mánudagur, ágúst 29, 2005

D-day

Ég er að fara í dag.

Ég er ósköp andlaus og tóm eitthvað og þó að mig langi til að skrifa langa þakkarræðu til allra þeirra sem gerðu síðastliðinn mánuð eins skemtilegann og hann varð þá ætla ég ekki að gera það.
Trúið mér bara þegar ég segi að ég hef aldrei skemmt mér jafn vel yfir heilt sumar og ef þið höfðuð eithvað saman við mig að sælda þessa mánuði, þá vitiði hver þið eruð and I thank you.
Ég geri mér líka grein fyrir því að það hefði kannski ekki orðið eins gaman hjá mér hefði ég ekki haft þennan dag hangandi yfir mér, þannig að þó svo að ég hefi vælt yfir því að "þurfa" að fara þá þá veit ég líka að þetta er the next logical step, og rétt sem slíkt.

Nú vil ég taka það fram að nei ég er ekki að deyja! Ég er bara að flytja til Danmerkur (þar sem bjórinn er þið vitið) og hún er nú ekki svo óskaplega langt í burtu.
p.s og eftir að hafa lesið þetta er ég næstum því fegin því að vera að fara ;)

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Bara einn dag í viðbót...

Plís, bara einn dag!!!

Ég á eftir að gera svo mikið.

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Peningaþvottur

Ég týndi veskinu mínu í gær.
Ég leitaði og leitaði, ég leitað í eldhúsinu, ég leitaði í stofunni, ég leitaði í svefnherberginu mínu og inni á baði. Þegar ég fann ekki veskið fór ég í 11/11 og spurði hvort ég hefði gleymt því þar en svo var ekki. Þess vegna leitaði ég aftur í allri íbúðinni áður en ég fór út og leitaði í ruslinu, því ég er búin að vera svo dugleg að henda síðustu daga að mér datt helst í hug að veskið hefði farið með, en nei það var ekki þar.
Það var allt í þessu veski, öll skilríki og öll kort OG það sem mér þótti sárast var að sexþúsundkallinn sem Amma gaf mér og átti að fara til kaups á nýjum kodda var þarna líka.
Eins og gefur að skilja var ég ansi leið þegar ég fór að sofa í gær og var við það að gefast upp og hringja í bankann til að loka kortunum þegar ég fann veskið fyrir tilviljun ofaní þvottavélinni. Þá var ég búin að þvo að minnsta kosti tvær vélar síðan veskið tíndist.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

What a day I've had!

Þessvegna finnst mér þetta passa ótrúlega vel:

BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Truflanir á vinnuferli eru líklegar í dag. Kannski hrynur tölvukerfið, eða þá að rafmagnið fer. Að líkindum verða þetta minniháttar skakkaföll. Brostu (mbl.is)

Ég ætla aldrei að flytja aftur!
Aldrei!
Aldrei!
Aldrei!

Eða ég ætla allavega aldrei að flytja án hjálpar. Þegar ég segi ÁN þá meina ég þegar ein manneskja, í þessu tilfelli ég, þarf að skipurleggja, pakka og redda málunum ein, og það á virkum degi þegar allir eru ýmist við vinnu eða í skóla.

Guðunum sé lof fyrir Hillu sem reddaði kössum, teipi, og geðheilsu minni á ögurstundu (auk þess að bjarga bílnum út úr bílageymslunni rétt í tæka tíð. Ég var án gríns farin að skjálfa og var allveg hætt að hugsa skýrt áður en hún kom og beindi mér inn á rétta braut.
Svo kom auðvitað elskan hann Helgi og bjargði því sem bjargað varð, ótrúlega þægilegt að eiga vini sem þykir gaman að bera kassa!!!). Ég þrælaði honum að sjálfsögðu samviskusamlega út í allann dag fyrst ég hafði leyfi til þess og passaði uppá að honum leiddist nú ekki of mikið í grasekkilstandinu.
Annars er ég ágætis þrælahaldari, allavega leyfði ég honum að leggja sig í sófanum mínum og er búin að bjóða honum í amerískar pönnukökur á morgun og allt (en hann gæti þurft að kaupa jarðaber sjálfur)

Svo er annar svona dagur á morgun, þeir sem vilja og geta eru velkomir til að hjálpa til við þrif og pakkningar, og svo er pönnukökuuppskriftin svo stór að nóg er til handa þeim sem langar í.

Ok anda inn...anda út.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

frh.

"féllstu strax fyrir honum"?

"Já, alveg strax"

"varstu búin að máta marga"

"Já svona þrjá fjóra"

Ég var ofsalega mikið að hugsa um annað þegar þetta samtal átti sér stað í ógeðisþættinum já núna rétt áðan. Þessvegna hélt ég að brúðurin og þáttastjórnandinn væru að tala um eiginmanninn tilvonandi og var alveg byrjuð að hneykslast á því hvað konunni kæmi það við hvað brúðurin hefði sofið hjá mörgum á undan manninum sínum þegar ég leit á sjónvarpið og áttaði mig á því að þær voru að tala um helvítis BRÚÐARKJÓLINN.

Djö maður...

Ég neyðist til þess að horfa á ógeðisþáttinn Já í kvöld. Gamla barnapían mín er í honum að segja frá indverska brúðkaupinu sínu og það er náttúrulega búið að klippa viðtalið allt í sundur svo maður verður að horfa á allann helvítis þáttinn í gegn.

Svo virðist hún vera búin að skipta um nafn og mig langar svo að vita afhverju.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Fyrsta fullorðins menningarnóttin mín

Anna fer í ríkið og kaupir kassa af bjór...næstum því alveg sjálf.
Anna heldur grillveislu.
Anna heldur niður í bæ með Louísu vinkonu sinni.
Anna tekur út menningarskammtinn fyrir árið á sýningu listaháskólanemi í rammreykvískum bakgarði í ljósaskiptunum.
Anna kyssir ókunnugann mann tvisvar á munninn og þarf ekkert að borga fyrir.
Anna stendur með hvítvínsglas í sama garði, spjallar við Snjósu sína í síma og nýtur þess að vera í Reykjavík.
Anna og Louísa leiðast niður í bæ umvafðar í menningunni.
Anna fær kandífloss :)
Anna og Louísa fara á tónleika á hafnarbakkanum.
Anna og Louísa syngja og tralla með tónlistinni og láta alment eins og fífl.
Anna og Louísa skála í vatni og hvítvíni fyrir tíu ára afmæli menningarnætur.
Anna tekur ákvörðun um að láta spila brúðarmarssinn á rafmagnsgítar ef hún einhvertíman nennir að gifta sig.
Anna og Louísa horfa á flugeldasýningu.
Anna og Louísa ELSKA flugelda.
Anna og Louísa drukkna næstum því á leiðinni frá tjarnarbakkanum.
Anna og Louísa leita skjóls á kaffibarnum.
Anna og Louísa eignast vinkonu í klósettröðinni á kaffibarnum.
Anna og Louísa halda í Iðnó
Louísa kaupir meira hvítvín.
Anna fær pepsí.
Anna kaupir sig inn á Geirfuglana.
Anna kveður Louísu með virktum og þakkar henni fyrir kvöldið.
Louísa fer á vit nýrra ævintýra.
Anna, Harpa, og Hilla leggja undir sig klósettið í Iðnó.
Anna rifjar upp gamla tíma og leiðbeinir tónleikagestum um húsið.
Anna, Hilla, Harpa, Kristín og Erna dansa og dansa og syngja og hoppa og dansa í tæpa þrjá tíma, með einni vælitrúnó pásu.
Anna uppgvötvar að til er such a thing as rafmagnsmandólín og verður voða glöð.
Anna elskar Geirfuglana.
Anna verður vitni að merkilegum atburðum sem ekki verða hafði eftir hér en vöktu mikla athygli á leiðinni út af tónleikunum.
Anna og Harpa halda út í nóttina.
Anna og Harpa sjá Jamie Bell.
Jamie Bell er lítill
Anna skilur Hörpu eftir með Jamie og félögum og heldur heim á leið.
Anna lendir í leigubílaröðINNI og bíður þar í rúman klukkutíma með fullum fullum kalli sem var alltaf að reyna að stiðja sig við hana.
Anna kemst loksins heim í rúm.

Anna lofar sjálfri sér hátíðlega að fara aftur á Geirfuglatónleika og að mæta galvösk til leiks næstu menningarnótt, en vera þó búin að redda sér fari heim fyrirfram.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Tra la la la la la la


Hann á enga spýtu,
bara jarðýtu....

