Mér finnst gott að geta hjálpað svona greyjum sem geta ekki hjálpað sér sjálf.
Mér finnst gott að eiga marga vini (52 +), þó þeir séu helmingi minni en ég og kunni ekki að tala.
Og mér finnst gott þegar ég veit að einhverjum þykir vænt um mig
Ég fæ mín sjö knús á dag (and then some) og það besta er að ég fæ að skila krílunum í lok dags og koma heim til mín, hlusta á þögnina og klappa kettinum. Því þetta er erfitt, og þá meina ég mjög erfitt, en þegar þetta er gott, þá er þetta best.
Ég fæ mikið kikk útúr því þegar yfirmaður minn er tilbúin að gera næstum hvað sem er bara til þess að halda í mig, þó það sé bara í einn og hálfann dag í viku.Mér finnst æði að vera góð í því sem ég geri og frábært þegar það er metið við mig.
Ég veit að ég er líka góð í öðru og ég get fengið miklu meira fyrir það. Það er náttúrulega bara djók að skammast sín fyrir launin sín því allir í kring um mann eru komin með fullorðins kaup og maður er sjálfur að hala inn unglingavinnu pening. Verið samt ekkert að segja mér að skipta um vinnu... þetta er bara of gott.
Og á þriðjudaginn fæ ég að gera þetta allt uppá nýtt.
...Og nei ég ætla ekki að verða Leikskólakennari!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli