föstudagur, september 30, 2005

Viðgerðir

MSNið er komið í gang aftur. Ég endaði á að henda út þessu nýja flotta dæmi og setti þetta gamla inn aftur, ekki eins skemtilegt but hey, it works! Það skemtilegasta við að komast aftur inn var nú samt það að það ver fullt af fólki búið að adda mér inn hjá sér, og mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt (ég er að safna sko).

Tak for deet, eins og krónprinsessan segir.

Svo fór ég og fiffaði í kommentakerfinu til að losna við spammið og það heppnaðist svona ansi vel, so far. Svei mér þá ég fer bráðum að hætta mér út í tenglagerð með þessu áframhaldi, hvernig gerir maður íslenska stafi í því?
Já og ég kem heim 18. des og fer út 2. jan svo þið getið farið að láta ykkur hlakka til þess, en það er þá líka eins gott að það verði partý fyrir mig að mæta í á gamlárskvöld!

Ó mæ god, o mæ god!!!!

Þetta verð ég að eignast!!!

http://politiken.dk/VisArtikel.iasp?PageID=399970

Hildur byrjaðu strax að horfa!!!!! við spilum þetta í febrúar.

fimmtudagur, september 29, 2005

Ha?!

Bogmaðurinn er ekki alsaklaus þegar sambönd ber á góma. Hjörtu hafa kramist og vonir brostið ... en halló, ef þú þolir ekki hitann skaltu drífa þig út úr eldhúsinu. Bogmaðurinn þarf að standa fyrir máli sínu í dag.
mbl.is

uuu ok.

SOS

Netið er hrokkið í gang en msn-ið virkar ekki!!! Þetta er ekki nógu gott því þó að ég sé skíthrædd við þessa hoppandi litlu grænu kalla þá finnst mér betra að vita af þeim hjá mér, svona just in case. Sérstaklega núna þegar ameríkaninn fer að geta komist á netið af einhverju viti!

Veit einhvar hvað málið er og hvernig maður getur lagað það????

mánudagur, september 26, 2005

Urgg

Hvaða hálfvita datt í hug að að hafa blá ljós inni á almenningsklósettum?!

Nánartiltekið kvennaklósettunum í KUA! Í bláum ljósum verða frekknurnar manns ennþá meira áberandi sem og allar aðrar bólur eða línur sem kunna að vera til staðar.
Sérstaklega er þetta slæmt þegar maður er með RISA sár undir vinstri nösinni sem vill ekki fara, með úr sér vaxið hár sem er allt útum allt, og þarf að vera í landi með fullt fullt af hávöxnum grönnum ljóshærðum stelpum sem eru alltaf í flottum fötum með hár sem er alltaf fullkomlega greitt (þó þær hafi hjólað í skólann), og yfirleitt í svona brúnum stígvélum eins og mig langar í.

Og svo étur þetta ekkert nema gulrætur!

laugardagur, september 24, 2005

Íslendingar í útlöndum

Útibú Háskólakórsins í Danmörku hélt í gær sitt fyrsta míní kórpartí á þessari önn. Voru þar saman komnir kórfélagar og viðhengi hvaðanæva að úr Kaupmannahöfn og héldu uppi merki síns heittelskaða kórs í útlandinu.
Sungin voru ættjarðarljóð og dreypt á brennivíni.

miðvikudagur, september 21, 2005

Little known facts that I know...

uuuummmm...

1. Mér finnst gaman að strauja, sérstaklega þegar mér er kalt.

2. Ég borða endana á pizzum

3. Ég þoli ekki smjatt hljóð

æææiiii....

4. Ég hef gaman af orðum (gvuð ég er svo mikið nörd)

ooooooggg

5. og og og...ég geng með úrið mitt á hægri hendi.

Yess! Búin!
.......................

Tilkynningarskyldan:

Er búin að fá herbergi á Rantzausgade 40 og flytt þangað um mánaðarmótin. Og svo keypti ég mér nýtt hjól í dag, það er hvít.

