breytt því (án gríns, gæti m.a.s þurft að kaupa mér nýtt við tækifæri, æ æ).
Það eina sem ég skil samt ekki í þessu öllusaman er, afhverju er ekki klukkunni breytt aðfaranótt mánudags, þegar maður virkilega þarf á þessum auka klukkutíma að halda?!
Síðan ég vaknaði hef ég semsagt verið að stilla klukkurnar mínar og í hvert sinn fæ ég svona róandi tilfinningu í magann og brosi með sjálfri mér. Ég er líka að uppgvötva hvað það er mikið af klukkum í kringum mann, 6 bara á þessum 20 fermetrum sem ég bý á. Reyndar virðist úrið mitt vera myglað saman þannig að ég get ekki breytt því (án gríns, gæti m.a.s þurft að kaupa mér nýtt við tækifæri, æ æ).
Það eina sem ég skil samt ekki í þessu öllusaman er, afhverju er ekki klukkunni breytt aðfaranótt mánudags, þegar maður virkilega þarf á þessum auka klukkutíma að halda?!
fimmtudagur, október 27, 2005
Cherios í hádegin'og Cherios á kvöldin...
Ég er hætt að elda! Það er sóun bæði á tíma mínum og peningum að vera eithvað að koma nálægt mat í öðrum tilgangi en að borða hann.
Í fyrradag eldaði ég spagetti bolognese úr pakka, rétt sem Kristín eldaði handa okkur um daginn og var mjög góður hjá henni. Hjá mér bragðaðist þetta ...ja ekki eins vel. Það getur varið að það sé "eldhúsinu" að kenna, eða hrá efninu því ég hef ekki búið hérna nógu lengi til þess að hafa komið mér upp backup kryddum og dóti sem venjulega redda þessum aðstæðum fyrir horn. Svo á ég ekki heldur tómatsósu sem getur oft bjargað því sem bjargað verður, oft ekki alltaf.
Svo er málið líka að matur skemmist hjá mér og ég er komin með leið á því að henda peningum í ruslið.
So thats it. Cherios, mandarínur og gulrótarbrauð í kvöldmatinn.
I can't wait for christmas.
Í fyrradag eldaði ég spagetti bolognese úr pakka, rétt sem Kristín eldaði handa okkur um daginn og var mjög góður hjá henni. Hjá mér bragðaðist þetta ...ja ekki eins vel. Það getur varið að það sé "eldhúsinu" að kenna, eða hrá efninu því ég hef ekki búið hérna nógu lengi til þess að hafa komið mér upp backup kryddum og dóti sem venjulega redda þessum aðstæðum fyrir horn. Svo á ég ekki heldur tómatsósu sem getur oft bjargað því sem bjargað verður, oft ekki alltaf.
Svo er málið líka að matur skemmist hjá mér og ég er komin með leið á því að henda peningum í ruslið.
So thats it. Cherios, mandarínur og gulrótarbrauð í kvöldmatinn.
I can't wait for christmas.
þriðjudagur, október 25, 2005
So bored
Jæja jæja, mér sýnist á þeim upplýsingum sem ég hef verið að fá síðustu tvo daga að það hafi verið ekkert svo óskynsamlegt að halda sig í rúminu sínu alla helgina. Ekki það að það hafi ekki verið gaman hjá þeim, þessum elskum en afleiðingarnar virðast ekki hafa verið eins skemtilegar.
Það var semt ekkert gaman hjá mér heldur eins og þessi mynd gefur til kynna.
Og þessi
og þessi líka.
Og tólf aðrar álíka skemtilegar.
Á næsta ári kem ég heim í haustfríinu.
Það var semt ekkert gaman hjá mér heldur eins og þessi mynd gefur til kynna.
Og þessi
og þessi líka.
Og tólf aðrar álíka skemtilegar.
Á næsta ári kem ég heim í haustfríinu.
sunnudagur, október 23, 2005
"Rólegt í miðborg Reykjavíkur í nótt"
...mbl.is
Og ég sem hélt að kórinn minn hefði verið á djamminu.
Og ég sem hélt að kórinn minn hefði verið á djamminu.
föstudagur, október 21, 2005
Heimska heimska Danmörk!
Mamma mín á afmæli í dag, kötturinn minn er búinn að vera veikur og mig langar að knúsa hann, og svo eru fyrirpartý og blásýrutónleikar sem mig dreplangar á og ég sakna vina minna. Ég vil ekki vera hérna lengur og mig langar heim...og koma svo aftur á mánudaginn.
(Svona til að sýna hvað mér er alvara, þá er ég BÚIN að fara og athuga með flug í eftirmiðdaginn en það er svo dýrt að ég hef ekki efni á því.)
(Svona til að sýna hvað mér er alvara, þá er ég BÚIN að fara og athuga með flug í eftirmiðdaginn en það er svo dýrt að ég hef ekki efni á því.)
fimmtudagur, október 20, 2005
miðvikudagur, október 19, 2005
Aftur og nýbúin
Dótið mitt kemur á eftir. Það verður skilið eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið mitt í eftirmiðdaginn og ég fæ að bera það upp (með smá hjálp reyndar). Ég get ekki sagt að mig hlakki sérstaklega til en reyni þó reglulega að minna sjálfa mig á að í kvöld verð ég komin bæði með straujárn og sjónvarp svo ég hef eithvað að dunda mér við á kvöldin í vetur svo það er þess virði.
sunnudagur, október 16, 2005
Matur á veitingastöðum...
er yfirleitt góður...á meðan þú veist ekki hvernig hann hefur verið búinn til.
Þessvegna á maður aldrei að sitja fyrir framan eldhúsið!
Þessvegna á maður aldrei að sitja fyrir framan eldhúsið!
fimmtudagur, október 13, 2005
mánudagur, október 10, 2005
Litlir kassar...
Ég held að ég sé næstum því allveg tilfinningarlaus í kroppnum. Ég get bara hreyft hægri hendina.
Ég og litli Ikea gaurinn vorum að enda við að bera 40.000 krónur af dótti hingað upp til mín. Ikea dót er þungt.
Ég var að sjálfsögðu búin að snúa upp á handlegginn á Kristínu að koma og hjálpa (ekki fast notlega annars hefði ég ekki getað notað hana), og Siggi var á standby. En málið er að af gefinni reynslu vissi ég að þegar Ikea menn segja milli sex og níu, þá meina þeir hálf tíu. Hvernig átti mér þá að detta í hug að litli ikea gaurinn minn yrði mættur fyrir utan hjá mér á slaginu 18:00???
Þegar allt var komið upp og litli maðurinn var farinn var ég eins og tómatur í framan, með hárið út um allt og svo rennandi blaut af svita að ég leit út eins og ég hefði lent í rigninu. Að sjáfsögðu hittist það svo þannig á að allt fólkið í húsinu, sem ég hef hvorki séð tangur né tetur af hingað til, þurfti endilega að eiga leið hjá rétt í þann mund sem ég var að pufast þetta.
Nice.
Ég held að ég verði að fara að fá mér allvöru mann, ég get ekki staðið í þessari vitleysu lengur.
Ég og litli Ikea gaurinn vorum að enda við að bera 40.000 krónur af dótti hingað upp til mín. Ikea dót er þungt.
Ég var að sjálfsögðu búin að snúa upp á handlegginn á Kristínu að koma og hjálpa (ekki fast notlega annars hefði ég ekki getað notað hana), og Siggi var á standby. En málið er að af gefinni reynslu vissi ég að þegar Ikea menn segja milli sex og níu, þá meina þeir hálf tíu. Hvernig átti mér þá að detta í hug að litli ikea gaurinn minn yrði mættur fyrir utan hjá mér á slaginu 18:00???
Þegar allt var komið upp og litli maðurinn var farinn var ég eins og tómatur í framan, með hárið út um allt og svo rennandi blaut af svita að ég leit út eins og ég hefði lent í rigninu. Að sjáfsögðu hittist það svo þannig á að allt fólkið í húsinu, sem ég hef hvorki séð tangur né tetur af hingað til, þurfti endilega að eiga leið hjá rétt í þann mund sem ég var að pufast þetta.
Nice.
Ég held að ég verði að fara að fá mér allvöru mann, ég get ekki staðið í þessari vitleysu lengur.
sunnudagur, október 09, 2005
Ég er með harðsperrur í lærunum.
Það er semsagt ekki lyfta.
Í rauninni er sjálft klifrið ekki svo slæmt, það venst. Verra er það þegar maður vill taka eithvað með sér eins og tildæmis matvörur eða látum okkur sjá...fataskáp! Hér er enginn fataskápur og bætist það því við listann yfir allt sem þarf að kaupa til heimilisins. Hér er allt bert eins og sést á myndunum, bert og hvítt. Og engin ljós. Danskurinn trúir ekki á loftljós.
Af rælni keypti ég bleika hjartaseríu í Søstrene Grene um daginn og er hér því allt baðað ljósbleikri birtu. Ég verð þó að viðurkenna að það gefur fötunum mínum, sem liggja krumpuð og leið um allt gólf, ákveðin sjarma.
já já, þetta er ágætt.
Í rauninni er sjálft klifrið ekki svo slæmt, það venst. Verra er það þegar maður vill taka eithvað með sér eins og tildæmis matvörur eða látum okkur sjá...fataskáp! Hér er enginn fataskápur og bætist það því við listann yfir allt sem þarf að kaupa til heimilisins. Hér er allt bert eins og sést á myndunum, bert og hvítt. Og engin ljós. Danskurinn trúir ekki á loftljós.
Af rælni keypti ég bleika hjartaseríu í Søstrene Grene um daginn og er hér því allt baðað ljósbleikri birtu. Ég verð þó að viðurkenna að það gefur fötunum mínum, sem liggja krumpuð og leið um allt gólf, ákveðin sjarma.
já já, þetta er ágætt.
föstudagur, október 07, 2005
Loksins!
Eftir u.þ.b klukkutíma mun ég pakka saman tölvunni, hleypa loftinu úr vindsænginni og flytja með allt mitt hafurtask yfir síkið í nýja fína herbergið mitt.
Í nótt mun ég sofa alein í fyrsta skipti í mánuð.
Á morgun bý ég aftur í tómri íbúð með appelsínugulu plasthnífapörunum.
Ég hlakka dáldið til að byrja aftur upp á nýtt. Og ég kvíði fyrir að íbúðin verði pínulítil og ömurleg og að ég komist ekki á netið og að nágrannarnir verði leiðinlegir og háværir.
En hvað sem því líður mun ég hér eftir búa á:
Rantzausgade 40
2200 København N
Danmörku
Svona ef þið skilduð vilja senda mér bréf (eða skó)
Í nótt mun ég sofa alein í fyrsta skipti í mánuð.
Á morgun bý ég aftur í tómri íbúð með appelsínugulu plasthnífapörunum.
Ég hlakka dáldið til að byrja aftur upp á nýtt. Og ég kvíði fyrir að íbúðin verði pínulítil og ömurleg og að ég komist ekki á netið og að nágrannarnir verði leiðinlegir og háværir.
En hvað sem því líður mun ég hér eftir búa á:
Rantzausgade 40
2200 København N
Danmörku
Svona ef þið skilduð vilja senda mér bréf (eða skó)
miðvikudagur, október 05, 2005
mánudagur, október 03, 2005
Attention visitors!
Á næstu dögum hyggst ég skipta um teljaradót á síðunni minni, afþví bara.
Vil ég því biðja ykkur elskurnar mínar að gera allt sem í ykkar valdi stendur að koma núverandi teljara yfir 2000 hitta markið, afþví bara.
Takk fyrir.
Vil ég því biðja ykkur elskurnar mínar að gera allt sem í ykkar valdi stendur að koma núverandi teljara yfir 2000 hitta markið, afþví bara.
Takk fyrir.
Jibbí
Í nótt dreymdi mig að það væri lyfta í húsinu sem ég er að fara að flyja í. Þetta gladdi mig ósegjanlega þar sem ég ku vera að fara að flytja á FIMMTU HÆÐ!. Ég var ekki eins glöð þegar ég vaknaði og fattaði að draumurinn var draumur og á sem líkur ekkert skilt við raunveruleikann (eins og stjörnuspár, ég veit Siggi).
Ég geri semsagt ekki ráð fyrir því að þarna verði lyfta til að flytja mig og dóttið mitt upp í rjáfur en mun fljótlega komast að því...ég flyt um helgina!
Ég geri semsagt ekki ráð fyrir því að þarna verði lyfta til að flytja mig og dóttið mitt upp í rjáfur en mun fljótlega komast að því...ég flyt um helgina!
föstudagur, september 30, 2005
Viðgerðir
MSNið er komið í gang aftur. Ég endaði á að henda út þessu nýja flotta dæmi og setti þetta gamla inn aftur, ekki eins skemtilegt but hey, it works! Það skemtilegasta við að komast aftur inn var nú samt það að það ver fullt af fólki búið að adda mér inn hjá sér, og mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt (ég er að safna sko).
Tak for deet, eins og krónprinsessan segir.
Svo fór ég og fiffaði í kommentakerfinu til að losna við spammið og það heppnaðist svona ansi vel, so far. Svei mér þá ég fer bráðum að hætta mér út í tenglagerð með þessu áframhaldi, hvernig gerir maður íslenska stafi í því?
Já og ég kem heim 18. des og fer út 2. jan svo þið getið farið að láta ykkur hlakka til þess, en það er þá líka eins gott að það verði partý fyrir mig að mæta í á gamlárskvöld!
Tak for deet, eins og krónprinsessan segir.
Svo fór ég og fiffaði í kommentakerfinu til að losna við spammið og það heppnaðist svona ansi vel, so far. Svei mér þá ég fer bráðum að hætta mér út í tenglagerð með þessu áframhaldi, hvernig gerir maður íslenska stafi í því?
Já og ég kem heim 18. des og fer út 2. jan svo þið getið farið að láta ykkur hlakka til þess, en það er þá líka eins gott að það verði partý fyrir mig að mæta í á gamlárskvöld!
Ó mæ god, o mæ god!!!!
Þetta verð ég að eignast!!!
http://politiken.dk/VisArtikel.iasp?PageID=399970
Hildur byrjaðu strax að horfa!!!!! við spilum þetta í febrúar.
http://politiken.dk/VisArtikel.iasp?PageID=399970
Hildur byrjaðu strax að horfa!!!!! við spilum þetta í febrúar.
fimmtudagur, september 29, 2005
SOS
Netið er hrokkið í gang en msn-ið virkar ekki!!! Þetta er ekki nógu gott því þó að ég sé skíthrædd við þessa hoppandi litlu grænu kalla þá finnst mér betra að vita af þeim hjá mér, svona just in case. Sérstaklega núna þegar ameríkaninn fer að geta komist á netið af einhverju viti!
Veit einhvar hvað málið er og hvernig maður getur lagað það????
Veit einhvar hvað málið er og hvernig maður getur lagað það????
mánudagur, september 26, 2005
Urgg
Hvaða hálfvita datt í hug að að hafa blá ljós inni á almenningsklósettum?!
Nánartiltekið kvennaklósettunum í KUA! Í bláum ljósum verða frekknurnar manns ennþá meira áberandi sem og allar aðrar bólur eða línur sem kunna að vera til staðar.
Sérstaklega er þetta slæmt þegar maður er með RISA sár undir vinstri nösinni sem vill ekki fara, með úr sér vaxið hár sem er allt útum allt, og þarf að vera í landi með fullt fullt af hávöxnum grönnum ljóshærðum stelpum sem eru alltaf í flottum fötum með hár sem er alltaf fullkomlega greitt (þó þær hafi hjólað í skólann), og yfirleitt í svona brúnum stígvélum eins og mig langar í.
Og svo étur þetta ekkert nema gulrætur!
Nánartiltekið kvennaklósettunum í KUA! Í bláum ljósum verða frekknurnar manns ennþá meira áberandi sem og allar aðrar bólur eða línur sem kunna að vera til staðar.
Sérstaklega er þetta slæmt þegar maður er með RISA sár undir vinstri nösinni sem vill ekki fara, með úr sér vaxið hár sem er allt útum allt, og þarf að vera í landi með fullt fullt af hávöxnum grönnum ljóshærðum stelpum sem eru alltaf í flottum fötum með hár sem er alltaf fullkomlega greitt (þó þær hafi hjólað í skólann), og yfirleitt í svona brúnum stígvélum eins og mig langar í.
Og svo étur þetta ekkert nema gulrætur!
laugardagur, september 24, 2005
Íslendingar í útlöndum
Útibú Háskólakórsins í Danmörku hélt í gær sitt fyrsta míní kórpartí á þessari önn. Voru þar saman komnir kórfélagar og viðhengi hvaðanæva að úr Kaupmannahöfn og héldu uppi merki síns heittelskaða kórs í útlandinu.
Sungin voru ættjarðarljóð og dreypt á brennivíni.
Sungin voru ættjarðarljóð og dreypt á brennivíni.
miðvikudagur, september 21, 2005
Little known facts that I know...
uuuummmm...
