fimmtudagur, desember 23, 2004

æjæjæj

Ég er búin að vera í fílu í vikunni, fílu sem náði hámarki í gær þegar ég var næstum stungin af úr vinnunni í eftirmiðdaginn, urraði á samstarfsfólk mitt og öskraði á börnin. Þetta varð svo slæmt að yfirmaðurinn minn mútaði mér með fríi fyrir hádegi í morgun og eins miklu súkulaði og ég gat í mig látið. Hún fékk neblega soldið sjokk af því hún hefur aldrei séð mig svona áður.
Eftir vinnu fór ég svo á kóræfingu og pirraðist út í alla í kringum mig, sérstaklega jólalögin þar á eftir drattaðist ég seint og um síðir í kór partí, sem ég gafst upp á eftir tvo tíma og fór heim. Á leiðinni út hitti ég Kalla kórfélaga sem hafði sérstaklega orð á því að ég væri eithvað svo döpur, þá var ég nærri því búin að kasta mér grenjandi um hálsin á honum. En, þar sem ég kann mig hraðaði ég mér út í leigubíl og grét þar, nei, nei þetta var nú ekki svo slæmt. Ég var samt nærri farin að grenja þegar ég datt í hálkuni í morgun alein í myrkrinu og tognaði í lærinu.
Ég er semsagt draghölt svo í staðin fyrir að fara og syngja með kórnum mínum á Laugarveginum, fór ég heim að pakka inn jólagjöfum. Það var samt ekki svo slæmt því ég hef eiginlega ekki getað slakað á heima allan mánuðinn sem er sjálfsagt ástæðan fyrir fílunni. En ég saknaði krakkanna og mig vantar svo einn dag í viðbót fyrir Þorláksmessu.
En ég hef lært af reynslunni, ég ætla aldrei, aldrei, aldrei aftur að vinna í kring um jólin.

Engin ummæli: