þriðjudagur, janúar 30, 2007

Changing of the guard

Hákon er byrjaður í skólanum, hann fer út klukkan sex á morgnana og kemur heim klukkan sex á kvöldin, á meðan ligg ég í rúminu fram eftir degi og læt mér leiðast. Þetta er reyndar ekki allveg eins og það átti að vera því ég ætlaði mér sko að stunda heimilisverk af miklum móð og launa honum þannig umönnunina á meðan ég var í prófum. To make a long story short, þá brást ég á fyrsta degi.
Þegar Hákon kom heim í gær var íbúðin pretty much i sama ástandi og hún var í þegar hann fór um morguninn og eftir að hafa horft í kringum sig í smá stund horfði hann á mig og spurði með glotti "hvað ert þú búin að vera að gera í dag?". Ég áttaði mig strax á því að þar sem það að lofta út í svefnherberginu af því að ég var við það að fá hausverk, teldist ekki beinlínis til húsverka ákvað ég að vera bara heiðarleg. Ég brosti því mínu blíðasta og sagði "nákvæmlega ekki rasgat"*.
Þetta var svosem allt í lagi, hann var ekkert reiður og svo tókum við bara til í eldhúsinu og ég bakaði pizzu á meðan hann vaskaði upp.

En í dag! í dag ætla ég sko að vaska upp sjálf...þessar tvær skálar sem hafa verið notaðar síðan í gær ;-)*(Það er reyndar ekki allveg satt, ég fór mishepnaða ferð í nettó í eftirmiðdagin en þar var svo mikið kraðak að mér tókst ekki að kaupa annað en ost, poka af eplum og twix (handa mér). Svo raðaði ég líka órhreina leirtauinu í vaskinn svo það tæki ekki of mikið pláss.)

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Vörusvik!

Ég taldi mig hafa eignast nörd fyrir mann. Svona nördi sem hugsaði bara um klassíska tónlist, mat og súkkulaði og vildi alls ekki hafa kveikt á sónvarpinu á matmálstímum svo hann gæti átt athygli mína óskipta.
Nú er allt í einu þetta sama nörd farið að rjúka frá kvöldmatnum í tíma og ótíma til að "aðeins að tékka stöðuna" (íslensku leikirnir eru ekki sýndir í Danmörku) og emja og óa yfir fullorðnum karlmönnum sem hoppa og skoppa og kasta boltum í net af miklum móð. Maðurinn sem áður talaði um Bach og Schubert af miklum móð er nú allt í einu farinn að láta út úr sér setningar eins og "íslendingar eru að sýna snilldar takta" og "uss þetta var rosa færi!" og síðast en ekki síst "við keppum næst á laugardagin við slóvena".
Ég kannast ekki við að vera að fara að keppa við einn né neinn, því þrátt fyrir (og come to think of it kannski þess vegna) að vera af hinni alræmdu handbolta kynslóð í Hlíðanna, þá hef ég ekki senfil af áhuga fyrir þessu og þaðan af síður skiling. Var til dæmis rétt í þessu að komast að því að þetta er víst heimsmeistara keppni en ekki Evrópu keppni...eða var það öfugt?

Sem betur fer þá er evrópukepnin í listdansi á´skautum í gangi núna, svo ég horfi bara á það í staðin.

mánudagur, janúar 22, 2007

grrr

Í Kaupmannhöfn er snjóbylur, eða...það er allavega snjór. Við erum búin að hanga inni í allan dag, ég að safna kvíðahnút í magann fyrir prófið á morgun, Hákon að borða gulrót. Hér eru gulróta endar og eplakjarnar á öllum borðum, sem er ágætt því það að ganga um íbúðina og enda þeim reglulega gefur mér ástæðu til þess að gera eithvað annað en að læra.
Ég er komin með svo mikla leið á að vera í prófum. Sérstaklega vegna þess að ég er í rauninni búin að læra undir þetta próf fyrir löngu og er búin að hafa meira en viku til að rifja upp. Ég nenni ekki meir og er búin að taka allavega tvö geðvonsku köst í dag yfir þessu svo að núna er Hákon úti í búð að kaupa nammi og kók handa mér, gegn því skilyrði að ég fara aftur að læra.

oh hvað ég skal sko njota þess að vera í fríi.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Ch ch ch changes...