1. Mér finnst gaman að strauja, sérstaklega þegar mér er kalt.
2. Ég borða endana á pizzum
3. Ég þoli ekki smjatt hljóð
æææiiii....
4. Ég hef gaman af orðum (gvuð ég er svo mikið nörd)
ooooooggg
5. og og og...ég geng með úrið mitt á hægri hendi.
Yess! Búin!
.......................
Tilkynningarskyldan:
Er búin að fá herbergi á Rantzausgade 40 og flytt þangað um mánaðarmótin. Og svo keypti ég mér nýtt hjól í dag, það er hvít.
1. Mér finnst gaman að strauja, sérstaklega þegar mér er kalt.
2. Ég borða endana á pizzum
3. Ég þoli ekki smjatt hljóð
æææiiii....
4. Ég hef gaman af orðum (gvuð ég er svo mikið nörd)
ooooooggg
5. og og og...ég geng með úrið mitt á hægri hendi.
Yess! Búin!
.......................
Tilkynningarskyldan:
Er búin að fá herbergi á Rantzausgade 40 og flytt þangað um mánaðarmótin. Og svo keypti ég mér nýtt hjól í dag, það er hvít.
mánudagur, september 19, 2005
Þrjár vikur!!! ekki lengra
Shit mér brá þegar ég skoðaði dagatalið, mér finnst ég vera búin að vera hérna í heillt ár.
En allavega.
Hér er allt svo til að falla í ljúfa löð, útilegustemningunni lokið og við farnar að borða venjulegan mat. Ég bý ennþá hjá Kristínu en fer vonandi að komast í eigin herbergi. Við erum hægt og rólega að venjast þeim lúxus sem er að hafa húsgögn og ég er hætt að detta um sófann þegar ég fer inn í stofu á morgnanna, pósta kannski myndum af flottheitunum við tækifæri. Við eru líka að verða búnar að koma okkur upp ágætis rútínu og búnar að finna okkur stað til að læra á.
Sá staður er Svarti demanturinn, konunglega bókasafnið, það dugir ekkert minna. Á Demantinum er hægt að fá rándýrt kaffi og meðlæti og fylgjast með fólki af öllum þjóðernum (þó aðalega bandarískum) sem talar saman um heimsmálin eða stærðfræði og gengur í dýrum merkjafötum.
En það er á kaffistofunni, við aftur á móti munum koma okkur fyrir í nestissalnum hinumegin í húsinu, í gömlu byggingunni. Þar er líka 'læsesal nord' þar sem vil ætlum okkur að læra. Þessi lessalur er byggður í kringum 1913 og ber þess merki. Leðursessurnar á stólunum eru niðurklesstar af öllum þeim rössum sem þar hafa lesið síðustu hundrað árin og þegar dimmir kviknar á eldgömlum, grænum leslömpum yfir hverju borði. Þetta er einsog að læra á þjóðmenningarhúsinu og reglulega verður maður bara að líta upp, horfa í kring um sig og velta fyrir sér hvernig í andskotanum maður lenti þarna.
föstudagur, september 16, 2005
Up´s and down´s
Jamms...
Á mánudaginn fékk ég neitun á æðislegu kollegi.
Á þriðjudaginn fékk ég tilboð um annað kollegi
Á miðvikudaginn sprakk vindsængin mín um miðja nótt.
Á fimmtudaginn fengum við húsgögnin hennar Kristínar og ég FÉKK HERBERGIÐ!!!!!
Í dag versnaði kvefið, en á móti kom að við eyddum heilum degi í IKEA og erum nú komnar með fullt af húsgögnum.
...nú er bara að bíða og sjá hvað gerist á morgun
Á mánudaginn fékk ég neitun á æðislegu kollegi.
Á þriðjudaginn fékk ég tilboð um annað kollegi
Á miðvikudaginn sprakk vindsængin mín um miðja nótt.
Á fimmtudaginn fengum við húsgögnin hennar Kristínar og ég FÉKK HERBERGIÐ!!!!!
Í dag versnaði kvefið, en á móti kom að við eyddum heilum degi í IKEA og erum nú komnar með fullt af húsgögnum.
...nú er bara að bíða og sjá hvað gerist á morgun
þriðjudagur, september 13, 2005
mánudagur, september 12, 2005
The backlog
1 Black monday:
Í dag var mér í fyrsta skipti kalt.
Í morgun kom strætó of seint sem olli því að við mættum of seint í skólann.
Í dag fékk ég að vita að herbergið sem mér var boðið fyrir helgi á æðislegu kollegi var leigt einhverjum öðrum... grrrr.
Þess fyrir utan er ég ekki búin að fá pakkann sem pabbi og mamma sendu mér fyrir viku, sem þýðir að ég hef aungvar orðabækur því þær voru allar í pakkanum.
Við erum ekki búnar að fá CPR númerin okkar og þaðan af síður sygesikkerhedskortin okkar, sem þýðir að við getum ekki einusinni leigt okkur fokkings videospólu, hvað þá annað. Við erum í rauninni ekki til...
....................................
2 Bjarta hliðin:
Ég er allveg búin að venjast vindsænginni og finnst núna óþarfa pjatt að sofa í rúmi.
Vesterbro er ótrúlega skemtilegt og spennandi hverfi.
Okkur Kristínu kemur bara ágætlega saman.
Nú er skólinn byrjaður heima sem þýðir að það eru allir hangandi á netinu í tíma og ótíma=fullt af fólki til að spjalla við.
Skype er snildar uppfinning, ég talaði við m+p í 50 mínútur í gær.
Lín ætlar að lána mér fullt af peningum, þess vegna ætla ég að fara í vikunni og kaupa mér haust jakka.
......................................
3 Kór!
Ég sakna þín.
......................................
Tónlist:
Síðan ég kom hingað hef ég hlustað meira á tónlist en síðustu þrjú ár samtals. Ég veit ekki afhverju en þegar ég fór að vera í kór og læra að syngja þá hætti ég að hlusta á tónlist eins og ég gerði áður mikið af. En síðan ég kom hingað (og síðan ég eignaðist ipodinn þá er ég endalaust með eithvað í eyrunum.
Nema bara hvað, þá er ég með dálítið takmarkað magn af tónlist hérna úti og hef kannski ekki alveg verið að pæla í aðstæðunum þegar ég valdi það sem ég tók með mér. Tökum sem dæmi;
Íslensk ástarljóð-Fín tónlist, góðir textar, skemmtilegir flytjendur... en kannski ekki málið þegar maður er aleinn* og einmanna í útlöndum.
Nýdönsk- Æðisleg tónlist en Björn Jörundur er bara svo hræðilega óhamingjusöm týpa að það er ekkert skrítið að maður smitist, sérstaklega þegar maður er aleinn* í útlöndum og á hvergi heima.
Jón Múli - Ástarljóð og aftur ástarljóð.
Geirfuglarnir - Þessi eiginlega reddar málunum því þó að hér sé líka um að ræða ástarsöngva eru þeir svo þræl skemtilegir að maður nær ekki að verða leiður...svo leynast inn á milli gullmolar eins og "Baráttusöngur stjórnleysingjanna" (prófaði um daginnn að labba strikið með það í eyrunum og ég komst grínlaust helmingi hraðar yfir)
*Þegar ég segi alein þá meina ég það ekki bókstaflega, en þið skiljið hvert ég er að fara...þetta er ekki hollt.
Mig vantar meira, helst eithvað fyndið og skemtilegt eins og Baggalútsdiskinn sem ég ætlaði að kaupa í fríhöfninni en var þá ekki til.
Ég þarf líka nauðsynlega að komast inn á tónlist.is en þeir virka ekki fyrir machintosh (sem eru bara fordómar og ekkert annað!)
.....................................
Which leads me neatly to point nr...
4. Tölvan mín.
Við eru orðnar mjög nánar, mjög mjög. Í sjónvarpsleysinu er ég búin að kynnast henni allveg upp á nýtt og ég á ekki orð yfir því hvað hún er klár, en þó svo sæt. Og hljómgæðin eru stórkostleg ég er að heyra lög sem ég hélt að ég nauða þekkti allveg uppá nýtt.
.....................................
Jæja þetta var (held ég) tæmandi listi yfir það sem ég hef verið að pæla í síðustu dagar. Svo stefni ég á að gera þetta oftar á næstu dögum svo þið getið láttið ykkur hlakka til að heyra meira um búðakonuna á horninu, aðdáanda okkar á kebabstaðnum í næstu götu og litla bróður hans. Auk þess nákvæmum lýsingum á hobbitum og jólasveinum, skólanum mínum og því sem ég hræðist mest...
untill next time
X
Í dag var mér í fyrsta skipti kalt.
Í morgun kom strætó of seint sem olli því að við mættum of seint í skólann.
Í dag fékk ég að vita að herbergið sem mér var boðið fyrir helgi á æðislegu kollegi var leigt einhverjum öðrum... grrrr.
Þess fyrir utan er ég ekki búin að fá pakkann sem pabbi og mamma sendu mér fyrir viku, sem þýðir að ég hef aungvar orðabækur því þær voru allar í pakkanum.
Við erum ekki búnar að fá CPR númerin okkar og þaðan af síður sygesikkerhedskortin okkar, sem þýðir að við getum ekki einusinni leigt okkur fokkings videospólu, hvað þá annað. Við erum í rauninni ekki til...
....................................
2 Bjarta hliðin:
Ég er allveg búin að venjast vindsænginni og finnst núna óþarfa pjatt að sofa í rúmi.
Vesterbro er ótrúlega skemtilegt og spennandi hverfi.
Okkur Kristínu kemur bara ágætlega saman.
Nú er skólinn byrjaður heima sem þýðir að það eru allir hangandi á netinu í tíma og ótíma=fullt af fólki til að spjalla við.
Skype er snildar uppfinning, ég talaði við m+p í 50 mínútur í gær.
Lín ætlar að lána mér fullt af peningum, þess vegna ætla ég að fara í vikunni og kaupa mér haust jakka.
......................................
3 Kór!
Ég sakna þín.
......................................
Tónlist:
Síðan ég kom hingað hef ég hlustað meira á tónlist en síðustu þrjú ár samtals. Ég veit ekki afhverju en þegar ég fór að vera í kór og læra að syngja þá hætti ég að hlusta á tónlist eins og ég gerði áður mikið af. En síðan ég kom hingað (og síðan ég eignaðist ipodinn þá er ég endalaust með eithvað í eyrunum.
Nema bara hvað, þá er ég með dálítið takmarkað magn af tónlist hérna úti og hef kannski ekki alveg verið að pæla í aðstæðunum þegar ég valdi það sem ég tók með mér. Tökum sem dæmi;
Íslensk ástarljóð-Fín tónlist, góðir textar, skemmtilegir flytjendur... en kannski ekki málið þegar maður er aleinn* og einmanna í útlöndum.
Nýdönsk- Æðisleg tónlist en Björn Jörundur er bara svo hræðilega óhamingjusöm týpa að það er ekkert skrítið að maður smitist, sérstaklega þegar maður er aleinn* í útlöndum og á hvergi heima.
Jón Múli - Ástarljóð og aftur ástarljóð.
Geirfuglarnir - Þessi eiginlega reddar málunum því þó að hér sé líka um að ræða ástarsöngva eru þeir svo þræl skemtilegir að maður nær ekki að verða leiður...svo leynast inn á milli gullmolar eins og "Baráttusöngur stjórnleysingjanna" (prófaði um daginnn að labba strikið með það í eyrunum og ég komst grínlaust helmingi hraðar yfir)
*Þegar ég segi alein þá meina ég það ekki bókstaflega, en þið skiljið hvert ég er að fara...þetta er ekki hollt.
Mig vantar meira, helst eithvað fyndið og skemtilegt eins og Baggalútsdiskinn sem ég ætlaði að kaupa í fríhöfninni en var þá ekki til.
Ég þarf líka nauðsynlega að komast inn á tónlist.is en þeir virka ekki fyrir machintosh (sem eru bara fordómar og ekkert annað!)
.....................................
Which leads me neatly to point nr...
4. Tölvan mín.
Við eru orðnar mjög nánar, mjög mjög. Í sjónvarpsleysinu er ég búin að kynnast henni allveg upp á nýtt og ég á ekki orð yfir því hvað hún er klár, en þó svo sæt. Og hljómgæðin eru stórkostleg ég er að heyra lög sem ég hélt að ég nauða þekkti allveg uppá nýtt.
.....................................
Jæja þetta var (held ég) tæmandi listi yfir það sem ég hef verið að pæla í síðustu dagar. Svo stefni ég á að gera þetta oftar á næstu dögum svo þið getið láttið ykkur hlakka til að heyra meira um búðakonuna á horninu, aðdáanda okkar á kebabstaðnum í næstu götu og litla bróður hans. Auk þess nákvæmum lýsingum á hobbitum og jólasveinum, skólanum mínum og því sem ég hræðist mest...
untill next time
X
fimmtudagur, september 08, 2005
Tölvuséníið
Ég veit að ég ætlaði að vera dugleg að blogga en mér finnst svo ótrúlega leiðinlegt að skrifa svona "þetta gerði ég í dag" blogg þegar ekkert skemtilegt gerist. Ég er búin að fá fullt af góðum hugmyndum af einhverju skemtilegu en ég kemst svo sjaldan í tölvu að ég gleymi því strax aftur. Þetta ætti samt að lagast núna því við erum ekki lengur að stelast í netið hjá nágrönnunum því mér, ég endurtek, MÉR tókst SJÁLFRI að tengja tölvuna við okkar módem.
Til þess þurfti ég fyrst að fatta hvað málið var og fara svo í þar tilgerða búð til að kaupa SNÚRU til þess að tengja tölvuna og því næst að stilla dótið svo að hún kæmist í samband, af þessu dreg ég þá ályktun að ég sé alls ekkert eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera ha ha...
En allavega rest assured að það er allt í góðu hérna megin...erum að fara út úr bænum í rus tur (þetta var danska Helgi) og komum aftur heim á sunnudaginn.
Til þess þurfti ég fyrst að fatta hvað málið var og fara svo í þar tilgerða búð til að kaupa SNÚRU til þess að tengja tölvuna og því næst að stilla dótið svo að hún kæmist í samband, af þessu dreg ég þá ályktun að ég sé alls ekkert eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera ha ha...
En allavega rest assured að það er allt í góðu hérna megin...erum að fara út úr bænum í rus tur (þetta var danska Helgi) og komum aftur heim á sunnudaginn.
laugardagur, september 03, 2005
Yess yess yess
Komnar með netið, þó stopult sé (er nánast viss um að ég sé að stela tengingu frá einhverjum öðrum, but you know) en aðal atriðið er að ég reddaði þessu allveg sjálf.
Nakti maðurinn var ekki úti í glugga í gær því það vr rigning en ég mun hafa augun hjá mér í framtíðinni, en nei hann var ekki flottur og Eygló ég held að hann hafi verið að lesa en ég er ekki viss því hann snéri baki í okkur.
Annars hefur lítið breyst síðan síðast annað en það að við höfum eignast þrjú glös og appelsínugulplasthnífapör úr Tiger, sem er gott. Fórum svo út í gær með stelpunum úr bekknum og það var voða gaman.
Um helgina er stefnan tekin á að haga sér eins og túristar og fara í HM, tívolí og dýragarðinn, og ég set kannski inn myndir af því eftir helgi ef netið verður samvinnuþýtt.
Nú eins og glöggir menn hefa tekið eftir þá er símanúmerið mitt vitlaust hér á undan en það er 004527-3-45509, svo nú geta allir sem ekki eru búnir að setja það inn hjá sér gert það núna...
...
Búin? ok
Annað var það nú ekki í bili, veriði dugleg að blogga elskurnar svo við getum fylgst með ykkur.
Anna
p.s Hilla ég er búin að hlusta mikið á geirfuglana ;)
Nakti maðurinn var ekki úti í glugga í gær því það vr rigning en ég mun hafa augun hjá mér í framtíðinni, en nei hann var ekki flottur og Eygló ég held að hann hafi verið að lesa en ég er ekki viss því hann snéri baki í okkur.
Annars hefur lítið breyst síðan síðast annað en það að við höfum eignast þrjú glös og appelsínugulplasthnífapör úr Tiger, sem er gott. Fórum svo út í gær með stelpunum úr bekknum og það var voða gaman.
Um helgina er stefnan tekin á að haga sér eins og túristar og fara í HM, tívolí og dýragarðinn, og ég set kannski inn myndir af því eftir helgi ef netið verður samvinnuþýtt.
Nú eins og glöggir menn hefa tekið eftir þá er símanúmerið mitt vitlaust hér á undan en það er 004527-3-45509, svo nú geta allir sem ekki eru búnir að setja það inn hjá sér gert það núna...
...
Búin? ok
Annað var það nú ekki í bili, veriði dugleg að blogga elskurnar svo við getum fylgst með ykkur.
Anna
p.s Hilla ég er búin að hlusta mikið á geirfuglana ;)
fimmtudagur, september 01, 2005
Meget kort!
Verð að vera snögg því ég er í lánstölvu:
Við Kristín sofum á tveimur vindsængum í tómri íbúð.
