mánudagur, desember 31, 2007

Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka...sem betur fer.

Einhvernvegin svona er kveðjan sem við Hákon skrifuðum á stóru ragettuna sem við ætlum að sprengja klukkan 23:59 í kvöld til að kveðja þetta pain in the arse ár sem nú er að líða. Ekki veit ég hvern við móðguðum svona svakalega um síðustu áramót en þetta ár hafa vart tvær vikur liðið án þess að eitthvað slæmt gerist. Þessar hörmungar afa verið af ýmsum toga, og sér svo sem ekki fyrir afleiðingar margra þeirra en fyrir forvitna kemur hér stutt og alls ekki tæmandi samantekt (ath þetta er það sem var minnst hræðilegt).
  • Ísskápurinn bilaði
  • Ísskápurinn dó
  • Eldhúsveggurinn myglaði
  • Það var keyrt yfir hjólið mitt og það beyglaðist
  • Hjólið mitt gafst upp og dó (eftir að ég var búin að borga fyrir að gera við það!!!!)
  • Gamla tölvan mín dó
  • Nýja tölvan mín bilaði (og er enn)
  • Bíllin sem við vorum á í sumar bræddi úr sér uppá heiði, við vorum í honum at the time.
  • Það var keyrt á næsta bíl sem við fengum og Hákon rétt slapp við að verða á milli.
  • Svo voru það náttúrulega samantkin ráð hinna og þessara stofnanna af hafa af okkur peninga.

Það hefði svo sem ekki verið svo slæmt ef þessi óheppni hefði takmarkast við okkur en okkar nánustu hafa líka fengið að kenna á því, svo ég vil ekki heyra neitt um að við höfum þó allavega heilsuna og bla bla bla. Persónulega er ég bara fegin að allir sluppu lifandi.

Það gerðist nú samt eitthvað gott, þó það týnist svolítið í myrkrinu. Við Hákon bjuggum saman í heilt ár og tókst bara ágætlega upp, erum m.a.s. að hugsa um að halda því bara áfram. Hitt sem er samt merkilegast að þrátt fyrir óheppnina þá tókst okkur Rannvigu að skrifa og skila BA ritgerð án nokkrs drama sem er nú bara ekkert sjálfgefið miðað við þær sögur sem ég hef heyrt.

Allavega...

Áramóta heiti næsta árs er því að hafa lista yfir góða atburði lengri nærsta gamlársdag (og helst stytta þann slæma, er samt ekkert skilyrði) og ég er strax farinn að plana hvernig ég ætla að gera það.

Gleðilegt nýtt ár.

mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg jól

Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.
Á sjálfa jólanóttina,
-sagan hermir frá,
- á strák sínum þeir sátu
og störðu ljósin á.
Svo tíndust þeir í burtu,
-það tók þá frost og snjór.
Á Þrettándanum síðasti
sveinstaulinn fór.

laugardagur, desember 22, 2007

Komin heim. Hákon er símalaus svo þeir sem vilja ná í hann hringið í min, 8995876.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Í dag skilaði ég BA ritgerðinni minni.
Á morgun kem ég heim.

Ágætis árangur held ég bara.


Þegar ég segi ég, þá meina ég náttúrulega ég og Rannveig annarsvegar og ég og Hákon hinsvegar.

mánudagur, desember 17, 2007

Búin að taka flottu náttfötin út af óskalistanum því ég fór í gær og kuffti mér tvenn svoleiðis í Magasín.

17. des - 4 dagar í heimkomu

Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.

Jóhannes úr Kötlum.

Fylgdi mömmu á flugvöllinn áðan og komst að því að stór hluti jólastemningarinnar minnar er að fara á Kastrúp fyrir jólin. Hvað geri ég þegar við verðum flutt heim?

sunnudagur, desember 16, 2007

Pottaskefill

Sá fimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
-Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.
Þau ruku’upp, til að gá
að hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

föstudagur, desember 14, 2007

10 dagar til jóla, vika í heimkomu.

Stúfur hét sá þriðju,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar

Jóhannes úr Kötlum

Stúfur setti einmitt nýjar myndir í myndaalbúmið.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Ammilið mitt, 11 dagar til jóla.

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
-Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.

Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

Jóhannes úr Kötlum

Uppáhals jólasveinninn minn kom í nótt, en hann var svo bissí í nótt að hann kemst ekki til mín fyrr er í kvöld. Þangað til ætla ég að baka köku, og fara út að borða. Ég fékk líka morgunmat í rúmið og bolta í afmælisgjöf. Snilld að eiga svona kærasta á afmælinu sínu.

miðvikudagur, desember 12, 2007

12 dagar til jóla

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.

Jóhannes úr Kötlum

Jóla undirbúningur er kominn vel á veg á Caprivej, þó að stekkjastaur hafi ekki komið við hjá okkur í nótt en ég ber miklar vonir við giljagaur sem hefur alltaf verið mér mjög gjafmildur). Ég er búin að skreyta, baka piparkökur og skrifa jólakortin sem fara í póst í dag (sorry þeir sem ekki náðu að panta kort hjá okkur, þið verðið bara að lesa bloggið á aðfangadag). Við erum líka búin að pakka inn gjöfunum sem við keyptum og blasta jólalög Baggalúts og Ladda.
Svo er blessuð ritgerðin alveg, alveg alveg að verða búin og
ef ekkert kemur uppá verðum við búnar að skila í byrjun næstu viku en ekki segja neinum svo það jinxist ekki.



miðvikudagur, desember 05, 2007

Jólakort

Sit heima, hlusta á Harry Potter á dönsku og föndra jólakort. Gasalega huggulegt.

Hver vill fá jólakort frá okkur i ár? Rétt upp hönd.

mánudagur, desember 03, 2007

Óskalisti.

Ég á afmæli eftir 10 daga, vei! Af því tilefni var ég beðin um að gera óskalista eins og ég hef gert á hverju ári. Ég var því að fara yfir óskalistann minn frá því í fyrra og gladdist óskaplega yfir því hvað það marg borgar sig að gera svona lista. Ég fekk nefnilega meirilutann af því sem var á honum, og vel það. Ég mun t.d aldrei þurfa að kaupa mér augnskugga framar.

Allavega, það er kominn nýr listi hér til hliðar, sem ég mæli með að þið (pabbi og mamma aðalega sko) lítið yfir.

Hvað langar ykkur í?

laugardagur, desember 01, 2007

Við fórum í bæinn í dag til að kaupa jólagjafir. Ákváðum að vera snemma í því í ár því restin af máuðinum verður meira eða minna helgaður prófum og ritgerðasmíð. Fórum af stað snemma til að koma sem mestu í verk og komum heim kl fimm með heila eina jólagjöf og slatta af smádóti handa okkur sjálfum.

Geri ráð fyrir að við þurfum að fara aftur.