sunnudagur, mars 22, 2009

2008

Í gær setti ég upp giftingarhringinn minn (sem hefur legið óhreyfður í kassa í tvo mánuði) og fékk að fara út að borða. Ég þurfti reyndar að taka hringinn af áður en kvöldið var úti því hann var farinn að meiða mig en það var gaman að nota hann aftur engu að síður. Ég er farin að sakna hans.

Í gær var ég búin að vera gift í eitt ár.

Um áramótin ætlaði ég að vera voða dugleg og gera samantekt um árið 2008 en einhvernvegin kom ég mér aldrei að því. Ég ákvað þess vegna að bíða eftir 20 mars og skrifa um árið sem leið frá þeim degi. Byrjunin á 2008 var ekkert skemmtileg hvort sem er.

2008 var spes ár. Ég held að plön mín hafi aldrei breyst eins mikið og oft eins og síðast liðið ár. Aldrei áður hafa vandamálin virst eins óyfirstíganleg en jafnframt blessast eins stórkostlega eins og þau hafa gert. Ég hef aldrei verið eins logandi hrædd eða orðið eins veik. Ég hef aldrei framkallað eins mikið af myndum eða keypt eins mikið af double teipi og albúmum eins og í síðastliðið ár og ég hef heldur aldrei farið í jafn mörg brúðkaup.
Þegar allt er tekið með þá var 2008 alveg stórkostlegt ár, við höfum hingað til verið lítið bitin af kreppunni og við höfum aldrei verið í eins góðu jafnvægi og eins vel stemmd og nú.
Við erum bæði búin að læra margt nýtt um okkur sjálf 0g höfum fengið frábær tækifæri til þess að átta okkur á styrkleikum okkar og veikleikum, sman og hvort í sínu lagi. Núna vitum við betur hvað við viljum fá út úr lífinu, hvað virkilega skiptir okkur máli og hvað er bara lúxus sem væri (verður) æðislegt, en ekki nauðsynlegt að geta bætt við.

Eftir mánuð eignumst við barn og á morgun hef ég verið gift í ár og daga.

2009 stefnir í að verða svakalegt ár.