Eigum eitt bjórglas sem Kristín stal af bar og ekkert annað. Höfum þessvegna borðað mikið úti og sem betur fer er mikið af kebab stöðum í kring um okkur.
Skólinn er indæll, verðum í bekk með 37 öðrum, þar af eru tveir strákar (menn).
Erum ekki í tölvusambandi en vorum að fá dönsk símanúmer.
Búnar að skrá okkur inn í landið.
Förum í tivolí og dýragarðinn um helgina með íslendingaklíkunni okkar.
Er ekki komin nálægt því að fá íbúð og ætla að fara að leita á leigumarkaðnum eftir helgi, látið mig vita ef þið vitið um eitthvað.
Símanúmerið mitt er 004527245509. Allir að setja það inn í símana sína og senda mér sms reglulega.
....
ummm... já og í dag í skólanum mínum sat allsber maður úti í glugga.
Ég held að það sé ekkert fleira, sakna allra og vona að allir sakni mín.
Kv Anna
Við Kristín sofum á tveimur vindsængum í tómri íbúð.
Eigum eitt bjórglas sem Kristín stal af bar og ekkert annað. Höfum þessvegna borðað mikið úti og sem betur fer er mikið af kebab stöðum í kring um okkur.
Skólinn er indæll, verðum í bekk með 37 öðrum, þar af eru tveir strákar (menn).
Erum ekki í tölvusambandi en vorum að fá dönsk símanúmer.
Búnar að skrá okkur inn í landið.
Förum í tivolí og dýragarðinn um helgina með íslendingaklíkunni okkar.
Er ekki komin nálægt því að fá íbúð og ætla að fara að leita á leigumarkaðnum eftir helgi, látið mig vita ef þið vitið um eitthvað.
Símanúmerið mitt er 004527245509. Allir að setja það inn í símana sína og senda mér sms reglulega.
....
ummm... já og í dag í skólanum mínum sat allsber maður úti í glugga.
Ég held að það sé ekkert fleira, sakna allra og vona að allir sakni mín.
Kv Anna
mánudagur, ágúst 29, 2005
D-day
Ég er að fara í dag.
Ég er ósköp andlaus og tóm eitthvað og þó að mig langi til að skrifa langa þakkarræðu til allra þeirra sem gerðu síðastliðinn mánuð eins skemtilegann og hann varð þá ætla ég ekki að gera það.
Trúið mér bara þegar ég segi að ég hef aldrei skemmt mér jafn vel yfir heilt sumar og ef þið höfðuð eithvað saman við mig að sælda þessa mánuði, þá vitiði hver þið eruð and I thank you.
Ég geri mér líka grein fyrir því að það hefði kannski ekki orðið eins gaman hjá mér hefði ég ekki haft þennan dag hangandi yfir mér, þannig að þó svo að ég hefi vælt yfir því að "þurfa" að fara þá þá veit ég líka að þetta er the next logical step, og rétt sem slíkt.
Nú vil ég taka það fram að nei ég er ekki að deyja! Ég er bara að flytja til Danmerkur (þar sem bjórinn er þið vitið) og hún er nú ekki svo óskaplega langt í burtu.
p.s og eftir að hafa lesið þetta er ég næstum því fegin því að vera að fara ;)
Ég er ósköp andlaus og tóm eitthvað og þó að mig langi til að skrifa langa þakkarræðu til allra þeirra sem gerðu síðastliðinn mánuð eins skemtilegann og hann varð þá ætla ég ekki að gera það.
Trúið mér bara þegar ég segi að ég hef aldrei skemmt mér jafn vel yfir heilt sumar og ef þið höfðuð eithvað saman við mig að sælda þessa mánuði, þá vitiði hver þið eruð and I thank you.
Ég geri mér líka grein fyrir því að það hefði kannski ekki orðið eins gaman hjá mér hefði ég ekki haft þennan dag hangandi yfir mér, þannig að þó svo að ég hefi vælt yfir því að "þurfa" að fara þá þá veit ég líka að þetta er the next logical step, og rétt sem slíkt.
Nú vil ég taka það fram að nei ég er ekki að deyja! Ég er bara að flytja til Danmerkur (þar sem bjórinn er þið vitið) og hún er nú ekki svo óskaplega langt í burtu.
p.s og eftir að hafa lesið þetta er ég næstum því fegin því að vera að fara ;)
sunnudagur, ágúst 28, 2005
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Peningaþvottur
Ég týndi veskinu mínu í gær.
Ég leitaði og leitaði, ég leitað í eldhúsinu, ég leitaði í stofunni, ég leitaði í svefnherberginu mínu og inni á baði. Þegar ég fann ekki veskið fór ég í 11/11 og spurði hvort ég hefði gleymt því þar en svo var ekki. Þess vegna leitaði ég aftur í allri íbúðinni áður en ég fór út og leitaði í ruslinu, því ég er búin að vera svo dugleg að henda síðustu daga að mér datt helst í hug að veskið hefði farið með, en nei það var ekki þar.
Það var allt í þessu veski, öll skilríki og öll kort OG það sem mér þótti sárast var að sexþúsundkallinn sem Amma gaf mér og átti að fara til kaups á nýjum kodda var þarna líka.
Eins og gefur að skilja var ég ansi leið þegar ég fór að sofa í gær og var við það að gefast upp og hringja í bankann til að loka kortunum þegar ég fann veskið fyrir tilviljun ofaní þvottavélinni. Þá var ég búin að þvo að minnsta kosti tvær vélar síðan veskið tíndist.
Ég leitaði og leitaði, ég leitað í eldhúsinu, ég leitaði í stofunni, ég leitaði í svefnherberginu mínu og inni á baði. Þegar ég fann ekki veskið fór ég í 11/11 og spurði hvort ég hefði gleymt því þar en svo var ekki. Þess vegna leitaði ég aftur í allri íbúðinni áður en ég fór út og leitaði í ruslinu, því ég er búin að vera svo dugleg að henda síðustu daga að mér datt helst í hug að veskið hefði farið með, en nei það var ekki þar.
Það var allt í þessu veski, öll skilríki og öll kort OG það sem mér þótti sárast var að sexþúsundkallinn sem Amma gaf mér og átti að fara til kaups á nýjum kodda var þarna líka.
Eins og gefur að skilja var ég ansi leið þegar ég fór að sofa í gær og var við það að gefast upp og hringja í bankann til að loka kortunum þegar ég fann veskið fyrir tilviljun ofaní þvottavélinni. Þá var ég búin að þvo að minnsta kosti tvær vélar síðan veskið tíndist.
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
What a day I've had!
Þessvegna finnst mér þetta passa ótrúlega vel:
BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Truflanir á vinnuferli eru líklegar í dag. Kannski hrynur tölvukerfið, eða þá að rafmagnið fer. Að líkindum verða þetta minniháttar skakkaföll. Brostu (mbl.is)
Ég ætla aldrei að flytja aftur!
Aldrei!
Aldrei!
Aldrei!
Eða ég ætla allavega aldrei að flytja án hjálpar. Þegar ég segi ÁN þá meina ég þegar ein manneskja, í þessu tilfelli ég, þarf að skipurleggja, pakka og redda málunum ein, og það á virkum degi þegar allir eru ýmist við vinnu eða í skóla.
Guðunum sé lof fyrir Hillu sem reddaði kössum, teipi, og geðheilsu minni á ögurstundu (auk þess að bjarga bílnum út úr bílageymslunni rétt í tæka tíð. Ég var án gríns farin að skjálfa og var allveg hætt að hugsa skýrt áður en hún kom og beindi mér inn á rétta braut.
Svo kom auðvitað elskan hann Helgi og bjargði því sem bjargað varð, ótrúlega þægilegt að eiga vini sem þykir gaman að bera kassa!!!). Ég þrælaði honum að sjálfsögðu samviskusamlega út í allann dag fyrst ég hafði leyfi til þess og passaði uppá að honum leiddist nú ekki of mikið í grasekkilstandinu.
Annars er ég ágætis þrælahaldari, allavega leyfði ég honum að leggja sig í sófanum mínum og er búin að bjóða honum í amerískar pönnukökur á morgun og allt (en hann gæti þurft að kaupa jarðaber sjálfur)
Svo er annar svona dagur á morgun, þeir sem vilja og geta eru velkomir til að hjálpa til við þrif og pakkningar, og svo er pönnukökuuppskriftin svo stór að nóg er til handa þeim sem langar í.
Ok anda inn...anda út.
BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Truflanir á vinnuferli eru líklegar í dag. Kannski hrynur tölvukerfið, eða þá að rafmagnið fer. Að líkindum verða þetta minniháttar skakkaföll. Brostu (mbl.is)
Ég ætla aldrei að flytja aftur!
Aldrei!
Aldrei!
Aldrei!
Eða ég ætla allavega aldrei að flytja án hjálpar. Þegar ég segi ÁN þá meina ég þegar ein manneskja, í þessu tilfelli ég, þarf að skipurleggja, pakka og redda málunum ein, og það á virkum degi þegar allir eru ýmist við vinnu eða í skóla.
Guðunum sé lof fyrir Hillu sem reddaði kössum, teipi, og geðheilsu minni á ögurstundu (auk þess að bjarga bílnum út úr bílageymslunni rétt í tæka tíð. Ég var án gríns farin að skjálfa og var allveg hætt að hugsa skýrt áður en hún kom og beindi mér inn á rétta braut.
Svo kom auðvitað elskan hann Helgi og bjargði því sem bjargað varð, ótrúlega þægilegt að eiga vini sem þykir gaman að bera kassa!!!). Ég þrælaði honum að sjálfsögðu samviskusamlega út í allann dag fyrst ég hafði leyfi til þess og passaði uppá að honum leiddist nú ekki of mikið í grasekkilstandinu.
Annars er ég ágætis þrælahaldari, allavega leyfði ég honum að leggja sig í sófanum mínum og er búin að bjóða honum í amerískar pönnukökur á morgun og allt (en hann gæti þurft að kaupa jarðaber sjálfur)
Svo er annar svona dagur á morgun, þeir sem vilja og geta eru velkomir til að hjálpa til við þrif og pakkningar, og svo er pönnukökuuppskriftin svo stór að nóg er til handa þeim sem langar í.
Ok anda inn...anda út.
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
frh.
"féllstu strax fyrir honum"?
"Já, alveg strax"
"varstu búin að máta marga"
"Já svona þrjá fjóra"
Ég var ofsalega mikið að hugsa um annað þegar þetta samtal átti sér stað í ógeðisþættinum já núna rétt áðan. Þessvegna hélt ég að brúðurin og þáttastjórnandinn væru að tala um eiginmanninn tilvonandi og var alveg byrjuð að hneykslast á því hvað konunni kæmi það við hvað brúðurin hefði sofið hjá mörgum á undan manninum sínum þegar ég leit á sjónvarpið og áttaði mig á því að þær voru að tala um helvítis BRÚÐARKJÓLINN.
"Já, alveg strax"
"varstu búin að máta marga"
"Já svona þrjá fjóra"
Ég var ofsalega mikið að hugsa um annað þegar þetta samtal átti sér stað í ógeðisþættinum já núna rétt áðan. Þessvegna hélt ég að brúðurin og þáttastjórnandinn væru að tala um eiginmanninn tilvonandi og var alveg byrjuð að hneykslast á því hvað konunni kæmi það við hvað brúðurin hefði sofið hjá mörgum á undan manninum sínum þegar ég leit á sjónvarpið og áttaði mig á því að þær voru að tala um helvítis BRÚÐARKJÓLINN.
Djö maður...
Ég neyðist til þess að horfa á ógeðisþáttinn Já í kvöld. Gamla barnapían mín er í honum að segja frá indverska brúðkaupinu sínu og það er náttúrulega búið að klippa viðtalið allt í sundur svo maður verður að horfa á allann helvítis þáttinn í gegn.
Svo virðist hún vera búin að skipta um nafn og mig langar svo að vita afhverju.
Svo virðist hún vera búin að skipta um nafn og mig langar svo að vita afhverju.
sunnudagur, ágúst 21, 2005
Fyrsta fullorðins menningarnóttin mín
Anna fer í ríkið og kaupir kassa af bjór...næstum því alveg sjálf.
Anna heldur grillveislu.
Anna heldur niður í bæ með Louísu vinkonu sinni.
Anna tekur út menningarskammtinn fyrir árið á sýningu listaháskólanemi í rammreykvískum bakgarði í ljósaskiptunum.
Anna kyssir ókunnugann mann tvisvar á munninn og þarf ekkert að borga fyrir.
Anna stendur með hvítvínsglas í sama garði, spjallar við Snjósu sína í síma og nýtur þess að vera í Reykjavík.
Anna og Louísa leiðast niður í bæ umvafðar í menningunni.
Anna fær kandífloss :)
Anna og Louísa fara á tónleika á hafnarbakkanum.
Anna og Louísa syngja og tralla með tónlistinni og láta alment eins og fífl.
Anna og Louísa skála í vatni og hvítvíni fyrir tíu ára afmæli menningarnætur.
Anna tekur ákvörðun um að láta spila brúðarmarssinn á rafmagnsgítar ef hún einhvertíman nennir að gifta sig.
Anna og Louísa horfa á flugeldasýningu.
Anna og Louísa ELSKA flugelda.
Anna og Louísa drukkna næstum því á leiðinni frá tjarnarbakkanum.
Anna og Louísa leita skjóls á kaffibarnum.
Anna og Louísa eignast vinkonu í klósettröðinni á kaffibarnum.
Anna og Louísa halda í Iðnó
Louísa kaupir meira hvítvín.
Anna fær pepsí.
Anna kaupir sig inn á Geirfuglana.
Anna kveður Louísu með virktum og þakkar henni fyrir kvöldið.
Louísa fer á vit nýrra ævintýra.
Anna, Harpa, og Hilla leggja undir sig klósettið í Iðnó.
Anna rifjar upp gamla tíma og leiðbeinir tónleikagestum um húsið.
Anna, Hilla, Harpa, Kristín og Erna dansa og dansa og syngja og hoppa og dansa í tæpa þrjá tíma, með einni vælitrúnó pásu.
Anna uppgvötvar að til er such a thing as rafmagnsmandólín og verður voða glöð.
Anna elskar Geirfuglana.
Anna verður vitni að merkilegum atburðum sem ekki verða hafði eftir hér en vöktu mikla athygli á leiðinni út af tónleikunum.
Anna og Harpa halda út í nóttina.
Anna og Harpa sjá Jamie Bell.
Jamie Bell er lítill
Anna skilur Hörpu eftir með Jamie og félögum og heldur heim á leið.
Anna lendir í leigubílaröðINNI og bíður þar í rúman klukkutíma með fullum fullum kalli sem var alltaf að reyna að stiðja sig við hana.
Anna kemst loksins heim í rúm.
Anna lofar sjálfri sér hátíðlega að fara aftur á Geirfuglatónleika og að mæta galvösk til leiks næstu menningarnótt, en vera þó búin að redda sér fari heim fyrirfram.
Anna heldur grillveislu.
Anna heldur niður í bæ með Louísu vinkonu sinni.
Anna tekur út menningarskammtinn fyrir árið á sýningu listaháskólanemi í rammreykvískum bakgarði í ljósaskiptunum.
Anna kyssir ókunnugann mann tvisvar á munninn og þarf ekkert að borga fyrir.
Anna stendur með hvítvínsglas í sama garði, spjallar við Snjósu sína í síma og nýtur þess að vera í Reykjavík.
Anna og Louísa leiðast niður í bæ umvafðar í menningunni.
Anna fær kandífloss :)
Anna og Louísa fara á tónleika á hafnarbakkanum.
Anna og Louísa syngja og tralla með tónlistinni og láta alment eins og fífl.
Anna og Louísa skála í vatni og hvítvíni fyrir tíu ára afmæli menningarnætur.
Anna tekur ákvörðun um að láta spila brúðarmarssinn á rafmagnsgítar ef hún einhvertíman nennir að gifta sig.
Anna og Louísa horfa á flugeldasýningu.
Anna og Louísa ELSKA flugelda.
Anna og Louísa drukkna næstum því á leiðinni frá tjarnarbakkanum.
Anna og Louísa leita skjóls á kaffibarnum.
Anna og Louísa eignast vinkonu í klósettröðinni á kaffibarnum.
Anna og Louísa halda í Iðnó
Louísa kaupir meira hvítvín.
Anna fær pepsí.
Anna kaupir sig inn á Geirfuglana.
Anna kveður Louísu með virktum og þakkar henni fyrir kvöldið.
Louísa fer á vit nýrra ævintýra.
Anna, Harpa, og Hilla leggja undir sig klósettið í Iðnó.
Anna rifjar upp gamla tíma og leiðbeinir tónleikagestum um húsið.
Anna, Hilla, Harpa, Kristín og Erna dansa og dansa og syngja og hoppa og dansa í tæpa þrjá tíma, með einni vælitrúnó pásu.
Anna uppgvötvar að til er such a thing as rafmagnsmandólín og verður voða glöð.
Anna elskar Geirfuglana.
Anna verður vitni að merkilegum atburðum sem ekki verða hafði eftir hér en vöktu mikla athygli á leiðinni út af tónleikunum.
