miðvikudagur, mars 30, 2005
þriðjudagur, mars 29, 2005
Gvuð hvað mér leiðist!
nr.1 sell out og skrifa BA ritgerð um söngleiki (af því að það er auðveldara en að finna upp á einhverju gáfulegu á málvísindasviðinu).
nr.2 hætta í Háskólanum og fara bara að vinna, )af því að ég nenni EKKI í alla þessa kúrsa sem ég ég þarf að fara í og nenni ekki að skrifa BA ritgerð samhliða fullu námi, sem ég þarf að gera ef ég ætla að útskrifast næsta sumar. Og ef mér tekst það ekki, well then there is no point is there?)
Allavega...
Eins og venjulega gæti ég verið að skrifa ritgerð, vaska upp eða...já, þú veist.
aarg...
...................
Ég þarf að komast í vinnuna, þetta er ekkert sem ein kúkableyja getur ekki lagað.
mánudagur, mars 28, 2005
Explain please
Það sem mig langar að vita er; afhverju að kjósa ekki bara á móti einhverju þegar maður er ekki sammála, því það kom mjög greinilega fram að hún var í raun og veru á móti þessu bulli.
Hverskonar aumingjar eru þetta eiginlega???
sunnudagur, mars 27, 2005
Ok þetta er hætt að vera fyndið!
BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
"Horfur á rómantíska sviðinu eru góðar á næstunni..." mbl.is
Hvar???
laugardagur, mars 26, 2005
föstudagur, mars 25, 2005
Huggulegheit
Í ár var aftur á móti huggulegt að borða kalkún og gera grín af "heimkomu" Bobbys með stórfjölskyldunni sinni. Fara í partí á árbæjarsafni og sitja í æðislegum mömmustól og ræða anatómíu karlmanna. Vaka svo alla nóttina og koma heim um leið og sólin kom upp og fuglarnir voru að vakna.
Það var líka huggulegt að keyra út í sveit eftir lítinn svefn, borða vöflur, sofa, snýkja þrjár kartöflur af frænku sinni koma svo heim og knúsa köttinn sinn.
Two more days of hugglyness to go...
Ég geri ekki ráð fyrir miklum lærdómi í páskafríinu.
fimmtudagur, mars 24, 2005
Mér tókst það, mér fokking tókst það!
Ok undirbúningurinn var kannski ekki allveg eins og best var á kosið, eða þannig. Ég viðurkenni fúslega að það var heimskulegt að spúla klósettið af því að ég nennti ekki að ná í tusku, þar sem það er ekkert niðurfall á gólfinu í baðherberginu. Pældi ekki í því fyrr en ég fór að velta því fyrir mér hvð ég ætti að gera vil pollinn á gólfinu (fljótfærnin sko), en þar sem maður er nú vanur stórflóðum gat ég reddað því.
Einnig var óheppilegt að eina peran í stofunni skyldi fara rétt áður enn gestirnir komu, en sem betur fer á ég nóg af kertum svo við sátum ekki í myrkrinu.
Að öðru leiti gekk þetta allt saman upp. Gamla stellið hennar ömmu fékk að sjá dagsins ljós, og guli dúkurinn og páskaungarnir gerðu þetta allt afskaplega hátíðlegt. Maturinn var ætur og vel það og ég fékk að búa til kaffi, sem var stuð. Svo ekki sé minnst á stærstu bestu súkkulaði köku í heimi.
Týbískt samt núna, þegar þetta er allt saman búið, er þáttur í sjónvarpinu sem heitir "How to throw a dinner party"
Þar er öruglega talað um hvernig á að þrýfa klósett.
miðvikudagur, mars 23, 2005
mánudagur, mars 21, 2005
Hver er að borða matinn minn?!?!
Ég bý ein for crying out loud, og hef ekkert borðað nema 4 brauðsneiðar og fiskibollur alla helgina! Hvar er maturinn minn?
sunnudagur, mars 20, 2005
Ég held ég sé að verða eitthvað lasin
Fegins andvarp föður míns heyrist alla leið yfir Mikklubrautina; "my god, I think she's got it!"
Það eru greinilega spennandi tímar í vændum!
Næsta mánuð verður enginn skortur á fjöri og yndisþokka. Veislur, orlof, afþreying með smáfólkinu, ást og rómantík auka á gleðina í lífi þínu
mbl.is
miðvikudagur, mars 16, 2005
Það er alltaf jafn óhugnalegt þegar börn sem maður hefur fylgst með frá fæðingu eru allt í einu orðin stór...
Svo vel, in fact, að mér tókst að gleyma hvað þau voru ung. Allavega féll ég fyrir Júdasi (i.e vonda gaurnum) eins og alltaf, m.a.s þó hann væri SEXTÁN!!!
And thats all I have to say about that...því annars verð ég handtekin.
Maðurinn með hattinn, stendur upp við staur...
Sjálf var ég alltaf að reyna að sannfæra föður minn um að kaupa sér hatt í hvert skipti sem við fórum og versluðum við hann Guðstein á laugarveginum, en af einhverjum átæðum var aldrei sammála mér um ágæti þesskonar höfuðfata. Þess vegna verð ég alltaf ákaflega glöð inní mér þegar ég sé gamla karla með hatt á götum borgarinnar. Á sama tíma fer ég svo alltaf að kvíða því þegar sá tími kemur, að þessir afar gömlu menn verða komnir til feðra sinna, með hattana sína.
Það er að segja þangað til í dag.
Í dag fór ég í bæjarferð í afskaplega reykvískum erindagjörðum, í bankann og á rakara stofu. Á þessu ferðalagi mínu uppgvötvaði ég að það er að brjótast fram ný kynslóð hattamanna, á aldur við mig!!! Á tíu mínútum sá ég þrjá! og ekki nóg með að þeir væru með hatt heldur var einn í frakka og annar í svona ullarvesti og flauelis jakka. EN SAMT KÚL!!!
Þetta gefur mér veika von um það að ef ég leita nógu vel, get ég fundið mér mann með sorgleg augu sem gengur í frakka og með hatt.
Já og svo sá ég líka Megas, en hann var ekki með hatt.
þriðjudagur, mars 15, 2005
All done : (
mánudagur, mars 14, 2005
Eins og frægt er orðið þykja mér húsverk alveg hrút leiðinleg..
En ekki lengur, því ég hef eignast þurkara. Og hvílíkt þarfa þing. Á nokkrum dögum hefur mér tekist að komast niður úr stóru hrúgunni sem hefur verið á svefnherbergisgólfinu hjá mér í heilt ár!!!
Mér finnst þetta svo gaman að ég er farin að hafa áhyggjur af því hvað ég á af mér að gera þegar þetta er allt búið (sem er eftir nákvæmlega eina vél af rauðum þvotti).
sunnudagur, mars 13, 2005
laugardagur, mars 12, 2005
föstudagur, mars 11, 2005
Núna sit ég og bíð eftir að vélin klári, annars væri ég farin að sofa...og jú líka vegna þess að ég þarf að lesa 11 bls um danskan arkitektúr sem ég átti að gera fyrir síðasta föstudag.
Ég er ömurlegur námsmaður.
miðvikudagur, mars 09, 2005
þriðjudagur, mars 08, 2005
djamm djamm ... á ótrúlega rauðum skóm!
Var að enda við að skila ritgerð, allveg á síðasta snúning og hversvegna að hætta að skrifa þegar maður er byrjaður.
Hér hef ég setið í ruslahaugnum í tvo sólahringa við skriftir, lítið sem ekkert borðað eða sofið. En ekkert vera að vorkenna mér, get allveg sjálfri mér um kennt eins og venjulega.
En ég var á árshátíð, sem var gaman. Ég var vel útbúin á rauðum háhæluðum skóm í netasokkabuxum og stuttum kjól. Getöppið entist nú ekkert svakalega vel því ég var búin að rífa úr mér eyrnalokkana (erfitt að hoppa með svona glingur) og setja fínu hárgreyðsluna í tagl (svo heitt að vera með sítt hár) og jú jú komin úr hælunum og á heppilegra skó tau (sem voru reyndar líka rauðir).
Kvöldið byrjaði reyndar vel þegar leigubílstjórinn sem flutti mig í fyrirpartí fór að flörta við mig (eiginlega var það ekkert gott því ég var skíthrædd við hann og þurfti áfallahjálp þegar ég LOKSINS komst á staðin, ég er ekki vön svona athygli). Ég jafnaði mig þó fljótt og við tók rútu ferð út í sveit, þar sem við borðuðum, hlógum, sungum og dönsuðum.
Það er skemmst frá því að segja að ég dansaði náttúrulega frá mér allt vit. Hef neblega þróað með mér danstækni, sem er mjög heppileg í edrústandinu. Hún felst í því að loka bæði augum og eyrum (ekki bókstaflega náttúrulega, annars myndi ég bara rekast á og ekkert heyra í tónlistinni) og gera bara eithvað.
Hef neblega komist að því að þegar ég er ekkert að pæla í hlutunum þegar ég geri þá er ég ekkert að pæla í því seinna. Svo nú geri ég bara eithvað og man ekkert alltaf eftir því á eftir. Snilld!
Reyndar hefur þetta það í för með sér að ég er útsteypt marblettum og skrámum sem ég kannast ekkert við, en kýs að kenna um öllu fulla fólkinu sem var alltaf að ganga á mig ;)
Að lokum vil ég nota tækifærið til að þakka nokkrum kórfélögum fyrir nokkra hluti.
Kalla fyrir að gefa mér bita af súkkulaðinu sínu
Þengli fyrir dansin og Krunku fyrir lánið
Öltum fyrir að redda snildar skemmtiatriði
Borð félögum mínum fyrir að skemmta mér yfir matnum
Ýrr fyrir að klára hvítvínsglasið sem mér var byrlað (og var næstum farin að gráta yfir bragðinu af)
Og síðast en ekki síst, þeim snillingum, bræðrum og burðardrengjum, Sigga og Helga fyrir að kippa bakinu mínu í lag, bókstaflega.
Góðar stundir
sunnudagur, mars 06, 2005
laugardagur, mars 05, 2005
...herm þú mér
Klukkan er 16:03, best að drífa sig í partí.
Spegill, spegill
O jæja naglalakkið verðu að minnsta kosti flott, og það er hvort eð er það eina sem ég kem til með að sjá af sjálfri mér í kvöld.
föstudagur, mars 04, 2005
Árshátíð - 24 tímar
Skór check
Eyrnalokkar check
Naglalakk check
Sokkabuxur check
Ritgerð...? not so much, (en ég er búin að kaupa súkulaði, kók og mandarínur svo þetta ætti að reddast).
Eftir miklar vangaveltur og ráðleggingar var komist að þeirri niðurstöðu að rauði varaliturinn væri AÐEINS of mikið og hefur honum nú verið skipt út fyrir passlegri hue. Einnig hefði ég gjarnan viljað taka til og svona, but you can't have everything in life, sometimes not even close, ó nei, ó nei.
But who cares, I´ve got shoes