Djöfullinn! helvítis hrossið vill ekki deyja.
Hvar sem er og hvenær sem er dettur þetta lag inn í kollinn á mér, sérstaklega í vinnunni. Við eigum svo mikið af plast hestum sjáðu til.
Þetta er næstum því jafn slæmt og þegar Inga Dóra og lambið hennar gekk á milli starfsfólksins í vinnunni eitt sumarið, það var nú gaman.
Annars er ég hætt að vera veik, nú er ég bara með hálsbólgu. Mér tókst samt að áorka töluvert miklu þennann eina dag. Á milli þess sem ég snýtti mér hlóð ég öllum myndunum mínum inn á netið, þvoði og þurkaði fimm vélar af fötum og tók til í helmingnum af stofunni.

tra la la la

Tveir bjórar á mann, er það ekki nóg?

Oh ég ætla aldrei að flytja framar, þegar ég kem heim ætla ég bara að skilja allt eftir þetta er of mikið vesen.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Ég er lasin

Þess vegna hef ég haft tíma til að skoða gamlar myndir á kór síðunni and what a fabulous trip down memorie lane I´ve had. Var þetta í allvörunni svona gaman, svei mér ef kórinn minn hefur ekki verið hápunktur síðustu þriggja ára og hvað í ósköpunum á ég að gera án hans. En svo fékk ég hugmynd!
Hvað er nú betra á dimmum blautum vetrarkvöldum en að orna sér við góðar minningar sem spretta fram við að skoða skemtilegar myndir??? Well þar sem að ég get ekki verið viss um að vera með nettengingu í útlandinu (allavega ekki strax) ákvað ég að hlaða inn á tölvuna mína nokkrum vel völdum myndum og jafnvel síðar meir að prennta þær út og setja í gamaldags albúm (ég elska myndaalbúm).
Góð hugmynd já, en gjörsamlega óframkvæmanleg. Sjáðu til ég get ekki valið, ég vil eiga þær allar, ALLAR. Því eins og einhver sagði þá getur maður ekki treyst því að það sem þessi kór tekur uppá lifi í minningunni allveg að sjálfu sér. Því eftir því sem tíminn líður dofnar minningin og þá hættir maður að trúa því að þetta geti í raun og veru hafa gerst, ef ekki væri fyrir myndirnar.
Eins og til dæmis þessi mynd:

Hver hefði geta trúað því að hægt væri að koma öllum þessum löppum fyrir ofaní þessum litla potti?
Og hverjum öðrum en kórnum mínum hefði dottið í hug að reyna?

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Hey Kór!!! (og annað fallegt fólk)

Grill hjá mér (foreldrum mínum reyndar en þau verða ekki á staðnum samt) á laugardagskvöld, milli maraþons og flugeldasýningar. Bring your own meat og einhvern sem kann á gasgrill. Redda sjálf meðlæti og bjór...ef ég finn ríkið.

See you.
Í hádeginu í dag, þegar ég var að koma mér vel fyrir undir hlýju teppi til að hlusta á Emil í Kattholti, lagðist hjá mér ungur maður. Hann hjúfraði sig upp að mér, tók um hálsinn á mér og sagði lágt;

"Það er so góð litt af þér".

Svo strauk hann mér um hárið þangað til að ég sofnaði.

Ég á eftir að sakna svona mómenta.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Rétt´upp hönd...

sem skyldi færsluna hér fyrir neðan, ´cos I don´t.

Ég fór í Skagafjörðinn um helgina með uppáhalds fólkinu mínu sem þýðir að sjálfsögðu að ég svaf sama og ekkert um helgina. Í gærkvöldi var ég svo þreytt að ég gat ekki sofnað, þannig að ég fór nottlega á netið. Þegar ég var búin að þvælast þar um í dágóða stund og njósna um mann og annan, skoða haust tísku gap.com og updatea umsóknina mína á findbolig.dk ákvað ég að blogga, þessi færsla er (í stíl við helgina þó ekki eins) dáldið súr.

Ég lofa að gera þetta ekki aftur.

En koddinn minn er samt ennþá týndur.

Ég gleymdi koddanum minum uppi i sveit!!!!

Skemmtileg roadtrip ferð að baki, brottfarardagur skuggalega nálægt.

