Var að lesa yfir það sem ég skrifaði áðan og attaði mig á því að ég hef smitast af gamla fólkinu.
Bjargið mér!!!!
mánudagur, september 25, 2006
Gamla hverfið mitt
Í gær voru óeirðir á Nörrebro, múrsteinum var kastað í lögreglu og yfir tvöhundruð manns handteknir, og þetta var ekki bara einhverstaðar á Nörrebro, nei þetta var í gömlu götunni minni. Sjónvarpið sýndi í gær beint frá 7-11 búðinni sem ég verslaði alltaf við og stoppustöðinni þar sem ég tók alltaf strætó til Sigga og Sigrúnar. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá myndirnar var "ææ þeir voru í allann vetur að leggja þessa gangstétt, vonandi verður hún ekki rifin upp og eyðilögð fyrir þeim".
Þá held eg nú að það sé betra að vera hérna á Amager i rólegheitunum.
Þá held eg nú að það sé betra að vera hérna á Amager i rólegheitunum.
laugardagur, september 16, 2006
Hverfið mitt
Öðru meginn við húsið mitt er húsaþyrping með gömlum húsum. Hinumeginn við húsið mitt eru íbúðir fyrir aldraða og aðeins neðar í götunni er dagvist fyrir gamla fólkið.
Fyrir framan hverfispöbbinn minn stóðu um eftirmiðdaginn í gær, tvær ellimannaskellinöðrur og fjórar göngugrindur.
Ég bý í svo hipp og kúl hverfi.
Fyrir framan hverfispöbbinn minn stóðu um eftirmiðdaginn í gær, tvær ellimannaskellinöðrur og fjórar göngugrindur.
Ég bý í svo hipp og kúl hverfi.
fimmtudagur, september 14, 2006
Undur og stormerki
Kaupmannahafnarháskóli er orðinn reyklaus. Kannski drepst ég ekki úr óbeinum reykingum eftir alltasaman.
miðvikudagur, september 13, 2006
Fréttir sagð'ún
Fullt í fréttum svo sem, Anna Nicole eignast dóttur og missir son, Steeve Irwin dies a freakish death, Breitney spears eignast son.
Af mér er það helst að frétta að mér er batnað í skrokknum, skólinn er byrjaður og við erum búin að vera að koma okkur fyrir í íbúðinni (hengja upp myndir og ljós, breyta stofunni og breyta henni til baka og solis). En núna er Hákon farinn og ég þarf að byrja að læra og venjast Danmörku upp á nýtt.
Já og svo þarf ég að kynnast gasinu sem ég er skíthrædd við, ég hef neblega ekki komist nálægt eldavélinni síðan ég kom, þetta er víst mjöög sniðugt.
Af mér er það helst að frétta að mér er batnað í skrokknum, skólinn er byrjaður og við erum búin að vera að koma okkur fyrir í íbúðinni (hengja upp myndir og ljós, breyta stofunni og breyta henni til baka og solis). En núna er Hákon farinn og ég þarf að byrja að læra og venjast Danmörku upp á nýtt.
Já og svo þarf ég að kynnast gasinu sem ég er skíthrædd við, ég hef neblega ekki komist nálægt eldavélinni síðan ég kom, þetta er víst mjöög sniðugt.
þriðjudagur, september 05, 2006
Datt!!
Í gær þar sem ég stóð í sakleysi mínu við eldhúsgluggann. Sem ég stend þar, minding my own business, með jógúrtflösku í hönd, verður mér það á að reka augun í bletti á skjannahvítri eldhúsinnréttingunni. Eins og góðri húsmóður sæmir halla ég mér örlítið fram til að kanna hvaða aðferð gæti reynst best við þrif á slíkum blettum. Skiptir þá engum togum nema bara það að mottann sem ég stóð á rennur undan fótum mér með þeim afleiðingum að ég dett, beint á rassinn með ópum og köllum og jógúrtin slettist upp um alla veggi.
Núna er mér illt í öxlunum og hálsi og marin á rassinum. Ég fæ mér sko ekki jógúrt aftur í bráð.
Núna er mér illt í öxlunum og hálsi og marin á rassinum. Ég fæ mér sko ekki jógúrt aftur í bráð.
sunnudagur, september 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)