Ég held í fúlustu alvöru að ég hafi náð botninum í einmanalegu heimilislífi.
Ég var að enda við að panta mat frá heimsendingarþjónustu Pítunar. Einhvernvegin finnst mér verra að panta mat frá svona littlu fyrirtæki heldur en t.d Dominos, veit ekki afhverju.
Annars passar þessi verknaður ágætlega við ástandið á heimilinu þessa daganna. Hér hafa staðið yfir miklar framkvæmdir síðustu daga sem hafa valdið því að heimilið lítur út eins og... já ok eins og venjulega, allt í drasli... ryk + OG allt sem ég á troðið inn í eitt herbergi. Reyndar hefur eitt gott fylgt þessum framkvæmdum, sem er að rúmið mitt er inni í stofu, sem þýðir að ég get horft á sjónvarpið í rúminu, sem er gooott. Við sambýlismaðurinn liggjum því yfir hinum og þessum mis lélegum sjónvarpsþáttum í rúmi sem líkist meira og meira bæli eftir eftir því sem dagarnir líða. Hér borða ég og sef, horfi á sjónvarpið, tölvast og les.
Heimurinn minn hefur snar minnkað síðustu daga og heldur áfram að minnka næstu vikur því ég er komin í sumarfrí.
Ég bið því alla þá sem kunna að lesa þetta næstu tvær vikur og hafa tíma að hringja í mig og viðra mig svo ég grafist ekki undir drasli og umbúðum af skyndibitamat.
Hjálp...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli