fimmtudagur, janúar 19, 2006

Buzzzy

Ég er upptekin á ljósbleku skýi, læt heyra í mér þegar ég lendi...

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Dæs

Eftir fimm daga þrotlausar skriftir, óteljandi maltisers kúlur, næstum því heilann pakka af ss pulsum, eina dós af túnfisksalati og hálfann pakka af hrökkbrauði var ekkert annað að gera en að krossa fingur og ýta á send (með hinni hendinni).

Loksins, loksins er ég komin í jólafrí!

Nú get ég tekið til við allt það sem ég ætlaði að framkvæma milli jóla og nýjárs, og ég ætla ekki einusinni að reyna að halda því fram að það hafi verið sökum lærdóms.
Á listanum er meðal annars að stytta buxur og kjól, safna saman tónlist í tölvuna,horfa á fullt af bíómyndum, fara á kaffihús og í partý, knúsa mann og annann, fara í leikhús, sinna ömmum, ketti, foreldrum og vinum, já og lesa smá anatómíu.

Djöfull verður þetta æðislegt.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Denmark vs. Iceland

Á Íslandi eru allir peningarnir mínir á kortinu mínu, sem er til dæmis ekki hægt að nota í strætó.
Í Danmörku er ég alltaf með pening í vösunum, allavega nóg fyrir einni pulsu og strætóferð hvert sem ég vil fara.
Á Íslandi (í morgun) þurfti ég að taka tvo strætóa til að komast heim til mín. Beið eftir þeim fyrri í tíu mínútur (í pilsi og þunnum sokkabuxum)og komst svo að því að hinn seinni gengur ekkert lengur þá leið sem ég hélt og tókst með snarræði að koma í veg fyrir að ég endaði í Kópavogi.
Í Danmörku get ég alltaf komist leiðar minna með strætó eða lest og þarf sjaldan að bíða lengur en í fimm mínútur.
Á Íslandi keypti ég mat fyrir 2500 kr (reyndar í dýrri búð en þetta voru ekki margir hlutir)
Í Danmörku kaupi ég sjaldan mat fyrir meira en 75dkr (og það er í dýru búðinni)
Á Íslandi er ég mað gallabuxur sem eru of stórar en ég mun passa í þegar ég fer aftur.
Í Danmörku hjóla ég allt og borða ekki neitt, sem er að hafa mjög skemtilegar afleiðingar.
Á Íslandi geri ég alla í kringum mig geðveika með því að endurtaka aftur og aftur "Sko, í Danmörku er það þannig að..."
Í Danmörku tala ég ekki um annað en að komast heim.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Reality strikes back

Ég er mætt á bókhlöðunna og hér mun ég vera út vikuna.

föstudagur, janúar 06, 2006

Jæja...

best að drífa sig heim.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Hata hata hata...

að skrifa ritgerðir á dönsku!

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Próf

Í Kaupmannahafnarháskóla er allt gert í þríriti, sem betur fer fengum við þrefaldann kalkipapír.
Það mátti bara nota svartann eða bláann kúlupenna og skrifa fast svo að svörinn sæjust á öllum síðum, og alls, alls ekki skrifa út á spássíðurnar svo að það væri hægt að ljósrita prófið seinna. Þegar ég var búin hrósaði yfirsetukonan mér sérstaklega fyrir hvað prófið mitt var skýrt, ég fell þá allavega ekki út á það.
Hverja örk þurfti svo að merkja sérstaklega með nafni og cpr-númeri, blaðsíðu tali og fjölda síðna og í lokin átti maður að rífa allt í sundur og skipta blöðunum í þrjá bunka; gulann, hvítann, og bleikann og leggja hvern fyrir sig í þartilgerð umslög sem líka þurfti að merkja.
Það tók sinn tíma að útskýra allar þessar seremóníur svo nú skil ég afhverju við þurftum að vera mætt hálftíma áður en prófið byrjaði.

Prófið sjálft gekk bara vel.

sunnudagur, janúar 01, 2006

2005

Árið sem allt gerðist!

Takk til ykkar sem tókuð þátt í því.