Ég sakna þess að vera unglingur. Ég veit, ekki beint eithvað sem ég hefði búist við að segja nokkurntímann og kannski er best að umorða þetta: ég sakna þess að vera MHingur. Ekki afþví að MH sé svo "ógeðslaga kúl" eða neitt heldur bara vegna þess að mér leið vel þar.
Ástæðan fyrir þessu nostalgíu kasti er sú að ég fékk flensu í síðustu viku (I know, bear with me)sem varð til þess að ég eyddi ótæpilegum tíma á netinu (you see where this is heading ;)).
Á þessu flandri mínu ákvað ég að kíkja á heimasíðu littla frænda, sem var svo sniðugur að feta í fótspor mín, og fór í framhaldi af því skoða heimasíður annara MHinga. Er að sjálfsögðu búin að grafa upp ýmislegt fræðandi (lesist:slúður) en það sem mikilvægara er, helltust yfir mig hlutir sem ég var búin að gleyma.
Eins og:
Beneventum og Skaramús, rit sem bæði voru að ganga í gegn um erfit tímabil þegar ég var þarna en munu í minningunni lifa sem merkilegustu og stöðugustu rit sinnar tegundar.
Ostaslaufa og Súperdós í morgunmat, Pizza með skinku og ananas í hádeginu á föstudögum, og önninn þegar kóki var skipt út fyrir pepsi (betri díll) og viðbrögðin nálguðust uppreisn.
Borðið mitt, Sómalíuborð til hægri og baráttan við að halda því (helvítis busar)
Allt þetta er að rifjast upp fyrir mér núna tveimur og hálfu ári eftir að ég gekk þaðan út í síðasta sinn.
Ekki misskilja mig, ég var langt frá því að vera merkileg í þessum skóla, mestan hluta skólagöngunnar var ég í mínum egin heimi með vinum mínum og naut þess að hafa hátt og láta eins og fífl fullviss um að enginn tæki eftir mér (kom seinna í ljós að flestir muna eftir mér og okkur en við könnumst varla við neinn ;)) En ég átti heima þar. Ég hef þess vegna ákveðið að í haust ætla ég að halda á heimaslóðir, fá mér ostaslaufu og súperdós og njósna aðeins um littla frænda og passa uppá að hann hagi sér vel.
Að lokum þessa laááánga blogs (og sviga nauðgunnar) vil ég að allir rísi úr sætum og hafi eftir mér...
Lifi Menntaskóli vor og fósturjörð...húrra, húrra, húrra!!!
föstudagur, júní 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli