sunnudagur, desember 31, 2006

Jólin mín

Jæja þetta voru nú aldeilis indælis ágætis jól. Reyndar var tvisvar sinnum meira að gera hjá mér en oft áður sem er allveg í samhengi við það hversu vandlega mér tókst að flækja líf mitt um síðustu jól, in a good way. Ég kýs að þakka mínum einstöku hæfileikum í kæruleisi (þeim sömu og valda því að einhvernvegin vinn ég alltaf öll verkefni nóttina fyrir skil) fyrir það að ég fékk ekki taugaáfall yfir öllu sem átti eftir að gera og gerðu mér kleift að segja fokk á prófin tveimur dögum fyrir jól og leyfði mér að dunda mér í pakkapökkun og rjúpnaflettingum.
Ég segi það ekki að það komu öðru hvoru augnablik þar sem mér fannst að mætti allveg bæta eins og tveimur tímum í sólahringin, t.d þegar ég var að blása á mér hárið kl korter í sex á aðfangadagskvöld. Átti þá eftir að setja á mig maskara og koma mér yfir í næstu götu þar sem ég ætlaði mér að vera þegar klukkurnar hringdu.
Ég náði þessu nú svosem öllu saman en nú hef ég líka lært hvernig ég vil hafa hlutina í framtíðinni og hvernig á að fara af því.
Sjáið til kæruleysinu fylgir alltaf einhver fórnarkostnaður og það finnst mér miður. Til dæmis allar heimsóknirnar sem ég fór ekki í og fólkið sem mér tókst ekki að hitta. Hvað þá allt dótið sem ég ætlaði pakka niður og flytja út í íbúðina. Svo við minnumst nú ekki á prófin mín, sem viðrast nú ekki ætla að bera stóran skaða af.
Mér finnst hund fúllt að þurfa alltaf að fara snemma heim þegar ég er á íslandi því ég þarf alltaf að vera að gera eithvað annað á sama tíma og að þurfa að flýta sér á fjóra staði á einum degi því maður hefur ekki fjóra daga til þess.
Þess vegna hef ég tekið ákvörðun. Ég kem ekki til Ísland aftur með lærdómin hangandi yfir hausnum á mér. Aldrei framar mun skólabók laumast með í farangrinum. Um næstu jól verð ég búin að læra allt sem þarf að læra þegar ég kem heim, annas kem ég bara aðeins seinna heim (nei ég ætla ekki að eyða næstu jólum í Danmörku). Jólagjöfum verður sömuleiðis reddað fyrir heimkomu og ég ætla bara að fara einusinni í verslunarmiðstöð fyir jól. Og hana nú!
Næstu jól fara s.s í að baka rúsínukökur, pakka inn jóla gjöfum og alment að hangsast án samviskubits.

Nú gæti einhver sagt, noh þetta er nú aldeilis áramótaheit í lagi, en nei þar skjátlast ykkur. Þetta var bara ákvörðun, tekin á mjög yfirveguðu augnabliki á Tommahamborgurum fyrir jól. Áramótaheitið mitt er neblega allt annað, það er að muna eftir að ganga frá hnífapörunum í skúfuna þegar ég er búin að vaska þau upp.

Gleðilegt ár.

laugardagur, desember 23, 2006

fimmtudagur, desember 14, 2006

Mest kúl afmælisdagur ever!Þær stóðu bara þarna fyrir utan dyrnar þegar ég kom heim í gærkvöldi.


Fallegurstu rósir í heimi.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Ammlídag

Í nótt kom Giljagaur til byggða og í dag er ég 25 ára. En, þar sem jólasveinninn gefur ekki í skóinn í Danmörku og afmælisgjöfin mín er á Íslandi hef ég ákveðið að vera bara 24 aðeins lengur og eiga bara afmæli þegar ég kem heim. Í dag ætla ég að þrífa og ganga frá fyrir heimferð, blasta jólalög Baggalúts, fara í sturtu, kaupa jólagjöf og jú reyndar halda smá afmælis fögnuð með dönum, sem fer þó óðum fækkandi. Ágætis plan held ég bara.

Fyrir þá sem eru forvitnir um að vita hvernig aldurinn hefur farið með mig birti ég hér mynd sem var tekin fyrir tveimur dögum:ps. eftir meiriháttar verslunarhelgi er ég loksins komin með vísi að almennilegum óskalista, á honum eru meðal annars;

Flott náttföt
Púsl
Svartar ermar
Augnskuggadót
Peysur og bolir
Svartir hælaskór
Dömuveski

Ég hefði greinilega átt að fara fyrr í bæinn.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Óskarlisti

Eins og venjulega um þetta leiti árs hef ég verið að dunda mér við gerð lista yfir það sem mig langar í í jóla og afmælisgjöf. Ég á neblega afmæli í næstu viku og svo eru jólin að koma og svona óskalistar hafa svínvirkað síðustu árin.
Ég veit ekki allveg hvað gerst hefur í ár en þegar ég leit yfir listann áðan tók ég eftir að það sem átti að vera hress og skemmtilegur jólagjafa listi, með lúksus dóti sem maður kaupir sér ekki sjálfur og öðrum þess konar óþarfa, er orðin að innkaupalista fyrir framtíðina.
Á þessum lista eru aðalega hlutir sem vantar inná heimilið, stórir sem smáir, auk hluta sem mig dreymir um að eignast einhvertíman í framtíðinni (sumt í mjög fjarlægri framtíð).

Hlýtt, stórt ullarteppi í sauðalitunum
Förðunarpensla + augnskugga
iLife 06 pakka í tölvuna
Kúl pottaleppa
Bókina viltu vinna miljarð
OXO dót
Litla ferðatösku
Tivoli útvarp sem gengur fyrir batterí og er hægt að tengja iPod við.
Jólabókina
Ísland í aldanna rás, nýju
Dúk á borðið (hvítan, úr IKEA t.d)
Stórt baðkar (svona frístandandi, sporöskju laga)
Þvottavél
Vegghanka fyrir viskustyki
Mjög hýja, fyrirferðalitla peysu sem skal notast undir kápur
Kökukefli
Bókahillu

Ég geri semsagt ekki ráð fyrir að að sjá mest af þessu undir jólatrénu í ár, en mun mjög líklega taka listann með mér í IKEA fljótlega eftir áramót og redda þessu ódýrasta.

laugardagur, desember 02, 2006

Problems, problems

Ég stend frammi fyrir áður gjörsamlega óþekktu vandamáli. Sjáið til mig hlakkar til að fara að læra fyrir próf. Ekki bara vegna þess að prófalestri fylgir jólaskap og kertalykt, heldur aðalega vegna þess að ég virkilega hlakka til að fræðast meira og betur um efnið sem ég er að fara að taka prófið í, mjög skrítin tilfinning.
Þetta er þó ekki vandamálið.
Vandamálið felst í því að áður en ég tek það próf þarf ég að taka annað próf sem er langt frá því að vera úr skemmtilegu efni. Það er reyndar beinlínis leiðinlegt. Þessi leiðindi felast þó væntanlega helst í því að ég skil efnið ekki eins vel og í hinu faginu. Þess vegna þarf ég líka að nota extra tíma í það fag og get ekki leift mér að dunda mér við að læra hitt fagið utanað að gamni mínu. Þannig að nú sit ég og horfi á textan sem ég á að vera að lesa, en læt mig dreyma um þykku möppuna mína með öllu þessu skemmtilega sem mig langar til að skoða.

Ó ég á svo erfitt

föstudagur, desember 01, 2006

1. desember

12 dagar í afmælið mitt.
13 dagar í heimkomu.

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Update

Þegar til kom var það svo ekkert blessaður snjórinn sem hefur verið að trufla mig þessa vikuna, heldur helvítis strætókerfið!

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Á ég að segja ykkur svolítið ljót?

Mér finnst svona veður yndislegt. Sérstaklega á sunnudögum, þegar ég þarf ekki að fara neitt út og get huggað mig undir sæng allann daginn. En mér fannst það líka yndislegt í kvöld þegar ég var á leið til byggða, vel klædd í hlýjum bíl.

Ef þú spyrð mig á morgun verð ég áreiðanlega búin að skipta um skoðun, því þá þarf ég að fara út kl 8, taka þrjá strætóa og ösla snjóinn uppá kálfa. En þangað til ætla ég að njóta kyrrðarinnar, myrkursins og kuldans, sem og jólaskapsins sem er farið að láta á sér kræla.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Fréttir

Eftir rúmlega tveggja mánaða bið kom í dag til mín lítill og skrítinn kall, með fitugt hár og setti upp hjá mér mitt eigið adsl, breiðbands net. Nú þarf ég ekki lengur að ste...afsakið fá lánað netið hjá nágrannanum við hliðiná, nokkuð sem gleður okkur bæði* mjög mikið. Ekki minnkaði gleðin þegar mér bauðst að dánlóda nýju msn forriti. Nú get ég verið á msn tímunum saman á þess að allt frjósi, þangað til annað kemur í ljós.

Ég er koma heim á morgun ég er mjög spennt en nenni samt ekki að byrja að pakka, sem segir okkur að ég er búin að ferðast of mikið á þessu ári þvi ég elska að pakka, það er yfirleitt upppakkningin sem ég nenni aldrei að klára. Núna er klukkan s.s að ganga sex og ég er aðalega að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að biðja pabba að gefa mér fisk eða kjúkling og franskar á föstudaginn.
Kannski ég ætti að prófa að fara bara ekki með neitt, ég meina ég á tannbursta hjá Hákoni og ég get öruglega fundið gula bolinn hans sem ég svaf í mestallann janúar. Það gæti verið áhugavert að sjá hversu lengi ég kæmist upp með að vera alltaf í sömu fötunum áður en fólk færi að hafa orð a því.
Nei annars ég ég verð að hafa auka skó með, það segir sig sjálft, og þá er allveg eins gott að taka nokkrar nærbuxur til skiptana. Svo þarf ég líka að koma þessum þremur jólagjöfum sem ég er búin að kaupa heim einhverntíman svo það er allveg eins gott að gera það núna.

Jæja ég held að ég sé búin að tala mig inná að byrja á þessu. Best að fara að finna vegabréfið.
*Reyndar er ég að vona að hann hafi ekkert fattað þetta

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

I dag...

Lagaði ég hurð...sjálf!

laugardagur, nóvember 04, 2006

Vikan

Ég er búin að eiga alveg ótrúlega pródúktíva viku, svona miðað við mig. Ekki nóg með að ég sé búin að fara fjórum sinnum útúr húsi til að læra, þá er ég líka búin að fara með hjólið mitt í viðgerð, einu sinni í bíó og fara í íslenskt pulsupartý. Þar að auki er ég búin að fjárfesta í grænni ryksugu og kaupa eina jólagjöf! Svo er ég líka búin að mæta í skólann.

Sko mig!

(Já og svo er ég búinn að kaupa mér flug heim 16. - 27. nóv)

mánudagur, október 30, 2006

Jólin mín byrja...

Eins mikið og ég er sammála því að verslanir byrji ekki að blasta jólalög og hengja upp jólaskraut áður en haustið er einusinni búið, þá get ég einhvernvegin ekki fengið það af mér setja upp þennann blessaða "jólin mín" borða á bloggið mitt. Það væri kannski öðruvísi ef ég væri heima (þetta er einhvernvegin miklu agressívara þar), en hérna gleðst ég yfir hverju merki þess að desember sé á næsta leiti. Ég viðurkenni reyndar að jólasmákökurnar, dagatölin og föndurdótið í nettó fer pínu í taugarnar á mér, einfaldlega afþví að þetta er orðið svo sjúskað eithvað í lok nóv. og byrjun des. En mér finnst yndislegt að sjá að Illum er byrjað að hengja upp seríur og þeir eru byrjaðir að gera skautasvell á Kongens Nytorv.

Ég byrja neblega að undirbúa jólaundirbúninginn í nóvember.

föstudagur, október 27, 2006

Ég hef tekið ákvörðun!

Þegar ég verð stór og get keypt stóra fallega húsið mitt, á það hús að vera með stóru eldhúsi sem er hægt að borða í og með stórum gluggum sem sólin skín innum. Í þessu eldhúsi ætla ég svo að sitja á sunnudagsmorgnum, drekka kakó og borða ristað brauð á meðan ég les blöðin og spjalla við Hákon.
Nákvæmlega svona voru morgnarnir okkar á meðan við gistum í Barmahlíðinni (þegar ég segi morgnar, meina ég auðvitað hádegi því við fórum alltaf svo sent að sofa, en þannig á það líka að vera á sunnudögum). Ég hef átt tvö eldhús um ævina, og innum bæði skein jú reyndar sólin á morgnanna en þar var hinsvegar ekki hægt borða, svo þessi upplifun var allveg ný fyrir mér. Og mikið sem þetta var notalegt.

Annað sem var notalegt var að sofa í rúmi sem var 2x2, nóg plás til að brölta fram og til baka og liggja þvers og kruss. Ég mun ekki getað litið rúmið mitt réttu auga eftir þessa viku. Stórt rúm er sem sagt líka komið á lista yfir framtíðaróskir.

sunnudagur, október 15, 2006

Heyrðu já!

Ég er kominn heim, einusinni enn. Í þetta skiptið stoppa ég í tíu daga (fer heim 23.) og afþví að ég á svo æðislegann frænda, búum við Hákon í Barmahlíðinni. Þannig að það er hægt að koma í heimsókn og allt!
Ég hef þegar hafist handa við að borða íslenskan mat og klappa ketti og kærasta svo allt stefnir í góða Íslandsdvöl.

sunnudagur, október 08, 2006

Hænan og fjöðurin

Maður getur nú svosem sagt sér það sjálfur að það kunni að spinnast upp kjaftasögur þegar sést til kærustupars koma saman út af klósetti í miðju boði. Jafnvel þó að maður hafi bara skroppið inn til þess að laga sokkabuxurnar sínar og ákveðið að pissa í leiðinni :-)

miðvikudagur, október 04, 2006

Merkilegt hvernig maður getur skrifað og tjáð sig um allt og ekkert (aðalega ekkert) á svona bloggi en svo þegar eitthvað reglulega stórt gerist, þá verður maður feiminn og veit ekki almennilega hvað maður á að segja. Hversu persónulegur vill maður í raun og veru vera við fólk sem maður kannski þekkir ekki neitt?
Ég geri mér grein fyrir því að tilfinningar og skap hefur og mun óhjákvæmilega skína í gegn um allt sem ég skrifa en þar sem ég hef ekki beinlínis verið í þessum aðstæðum áður veit ég ekki alveg hvernig ég á að meðhöndla þær, sérstaklega hér. Samt er einhvernvegin rangt að segja ekki neitt.
Amma mín dó í gær.
Nú gæti ég skrifað langa minningargrein, rakið það sem ég veit um líf hennar og dregið til hennar helstu kosti, hvað hún var góð í höndunum og hvað hún gat sagt skemtilega frá. Ég gæti líka talað um samband okkar, hvað ég var feiminn við hana þegar ég var lítil og hvað við urðum góðar vinkonur eftir því sem ég varð eldri. Eða hvernig henni þótti allt jafn merkilegt sem ég gerði hvatti mig til að gera allt sem ég vildi (þangað til að ég eignaðist mann og börn að sjálfsögðu).
Svo gæti ég náttúrilega líka, þó það megi nú öruglega ekki í svona minningargreinum, sagt ykkur hvað hún var stjórnsöm, þver og hvernig hún gat rifist og skammast eða látið neinn vaða yfir sig. Hún var samt líka fyndin og skemmtileg, og þrátt fyrir að vera hund-eldgömul einhver mesti töffari sem ég hef þekkt.
En ég ætla ekki að gera neitt af þessu. Bæði vegna þess að hún hefði ekki fílað það og líka vegna þess að þetta eru góðar sögur sem ég mun halda áfram að segja og þess vegna engin ástæða til að segja þær allar á einu bretti.

Þessvegna ætla ég bara að segja: mér fannst Amma mín skemmtileg, og ég mun sakna hennar.

Og svo tölum við ekki meira um það.

mánudagur, október 02, 2006

HeimsóknHákon kom heim til þess að fylla á ísskápinn fyrir mig.og við bökuðum pönnukökur og buðum fullt af fólki (aðeins of mörgum reyndar, þurfum að eignast fleiri stóla.)


Svo, daginn eftir fórum við í laaangan göngutúr, og það kom rosaleg rigning


En það var allt í lagi, því við vorum með regnhlíf.

(hmm átti þessi færsla kannski betur heima á barnalandi ? "í dag fórum við mamma...")

mánudagur, september 25, 2006

Hjálp!

Var að lesa yfir það sem ég skrifaði áðan og attaði mig á því að ég hef smitast af gamla fólkinu.

Bjargið mér!!!!

Gamla hverfið mitt

Í gær voru óeirðir á Nörrebro, múrsteinum var kastað í lögreglu og yfir tvöhundruð manns handteknir, og þetta var ekki bara einhverstaðar á Nörrebro, nei þetta var í gömlu götunni minni. Sjónvarpið sýndi í gær beint frá 7-11 búðinni sem ég verslaði alltaf við og stoppustöðinni þar sem ég tók alltaf strætó til Sigga og Sigrúnar. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá myndirnar var "ææ þeir voru í allann vetur að leggja þessa gangstétt, vonandi verður hún ekki rifin upp og eyðilögð fyrir þeim".

Þá held eg nú að það sé betra að vera hérna á Amager i rólegheitunum.

laugardagur, september 16, 2006

Hverfið mitt

Öðru meginn við húsið mitt er húsaþyrping með gömlum húsum. Hinumeginn við húsið mitt eru íbúðir fyrir aldraða og aðeins neðar í götunni er dagvist fyrir gamla fólkið.
Fyrir framan hverfispöbbinn minn stóðu um eftirmiðdaginn í gær, tvær ellimannaskellinöðrur og fjórar göngugrindur.

Ég bý í svo hipp og kúl hverfi.

fimmtudagur, september 14, 2006

Undur og stormerki

Kaupmannahafnarháskóli er orðinn reyklaus. Kannski drepst ég ekki úr óbeinum reykingum eftir alltasaman.

miðvikudagur, september 13, 2006

Fréttir sagð'ún

Fullt í fréttum svo sem, Anna Nicole eignast dóttur og missir son, Steeve Irwin dies a freakish death, Breitney spears eignast son.
Af mér er það helst að frétta að mér er batnað í skrokknum, skólinn er byrjaður og við erum búin að vera að koma okkur fyrir í íbúðinni (hengja upp myndir og ljós, breyta stofunni og breyta henni til baka og solis). En núna er Hákon farinn og ég þarf að byrja að læra og venjast Danmörku upp á nýtt.
Já og svo þarf ég að kynnast gasinu sem ég er skíthrædd við, ég hef neblega ekki komist nálægt eldavélinni síðan ég kom, þetta er víst mjöög sniðugt.

þriðjudagur, september 05, 2006

Datt!!

Í gær þar sem ég stóð í sakleysi mínu við eldhúsgluggann. Sem ég stend þar, minding my own business, með jógúrtflösku í hönd, verður mér það á að reka augun í bletti á skjannahvítri eldhúsinnréttingunni. Eins og góðri húsmóður sæmir halla ég mér örlítið fram til að kanna hvaða aðferð gæti reynst best við þrif á slíkum blettum. Skiptir þá engum togum nema bara það að mottann sem ég stóð á rennur undan fótum mér með þeim afleiðingum að ég dett, beint á rassinn með ópum og köllum og jógúrtin slettist upp um alla veggi.
Núna er mér illt í öxlunum og hálsi og marin á rassinum. Ég fæ mér sko ekki jógúrt aftur í bráð.

sunnudagur, september 03, 2006

Söguleg stundHákon og Anna saman í flugvél (við vorum glöð með það, í alvöru)

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Í gær borðaði ég pönnsur og súkkulaðiköku, í dag hætti ég í vinnunni og flyt í fjórða skipti á einu ári, á morgun fer ég í klippingu og ömmukveðjur, og hinn daginn fer ég út.

dæsi dæs...mig grunar að þetta verði ekki í síðasta sinn sem ég geri eithvað þessu líkt.

En Pönnukökurnar voru góðar.

laugardagur, ágúst 26, 2006

What I did this summer

Í sumar er ég búinn að vinna og sofa, fá kvef, púsla eitt púsl og lesa nokkrar bækur. Ég fór líka ég í viku sumarfrí með Hákoni í sumarbústaðnum okkar (þ.e heima hjá pabba og mömmu og knúsaði köttinn minn) og svaðilför í Þórsmörk. Svo fór ég fjórum sinnum á tónleika og einusinni í brúðkaup og halda afmæli. Við erum líka búin að bjóða fólki í mat og vera boðin í mat og fara út að borða.

Það sem ég er ekki búinn að gera nóg af er að hitta vini mína meira eða ömmur mínar, borða pönnukökur og fara í berjamó.

Nú er vika í það að ég fari aftur til Danmerkur og á þessari viku þarf ég að pakka niður, flytja út af Langholtsveginum, fara í klippingu og á tónleika, borða pönnukökur, skúffuköku, lax, og skyr, hætta í vinnunni og kveðja alla.

Ef þið viljið hitta mig þá má hringja, annars kam ég aftur um miðjan október í frí, svo það verður hægt að hitta mig þá.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Attention visitors!

Eða bara Hilla því hún er víst sú eina sem les þetta lengur...

Geirfuglaballið á Menningarnótt hefst á miðnætti í Iðnó, húsið opnar kl 22:30. Ég verð þar í bláum kjól og með þrenn pör af skóm til skiptana, komið og dansið með mér!

laugardagur, ágúst 12, 2006

Helgar

Um síðustu helgi gerðust þau undur og stórmerki að ég fór í bæinn á tónleika og kom heim til mín seint um nótt.
Um þessa helgi er ég veik og geri mest lítið annað en að horfa á Strumpana í tölvunni, jú og horfi á Gey pride gönguna í sjónvarpinu (léleg útsending btw) að farast úr gremju yfir því að geta ekki verið á staðnum.

En um næstu helgi, um næstu helgi kemur það sem ég er búin að vera að bíða eftir í heilt ár, neblega Geirfugla ballið mitt. Ég er að smala og er að reyna að ná sem flestum til að dansa með mér, því tveimur vikum seinna þarf ég að fara aftur til Danmerkur, og af því að ég er búinn að vera lélegur vinur í sumar þarf ég að ná að hitta fullt af fólki áður en ég fer. Þannig að það verður hægt að finna mig eftir miðnætti á menningarnót í Iðnó .

föstudagur, júlí 28, 2006

Mikið óskaplega er tímafrekt að hafa það svona huggulegt.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Svo er líka huggulegt að slá upp afmælisveislu í eldhúsinu sínu, með kökum og kertum og sjóræningjadiskum. Og að fara út að borða og gefa pakka.

Ótrúlega skemmtilegt allveg :-)

föstudagur, júní 30, 2006

Meira huggulegt

Að labba heim til sín um nótt í fallegu veðri með Esjuna í baksýn.

mánudagur, júní 26, 2006

Ekki eins huggulegt

Að vera staddur niðrí bæ og vita ekki hvernig maður á að komast heim til sín!

fimmtudagur, júní 22, 2006

Svo var hún bara allt í einu kominn heim.

Mikið óskaplega er huggulegt að fara í búðir og kaupa mat sem maður þekkir, borða soðna ýsu, kartöflur og rúgbrauð í hádegismat, í náttfötum og hlýjum sokkum. Og að sitja í sólinni, klappa kettinum sínum og hlusta á Gufuna í bakgrunninum.

Ísland er snilld!

þriðjudagur, júní 20, 2006

Flutt! (for real this time)

Ikea dótið kom í gærkvöldi um tíuleitið. Pabbi var búinn að raða saman þremur skápum fyrir hádegi og ég raðaði saman sófanum, og saman tókum við til í öllu draslinu. Ég er líka búin að tilkynna flutning og þvo þvott.

Nýja íbúðin er sem sagt tilbúin svo nú er ágætt að fara að koma sér í heim :-)

sunnudagur, júní 18, 2006

Back on schedule

Ég er enn á vindsænginni og hún virðist halda lofti. Svefnsófinn og fataskápurinn koma annað kvöld og ég er búin að fara tvisvar í sturtu.
Tveir sólahringar í heimkomu.

föstudagur, júní 16, 2006

Flutt! (eda svona næstum)

Fimmtudagurinn 15. júní:
Próf 9-12
Taka á móti lyklum 12:30
Húsgøgn sótt á milli 13 og 14
Húsgøgn afhent á ca 15
Restin af deginum koma sér fyrir og undirbúa próf á morgun.

Føstudagurinn 16. júníPróf 10-11:30
Ikea kaup of afhenting restina af deginum.

Laugardagurinn 17. júní
Áframhaldandi fyrirkoma
Undirbúa hópverkefni
Borda ss pulsur og nóakropp

Sunnudagurinn 18. júlí
Hópverkefni
Skila lyklum

Mánudagurinn 19. júní
Pabbi afmæli.
Verslunardagur og reddingar
Út ad borda

Thridjudagurinn 20 júní
Thvo føt og pakka nidur
Kastrup 20
Flugvél 21:30
Heim 00:00

Nákvæmlega svona var planid fyrir sídustu dagana mína í Kaupmannahøfn, soldid strangt en fullkomlega doable. Planid hrundi á lid 2 í gær thegar fluttningamennirnir mættu ekki á stadinn.

Thad virdst vera komin hefd á ad ég sofi fyrstu nóttina á nýjum stad á vindsæng í tómri íbúd. Nema ad núna er vindsængin farin ad leka og thad er ekkert vatn á badherberginu.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Í vetur...

þegar ég fór sem mestum hamförum á fasteignasíðunum danmerkur, komst ég að því að hlutir eins og baðherbergi eru ekki sjálfgefið fyrirbæri í kaupmannahöfn. Marg oft rakst ég á íbúðir þar sem klósettið var frammi á gangi (fyrir utan íbúðina) og sturtuklefum hafði verið komið fyrir ýmist í stofunni, eldhúsinu eða svefnherberginu. Afþví að ég er frek og alltof góðu vön sætti ég mig ekki við þesskonar aðstæður og þess vegna á ég núna íbúð með oggulitlu baðherbergi sem inniheldur vísi að sturtuklefa.
Fyrir það er ég óendanlega þakklát, sérstaklega eftir að ég uppgvötvaði að fólkið í húsinu við hliðinná mér þarf að fara út og niður í kjallara til þess að komast í sturtu!

Á morgun flyt ég og á morgun tek ég líka próf ( og hinn reyndar líka) og að segja að ég sé orðin soldið stressuð is putting it mildly. Ég er farin að vakna upp með andfælum á nóttunni og get ekki haldið einbeitingu nógu lengi til þess að læra neitt að viti. Ég geri í rauninni mest lítið að viti þessa daganna annað en að slugast í hinu og þessu og veð úr einu í annað. Það sem heldur mér frá því að fara gjörsamlega yfirum er bara sú tilhugsun að eftir eina viku verð ég komin heim í fangið mitt og ég get farið að lifa eðlilegu lífi. Þetta verður gott sumar.

laugardagur, júní 10, 2006

Ojbarasta

Thvílíkur vidbjódur sem thad er ad vera í prófum í júní, ugh. Úti er rúmlega 20 stiga hiti og sól og ég er föst inni á bókasafni. Hverjum dettur svonalagad í hug!?
Svo finnst mér ég vera ad missa af sumrinu thví ég er svo skilyrt ad ef ég er ekki ad skipta á kúkableyjum eda snýta hornösum thá kemur ekki sumar. Svo loksins thegar ég kemst heim verda kúkarassarnir komnir í sumarfrí og öllum batnad kvefid, ussumsvei.

Svo langar mig í lopapeysupartý í kvöld :(

föstudagur, júní 09, 2006

It works!

Praise the lord and hallelúja it works. Korter í heimför og loksins tókst mér að fá helv... fyrirgefið, dásamlegu webcamerunni mína til að virka. Mörg þúsund króna fjárfestingin mín er loksis farin að borga sig :-)

fimmtudagur, júní 08, 2006

Auglysing

Á einhver afgangs hleðslutæki fyrir iBook G4, stóru gerðina, sem ég má fá/kaupa? Mitt er að detta í sundur.

miðvikudagur, júní 07, 2006

one down

Það hvarflaði að mér, þar sem ég var að merkja mér prófið mitt í gær, að það boðaði kannski ekki gott að fara að taka próf 06.06.06 og það sama hvarflaði að mér þegar ég var sest í demonenn (rússíbana sem fer á hvolf) í tívolí í gærkvöldi. bæði hafðist þó og vel það, ég fór m.a.s tvisvar í rússíbanann.

mánudagur, júní 05, 2006

Prof - 13 klst

Thegar allt kemur til alls tha er anaómía ekkert annad en eitt stórt púsluspil, og thad vill svo til ad ég er gód í ad púsla... thad er verra med helvítis lífedlisfrædina.

laugardagur, júní 03, 2006

Dan-tina

"Musklus thyrocricoidea hæfter sig imellem cartilago thyreoidea og cartilago cricoidea, den trækker sig sammen og strækker på musklus arythyreoidea, dette skaber spænde i stemmebånderne..."

Þetta og annað svipað ómar í hausnum á mér á kvöldin þegar ég fer að sofa á kvöldin. Ég er orðin stíf í hnakkanum, er farinn að bíta óþarflega fast saman tönnunum á nóttunni og svo er ég með vöðvabólgu í upphandleggjunum...oh the joys of education.

þriðjudagur, maí 30, 2006

Bitch and moan

Það fer allveg ósegjanlega í taugarnar á mér að ég skuli vera ennþá í prófum (fyrsta prófið næsta mánudag, annað og þriðja 15. og 16) það pirrar mig næstum því jafn mikið og það hvað tímin líður hægt í Danmörku. Á þessum tíma á ég að vera komin í fulla vinnu, fá þrjár máltíðir á dag og eiga frí á kvöldin.
Þess vegna nenni ég ekki að skrifa neitt þessa dagana, því lets face it, ég er hundleiðinleg orðin og mér finnst óþarfi að leggja það á ykkur líka. Það er nóg að kvarta í þeim sem eru í sömu súpunni og ég, og þessum sem ég er alltaf að hringja í og hefur gefið mér formlegt leyfi til þess að kvarta í sér. Hann þorir heldur ekki annað, því ég er með sokkapar og tannbursta frá honum í gíslingu múhahaha...
En allavega, til þess að bæta sjálfri mér og öðrum þetta upp, þá ætla ég að verða ótrúlega skemmtileg í allt sumar, sérstaklega eftir 17 fokkings JÚLÍ þegar ég skila síðustu ritgerðinni!

21 days...

föstudagur, maí 26, 2006

Mig langar í...

Hrært skyr með miklum sykri og rúgbrauð með skólakæfu, ristað brauð með hreinum smurosti og kók, humar með hvítlauk og ristuðu brauði, steiktann fisk í raspi með kartöflum og kokteilsósu, steiktan fiskbúðing, SS pulsu með tómatsósu (heimagerða), Bæjarins bestu, kjúkling og franskar, mjólkurkex til að dýfa, súkkulaðimöffins frá bakarameistaranum, gúllas og kartöflumús, soðna ýsu, eplapæ með súkulaði skafís, amerískar pönnukökur með sýrópi smjöri og jarðaberjum, speltbrauð úr Grímsbæ, lasagnia, spaghetti bollognese, brauðstangir frá pizzahut....

ég er svöng.

laugardagur, maí 20, 2006

Í dag

Í dag er nákvæmlega einn mánuður í það að ég komi heim.
Einn mánuður... það gera 32 dagar eða fjórar vikur og þrír dagar. Ég ætla ekki að ganga svo langt að fara að telja klukkustundirnar, því það er sama hvað ég geri, niðurstaðan verður alltaf sú sama: þetta er of langt.

Á móti kemur þó að þetta er styttra en það var í síðustu viku og það er allavega eitthvað til þess að gleðjast yfir er það ekki?

miðvikudagur, maí 17, 2006

Jæja viljiði vita meira?

Ég sá þessa íbúð fyrst í febrúar, þegar ég var að stelast til að skoða fasteignaauglýsingar. Á þeim tímapunkti var ekki á dagskrá að fara út í íbúðarkaup. Ég féll strax fyrir henni, og var fljót að koma mér út af síðunni og bölvaði sjálfri mér í sand og ösku fyrir að hafa verið að þvælast þarna in the first place. Það er neblega svo leiðinlegt þegar mann langar í eitthvað sem maður getur ekki fengið, og mér fannst nóg komið af þess konar leiðindum á þeim tímapunkti.
Svo fyrir þremur vikum urðu aðstæður þannig við höfðum möguleika á að kaupa, og þá ákvað ég að gá hvort íbúðin væri þarna enn, þó ég væri eiginlega hand viss um að svo væri ekki. En viti menn, þarna var hún og afþví að við hefðum verið hálfvitar ef við hefðum ekki a.m.k reynt ákváðum við að stökva á hana.
Caprivej er úti á Amager, þar sem skólinn minn er, í rólegu hverfi rétt hjá ströndinni. Þarna er ofsalega mikið af trjám og á bakvið húsið mitt er æðislegt hverfi með eld gömlum og litlum einbýlishúsum sem ég ætla að rannsaka vel í haust. Íbúðin sjálf er mjög týbísk millistríða blokkaríbúð, hún öll nýuppgerð, og það hefur enginn búið í henni eftir breytingar. Í eldhúsinu er glænýr ískápur og gaseldavél sem er mikill spenningur fyrir (þó það eigi nú eftir að koma í ljós hvort það verður einhver peningur til þess að kaupa mat þegar búið er að borga öll lán og svona).
Nú bíð ég bara eftir því að fá lyklana sem verður vonandi og að öllum lýkindum 15. júní því það eru nokkrir lausir endar sem þarf að hnýta fyrst og svona. Mér finnst soldið langt þangað til, en ég hef svosem blessuð prófin til að dunda mér við þangað til...

mánudagur, maí 15, 2006

Caprivej 6

Síðasta skattskýsla var mjög einföld, afþví að ég á ekki neitt, basically (eða átti).

Allavega, næsta skattskýsla verður töluvert flóknari...kíkið í myndaalbúmið.

föstudagur, maí 12, 2006

Hvítt...

er málið í Kaupmannahöfn þessa dagana. Síðan fór að sjást til sólar hafa allar gínur verið klæddar í skjannahvít föt og í HM er heill veggur tileinkaður hvítum fylgihlutum. Inspíreruð af umhverfi mínu fór ég því í gær og keypti mér skjannahvítann sumarkól, í hverjum ég fór og hitti fólkið mitt í bröns í hádeginu.
Kjóllinn er æðislegur, en mér fannst samt soldið eins og að ég hefði farið út á náttkjólnum eða að ég hefði stungið af úr brúðkaupinu mínu eða eitthvað. (Samt ekki því ég hefði aldrei farið að gifta mig í sjúskuðum grænum sumarskóm, það segir sig náttúrulega sjálft). Samt ein pæling, hvað er manneskja sem er fræg fyrir að setja bletti í fötin sín eiginlega að kaupa sér hvít föt?

Hvort mæliði með biotex eða vanish á ísbletti?

fimmtudagur, maí 11, 2006

Heitt heitt

svo svaðalega heitt.
Ég er komi með sólarexem og asnalegt far á bringuna, en hey, ég er allavega með far. Svo á að fara að kólna í næstu viku þannig að þá get ég kvartað yfir því.

Svo langar mig að biðja Ýrr afsökunar á því að hafa gleymt útskriftarpartýinu hennar sem mig langar rosalega í, ég fer bara alltaf í svo vont skap þegar ég hugsa um það sem ég missi af á Íslandi að ég reyni að gleyma því að það sé yfirhöfuð eitthvað að gerast þar. Það virkar svona vel.

mánudagur, maí 08, 2006

Kviss bang búmm

Og svo var allt í einu allt orðið grænt.

Á þremur dögum hefur hvert einasta tré hvort sem þau eru græn eða bleik sprungið út og allt í einu er maður bara búinn að gleyma því að það hafi nokkurtíman komið vetur. Það er líka komin svona útlandalykt, sem er einhverskonar samblanda af mengun, riki og miklum lofthita. Það blandað saman við ýmsar aðrar lyktir sem fylgja sumrinu er að valda því að við lifum þessa daganna í stöðugu flashbacki, og rifjum í sífeldu upp fyrsta mánuðinn í Danmörku sem við vorum að mestu búnar að gleyma. Það þarf varla að taka það fram að okkur þykir við hafa verið ansi duglegar að komast í gegn um veturinn, semþýðir líka það að við förum allveg að komast heim.
Já og talandi um að komast heim, þá erum við komnar a.m.k einu skrefi nær þeim merka áfanga að fá að taka próf því próf taflan er komin í hús, og ekki seinna vænna segja sumir ( þó ég hafi allveg eins búist við henni daginn fyrir fyrsta prófið). Allavega, þá verð ég í prófum 6. 15. og væntanlega 16. júní, sem er fyrr en við bjuggumst við. En það er líka ágætt því þá er ég örugg um að komast í allar útskriftaveislurnar sem ég þarf að mæta í og það er nú gaman.
Sjálfur heimferðadagurin er ekki kominn á hreint einnþá, því ég verð með gesti (sem heita mamma og pabbi) og ekki fer ég að skilja þau eftir bara svo ég geti komist heim í gasböðru og kandyfloss á 17. júní.

fimmtudagur, maí 04, 2006

Sumar sumar sumar og sól

Sing it with me people...

Hér er 15-20 stiga hiti og sól. Í gær fórum við eftir skóla, keyptum okkur ís og komim okkur svo fyrir í Rosenborghave, sleiktum sólina og veltum því fyrir okkur hvernig væri hægt að opna hvítvínsflösku án upptakara, það er að segja ef einhver nennti að fara og kaupa vínið, rosalega verður maður dasaður í svona sólböðum.

sunnudagur, apríl 30, 2006

Helgin

Þau undur og stórmerki gerðust nú á dögunum að ég fór að heiman frá mér á föstudagskvöldið berfætt í silfur glimmerskóm, og kom ekki heim til mín aftur fyrr en seint um nótt. Á þessum tíma náði ég að fara í matarboð og míní stelpupartý, labba niður strikið og fara á karíókí bar og læra nokkra danska slagara.
Ég var búin að gleyma hvað svona er skemmtilegt, enda hefi ég ekki komið svona seint heim síðan í desamber. Mér tókst meira að segja að taka nokkrar myndir og allt.

