þriðjudagur, maí 30, 2006

Bitch and moan

Það fer allveg ósegjanlega í taugarnar á mér að ég skuli vera ennþá í prófum (fyrsta prófið næsta mánudag, annað og þriðja 15. og 16) það pirrar mig næstum því jafn mikið og það hvað tímin líður hægt í Danmörku. Á þessum tíma á ég að vera komin í fulla vinnu, fá þrjár máltíðir á dag og eiga frí á kvöldin.
Þess vegna nenni ég ekki að skrifa neitt þessa dagana, því lets face it, ég er hundleiðinleg orðin og mér finnst óþarfi að leggja það á ykkur líka. Það er nóg að kvarta í þeim sem eru í sömu súpunni og ég, og þessum sem ég er alltaf að hringja í og hefur gefið mér formlegt leyfi til þess að kvarta í sér. Hann þorir heldur ekki annað, því ég er með sokkapar og tannbursta frá honum í gíslingu múhahaha...
En allavega, til þess að bæta sjálfri mér og öðrum þetta upp, þá ætla ég að verða ótrúlega skemmtileg í allt sumar, sérstaklega eftir 17 fokkings JÚLÍ þegar ég skila síðustu ritgerðinni!

21 days...

föstudagur, maí 26, 2006

Mig langar í...

Hrært skyr með miklum sykri og rúgbrauð með skólakæfu, ristað brauð með hreinum smurosti og kók, humar með hvítlauk og ristuðu brauði, steiktann fisk í raspi með kartöflum og kokteilsósu, steiktan fiskbúðing, SS pulsu með tómatsósu (heimagerða), Bæjarins bestu, kjúkling og franskar, mjólkurkex til að dýfa, súkkulaðimöffins frá bakarameistaranum, gúllas og kartöflumús, soðna ýsu, eplapæ með súkulaði skafís, amerískar pönnukökur með sýrópi smjöri og jarðaberjum, speltbrauð úr Grímsbæ, lasagnia, spaghetti bollognese, brauðstangir frá pizzahut....

ég er svöng.

laugardagur, maí 20, 2006

Í dag

Í dag er nákvæmlega einn mánuður í það að ég komi heim.
Einn mánuður... það gera 32 dagar eða fjórar vikur og þrír dagar. Ég ætla ekki að ganga svo langt að fara að telja klukkustundirnar, því það er sama hvað ég geri, niðurstaðan verður alltaf sú sama: þetta er of langt.

Á móti kemur þó að þetta er styttra en það var í síðustu viku og það er allavega eitthvað til þess að gleðjast yfir er það ekki?

miðvikudagur, maí 17, 2006

Jæja viljiði vita meira?

Ég sá þessa íbúð fyrst í febrúar, þegar ég var að stelast til að skoða fasteignaauglýsingar. Á þeim tímapunkti var ekki á dagskrá að fara út í íbúðarkaup. Ég féll strax fyrir henni, og var fljót að koma mér út af síðunni og bölvaði sjálfri mér í sand og ösku fyrir að hafa verið að þvælast þarna in the first place. Það er neblega svo leiðinlegt þegar mann langar í eitthvað sem maður getur ekki fengið, og mér fannst nóg komið af þess konar leiðindum á þeim tímapunkti.
Svo fyrir þremur vikum urðu aðstæður þannig við höfðum möguleika á að kaupa, og þá ákvað ég að gá hvort íbúðin væri þarna enn, þó ég væri eiginlega hand viss um að svo væri ekki. En viti menn, þarna var hún og afþví að við hefðum verið hálfvitar ef við hefðum ekki a.m.k reynt ákváðum við að stökva á hana.
Caprivej er úti á Amager, þar sem skólinn minn er, í rólegu hverfi rétt hjá ströndinni. Þarna er ofsalega mikið af trjám og á bakvið húsið mitt er æðislegt hverfi með eld gömlum og litlum einbýlishúsum sem ég ætla að rannsaka vel í haust. Íbúðin sjálf er mjög týbísk millistríða blokkaríbúð, hún öll nýuppgerð, og það hefur enginn búið í henni eftir breytingar. Í eldhúsinu er glænýr ískápur og gaseldavél sem er mikill spenningur fyrir (þó það eigi nú eftir að koma í ljós hvort það verður einhver peningur til þess að kaupa mat þegar búið er að borga öll lán og svona).
Nú bíð ég bara eftir því að fá lyklana sem verður vonandi og að öllum lýkindum 15. júní því það eru nokkrir lausir endar sem þarf að hnýta fyrst og svona. Mér finnst soldið langt þangað til, en ég hef svosem blessuð prófin til að dunda mér við þangað til...

mánudagur, maí 15, 2006

Caprivej 6

Síðasta skattskýsla var mjög einföld, afþví að ég á ekki neitt, basically (eða átti).

Allavega, næsta skattskýsla verður töluvert flóknari...kíkið í myndaalbúmið.

föstudagur, maí 12, 2006

Hvítt...

er málið í Kaupmannahöfn þessa dagana. Síðan fór að sjást til sólar hafa allar gínur verið klæddar í skjannahvít föt og í HM er heill veggur tileinkaður hvítum fylgihlutum. Inspíreruð af umhverfi mínu fór ég því í gær og keypti mér skjannahvítann sumarkól, í hverjum ég fór og hitti fólkið mitt í bröns í hádeginu.
Kjóllinn er æðislegur, en mér fannst samt soldið eins og að ég hefði farið út á náttkjólnum eða að ég hefði stungið af úr brúðkaupinu mínu eða eitthvað. (Samt ekki því ég hefði aldrei farið að gifta mig í sjúskuðum grænum sumarskóm, það segir sig náttúrulega sjálft). Samt ein pæling, hvað er manneskja sem er fræg fyrir að setja bletti í fötin sín eiginlega að kaupa sér hvít föt?

Hvort mæliði með biotex eða vanish á ísbletti?

fimmtudagur, maí 11, 2006

Heitt heitt

svo svaðalega heitt.
Ég er komi með sólarexem og asnalegt far á bringuna, en hey, ég er allavega með far. Svo á að fara að kólna í næstu viku þannig að þá get ég kvartað yfir því.

Svo langar mig að biðja Ýrr afsökunar á því að hafa gleymt útskriftarpartýinu hennar sem mig langar rosalega í, ég fer bara alltaf í svo vont skap þegar ég hugsa um það sem ég missi af á Íslandi að ég reyni að gleyma því að það sé yfirhöfuð eitthvað að gerast þar. Það virkar svona vel.

mánudagur, maí 08, 2006

Kviss bang búmm

Og svo var allt í einu allt orðið grænt.

Á þremur dögum hefur hvert einasta tré hvort sem þau eru græn eða bleik sprungið út og allt í einu er maður bara búinn að gleyma því að það hafi nokkurtíman komið vetur. Það er líka komin svona útlandalykt, sem er einhverskonar samblanda af mengun, riki og miklum lofthita. Það blandað saman við ýmsar aðrar lyktir sem fylgja sumrinu er að valda því að við lifum þessa daganna í stöðugu flashbacki, og rifjum í sífeldu upp fyrsta mánuðinn í Danmörku sem við vorum að mestu búnar að gleyma. Það þarf varla að taka það fram að okkur þykir við hafa verið ansi duglegar að komast í gegn um veturinn, semþýðir líka það að við förum allveg að komast heim.
Já og talandi um að komast heim, þá erum við komnar a.m.k einu skrefi nær þeim merka áfanga að fá að taka próf því próf taflan er komin í hús, og ekki seinna vænna segja sumir ( þó ég hafi allveg eins búist við henni daginn fyrir fyrsta prófið). Allavega, þá verð ég í prófum 6. 15. og væntanlega 16. júní, sem er fyrr en við bjuggumst við. En það er líka ágætt því þá er ég örugg um að komast í allar útskriftaveislurnar sem ég þarf að mæta í og það er nú gaman.
Sjálfur heimferðadagurin er ekki kominn á hreint einnþá, því ég verð með gesti (sem heita mamma og pabbi) og ekki fer ég að skilja þau eftir bara svo ég geti komist heim í gasböðru og kandyfloss á 17. júní.

fimmtudagur, maí 04, 2006

Sumar sumar sumar og sól

Sing it with me people...

Hér er 15-20 stiga hiti og sól. Í gær fórum við eftir skóla, keyptum okkur ís og komim okkur svo fyrir í Rosenborghave, sleiktum sólina og veltum því fyrir okkur hvernig væri hægt að opna hvítvínsflösku án upptakara, það er að segja ef einhver nennti að fara og kaupa vínið, rosalega verður maður dasaður í svona sólböðum.