Anna og Harpa halda út í nóttina.
Anna og Harpa sjá Jamie Bell.
Jamie Bell er lítill
Anna skilur Hörpu eftir með Jamie og félögum og heldur heim á leið.
Anna lendir í leigubílaröðINNI og bíður þar í rúman klukkutíma með fullum fullum kalli sem var alltaf að reyna að stiðja sig við hana.
Anna kemst loksins heim í rúm.
Anna lofar sjálfri sér hátíðlega að fara aftur á Geirfuglatónleika og að mæta galvösk til leiks næstu menningarnótt, en vera þó búin að redda sér fari heim fyrirfram.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Tra la la la la la la
Hann á enga spýtu,
bara jarðýtu....
Djöfullinn! helvítis hrossið vill ekki deyja.
Hvar sem er og hvenær sem er dettur þetta lag inn í kollinn á mér, sérstaklega í vinnunni. Við eigum svo mikið af plast hestum sjáðu til.
Þetta er næstum því jafn slæmt og þegar Inga Dóra og lambið hennar gekk á milli starfsfólksins í vinnunni eitt sumarið, það var nú gaman.
Annars er ég hætt að vera veik, nú er ég bara með hálsbólgu. Mér tókst samt að áorka töluvert miklu þennann eina dag. Á milli þess sem ég snýtti mér hlóð ég öllum myndunum mínum inn á netið, þvoði og þurkaði fimm vélar af fötum og tók til í helmingnum af stofunni.
tra la la la
Tveir bjórar á mann, er það ekki nóg?
Oh ég ætla aldrei að flytja framar, þegar ég kem heim ætla ég bara að skilja allt eftir þetta er of mikið vesen.
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Ég er lasin
Þess vegna hef ég haft tíma til að skoða gamlar myndir á kór síðunni and what a fabulous trip down memorie lane I´ve had. Var þetta í allvörunni svona gaman, svei mér ef kórinn minn hefur ekki verið hápunktur síðustu þriggja ára og hvað í ósköpunum á ég að gera án hans. En svo fékk ég hugmynd!
Hvað er nú betra á dimmum blautum vetrarkvöldum en að orna sér við góðar minningar sem spretta fram við að skoða skemtilegar myndir??? Well þar sem að ég get ekki verið viss um að vera með nettengingu í útlandinu (allavega ekki strax) ákvað ég að hlaða inn á tölvuna mína nokkrum vel völdum myndum og jafnvel síðar meir að prennta þær út og setja í gamaldags albúm (ég elska myndaalbúm).
Góð hugmynd já, en gjörsamlega óframkvæmanleg. Sjáðu til ég get ekki valið, ég vil eiga þær allar, ALLAR. Því eins og einhver sagði þá getur maður ekki treyst því að það sem þessi kór tekur uppá lifi í minningunni allveg að sjálfu sér. Því eftir því sem tíminn líður dofnar minningin og þá hættir maður að trúa því að þetta geti í raun og veru hafa gerst, ef ekki væri fyrir myndirnar.
Eins og til dæmis þessi mynd:
Hver hefði geta trúað því að hægt væri að koma öllum þessum löppum fyrir ofaní þessum litla potti?
Og hverjum öðrum en kórnum mínum hefði dottið í hug að reyna?
Hvað er nú betra á dimmum blautum vetrarkvöldum en að orna sér við góðar minningar sem spretta fram við að skoða skemtilegar myndir??? Well þar sem að ég get ekki verið viss um að vera með nettengingu í útlandinu (allavega ekki strax) ákvað ég að hlaða inn á tölvuna mína nokkrum vel völdum myndum og jafnvel síðar meir að prennta þær út og setja í gamaldags albúm (ég elska myndaalbúm).
Góð hugmynd já, en gjörsamlega óframkvæmanleg. Sjáðu til ég get ekki valið, ég vil eiga þær allar, ALLAR. Því eins og einhver sagði þá getur maður ekki treyst því að það sem þessi kór tekur uppá lifi í minningunni allveg að sjálfu sér. Því eftir því sem tíminn líður dofnar minningin og þá hættir maður að trúa því að þetta geti í raun og veru hafa gerst, ef ekki væri fyrir myndirnar.
Eins og til dæmis þessi mynd:
Hver hefði geta trúað því að hægt væri að koma öllum þessum löppum fyrir ofaní þessum litla potti?
Og hverjum öðrum en kórnum mínum hefði dottið í hug að reyna?
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Hey Kór!!! (og annað fallegt fólk)
Grill hjá mér (foreldrum mínum reyndar en þau verða ekki á staðnum samt) á laugardagskvöld, milli maraþons og flugeldasýningar. Bring your own meat og einhvern sem kann á gasgrill. Redda sjálf meðlæti og bjór...ef ég finn ríkið.
See you.
See you.
Í hádeginu í dag, þegar ég var að koma mér vel fyrir undir hlýju teppi til að hlusta á Emil í Kattholti, lagðist hjá mér ungur maður. Hann hjúfraði sig upp að mér, tók um hálsinn á mér og sagði lágt;
"Það er so góð litt af þér".
Svo strauk hann mér um hárið þangað til að ég sofnaði.
Ég á eftir að sakna svona mómenta.
"Það er so góð litt af þér".
Svo strauk hann mér um hárið þangað til að ég sofnaði.
Ég á eftir að sakna svona mómenta.
mánudagur, ágúst 15, 2005
Rétt´upp hönd...
sem skyldi færsluna hér fyrir neðan, ´cos I don´t.
Ég fór í Skagafjörðinn um helgina með uppáhalds fólkinu mínu sem þýðir að sjálfsögðu að ég svaf sama og ekkert um helgina. Í gærkvöldi var ég svo þreytt að ég gat ekki sofnað, þannig að ég fór nottlega á netið. Þegar ég var búin að þvælast þar um í dágóða stund og njósna um mann og annan, skoða haust tísku gap.com og updatea umsóknina mína á findbolig.dk ákvað ég að blogga, þessi færsla er (í stíl við helgina þó ekki eins) dáldið súr.
Ég lofa að gera þetta ekki aftur.
En koddinn minn er samt ennþá týndur.
Ég fór í Skagafjörðinn um helgina með uppáhalds fólkinu mínu sem þýðir að sjálfsögðu að ég svaf sama og ekkert um helgina. Í gærkvöldi var ég svo þreytt að ég gat ekki sofnað, þannig að ég fór nottlega á netið. Þegar ég var búin að þvælast þar um í dágóða stund og njósna um mann og annan, skoða haust tísku gap.com og updatea umsóknina mína á findbolig.dk ákvað ég að blogga, þessi færsla er (í stíl við helgina þó ekki eins) dáldið súr.
Ég lofa að gera þetta ekki aftur.
En koddinn minn er samt ennþá týndur.
Ég gleymdi koddanum minum uppi i sveit!!!!
Skemmtileg roadtrip ferð að baki, brottfarardagur skuggalega nálægt.
Am feeling most peculiar.
Am feeling most peculiar.
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Heilabrot
Það er erfitt að vera söngleikja nörd.
Ég er að pakka niður geisladiskunum mínum. Í gegnum árin hef ég dugleg að sanka að mér diskum á ferðum mínum í heiminn og mér telst til að ég eigi tæplega eitthundrað diska með tónlist úr söngleikjum (þá er ég bara að tala um þá diska sem innihalda heilann söngleik, ég á eftir að fara í gegnum safndiskana og fullorðinstónlistina).
Vandamálið við svona söfn eins og mitt er hvernig maður á að flokka þetta dót, möguleikarnir eru endalausir. Sumir diskanna eru merkilegir út á höfund tónlistar, aðrir út á höfund texta, og enn aðrir út á aðal eða aukaleikara í ákveðnum uppfærslum.
Svo er náttúrulega alltaf gamla góða stafrófsröðin, þá myndi ég fara eftir titlum. En þá gæti ég lent í vandræðum, þegar eftir tvö ár ég kem heim um jólin og mig langar að hlusta á ákveðið lag, en af því að ég hef ekki hlustað mikið á söngleiki í Danmörku þá man ég ekki hvaðan lagið er en man hver syngur það. Þá væri mjög þægilegt að geta farið í kassan merktann Michael Ball og þá þarf ég bara lesa á nokkra diska í staðin fyrir á alla hundrað!!!
Æi, kanski ég raði þeim bara í litaröð eins og ég gerði við Disney bækurnar mínar hérna einu sinni, þá verður allavega fallegt að horfa oní kassana.
