föstudagur, nóvember 30, 2007

Sit á bókasafninu í KUA. Við hliðina á mér situr maður með tyggjó sem hann hefur mikla unun af að smjatta á. Ekki tyggja, smjatta...hátt. Á móti mér er kona sem hefur einhverntíman nefbrotnað því það er svo mikill hávaði úr nefinu á henni á þegar hún andar.

Þá er nú gott vera nýbúin að kaupa sér áskrift á Tónlist.is og geta setið með jólatónlist í eyrunum á meðan maður lærir í staðin fyrir umhverfishávaða.

laugardagur, nóvember 24, 2007

Operation jólin 2007

Kaupmannahöfn er þessa daganna að draga djúpt að sér andann áður en jólin byrja. Jólin byrja nefnilega stax í desember í Danmörku og jólakrautið löngu komið í búðir. Á Caprivej var jólaundirbúningnum startað í þessari viku, með því að byrja á að hlusta á Jól og blíðu og föndra jólaskraut.
Það kom nefnilega í ljós í vikunni að framkvæmdirnar sem áttu að fara í gang í des frestast fram í janúar svo okkur er óhætt að sleppa okkur í jólaheitum og það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Ég hef nefnilega alltaf verið að flýta mér svo mikið heim að hitta suma að ég hef aldrei notið þess að halda jól í Danmörku áður. En afþví að þessir sumir eru einmitt hér hjá mér núna þá ættla ég sko að missa mig í jólagleðinni.
Annað sem við erum líka byrjuð að undirbúa er jólaferðin heim. Við höfum nefnilega rosalega lítinn tíma svo nú gildir að vera vel skipurlagður. Við erum búin að skipta helstu hátíðisdögum bróðurlega milli fjölskyldna og allt lítu út fyrir að við náum að láta sá okkur í flestum boðum og svona, ef ekkert bætist við. Aðrir verða að láta vita með fyrirvara ef þer vilja hitta okkur því trust me svona heimsókn verður að vera vel plönuð því annars fer allt í vitleysu.

....bar´ef jólin væru aðeins lengur en hve gaman væri þá....

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Það var að renna upp fyrir mér hvað facebook er virkilega stórt apparat og nú fyllist ég skyndilegri þörf til að fara og fela mig einhverstaðar.

mánudagur, nóvember 19, 2007

búhúhú (mjög mikið ekki fyrir viðkvæma)

Ég er lasin.

Mest ógeðslega lasin sem hægt er að vera því ég er með gubbupest. Þetta er alltaf jafn mikið áfall fyrir mig því gubba ekki nema einu sinni á fimm ára fresti, en það er reyndar bara þrjóskunni að þakka.
Þess vegna verð ég alltaf gífurlega hissa þear ég ræð ekki við neitt og ligg allt í einu stinnjandi á baðherbergisgólfinu og er lengi að jafna mig bæði andlega og líkamlega á eftir. Aumingja Hákon skildi ekkert í þessu enda ekki vanur því að sjá svona rosaleg viðbrögð við smá magakveisu. Hann er náttúrulega alvanur þeim sjálfur því hann fær alltaf í magann ef hann fær kvef og þó hann gubbi sodlið hátt þá er hann ekki þurftafrekur á meðan á þeim stendur. Þarf bara smá hrísgrjón og rúm til að liggja í og verður voða glaður ef ég nenni að strjúka á honum bakið.
Ég aftur á móti emja og væli, heimta grænan frostpinna og goslaust vatn
(vatnið úr krananum er ógeðslegt og við eigum bara sótavatn sem ég er búin að vera að hræra gosið úr í allann dag og það tekur ósköp langann tíma). Þar að auki finnst mér allveg ómögulegt að hér sé engin mamma eða pabbi til að redda mér kóki og videó. Hákon er neblega í skólanum að vinna með einhverjum strákum sem eru ekki veikir, eitthvað sem undir venjulegum kringumstæðum væri bara hið besta mál en mér finnst ákúrat núna vera algjör óþarfi.

