sunnudagur, apríl 30, 2006

Helgin

Þau undur og stórmerki gerðust nú á dögunum að ég fór að heiman frá mér á föstudagskvöldið berfætt í silfur glimmerskóm, og kom ekki heim til mín aftur fyrr en seint um nótt. Á þessum tíma náði ég að fara í matarboð og míní stelpupartý, labba niður strikið og fara á karíókí bar og læra nokkra danska slagara.
Ég var búin að gleyma hvað svona er skemmtilegt, enda hefi ég ekki komið svona seint heim síðan í desamber. Mér tókst meira að segja að taka nokkrar myndir og allt.

Síðan er ég bara búin að liggja í leti og kíkja í bók öðru hvoru.

............................

Í öðrum fréttum:

Ég er að setja nýjar myndir á myndasíðuna.

og

Ég er formlega búin að taka alla sumarskóna í notkun!!!!

föstudagur, apríl 28, 2006

Morð!

Í gær var framið morð i garðinum mínum, en áður en þið farið að hafa áhyggjur af öryggi mínu þá vil ég taka það fram að fórnarlambið var í þessu tilfelli dúfa og árásarmaðurinn væntanlega köttur eða ránfugl af einhverju tagi. Þetta hefur verið mikil barátta, því þegar ég kom út var stéttin öll þakin hvítum fjöðrum og blóðslettum hér og þar og líkið sjálft lá hauslaust og kviðrist á jörðinni.
"Það er allavega öruggt að þessi drapst ekki úr fuglaflensu" hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég reyndi að troða mér og hjólinu mínu framhjá líkinu án þess að stíga á það.
Þegar ég kom heim í gærkvöldi var búið að henda dúfunni í ruslið, en það eru ennþá fjaðrir út um allann garð.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

?

Hvernig er hægt að vera með nærri því 3 cm langt hár, vaxandi á milli augnanna á sér og taka ekki eftir því???

þriðjudagur, apríl 25, 2006

New tricks

Ég er búin að skipta um útlit á síðunni minni. Hitt var oft með einhverja stæla og svo var ég líka bara komin með leið á því.

Gamlir hundar verða bara að venjast þessu.

mánudagur, apríl 24, 2006

Small pleasures

Það er komið vor, í allvörunni. Það er búið að kveikja á gosbrunninum á Amagertorv, það er hlýtt á daginn og hlýtt á kvöldinn og það er blómailmur í loftinu og áðann fann ég m.a.s lykt af kúamykju (eða allavega vona ég að það hafi verið kúamykja).
Svo fékk ég ís á laugardaginn, köku í gær og núna er ég að borða allveg fullkomlega þroskuð grísk jarðaber.

Maður verður víst að vera ánægður með það sem maður hefur, fyrst maður fær ekki það sem maður vill.

föstudagur, apríl 21, 2006

Komin heim?

Alein (í Danmörku), með víðáttubrjálæði í alltof stóru rúmi.

Ég er búin að borða og borða, kyssa og knúsa, hlægja og brosa og heilsa kurteislega, fara í sund og bað, vera sæt og skemmtileg og allmennt láta mér líða vel, mér tókst meira að segja að vera fyndin og segja brandara nokkrum sinnum. Mér tókst líka að gleyma því að ég byggi einhverstaðar annarstaðar en á Íslandi.

Og mig langaði ekkert að koma hingað aftur.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

hmmmm

Ég var að klára að setja inn myndir úr jólapartíinu síðasta. Soldið seint kannski?

Annars er Ísland jafn fagurt og frítt og síðast, og núna er meira að segja sól og blíða, svo ég fæ að gellast í leðurstígvélum og með sólgleraugu og í pilsi. Og svo fæ ég ís öðru hvoru, þarf eiginlega ekki meira.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég er komin heim!

Agalega stuttur fyrirvari og top secret þar að auki. Mér fannst þetta ótrúlega skemtilegt og er mikið að velta því fyrir mér hversu oft maður getur birst svona óvænt áður en það fer að verða gamalt.

Reyndar skil ég ekki hvernig er hægt að lifa svona tvöföldu lífí og vera alltaf að ljúga. Allavega var ég komin með dauðans samviskubit eftir einn sólahring af "já einmitt ég kem heim 7. ætlarði ekki að sækja mig...ha?"
Shit, fólkið sem sat með mér í flugvélinni hefur öruglega haldið að ég væri að drepast úr flughræðslu, því ég sat teinrétt alla leiðina, óf saman fingrum og stappaði fótum á milli þess sem ég reyndi að kíkja á úr sessunautar míns til að sjá hvað væri mikið eftir. Ofaná alltsaman var þetta leiðinlegasta flug sem ég hef farið í og langt eftir því, ekki einusinni smá ókyrrð til að drepa tíman við.

Að lokum vil ég svo þakka þeim sem hjálpuðu mér í lyginni, ég vildi að þið hefðuð getað séð þetta líka :)

laugardagur, apríl 01, 2006

Hahaha

Stundum er gaman að vera tortryggin að eðlisfari, ég er búin að finna þrjú aprílgöbb á netinu.