Ég er að pakka niður geisladiskunum mínum. Í gegnum árin hef ég dugleg að sanka að mér diskum á ferðum mínum í heiminn og mér telst til að ég eigi tæplega eitthundrað diska með tónlist úr söngleikjum (þá er ég bara að tala um þá diska sem innihalda heilann söngleik, ég á eftir að fara í gegnum safndiskana og fullorðinstónlistina).
Vandamálið við svona söfn eins og mitt er hvernig maður á að flokka þetta dót, möguleikarnir eru endalausir. Sumir diskanna eru merkilegir út á höfund tónlistar, aðrir út á höfund texta, og enn aðrir út á aðal eða aukaleikara í ákveðnum uppfærslum.
Svo er náttúrulega alltaf gamla góða stafrófsröðin, þá myndi ég fara eftir titlum. En þá gæti ég lent í vandræðum, þegar eftir tvö ár ég kem heim um jólin og mig langar að hlusta á ákveðið lag, en af því að ég hef ekki hlustað mikið á söngleiki í Danmörku þá man ég ekki hvaðan lagið er en man hver syngur það. Þá væri mjög þægilegt að geta farið í kassan merktann Michael Ball og þá þarf ég bara lesa á nokkra diska í staðin fyrir á alla hundrað!!!
Æi, kanski ég raði þeim bara í litaröð eins og ég gerði við Disney bækurnar mínar hérna einu sinni, þá verður allavega fallegt að horfa oní kassana.
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Brottfarardagur 29.08.05
Áður en ég fer þarf ég að:
Pakka öllu og flytja úr fallegu, fallegu íbúðinni minni (hjálp myndarlegra sterkra karlmanna óskast)
Fara með kórnum mínum í Skagafjörðinn
Elda kjúklingana sem eru í ísskápnum mínum
Baka franska súkulaðiköku
Fara á Tapas með vinnunni og leyfa þeim að kveðja mig
Fara á menningarnótt, sjá flugelda og borða kandýfloss með skemtilegu fólki!!!
Halda kveðjuveislu sjálfri mér til heiðurs.
Borða pizzu frá Eldsmiðjunni to see what all the fuss is about!!!
Hætta í vinnunni
Fara í klippingu
Tala við bankann
Segja upp símanum
Knúsa börnin á leikskólanum
Knúsa vini og ættingja
Knúsa kórinn minn
Knúsa köttinn
19 days and counting!!!!
Pakka öllu og flytja úr fallegu, fallegu íbúðinni minni (hjálp myndarlegra sterkra karlmanna óskast)
Fara með kórnum mínum í Skagafjörðinn
Elda kjúklingana sem eru í ísskápnum mínum
Baka franska súkulaðiköku
Fara á Tapas með vinnunni og leyfa þeim að kveðja mig
Fara á menningarnótt, sjá flugelda og borða kandýfloss með skemtilegu fólki!!!
Halda kveðjuveislu sjálfri mér til heiðurs.
Borða pizzu frá Eldsmiðjunni to see what all the fuss is about!!!
Hætta í vinnunni
Fara í klippingu
Tala við bankann
Segja upp símanum
Knúsa börnin á leikskólanum
Knúsa vini og ættingja
Knúsa kórinn minn
Knúsa köttinn
19 days and counting!!!!
mánudagur, ágúst 08, 2005
Fyrir forvitna
Þá er ég komin með myndasíðu (linkur hér til vinstri) það er svosem ekkert merkilegt þar ennþá, en bíðið róleg það kemur.
sunnudagur, ágúst 07, 2005
Í morgun þegar ég fór á fætur hélt ég for a split second að adsl tengingin mín væri endanlega dauð. Þetta kom mér svosum ekkert á óvart þannig þar sem ég dömpaði Háskóla Íslands í vikunni og var allveg að búast við þessu. Þess vegna varð ég svo ótrúlega glöð þegar draslið hrökk í gang rétt í þann mund sem ég rak augun í síðustu Maltisers kúluna frá því í gær sem hafði falið sig í sófanum mínum... áður en hún bráðnaði.
Netið og súkkulaði, góð byrjun á deginum.
Netið og súkkulaði, góð byrjun á deginum.
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Lengsta Verslunarmannahelgi sögunnar
Prófið að taka biðina eftir jólunum og föstudaginn langa og bætið þar við síðasta klukutímanum i vinnunni á föstudegi and then you´ll have some idea what I´m talking about. Ég viðurkenni að ég vanmat gjörsamlega mátt útihátíða og almenns fyllerís, ég hélt í allvöru að það yrði einhver eftir í bænum, but no. Fólk var ýmist úti á landi, úti í heimi eða að vinna, allir nema ég. Ég sat heima i sjokki (er reyndar enn í sjokki, svona þannig, er ekki allveg að meðtaka þetta allt saman og er þessvegna ekkert að segja fólki frá þessu svona að fyrra bragði).
Fór reyndar á Stuðmanna tónleika (loksins) í Húsdýragarðinum með pabba sem var órúlega skemtilegt, og auglýsi ég því hér með eftir Með allt á hreinu á dvd aður en ég fer, verð að sjá hana aftur.
Á dagskránni út mánuðinn er svo bara að knúsa köttinn minn, hanga/ með vinnum mínum og kórnum á hverju einasta kvöldi, fara á menningarlega staði einsog Gljúfrastein og mæta á menningarviðburði eins og Gay pride og menningarnótt (já og svo þarf víst að pakka líka)
p.s mig vantar kassa....og legjanda...og pössun fyrir köttinn helgina 11-13 ágúst, takk fyrir.
Fór reyndar á Stuðmanna tónleika (loksins) í Húsdýragarðinum með pabba sem var órúlega skemtilegt, og auglýsi ég því hér með eftir Með allt á hreinu á dvd aður en ég fer, verð að sjá hana aftur.
Á dagskránni út mánuðinn er svo bara að knúsa köttinn minn, hanga/ með vinnum mínum og kórnum á hverju einasta kvöldi, fara á menningarlega staði einsog Gljúfrastein og mæta á menningarviðburði eins og Gay pride og menningarnótt (já og svo þarf víst að pakka líka)
p.s mig vantar kassa....og legjanda...og pössun fyrir köttinn helgina 11-13 ágúst, takk fyrir.
föstudagur, júlí 29, 2005
Shit shit shit shit shit
"Du tilbydes hermed en studieplads på Københavns Universitet"
Shit!
Ég er að flytja.
Shit!
Ég er að flytja.
mánudagur, júlí 25, 2005
Oh lífið getur verið svo erfitt
Það er svo erfitt að hanga í útilegu með vinum sínum í glampandi sól og blíðu. Að sama skapi er ótrúlega erfitt að djamma alla nóttina við söng og gleði og hamingju og borða humar í fyrirmorgunmat og fá knús á leiðinni á klósettið og pizzu á leiðinni til baka og svo er náttúrulega allveg djöfullegt að þurfa að hlægja eins og vitleysingur af misgáfulegum bröndurum.
En best að byrja á byrjuninni.
Litli brúnn er ferðafélag Háskólakórsins og fer hann í útilegu einu sinni á ári. Við förum alltaf í Þrastalund þar sem Forsetalunur er tekin frá fyrir með þar til gerðu skilti (Svo er hún Kristín að sjálfsögðu líka frátekin eins og hér má sjá). Helgin líður við bjórdrykkju og sólböð og þegar ég mætti á staðinn var sú iðja þegar komin vel á veg, bjórdrykkjan það er að segja.
Eins og hér sést...
og hér.
Svo syngjum við líka...
og spilum á hljóðfæri.
Svo lætur maður renna af sér í sólinni...
og á sig aftur.
Þess á milli skemmta menn sér við hin ýmsu störf:
Ýrr fléttar hár
Margir lásu Harry Potter (og þótti hún greinilega mis spennandi ;)
Og Ásdís fór að spá
Ég var mjög sátt við mína, því í minni framtíð liggur ríkur eiginmaður og sundlaug, sem mér þykir mjög skemmtileg blanda.
Svo þurfti náttúrulega að borða líka.
Á meðan sumir borðuðu misspennandi útilegumat...
fóru aðrir fínni leiðina.
Siggi mætti í fötum í stíl við matinn sinn
Og Harpa borðaði náttúrulega af prinsessudiskum
Svo er auðvitað nauðsynlegt að fá sér smá snarl fyrir svefnin, hér er Kristín að grilla handa mér humar og Hannes að grilla pulsur.
Að lokum er svo nokkrar staðreyndir.
Jú ég var á staðnum,
Og Fríða líka,
Maður þarf að vera hreinn þegar maður fer í fótanudd
En það er greinilega vel þess virði
Eldur er heitur
Og gúmmískórnir mínir voru víst notaðir.
"taka of mikið með sér" hnuss!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)