Síðan er ég bara búin að liggja í leti og kíkja í bók öðru hvoru.

............................

Í öðrum fréttum:

Ég er að setja nýjar myndir á myndasíðuna.

og

Ég er formlega búin að taka alla sumarskóna í notkun!!!!

föstudagur, apríl 28, 2006

Morð!

Í gær var framið morð i garðinum mínum, en áður en þið farið að hafa áhyggjur af öryggi mínu þá vil ég taka það fram að fórnarlambið var í þessu tilfelli dúfa og árásarmaðurinn væntanlega köttur eða ránfugl af einhverju tagi. Þetta hefur verið mikil barátta, því þegar ég kom út var stéttin öll þakin hvítum fjöðrum og blóðslettum hér og þar og líkið sjálft lá hauslaust og kviðrist á jörðinni.
"Það er allavega öruggt að þessi drapst ekki úr fuglaflensu" hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég reyndi að troða mér og hjólinu mínu framhjá líkinu án þess að stíga á það.
Þegar ég kom heim í gærkvöldi var búið að henda dúfunni í ruslið, en það eru ennþá fjaðrir út um allann garð.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

?

Hvernig er hægt að vera með nærri því 3 cm langt hár, vaxandi á milli augnanna á sér og taka ekki eftir því???

þriðjudagur, apríl 25, 2006

New tricks

Ég er búin að skipta um útlit á síðunni minni. Hitt var oft með einhverja stæla og svo var ég líka bara komin með leið á því.

Gamlir hundar verða bara að venjast þessu.

mánudagur, apríl 24, 2006

Small pleasures

Það er komið vor, í allvörunni. Það er búið að kveikja á gosbrunninum á Amagertorv, það er hlýtt á daginn og hlýtt á kvöldinn og það er blómailmur í loftinu og áðann fann ég m.a.s lykt af kúamykju (eða allavega vona ég að það hafi verið kúamykja).
Svo fékk ég ís á laugardaginn, köku í gær og núna er ég að borða allveg fullkomlega þroskuð grísk jarðaber.

Maður verður víst að vera ánægður með það sem maður hefur, fyrst maður fær ekki það sem maður vill.

föstudagur, apríl 21, 2006

Komin heim?

Alein (í Danmörku), með víðáttubrjálæði í alltof stóru rúmi.

Ég er búin að borða og borða, kyssa og knúsa, hlægja og brosa og heilsa kurteislega, fara í sund og bað, vera sæt og skemmtileg og allmennt láta mér líða vel, mér tókst meira að segja að vera fyndin og segja brandara nokkrum sinnum. Mér tókst líka að gleyma því að ég byggi einhverstaðar annarstaðar en á Íslandi.

Og mig langaði ekkert að koma hingað aftur.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

hmmmm

Ég var að klára að setja inn myndir úr jólapartíinu síðasta. Soldið seint kannski?

Annars er Ísland jafn fagurt og frítt og síðast, og núna er meira að segja sól og blíða, svo ég fæ að gellast í leðurstígvélum og með sólgleraugu og í pilsi. Og svo fæ ég ís öðru hvoru, þarf eiginlega ekki meira.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég er komin heim!

Agalega stuttur fyrirvari og top secret þar að auki. Mér fannst þetta ótrúlega skemtilegt og er mikið að velta því fyrir mér hversu oft maður getur birst svona óvænt áður en það fer að verða gamalt.

Reyndar skil ég ekki hvernig er hægt að lifa svona tvöföldu lífí og vera alltaf að ljúga. Allavega var ég komin með dauðans samviskubit eftir einn sólahring af "já einmitt ég kem heim 7. ætlarði ekki að sækja mig...ha?"
Shit, fólkið sem sat með mér í flugvélinni hefur öruglega haldið að ég væri að drepast úr flughræðslu, því ég sat teinrétt alla leiðina, óf saman fingrum og stappaði fótum á milli þess sem ég reyndi að kíkja á úr sessunautar míns til að sjá hvað væri mikið eftir. Ofaná alltsaman var þetta leiðinlegasta flug sem ég hef farið í og langt eftir því, ekki einusinni smá ókyrrð til að drepa tíman við.

Að lokum vil ég svo þakka þeim sem hjálpuðu mér í lyginni, ég vildi að þið hefðuð getað séð þetta líka :)

laugardagur, apríl 01, 2006

Hahaha

Stundum er gaman að vera tortryggin að eðlisfari, ég er búin að finna þrjú aprílgöbb á netinu.

föstudagur, mars 31, 2006

Vorið er komið


og grundirnar eflaust farnar að gróa einhverstaðar. Rónarnir eru skriðnir fram úr vetrarbælum sínum og ég er búin að fara tvisvar út í hvítu strigaskónum mínum. Nú er ég með blöðru á hælnum.
Reyndar er rigning og dáldi kalt, en krókusarnir eru farnir að stinga upp kollinum og það er moldarilmur í loftinu. Já já þetta er allt að koma.

þriðjudagur, mars 28, 2006

Ég fór sem sagt til Finnlands

nánar tiltekið til Tuurku sem er í suður Finnlandi. Turku er borg sem svipar sumpart til Hafnafjarðar og sum part til Akureyrar nema bara miklu miklu stærri. Þar er hvað mest áberandi herskari unglinga sem heldur mest til í verslunarmiðstöðum en hvorki múmínálfar né tyrkir in sight.
Þegar ég lenti á flugvellinum í Tuurku hugsaði ég "hvert er ég komin" þegar ég settist inn í leigubílinn hjá leigubílsstjóranum sem talaði ekkert þeirra tungumála sem ég tala hugsaði ég "hvernig datt mér þetta í hug". Einhvernvegin tókst mér samt, með handabendingum að koma mér niður í miðbæinn þar sem leigubílstjórinn setti mig út á torgi, þar sem ég spottaði tvær hm búðir og andaði strax léttar, þarna var einhverskonar siðmenning. Þremur tímum seinna átti ég mjög svo ánægjulega endurfundi við fjölskyldið.
Við skemmtum okkur ósköp vel og mér fannst gott að hitta fólkið mitt aftur, því stundum þarf maður bara að re-groupa og finna grunninn sinn aftur, sérstaklega í þetta skipti.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Finnland já

Planið fyrir helgina var frekar rólegt bara, reyna að læra eitthvað og kannski að viðra nýju stígvélin ef vel viðraði. Það plan hefur aðeins undið uppá sig með hjálp góðra (og framkvæmdaglaðra) kvenna og stígvélin fá nú aldeilis að sjá heiminn. Nánar tiltekið Múmínland.
Þannig er að ég á frænda sem sem býr meðal múmínálfa, og hann er að verða sextugur og hefur því stór hluti frændgarðsins tekið sig til og er nú á leið til Finnlands til að samfagna honum. Og þeim fannst ég endilega þurfa að koma með, sem er að sjálfsögðu rétt hjá þeim.
Sem sagt, tæpum tólf tímum fyrir brottför var keyptur undir mig miði og nú er ekkert eftir nema að pakka tannburstanum niður með stígvélunum og koma mér af stað. Tannburstinn hans Hákonar verður eftir og passar húsið.

Verst að ég veit eiginlega ekki hvert ég er að fara.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Hvaða bölvun er það sem veldur því að Köntísveit Baggalúts þarf alltaf að hafa tónleika nákvæmlega viku ÁÐUR en ég kem heim! Ég sem er þeirra stærsti aðdáandi...á danskri grund.

Það sem er lagt á mann.