Ekkert svo drastískar reyndar, ég er bara búin að setja inn fullt af nýjum símanúmerum hér til hliðar undir "nogle praktiske ting". Þangað eru nú komin inn auk míns gamla númers, nýja gsm númerið hans Hákonar, og nýi heimasíminn okkar.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Úlpa

Hann Hákon var að kaupa sér úlpu, svona kæmpe* úlpu. Við köllum hana kæmpe úlpu vegna þess hversu svakaleg hún er í umfangi og vegna þess að í rauninni er hún ekki ein úlpa heldur tvær. Það er sum sé hægt að taka úlpið í sundur ef það er ekki mjög kalt og setja svo saman ef þannig viðrar. Hún er huge.
Mér finnst þetta afskaplega ágætt, bæði vegna þess að gamla úlpan var afskaplega sjúskuð og ljót, og líka vegna þess að ég hef fengið leyfi til að nota aðra hvora nýju úlpuna ef ég þarf að skjótast út í búð og nenni ekki að vesenast í kápuna.
Eitt hafði ég þó ekki séð fyrir sem gæti orðið vandamál og það er liturinn. Sjáið til sú nýja er nefnilega svört en sú gamla appelsínugul. Ekkert slæmt við það svosem, en ég sem er orðin svo vön því að þurfa bara að líta aðeins í kringum mig í margmenni og spotta hann strax í appelsínu getöpinu, tek bara ekki eftir honum lengur. Ég lennti tvisvar sinnum í því í dag að hreinlega týna manninum þó hann stæði við hliðina á mér!

Nú verð ég að kaupa á hann eitur græna húfu svo ég finni hann.

*danskt orðtak sem þýðir rosa, svaka og þ.h.

föstudagur, janúar 12, 2007

Mygla

Kannast lesendur við þessamálnotkun?

"Ég er að mygla úr próflestri"

"Brauðið í skápnm er myglað"

"Handklæðið myglaði í töskunni"

"Eldhúsveggurinn er myglaður"


Persónulega kannaðist ég bara við þrennt af þessu þangað til um daginn.

Stuttu eftir að ég kom heim rak ég augun í myglublett undir eldhúsglugganum, hvít gróin stungust í gegn um málninguna á tveimur stöðum. Nokkrum dögum seinna fann ég fleiri bletti og nú eru komnir rakablettir í veggin í svefnherberginu. Samkvæmt húsverðinum er það þakið sem lekur og afþví að ég er á efstu hæð sést það strax hjá mér.
Það hjálpar heldur ekki til að hér hefur varla stytt upp í mánuð, og þess vegna gerist þetta svona hratt, þó vandamálið hafi líkega verið til staðar lengi. Ég veit ekkert hvað maður gerir í svona, svo þangað til húsfélagið tekur ákvörðun sit ég og bíð eftir þurki og hugga mig við það að skv Húsa er "det meget værre hos dem ved siden af"

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Vitiði hvað er mest kúl?

Að koma heim til sín á kvöldin og einhver er búin að þvo fötin manns, hengja upp og brjóta saman, kaupa í matin, búa um rúmið og taka til í eldhúsinu.

Ennþá meira kúl er þegar þetta gerist tvo daga í röð.

laugardagur, janúar 06, 2007

Í nótt

Í nott er síðasta nóttin sem ég sef hjá tölvunni minni, því annað kvöld verður neblega ekki pláss fyrir hana. Mikið óskaplega verður gott að þurfa ekki að bíða lengur, ár er alveg nógu langur tími.

föstudagur, janúar 05, 2007

Myndasiða

Nenniði að kíkja hingað:

http://web.mac.com/annos/iWeb/Site/Myndir.html

og segja mér hvort þetta sé eithvað sem ég ætti að tíma að borga fyrir.

(ath þetta er alger prufukeyrsla, full af stafsetningavillum og svolis. Eg þið viljið sjá allann textan þarf að fara í slideshow)