mánudagur, september 19, 2005

Þrjár vikur!!! ekki lengra


Shit mér brá þegar ég skoðaði dagatalið, mér finnst ég vera búin að vera hérna í heillt ár.
En allavega.
Hér er allt svo til að falla í ljúfa löð, útilegustemningunni lokið og við farnar að borða venjulegan mat. Ég bý ennþá hjá Kristínu en fer vonandi að komast í eigin herbergi. Við erum hægt og rólega að venjast þeim lúxus sem er að hafa húsgögn og ég er hætt að detta um sófann þegar ég fer inn í stofu á morgnanna, pósta kannski myndum af flottheitunum við tækifæri. Við eru líka að verða búnar að koma okkur upp ágætis rútínu og búnar að finna okkur stað til að læra á.
Sá staður er Svarti demanturinn, konunglega bókasafnið, það dugir ekkert minna. Á Demantinum er hægt að fá rándýrt kaffi og meðlæti og fylgjast með fólki af öllum þjóðernum (þó aðalega bandarískum) sem talar saman um heimsmálin eða stærðfræði og gengur í dýrum merkjafötum.
En það er á kaffistofunni, við aftur á móti munum koma okkur fyrir í nestissalnum hinumegin í húsinu, í gömlu byggingunni. Þar er líka 'læsesal nord' þar sem vil ætlum okkur að læra. Þessi lessalur er byggður í kringum 1913 og ber þess merki. Leðursessurnar á stólunum eru niðurklesstar af öllum þeim rössum sem þar hafa lesið síðustu hundrað árin og þegar dimmir kviknar á eldgömlum, grænum leslömpum yfir hverju borði. Þetta er einsog að læra á þjóðmenningarhúsinu og reglulega verður maður bara að líta upp, horfa í kring um sig og velta fyrir sér hvernig í andskotanum maður lenti þarna.

föstudagur, september 16, 2005

Up´s and down´s

Jamms...

Á mánudaginn fékk ég neitun á æðislegu kollegi.

Á þriðjudaginn fékk ég tilboð um annað kollegi

Á miðvikudaginn sprakk vindsængin mín um miðja nótt.

Á fimmtudaginn fengum við húsgögnin hennar Kristínar og ég FÉKK HERBERGIÐ!!!!!

Í dag versnaði kvefið, en á móti kom að við eyddum heilum degi í IKEA og erum nú komnar með fullt af húsgögnum.

...nú er bara að bíða og sjá hvað gerist á morgun

þriðjudagur, september 13, 2005

Home sweet home
Dýnan mín


Kristín á sinni dýnu

mánudagur, september 12, 2005

The backlog

1 Black monday:

Í dag var mér í fyrsta skipti kalt.
Í morgun kom strætó of seint sem olli því að við mættum of seint í skólann.
Í dag fékk ég að vita að herbergið sem mér var boðið fyrir helgi á æðislegu kollegi var leigt einhverjum öðrum... grrrr.

Þess fyrir utan er ég ekki búin að fá pakkann sem pabbi og mamma sendu mér fyrir viku, sem þýðir að ég hef aungvar orðabækur því þær voru allar í pakkanum.
Við erum ekki búnar að fá CPR númerin okkar og þaðan af síður sygesikkerhedskortin okkar, sem þýðir að við getum ekki einusinni leigt okkur fokkings videospólu, hvað þá annað. Við erum í rauninni ekki til...
....................................
2 Bjarta hliðin:

Ég er allveg búin að venjast vindsænginni og finnst núna óþarfa pjatt að sofa í rúmi.
Vesterbro er ótrúlega skemtilegt og spennandi hverfi.
Okkur Kristínu kemur bara ágætlega saman.
Nú er skólinn byrjaður heima sem þýðir að það eru allir hangandi á netinu í tíma og ótíma=fullt af fólki til að spjalla við.
Skype er snildar uppfinning, ég talaði við m+p í 50 mínútur í gær.
Lín ætlar að lána mér fullt af peningum, þess vegna ætla ég að fara í vikunni og kaupa mér haust jakka.
......................................
3 Kór!

Ég sakna þín.
......................................
Tónlist:

Síðan ég kom hingað hef ég hlustað meira á tónlist en síðustu þrjú ár samtals. Ég veit ekki afhverju en þegar ég fór að vera í kór og læra að syngja þá hætti ég að hlusta á tónlist eins og ég gerði áður mikið af. En síðan ég kom hingað (og síðan ég eignaðist ipodinn þá er ég endalaust með eithvað í eyrunum.
Nema bara hvað, þá er ég með dálítið takmarkað magn af tónlist hérna úti og hef kannski ekki alveg verið að pæla í aðstæðunum þegar ég valdi það sem ég tók með mér. Tökum sem dæmi;

Íslensk ástarljóð-Fín tónlist, góðir textar, skemmtilegir flytjendur... en kannski ekki málið þegar maður er aleinn* og einmanna í útlöndum.
Nýdönsk- Æðisleg tónlist en Björn Jörundur er bara svo hræðilega óhamingjusöm týpa að það er ekkert skrítið að maður smitist, sérstaklega þegar maður er aleinn* í útlöndum og á hvergi heima.
Jón Múli - Ástarljóð og aftur ástarljóð.
Geirfuglarnir - Þessi eiginlega reddar málunum því þó að hér sé líka um að ræða ástarsöngva eru þeir svo þræl skemtilegir að maður nær ekki að verða leiður...svo leynast inn á milli gullmolar eins og "Baráttusöngur stjórnleysingjanna" (prófaði um daginnn að labba strikið með það í eyrunum og ég komst grínlaust helmingi hraðar yfir)

*Þegar ég segi alein þá meina ég það ekki bókstaflega, en þið skiljið hvert ég er að fara...þetta er ekki hollt.

