Ég er komin heim, nokkrum tugum þúsundum fátækari og nokkrum flíkum ríkari. Mér tókst að næstum að framkvæma allt sem ég ætlaði mér, labba um, fara á söfn, borða (fékk mér tvisvar smörrebröd mmm), hefði þegið einn dag í viðbót til verslunar, en hefði væntanlega ekki getað borgað fyrir það svo það var kannski eins gott.
Ég á reyndar mjög erfitt með að kaupa mér föt einhvertíman hef ég bitið það í mig að svoleiðis sé ekki gert nema þagar það sem maður á er orðið gegnsætt af notkun. Sem þýðir að ég á eiginlega bara ljót föt. Auk þess er ég mað einhverja áráttu fyrir því að kaupa bara praktísk föt; boli, gallabuxur, svartar ullarpeysur og þessháttar sem þýðir að ég á engin spari eða djammföt, sem svo leiðir af sér panik-ástand þegar brúðkaup, afmæli eða eithvað fínt stendur fyrir dyrum.
En fataskápurinn minn er þó orðin nokkuð feitari en hann var áður en betur má ef duga skal, vil ég því biðja ykkur kæru lesendur (þótt þið séuð ekki margir) að gefa mér einhverja fallega flík í afmælis og jólagjafir, svo að hægt sé að sjást með mér á götu í framtíðinni, það er augljóst að ég get þetta ekki sjálf ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli