laugardagur, júlí 31, 2004

Eitthvað er tæknin að stríða okkur

Þeir sem þekkja til hennar vinsamlegast biðjið hana að hætta þessu!

Af gefnu tilefni

Ég er búin að eignast aðdáanda. Hann er ljóshærður með blá augu og í gær fékk ég að svæfa hann eftir langan og strangann dag í aðlögun. Hann var lítill og hræddur en honum leið betur afþví að ég var hjá honum. Honum leið líka betur við að sjá mig þegar hann vaknaði umkringdur ókunnugum sofandi hrúgum og grét þangað til ég kom og bjargaði honum. Hann er eins og hálfs árs og hann er vinur minn.

Mér finnst gott að geta hjálpað svona greyjum sem geta ekki hjálpað sér sjálf.
Mér finnst gott að eiga marga vini (52 +), þó þeir séu helmingi minni en ég og kunni ekki að tala.
Og mér finnst gott þegar ég veit að einhverjum þykir vænt um mig
Ég fæ mín sjö knús á dag (and then some) og það besta er að ég fæ að skila krílunum í lok dags og koma heim til mín, hlusta á þögnina og klappa kettinum. Því þetta er erfitt, og þá meina ég mjög erfitt, en þegar þetta er gott, þá er þetta best.
Ég fæ mikið kikk útúr því þegar yfirmaður minn er tilbúin að gera næstum hvað sem er bara til þess að halda í mig, þó það sé bara í einn og hálfann dag í viku.Mér finnst æði að vera góð í því sem ég geri og frábært þegar það er metið við mig.

Ég veit að ég er líka góð í öðru og ég get fengið miklu meira fyrir það. Það er náttúrulega bara djók að skammast sín fyrir launin sín því allir í kring um mann eru komin með fullorðins kaup og maður er sjálfur að hala inn unglingavinnu pening. Verið samt ekkert að segja mér að skipta um vinnu... þetta er bara of gott.

Og á þriðjudaginn fæ ég að gera þetta allt uppá nýtt....Og nei ég ætla ekki að verða Leikskólakennari!


Fuck Vísa

Ég tek það fram að mér reynist ekki létt að nota Vísakort. Reyndar vildi ég gjarnan vera ein af þeim sem nota það út í hið óendanlega og er bara allveg sama um afleiðingarnar, en ég er bara ekki þannig. Það hefur hingað til verið dregið fram í lok mánaðarins þegar allur péningur er búinn, eða í erlendum viðskiptum mínum (amazon dot kom og annað skemtilegt).
Þetta hefur þó ekki verið neinn gífurlegur peningur hingað til. En nú er svo komið að ég er orðin (hrollur) "fullorðin" og er því farin að ferðast ein til útlanda, rosa gaman og mikið fjör nema það að nú þarf ég að borga allt ein og sjálf, sniff. Enginn til að bjóða mér í mat eða bíó eða kaupa handa mér eithvað fallegt, og þar kemur vísa kortið inní.
Þá er afskaplega þægilegt að hafa svona kort sem virkar allstaðar en það er vita vonlaust fyrir mig að halda reiður á því hversu miklu ég er búin að eyða og þess vegna er ég nú komin í þá stöðu að ég skulda pabba mínum (sem betur fer fara mín viðskipti í gegn um hann annars væri ég í fangelsi núna) yfir 100.000 kr. Eða réttara sagt var ég í þessari stöðu í byrjun júní og er búin að vera að borga smámsaman í allt sumar og á núna um 70.000 eftir. Púff með þessu áframhaldi verð ég búin að borga þetta niður næsta sumar.
Ég er nefnilega í svona hugsjóna starfi sem ég fæ sama og ekkert borgað fyrir, þannig að ég sem ætlaði að verða rík í sumar (sem þýðir 90. þús í stað 50. þús sem ég lifði á í vetur) er í nákvæmlega sömu sporum og í vetur, nema núna er þetta svo miklu, miklu sorglegra.

sunnudagur, júlí 25, 2004

"Sumarfrí"

Sumarfríð er búið og eftir standa viðburðarsnauðustu dagar lífs míns.
Mín skilgreining á fríi er; að gera allt sem maður hefur ekki haft tíma til að gera sökum vinnu og annara anna. Í ár stóð mér nákvæmlega ekkert til boða, engin utanlands ferð,engin útilega og aungvar stórframkvæmdir ( voru allar yfirstaðnar þegar fríið byrjaði) og mér hundleiðast smáverk og dútl og annar lokafrágangur svo það nýttist mér ekki. 
Sem sagt vita gagnslaust frí.  Reyndar settu veikindin stórt strik í reikningin vegna þess að ég hafði í raun bara þrjá daga í að vera allveg hraust og spræk og hef síðan verið hálf ónýt. 
Nokkrir atburðir hafa þó reddað því sem reddað varð.  Einkabílstjórinn og frú fóru með mig í tvær dagsferðir eina á Snæfelsnes (orkan úr jöklinum var þó ekki nóg til að ná úr mér restini af pestinni) og aðra á þingvelli, sem var indælt.  Einnig stendur uppúr minn þáttur í undirbúningi brúðkaups systur Louísu, sem var að blása upp blöðrur og hengja þær upp, sem var svaka stuð sem stóð í tvo tíma , en þar með er það líka upptalið.
Á morgun á ég svo von á litlum glókolli í aðlögun og þarmeð er ég aftur farin að vinna. Og mig hlakkar m.a.s til.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Jahá

Það er sagt að gáfur gangi í ættum

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Haleluja!