Am feeling most peculiar.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Heilabrot

Það er erfitt að vera söngleikja nörd.
Ég er að pakka niður geisladiskunum mínum. Í gegnum árin hef ég dugleg að sanka að mér diskum á ferðum mínum í heiminn og mér telst til að ég eigi tæplega eitthundrað diska með tónlist úr söngleikjum (þá er ég bara að tala um þá diska sem innihalda heilann söngleik, ég á eftir að fara í gegnum safndiskana og fullorðinstónlistina).
Vandamálið við svona söfn eins og mitt er hvernig maður á að flokka þetta dót, möguleikarnir eru endalausir. Sumir diskanna eru merkilegir út á höfund tónlistar, aðrir út á höfund texta, og enn aðrir út á aðal eða aukaleikara í ákveðnum uppfærslum.
Svo er náttúrulega alltaf gamla góða stafrófsröðin, þá myndi ég fara eftir titlum. En þá gæti ég lent í vandræðum, þegar eftir tvö ár ég kem heim um jólin og mig langar að hlusta á ákveðið lag, en af því að ég hef ekki hlustað mikið á söngleiki í Danmörku þá man ég ekki hvaðan lagið er en man hver syngur það. Þá væri mjög þægilegt að geta farið í kassan merktann Michael Ball og þá þarf ég bara lesa á nokkra diska í staðin fyrir á alla hundrað!!!

Æi, kanski ég raði þeim bara í litaröð eins og ég gerði við Disney bækurnar mínar hérna einu sinni, þá verður allavega fallegt að horfa oní kassana.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Brottfarardagur 29.08.05

Áður en ég fer þarf ég að:

Pakka öllu og flytja úr fallegu, fallegu íbúðinni minni (hjálp myndarlegra sterkra karlmanna óskast)
Fara með kórnum mínum í Skagafjörðinn
Elda kjúklingana sem eru í ísskápnum mínum
Baka franska súkulaðiköku
Fara á Tapas með vinnunni og leyfa þeim að kveðja mig
Fara á menningarnótt, sjá flugelda og borða kandýfloss með skemtilegu fólki!!!
Halda kveðjuveislu sjálfri mér til heiðurs.
Borða pizzu frá Eldsmiðjunni to see what all the fuss is about!!!
Hætta í vinnunni
Fara í klippingu
Tala við bankann
Segja upp símanum
Knúsa börnin á leikskólanum
Knúsa vini og ættingja
Knúsa kórinn minn
Knúsa köttinn

19 days and counting!!!!

mánudagur, ágúst 08, 2005

Fyrir forvitna

Þá er ég komin með myndasíðu (linkur hér til vinstri) það er svosem ekkert merkilegt þar ennþá, en bíðið róleg það kemur.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Í morgun þegar ég fór á fætur hélt ég for a split second að adsl tengingin mín væri endanlega dauð. Þetta kom mér svosum ekkert á óvart þannig þar sem ég dömpaði Háskóla Íslands í vikunni og var allveg að búast við þessu. Þess vegna varð ég svo ótrúlega glöð þegar draslið hrökk í gang rétt í þann mund sem ég rak augun í síðustu Maltisers kúluna frá því í gær sem hafði falið sig í sófanum mínum... áður en hún bráðnaði.

Netið og súkkulaði, góð byrjun á deginum.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Ok

Búið að redda kössum og hugsanlegum leigjanda...hver tekur að sér að passa?!

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Lengsta Verslunarmannahelgi sögunnar

Prófið að taka biðina eftir jólunum og föstudaginn langa og bætið þar við síðasta klukutímanum i vinnunni á föstudegi and then you´ll have some idea what I´m talking about. Ég viðurkenni að ég vanmat gjörsamlega mátt útihátíða og almenns fyllerís, ég hélt í allvöru að það yrði einhver eftir í bænum, but no. Fólk var ýmist úti á landi, úti í heimi eða að vinna, allir nema ég. Ég sat heima i sjokki (er reyndar enn í sjokki, svona þannig, er ekki allveg að meðtaka þetta allt saman og er þessvegna ekkert að segja fólki frá þessu svona að fyrra bragði).
Fór reyndar á Stuðmanna tónleika (loksins) í Húsdýragarðinum með pabba sem var órúlega skemtilegt, og auglýsi ég því hér með eftir Með allt á hreinu á dvd aður en ég fer, verð að sjá hana aftur.
Á dagskránni út mánuðinn er svo bara að knúsa köttinn minn, hanga/ með vinnum mínum og kórnum á hverju einasta kvöldi, fara á menningarlega staði einsog Gljúfrastein og mæta á menningarviðburði eins og Gay pride og menningarnótt (já og svo þarf víst að pakka líka)


p.s mig vantar kassa....og legjanda...og pössun fyrir köttinn helgina 11-13 ágúst, takk fyrir.