laugardagur, október 18, 2008

Plan (birt með fyrirvara um allt það sem lífið fleygir í fangið á manni)

Vetur 08-09

Vinna á Garðaborg.
Fá ekki grindagliðnun eða sykursýki.
Hákon í skólanum.

Apríl 09

Eignast barn, helst soldið sætt.

Sumar 09

Vera í fæðingarorlofi og bonda.
Útskrifa Hákon
Fara í heimsóknir og labbitúra.
Fá ekki fæðingarþunglyndi.


Haust 09


Flytja til DK
Byrja í skólanum
Hákon í feðraorlof.

Langt síðan ég hef planað lífið svona langt fram í tímann. Þetta verður áhugavert.

föstudagur, október 10, 2008

Elsku vinir og fjölskylda. Ég veit að ég er búin að vera týnd og leiðinleg. En ég er bara búin að vera ýmist sofandi eða gubbandi. Ég vona að mér fyrirgefist.