Ég hef náð heilsu. Er reyndar ekki alveg eins og ég á að mér að vera enda hef ég ekki veikst svona illa í  laaángann tíma.  En ég er að skríða saman og er ennþá í gleði rússinu sem maður kemst í þegar maður kemst aftur út eftir veikindi.  Lángar mig því að þakka þeim sem hugsuðu um mig á meðan.
  • Foreldrum mínum, að sjálfsögðu, fyrir að sjá mér fyrir mat, þrífa íbúðina og klappa kettinum á meðan ég gat það ekki.
  • Louísu, fyrir að taka sénsinn á vírusnum og koma í heimsókn og ræða heimsmálin.
  • Snjólaugu fyrir að færa mér pizzu og kenna mér á bloggið. Auk þess að sitja undir samhengislausum ræðum um skólakerfið,  barnauppeldi og annað merkilegt.
  • Fríðu fyrir að hringja og halda uppi heiðri okkar á Littla Brún.                                                                              og síðast en ekki síst...
  • Íbufeninu mínu sem ég dundaði mér við að maula og hjálpaði mér við svefn og bjargaði því sem bjargað varð.

Alla veganna er ég bötnuð og er voða glöð með það og við taka þessir fimm dagar sem ég á eftir af þessu blessaða sumarfríi svo ef einhver hefur ekkert að gera næstu daga þá býst ég við að vera heima að þrífa svo að ég er til í allt.fimmtudagur, júlí 15, 2004

Tecnology

Vegna nýtilkominnar tölvukunnáttu minnar (með smá hjálp frá ákveðnum pizzusendli)vil ég benda ákveðinni manneskju á svæðið hér vinstra megin. Meira á leiðinni.

Eymd og volæði

Árlega fer Ferðafélag Háskólakórsins, Litli Brúnn í útilegu þriðju helgina í júlí. Næstu helgi. Ég er buin að láta mér hlakka til þessarar helgar síðan í Apríl.
Þegar ég fór í sumarfrí fyrir viku síðan tók ég til gúmískóna og pollagallann, hlýrabolinn og sandalana sem sagt tilbúin í allt. Nema þetta...39 stiga hita beinverki og eyrnaverk. No camping for me :(
Þetta stefnir í að verða leiðinlegasta sumarfrí allra tíma. Grenj

sunnudagur, júlí 11, 2004

Rescue me!

Ég held í fúlustu alvöru að ég hafi náð botninum í einmanalegu heimilislífi.
Ég var að enda við að panta mat frá heimsendingarþjónustu Pítunar. Einhvernvegin finnst mér verra að panta mat frá svona littlu fyrirtæki heldur en t.d Dominos, veit ekki afhverju.
Annars passar þessi verknaður ágætlega við ástandið á heimilinu þessa daganna. Hér hafa staðið yfir miklar framkvæmdir síðustu daga sem hafa valdið því að heimilið lítur út eins og... já ok eins og venjulega, allt í drasli... ryk + OG allt sem ég á troðið inn í eitt herbergi. Reyndar hefur eitt gott fylgt þessum framkvæmdum, sem er að rúmið mitt er inni í stofu, sem þýðir að ég get horft á sjónvarpið í rúminu, sem er gooott. Við sambýlismaðurinn liggjum því yfir hinum og þessum mis lélegum sjónvarpsþáttum í rúmi sem líkist meira og meira bæli eftir eftir því sem dagarnir líða. Hér borða ég og sef, horfi á sjónvarpið, tölvast og les.
Heimurinn minn hefur snar minnkað síðustu daga og heldur áfram að minnka næstu vikur því ég er komin í sumarfrí.
Ég bið því alla þá sem kunna að lesa þetta næstu tvær vikur og hafa tíma að hringja í mig og viðra mig svo ég grafist ekki undir drasli og umbúðum af skyndibitamat.

Hjálp...

þriðjudagur, júlí 06, 2004

föstudagur, júlí 02, 2004

Fréttir

Þetta gat náttúrulega ekki gengið svona áfram hjá henni greyinu.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Húrra!!!

Nú er þetta loksins að verða búið, HM í fótbolta það er að segja.
Nú þykir mér ekki gaman að fótbolta en mér þykir aftur á móti gaman af listskautum (don't ask). Það þætti samt doldið furðulegt ef ég sæti yfir þessu allann daginn! Því ekki nóg með að ég passaði uppá að sjá allt í beinni útsendingu og endursýningu heldur sæti ég yfir öllum fréttum til að sjá allan fréttaflutning um kepnina og aðstandendur hennar, OG lægi yfir öllum samantektum og umræðuþáttum. Þessu, myndi þjóðin sitja yfir með mér af því að það er ekkert annað í boði. Spennandi!!!