Mig vantar meira, helst eithvað fyndið og skemtilegt eins og Baggalútsdiskinn sem ég ætlaði að kaupa í fríhöfninni en var þá ekki til.
Ég þarf líka nauðsynlega að komast inn á tónlist.is en þeir virka ekki fyrir machintosh (sem eru bara fordómar og ekkert annað!)
.....................................
Which leads me neatly to point nr...

4. Tölvan mín.

Við eru orðnar mjög nánar, mjög mjög. Í sjónvarpsleysinu er ég búin að kynnast henni allveg upp á nýtt og ég á ekki orð yfir því hvað hún er klár, en þó svo sæt. Og hljómgæðin eru stórkostleg ég er að heyra lög sem ég hélt að ég nauða þekkti allveg uppá nýtt.
.....................................


Jæja þetta var (held ég) tæmandi listi yfir það sem ég hef verið að pæla í síðustu dagar. Svo stefni ég á að gera þetta oftar á næstu dögum svo þið getið láttið ykkur hlakka til að heyra meira um búðakonuna á horninu, aðdáanda okkar á kebabstaðnum í næstu götu og litla bróður hans. Auk þess nákvæmum lýsingum á hobbitum og jólasveinum, skólanum mínum og því sem ég hræðist mest...

untill next time

X

fimmtudagur, september 08, 2005

Tölvuséníið

Ég veit að ég ætlaði að vera dugleg að blogga en mér finnst svo ótrúlega leiðinlegt að skrifa svona "þetta gerði ég í dag" blogg þegar ekkert skemtilegt gerist. Ég er búin að fá fullt af góðum hugmyndum af einhverju skemtilegu en ég kemst svo sjaldan í tölvu að ég gleymi því strax aftur. Þetta ætti samt að lagast núna því við erum ekki lengur að stelast í netið hjá nágrönnunum því mér, ég endurtek, MÉR tókst SJÁLFRI að tengja tölvuna við okkar módem.
Til þess þurfti ég fyrst að fatta hvað málið var og fara svo í þar tilgerða búð til að kaupa SNÚRU til þess að tengja tölvuna og því næst að stilla dótið svo að hún kæmist í samband, af þessu dreg ég þá ályktun að ég sé alls ekkert eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera ha ha...

En allavega rest assured að það er allt í góðu hérna megin...erum að fara út úr bænum í rus tur (þetta var danska Helgi) og komum aftur heim á sunnudaginn.

laugardagur, september 03, 2005

Yess yess yess

Komnar með netið, þó stopult sé (er nánast viss um að ég sé að stela tengingu frá einhverjum öðrum, but you know) en aðal atriðið er að ég reddaði þessu allveg sjálf.
Nakti maðurinn var ekki úti í glugga í gær því það vr rigning en ég mun hafa augun hjá mér í framtíðinni, en nei hann var ekki flottur og Eygló ég held að hann hafi verið að lesa en ég er ekki viss því hann snéri baki í okkur.
Annars hefur lítið breyst síðan síðast annað en það að við höfum eignast þrjú glös og appelsínugulplasthnífapör úr Tiger, sem er gott. Fórum svo út í gær með stelpunum úr bekknum og það var voða gaman.
Um helgina er stefnan tekin á að haga sér eins og túristar og fara í HM, tívolí og dýragarðinn, og ég set kannski inn myndir af því eftir helgi ef netið verður samvinnuþýtt.

Nú eins og glöggir menn hefa tekið eftir þá er símanúmerið mitt vitlaust hér á undan en það er 004527-3-45509, svo nú geta allir sem ekki eru búnir að setja það inn hjá sér gert það núna...
...
Búin? ok

Annað var það nú ekki í bili, veriði dugleg að blogga elskurnar svo við getum fylgst með ykkur.

Anna

p.s Hilla ég er búin að hlusta mikið á geirfuglana ;)

fimmtudagur, september 01, 2005

Meget kort!

Verð að vera snögg því ég er í lánstölvu:
Við Kristín sofum á tveimur vindsængum í tómri íbúð.
Eigum eitt bjórglas sem Kristín stal af bar og ekkert annað. Höfum þessvegna borðað mikið úti og sem betur fer er mikið af kebab stöðum í kring um okkur.
Skólinn er indæll, verðum í bekk með 37 öðrum, þar af eru tveir strákar (menn).
Erum ekki í tölvusambandi en vorum að fá dönsk símanúmer.
Búnar að skrá okkur inn í landið.
Förum í tivolí og dýragarðinn um helgina með íslendingaklíkunni okkar.
Er ekki komin nálægt því að fá íbúð og ætla að fara að leita á leigumarkaðnum eftir helgi, látið mig vita ef þið vitið um eitthvað.
Símanúmerið mitt er 004527245509. Allir að setja það inn í símana sína og senda mér sms reglulega.
....
ummm... já og í dag í skólanum mínum sat allsber maður úti í glugga.

Ég held að það sé ekkert fleira, sakna allra og vona að allir sakni mín.

Kv Anna