Annars ætti ég ekki að kvarta, ég átti frábæra helgi, með fullt að frábærum mat ...og svoleiðis. Hún var bara alltof stutt, en þær eru það yfirleitt.

föstudagur, mars 17, 2006

mánudagur, mars 13, 2006

Súkkulaðidagatal

Fyrir nokkru kom til mín maður færandi hendi með nokkrar Siríuslengjur í poka (fjórar, to be exact), og síðan hann fór hef ég borðað einn mola á hverjum degi, no more no less.
Í dag eru fimm molar eftir og það passar allveg, því eftir fimm daga kemur þessi sami maður aftur...með meira súkkulaði.

laugardagur, mars 11, 2006

When oh when?

Siðan ég man eftir mér hef ég verið að heyra frá hinum og þessum löndum mínum "hvað er maður að gera á Íslandi þar sem er alltaf skíta veður, frekar að flytja til útlanda þar sem er hlýtt!"

Hér er sex gráðu frost.

Það er búið að vera frost í margar vikur og verður eitthvað áfram og ég er að verða vitlaus. Ég er komin með dauðans leið á fallegu kápunni minni og húfunni. Mig hryllir við hugsunninni um að fara einusinni en í svörtu skóna mína með reimunum.
Hvnær, spyr ég, hvenær get ég farið í brúna flauelis jakkanum mínum í skólann?
Hvenær get ég byrjað að nota hvítu strigaskóna sem ég keypti 100 kr eða grænu sumarskóna úr zöru?
Hvenær get ég farið út að kvöldi til berfætt í appelsínugulu pallíettu skónum og ljósum gallabuxum?
Og hvenær kemur sá tími að ég geti setið úti berleggjuð, í pilsi og glimmerskóm?!

Hvenær!!!

miðvikudagur, mars 08, 2006

Fjölbreytni

Fyrir jól voru það kjúklingabringur og kartöflusalat úr Netto, eftir jól held ég að það verði kjúklingalundir með hrísgrjónum og karrýsósu.

mánudagur, mars 06, 2006

Fullkomlega tilgangslaust

(x) reykt sígarettu- já hef einusinni náð að reykja heila sígarettu
() klesst bíl vinar/vinkonu- nei bíl nágrannans
() stolið bíl
(x) verið ástfangin/n :-)
() verið sagt upp af kærasta/kærustu
() verið rekin/n úr vinnu
(x) lent í slagsmálum
() læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
() verið handtekin/n
() farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu - örugglega einhvertímann
(x) skrópað í skólanum - oft oft oft
() horft á einhvern deyja
() farið til Canada
() farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
() kveikt í þér viljandi
() skorið þig viljandi
() borðað sushi
() farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna - ó já
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð - já ég bakaði lummur
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala - já en hann líktist reyndar ekki kastala þegar upp var staðið
(x) hoppað í pollum - já á spes stígvél svo ég geti hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu - já, leita þær sérstaklega uppi til þess að vaða í þeim
(x) rennt þér á sleða - vildi að ég gerði meira af því
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum - ég vann við að sofna í vinnunni!
() notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið - voða fallegt alveg
(x) fundið jarðskjálfta - marg oft
(x) sofið undir berum himni - já en bara að degi til (líka í vinnunni)
(x) verið kitluð/kitlaður - jamm
() verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n - jamm
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru - klappað geitinni og borðað kengúruna og hreindýrið
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi - já en bara fótgangandi
() verið rekin/n eða vísað úr skóla
() lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
() borðað líter af ís á einu kvöldi - ekki fræðilegur möguleiki
() dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út - já já það gerist stundum
(x) orðið vitni að glæp - já dóp millifærslu á Lækjartorgi
() efast um að hjartað segði þér rétt til - nei það hefur yfirleitt haft rétt fyrir sér
() verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu) - ?
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni - jamm voða notalegt
(x) verið týnd/ur
() synt í sjónum
() fundist þú vera að deyja
() grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
() litað nýlega með vaxlitum
() sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki - allveg ótrúlega oft síðustu mánuði
() hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér - ekki þægilegt
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni - síðast í gær
(x) dansað í rigningunni - jamm með regnhlíf og allt
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
() verið kysst/ur undir mistilteini
() horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
() kveikt bál á ströndinni!
() komið óboðin/n í partý
() verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
() farið í fallhlífastökk
() hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig - nei en ég verð ekkert sár ef svo færi
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki - hafa ekki allir gert það?
() kysst einhvern af sama kyni
() farið nakin í sund
() rennt þér á grasinu á snjóþotu
() verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
(x) liðið yfir þig
() fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti

laugardagur, mars 04, 2006

Netið bilaði í dag

Þess vegna er ég búin að; fara út í búð, elda alvöru máltíð ( veit ekki hvað hefur komið yfir mig!), flokka þvottafjallið og setja í fjóra poka, hand þvo eina peysu og skúra gólfið á baðinu!
Ef netið væri ekki komið aftur þá væri ég öruglega búin að raða öllu dótinu inn á bað aftur og lesa grein fyrir sálfræðitíma á mánudaginn, en þú veist....

föstudagur, mars 03, 2006

Ég ætlaði svo mikið að fara á Demantinn í dag að lesa, however...Í staðinn ætla ég að lita á mér hárið, horfa á Matador, og borða hrökkbrauð.

miðvikudagur, mars 01, 2006

By popular demand...eða svoleiðis.

Mikið óskaplega fer það í taugarnar á mér hvað tíminn þarf alltaf að líða þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt, eins og honum gengur illa að lurast áfram þess á milli.
Þessa síðustu viku hefur verið keyptur inn meiri matur heldur en ég hef náð að kaupa síðan ég flutti hingað inn, eldað að meðaltali einu sinni á dag (aftur er það örugglega oftar en ég hef nokkurtímann gert) og í ísskápnum mínum er nú annað og meira en ein sódavatnsflaska og smjör! Í alla staði mjög indællt.

Af Kaupmannahöfn er það helst að frétta að hér keppast búðir við að sannfæra viðskiptavini sína um að það sé vor í lofti, og þangað til í fyrradag gat ég alveg verið sammála, í gær fór aftur á móti að snjóa. Það er sem sagt skít kalt í Köben. Svo kalt in fact að eftir að hafa hjólað vettlingalaus í 10 mín, fann ég ekki fyrir höndunum á mér og gat varla opnað útidyrnar sjálf.

Og svo var enginn til að hlýja mér á höndunum þegar ég loksins komst inn.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Ég er búin að þrífa eldhúsið, losa mig við panntið, skipta um á rúminu og skúra gólfið!!!

Það mæti halda að danaprins væri að koma í heimsókn.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Júróvisjónpartí

Íslenskt nammi og auglýsingar, snakk og kók, áfengi og meira áfengi, öskrandi gleði og hlátrasköll, dans og söngur.

Takk Sylvía.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Samskiptafötlun...

...er yfirskriftin á nýjum kúrs sem ég er í. Hann fjallar um hvernig mismunandi fatlanir hafa árhif á samskipti fólks og er hann kenndur af jólasveininum. Í síðustu viku prófuðum við að vera blind og heyrnarlaus í tvo tíma og þessa vikuna erum við á táknmálsnámskeiði frá níu til þrjú. Ég á aftur á móti við mína eigin samskiptafötlun að stríða, og ég er ekki að tala um að að vera útlendingur í útlöndum (sem flokkast til samskiptarfatlana), nei ég er að tala um tæknileg samskipti mín við umheiminn.
Eg er með skype sem deyr reglulega í miðjum samtölum, msn sem frýs reglulega, aftur í miðjum samtölum ef svo ber undir, síma sem neitar að hringja til Íslands nema þegar hann er í stuði og tekur ekki við sms-um frá ákveðnu fólki, og svo á ég webkameru sem kostaði milljón og eina sem ég fæ ekki til að virka (ég get reyndar séð sjálfa mig en enginn annar getur séð mig sem er tilgangurinn með þessu öllu saman).

Andskotans!

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Melodi grand prix

(eða eins og það heitir á mannamáli: undankepni dana fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva)

Ég held að ég geti sagt, nú þegar og með fullri vissu að Sylvíu Nótt mun ekki standa nein ógn af framlagi dana í ár.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Úti er kalt og sól og yfir mig hellist skyndilega sterk þörf til þess að taka til í holunni minni...ég vona að ég sé ekki að verða eitthvað veik!

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Heyrdu!

Mikid rosalega var sídasta blogg eitthvad leidinlegt madur! Ég veit ekki hvad ég var ad pæla!
Annars er tad helst í fréttum ad forsídufrétt DV í gær var med mér í grunnskóla og ad ég er byrjud í tímum hjá Jólasveininum. Get ekki gert upp vid mig hvort mér finnst merkilegra.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Betr´í dag en í gær

Eins og ég sagði alltaf við foreldra nýrra barna á leikskólanum.

Í morgun þegar ég vaknaði hafði skaflinum á glugganum ringt í burt og úti var sól og heiður himinn. Svo fór ég í bæinn, fékk mér pulsu og kíkti í hm með Sigrúnu.

o jæja, batnandi borgum ver best að lifa.

Day one

Æi, Kaupmannahöfn var ekki vinkona mín í gær.

Fyrir það fyrsta þurfti ég að vakna í skólann klukkann átta. Það var í sjálfu sér allveg nógu slæmt og þessvegna ekki á það bætandi þegar ég opnaði augun um morguninn og uppgvötvaði snjóskafl yfir glugganum mínum. Og þetta var ekki svona huggulegur íslenskur snjór, heldur blautur og kaldur snjór sem lamar samgöngukerfi og treður sér allstaðar inn í fötin manns.
Snjónum hélt svo áfram að kyngja niður allann daginn, sem hefði svosum allveg verið nógu fallegt (svona út um gluggann) en ég var bara þreytt og vildi ekki vera þarna, þannig að ég hélt bara áfram að vorkenna mér. Sem betur fer var mér boðið í lummur til eftir skóla þannig að ég hafði eithvað að hugga mig við.

Aftur á móti gekk ekki klakklaust að komast þangað.

Fyrst ætlaði ég að prófa metroið, en þegar ég uppgvötvaði að ég hefði þurft að bíða í 20 mínútur til að komast kannski eftir mikinn troðning með þeirri lest, ákvað ég frekar að taka strætó, ég og allir hinir 70 sem voru líka að bíða. Sem betur fer fattaði ég að labba upp á næstu stoppustöð á undan þessari sem allir hinir fóru á og kom þessvegna inn í nánast tómann strætó og fékk sæti og allt.
Eftir 40 mín rúnt á Amager sem undir venjulegum kringumstæðum tekur ca. 5 mín og mikið ösl í gegnum blautann snjó og salt drullu tókst mér að komast í lest. Þar var nóg pláss svo ég kom mér vel fyrir með ipodinn...of vel as it turnes out.
Ég var rétt um það bil þremur sekuntum of sein að standa upp þegar ég kom á áfangastað, svo var ég líka með vetlinga þannig að mér gekk illa að hitta á litla bláa takkann sem opnar millihurðirnar í lestinni svo hún opnaðist ekki strax þessvegna voru dyrnar út úr lestinni búnar að lokast þegar ég komst þangað og vildu ekki opnast hvernig sem ég ýtti á takkann.
Ég endaði sem sagt með því að fara út á næstu stoppustöð, sem er einmitt fyrir utan það svæði sem klippikortið mitt gildir á. Það hefði verið mjög týbískt ef það hefði verið lestarvörður á svæðinu að tjekka miða, en svo var nú ekki. Enda þótti mér allveg nóg að þurfa að bíða í 5 mín eftir næstu lest og þurfa svo að vaða snjó og stöðuvötn til Sigga og Sigrúnar, því þegar hér var komið sögu var farið að rigna.

Kvöldið var samt fínt, en mér var kallt á fótunum þegar ég kom heim.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Krash, bang, búmm...

ái...

ég er lent.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Buzzzy

Ég er upptekin á ljósbleku skýi, læt heyra í mér þegar ég lendi...

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Dæs

Eftir fimm daga þrotlausar skriftir, óteljandi maltisers kúlur, næstum því heilann pakka af ss pulsum, eina dós af túnfisksalati og hálfann pakka af hrökkbrauði var ekkert annað að gera en að krossa fingur og ýta á send (með hinni hendinni).

Loksins, loksins er ég komin í jólafrí!

Nú get ég tekið til við allt það sem ég ætlaði að framkvæma milli jóla og nýjárs, og ég ætla ekki einusinni að reyna að halda því fram að það hafi verið sökum lærdóms.
Á listanum er meðal annars að stytta buxur og kjól, safna saman tónlist í tölvuna,horfa á fullt af bíómyndum, fara á kaffihús og í partý, knúsa mann og annann, fara í leikhús, sinna ömmum, ketti, foreldrum og vinum, já og lesa smá anatómíu.

Djöfull verður þetta æðislegt.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Denmark vs. Iceland

Á Íslandi eru allir peningarnir mínir á kortinu mínu, sem er til dæmis ekki hægt að nota í strætó.
Í Danmörku er ég alltaf með pening í vösunum, allavega nóg fyrir einni pulsu og strætóferð hvert sem ég vil fara.
Á Íslandi (í morgun) þurfti ég að taka tvo strætóa til að komast heim til mín. Beið eftir þeim fyrri í tíu mínútur (í pilsi og þunnum sokkabuxum)og komst svo að því að hinn seinni gengur ekkert lengur þá leið sem ég hélt og tókst með snarræði að koma í veg fyrir að ég endaði í Kópavogi.
Í Danmörku get ég alltaf komist leiðar minna með strætó eða lest og þarf sjaldan að bíða lengur en í fimm mínútur.
Á Íslandi keypti ég mat fyrir 2500 kr (reyndar í dýrri búð en þetta voru ekki margir hlutir)
Í Danmörku kaupi ég sjaldan mat fyrir meira en 75dkr (og það er í dýru búðinni)
Á Íslandi er ég mað gallabuxur sem eru of stórar en ég mun passa í þegar ég fer aftur.
Í Danmörku hjóla ég allt og borða ekki neitt, sem er að hafa mjög skemtilegar afleiðingar.
Á Íslandi geri ég alla í kringum mig geðveika með því að endurtaka aftur og aftur "Sko, í Danmörku er það þannig að..."
Í Danmörku tala ég ekki um annað en að komast heim.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Reality strikes back

Ég er mætt á bókhlöðunna og hér mun ég vera út vikuna.

föstudagur, janúar 06, 2006

Jæja...

best að drífa sig heim.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Hata hata hata...

að skrifa ritgerðir á dönsku!

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Próf

Í Kaupmannahafnarháskóla er allt gert í þríriti, sem betur fer fengum við þrefaldann kalkipapír.
Það mátti bara nota svartann eða bláann kúlupenna og skrifa fast svo að svörinn sæjust á öllum síðum, og alls, alls ekki skrifa út á spássíðurnar svo að það væri hægt að ljósrita prófið seinna. Þegar ég var búin hrósaði yfirsetukonan mér sérstaklega fyrir hvað prófið mitt var skýrt, ég fell þá allavega ekki út á það.
Hverja örk þurfti svo að merkja sérstaklega með nafni og cpr-númeri, blaðsíðu tali og fjölda síðna og í lokin átti maður að rífa allt í sundur og skipta blöðunum í þrjá bunka; gulann, hvítann, og bleikann og leggja hvern fyrir sig í þartilgerð umslög sem líka þurfti að merkja.
Það tók sinn tíma að útskýra allar þessar seremóníur svo nú skil ég afhverju við þurftum að vera mætt hálftíma áður en prófið byrjaði.

Prófið sjálft gekk bara vel.

sunnudagur, janúar 01, 2006

2005

Árið sem allt gerðist!

Takk til ykkar sem tókuð þátt í því.