Update: Á meðan þetta var skrifað breyttist gubbupestin í hita og beinverki. Aumingja Hákon.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Gluggapússerí

Á Caprivej var jólahreingerningin tekin snemma í ár. Það á sér aðalega 3 ástæður,
1. það var virkilega komin tími á þrif,
2. íbúðin verður væntanlega í rúst í desember sökum framkvæmda
3. við vorum í stuði.
Jólahreingerning (og vorhreingerningin reyndar líka) hjá mér felst aðalega í því að þvo gluggana, svona fyrir utan basic þrif og ég er semsagt búin að vera að dunda mér við það í dag.
Ég hef oft þrifið glugga áður en þetta skiptið var í fyrsta skipti sem ég upplifi svona "vá það sést út um gluggana tilfinningu" á eftir. Ég man alltaf eftir því að nágranna kona mín þégar ég var barn sagði þetta oft þegar hún var búin að þvo glugana sína en ég skildi aldrei hvað hún meinti með þessu, því ég gat alltaf séð mjög vel út um gluggana hennar, og inn um þá líka ef því er að skipta.
Nú er s.s spurningin, er ég orðin það fullorðin að gluggapúss er mér orðið svona mikið hjartans mál, eða voru gluggarnir okkar bara orðnir svona skítugir?
......................

Annars er ég orðin hættulega dönsk, ég keypti jólapappír á laugardagin í Nettó og það var bara 10. nóv!

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Facebook

Fecebook er opinberlega búin að lýsa því yfir að við Hákon erum í sambandi.
Mér líður miklu betur.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Dramatík á Amager

Á sunnudagsköldið fórum við í göngutúr um hverfið. Ég vil taka það fram að við teljum okkur búa í mjög öruggu hverfi þar sem það eina sem þarf að varast er gamalt fólk á mótorhjólum. Við vorum s.s að ganga hjá öðrum af tveimur kirkjugörðum sem eru hérna rétt hjá okkur (það þarf að vera nóg pláss fyrir gamlafólkið sko) þegar við heyrum hróp og köll. Þeir sem kölluðu voru karlamenn og þeir voru reiðir.
Stuttu seinna sjáum við hvar tveir menn koma hlaupandi á flótta undan þeim þriðja. Þeir reyndu að komast inn í kirkjugarðinn en þegar það tókst ekki gáfu þeir í í áttina að okkur og hlupu inn í sitthvora hliðargötuna og hurfu úr augsýn. Sá sem var á eftir þeim misti þar með sjónar á þeim og stoppaði nógu nálægt okkur til að við sáum blika á stóra hnífinn sem hann var með í hendinni. Þegar hann svo hélt áfram ákváðum við að halda líka áfram í hina áttina.
Þegar við vorum nýlögð keyrði sendiferðabíll fullur af grimmdalegum mönnum fram hjá okkur. Þessir menn skimuðu illilega út um gluggana og voru greinilega að leita að mönnunum sem við höfðum séð áður.
Nú var mér eiginlega nóg boðið og við ákváðum að koma okkur bara stisstu leiðina heim, en dramað var ekki búið. Þegar við vorum að nálgast hliðið á kirkjugarðinum heyrðum við heilmkið trammp og hlaup og útúr myrkrinu í garðinum birtist hópur manna, allavega 12-15 stykki, sem greinilega hafði tekist að fela sig þar. Þeir stukku yfir grindverkið og hlupu á móts við strætó sem átti leið þar hjá. Strætó hleypti þeim inn og ég held að einn þeirra hafi rekið raunir sínar fyrr bílstjóranum,því ekki borguðu þeir fyrir farið og þegar hann hafði lokð máli sínu með miklu handapati klappaði bílstjórinn honum a öxlina og keyrði af stað en við horfðum ogft yfir öxlina á okkur á meðan við gengum vel upplýstu leiðina heim.

..............................

Annað og ómerkilegra: var að setja inn nýjar myndir.