sunnudagur, júlí 25, 2004

"Sumarfrí"

Sumarfríð er búið og eftir standa viðburðarsnauðustu dagar lífs míns.
Mín skilgreining á fríi er; að gera allt sem maður hefur ekki haft tíma til að gera sökum vinnu og annara anna. Í ár stóð mér nákvæmlega ekkert til boða, engin utanlands ferð,engin útilega og aungvar stórframkvæmdir ( voru allar yfirstaðnar þegar fríið byrjaði) og mér hundleiðast smáverk og dútl og annar lokafrágangur svo það nýttist mér ekki. 
Sem sagt vita gagnslaust frí.  Reyndar settu veikindin stórt strik í reikningin vegna þess að ég hafði í raun bara þrjá daga í að vera allveg hraust og spræk og hef síðan verið hálf ónýt. 
Nokkrir atburðir hafa þó reddað því sem reddað varð.  Einkabílstjórinn og frú fóru með mig í tvær dagsferðir eina á Snæfelsnes (orkan úr jöklinum var þó ekki nóg til að ná úr mér restini af pestinni) og aðra á þingvelli, sem var indælt.  Einnig stendur uppúr minn þáttur í undirbúningi brúðkaups systur Louísu, sem var að blása upp blöðrur og hengja þær upp, sem var svaka stuð sem stóð í tvo tíma , en þar með er það líka upptalið.
Á morgun á ég svo von á litlum glókolli í aðlögun og þarmeð er ég aftur farin að vinna. Og mig hlakkar m.a.s til.

Engin ummæli: