Æfingin skapar meistaran sagði einhver. Rétt í þessu var ég að horfa á LITLA stelpu í skelfilegum bleikum kjól spila á píanó í Eurivision Young Musicians 2004. Ég er viss um að hún hefur brotið eithvert náttúrulögmál, verkið sem hún spilaði var geðveikt flókið, hún spilaði það brjálæðislega hratt OG hún hitti á hverja einustu nótu! (ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að hún spilaði með báðum höndum sem mér persónulega þykir gífurlegur hæfileiki).
Kannski ég ætti að labba mig niður með Piano for dummies bókina mína, svona rétt til að koma krakkanum af stað.
miðvikudagur, desember 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli