sunnudagur, október 28, 2007

Vetrartími

Í dag er uppáhalds dagurinn minn í Danmörku, í nótt byrjaði vetrartíminn. Þá seinkar klukkunni um 1 klst og maður getur sofið út og vaknað snemma á sama tíma. Mjög huggulegt.

þriðjudagur, október 23, 2007

Ó mæ

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1298523



logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Mummitrollet
Du er Mummitrollet! Du er veldig nysgjerrig. Du får ofte nye venner og drar gjerne ut på eventyr.
Ta denne quizen på Start.no

fimmtudagur, október 18, 2007

Gestir

Það besta við að fá gesti er að þá getur maður orðið túristi aftur í smá stund. Þá get ég farið í bæinn á hverjum degi, farið í dýrar búðir og skoðað dýrt dót, og farið oft á kaffihús og út að borða. Það var sérstaklega frábært í þetta skipti því líf okkar er búið að vera sérstaklega (og yndislega) hversdagslegt síðan við komum aftur og tilbreytingin þess vegna vel þegin. Það eina er að maður er soldið lengi að trappa sig niður eftir að hafa haft það svona gott, og þá er nú gott að vera í fríi.
Í Danmörku er núna opinbert haustfrí og þá fara skólarnir í frí og við líka. Reyndar er ég eiginlega alltaf í fríi því ég er bara í skólanum einusinni í viku. Hákon er hins vegar í allvöru fríi svo við erum basicly búin að liggja í rúminu síðan á þriðjudaginn. Við erum reyndar búin að viðra okkur á hverjum degi en að öðru leiti er allt aktevítet búið að vera í algjöru lágmarki.
Það kom okkur reyndar í koll í gær þegar vatns kallinn kom að lesa af mælunum og íbúðin var í rúst. En þá gerir maður bara það eina sem hægt er að gera í stöðunni; sendir Hákon fram að taka á móti honum, felur sig undir sænginni og þakkar fyrir að það verður ekki lesið af mælunum aftur fyrr en eftir ár.

mánudagur, október 08, 2007

Udflugts dagar

Í gær var fyrsti sunnudagurinn í mánuðinum, þá eru allar búðir sem eru venjulega ekki opnar á sunnudögum (s.s allar búðir) opnar. Þetta eru miklir dýrðar dagar og við ákváðum að nýta daginn og hjóla út í Feelds. Þar með slógum við tvær flugur í einu höggi, fórum í skoðunarferð um Amager (og uppfylltum þar með skilyrði udflugts daga, að fara út og skoða eitthvað einusinni í viku) og nýttum sunnudagsopnunina, sem er orðið svo innprenntað í mann (að m.a.s mér, sem aldrei fer í aðrar búðir en Nettó) líður illa ef ég fer ekki að versla.
Í þessari ferð gerðist tvennt markvert. Í fyrsta lagi þá datt ég af hjólinu, eithvað sem hefur ekki gerst síðan ég var tíu ára. Við vorum að hjóla og ég var að benda Hákoni á sérlega ljótar byggingar og sleppti annari hendi af stýrinu. Þá lærði ég það að ég get alls ekki hjólað með annari hendi, því ég hjólaði snarlega utan í kanntinn sem var ákkúrat nógu hár til þess að ég gat ekki hjólað uppá hann. Svo ég datt, og það var víst ekki sérstaklega tiggnarlegt. Það sér svosem ekkert á mér, ég er bara með strengi hér og þar , en það er verra með hjólið. Karfan er rispuð, annað handfangið er skrámað og það ýskrar í því. Og það læknar sig víst ekki sjálft.

Hitt merkilega sem gerðist var að ég hætti við að flytja til Íslands. Við hjóluðum nefnilega í gegnum hverfið sem ég vil búa í. Það er með mörgum litlum götum, pínulitlu hringtorgi, fullt af risa trjám og húsum sem eru öll eins og gamla borgarbókasafnið. Ó svo fallegt og það er einmitt verið að gera það upp handa mér.

Verst hvað mér leiðast danir.

föstudagur, október 05, 2007

De kongelige

Á þriðjudagin sá ég alla dönsku konungsfjölskylduna eins og hún leggur sig (nema börnin og þessa nýju). Ég var á leiðinni á Demantinn að...læra og þegar ég kom að Kristjánsborg var búið að loka öllum götum og löggan úti um allt, öskrandi á fólk. Ég hélt náttúrulega að það hefði orðið slys (því ég fylgist ekki með fréttum nema þeim sem eru framan á Billedbladet þegar ég er í röðinni í Nettó) en þá var bara verið að setja þingið og allt liðið saman komið út af því.
Ég horfði svo notla spennt á fréttirnar um kvöldið til að sjá hvort ég hefði komið í sjónvarpinu, en nei. Mér reiknast svo til að ég sé alltaf vinstra megin við allar myndir sem sýna yfir áhorfendur (eða hvað maður á nú að kalla þetta fólk sem safnast alltaf saman þegar þetta lið fer eithvað).

Þannig að þið fáið ekki að sjá mig og nýja hjólið mitt í sjónvarpinu.

Aftur á móti var ég að setja inn september myndir í albúmið og þar getið þið skoðað okkur Hákon ferð og flugi en aðalega samt myndir af trjám í haustlitunum.