þriðjudagur, maí 31, 2005

Þriðjudagskvöld

Ég er orðin svo meir á gamals aldri. Áðan var teiknimynd í sjónvarpinu um kettling sem var veiddur af rottum sem svo ætluðu að elda greyið í smjördegi. Ég meikaði ekki að sjá hann þarna innbundinn og mjálmandi litla greyið og skipti um stöð. Samt vissi ég allveg að pabbi hans myndi koma og bjarga honum og veiða rotturnar. Núna er ég að horfa á Sex and the City á þýsku, það er allveg ágætt.

sunnudagur, maí 29, 2005

Gífurlega menningarleg fylleríisferð

Hér á eftir fer frásögn af vorferðalagi háskólakórs Háskóla Íslands vorið 2005. Frásögnin verður í formi stuttra minningabrota og væntanlega engum til gagns nema undirrituðum og nokkrum öðrum sem actually muna eftir ferðinni. Til þess að skilja það sem hér fer á eftir skal haft í huga að fyrsit viðkomustaður á þessu ferðalagi var áfengisverslunin Heiðrún, þar sem furðu lostnir starfsmenn fylgdust með tæplega 25 einstaklingum tæma hillurnar af bjór kl 11 á þriðjudagsmorgni.
Hefst þá frásögnin...

Heiðrún...fyrsti bjórinn opnaður um kl 11:30. Selfoss þar sem við mættum fyrst í röðina í Bónus (Selfyssingar versla í hádeginu) og hittum Þengil, vorum nærri búin að kippa honum með í Olís búningi og allt...keyri keyri...einhver lítill bær á suðurlandi...keyri keyri...stopp í Skaftafelli, þar sem kórbræður mínir reyndu samviskusamlega að nefbrjóta mig, þess má einnig geta að þarna sást til sólar í síðasta sinn alla ferðina....keyri keyri...HÖFN Í HORNAFIRÐI...gistiheimili "Hér má ekki hafa hátt" wtf!!!...lausn: 23 fyllibittur og ég grilluðum hamborgara á tjaldstæðinu í frosti og roki (gat varla borðað fyrir köldum fingrum) og þar á eftir djamm, já það má margt gera við 15 fm kofa, tvær kojur og gítar, ótrúlega skemmtilegt kvöld...
Daginn eftir var "Jón Bakari" í miðbænum aðal pleisið...sumir keyptu gúmmískó og aðrir keyptu vetrarföt...rútuferð um sveitir Hornafjarðar með Dúdda vini hans Tuma...svo lööööng æfing...svo sund...svo urðum við næstum of sein á okkar eigin tónleika...kvöldmatur og djamm (what else?)...maðurinn á bak við tjöldin "þú blæst og ég geri hljóðið" (you had to be there)...þarna var líka pool borð, þar sem sumir sýndu snildar takta, aðrir ekki...drykkjuleikur...og gítar...djammað fram til morguns með INNFÆDDUM, ég var reyndar farin heim að sofa en sá myndirnar...
"Ég er svo andskoti þunnur" já þau voru ansi glær greyin, en ég var hin hressasta...eftir slatta af þynnkumat var haldið af stað í merkilega skemmtilega rútuferð, svona miðað við...hreindýr...keyri keyri...eurovisionprepp...pylsa með pítusósu!!!... Eiðar...skrítin lykt...ofsalega var Selma í skrítnum fötum...en Moldavía komst áfram, jey...um þetta leiti byrjaði að snjóa...seinna tókst mér að draga ýmislegt uppúr Sigga og lærði pínu í eðlisfræði...svo dönsuðum við vals og svoleiðis dansa...dansi dansi...spjalli spjalli...ótrúlega skipurlagðar tiltektir framkvæmdar af mér Karíusi og Baktusi...
Sund á Egilstöðum þar voru börn í sundtímum, undarlegt gums í pottunum og gleraugu gufuðu upp á dularfullan hátt, (sundlaugarstarfsmenn eru allstaðar eins)...krúttlegt kaffihús með franskri súkulaðiköku mmm...AFHVERJU ER SNJÓBILUR Í VORFERÐALAGI????...fólk að spila á píanóið, fólk að sofa, fólk að elda, ping pong...burritos...spjall...flétta hár...syngja...meira ping pong...twister, hló svooo mikið...PIPAR steik...eldhúspartí...
Ræs kl 10 og brottför kl 11 (þ.e 12:30 á kór tíma) en fyrst þurftum við að taka til og svona...og Hannes kenndi mér ping pong...keyri keyri...austurland var hálf eyðilegt...svófum mikið í rútunni...bláa lónið í mývatnssveit, þar var ótrúlega gaman, fyrst datt ég ofan í lónið og svo leið næstum yfir mig þegar ég var komin uppúr, grænt fer mér víst ekki...sveitin hans Hannesar og loksins fékk ég að klappa lömbunum (sjá mynd) og svo saug belja á mér handleggin, veit ekki hvort var skemtilegra. Áður en við fórum þaðan átum við fólkið á bænum út á gaddinn og sungum í staðin...hin fagra Akureyri...KA heimilið og Greifinn...fylgdumst með stigagjöf yfir pizzu hlaðborði, þar sem ég ein hélt samvisku samlega með Moldavíu og fagnaði þeim gífurlega...djamm í KA heimilinu...hver sagði að íþróttir og áfengi fari illa saman???...
sváfum öll í einni kös og vöknuðum kl 10 um morguninn við innrás lítilla KAinga og mæðra þeirra...ég var búin að gleyma hvað mér er illa við íþróttakennara...sem betur fer hafði einhver haft rænu á að taka saman bjórdósirnar áður...keyra heim...á leiðinni var ýmist sofið eða horft á Simpsons, (snild að hafa sjónvarp í rútu) og þegar við keyrðum inn í Reykjavík kom aftur sól.

mánudagur, maí 23, 2005

Nú skal syngj'um lömbin...


Anna og litla lambið
Originally uploaded by mér.
Hér er mynd af mér og litla lambinu sem ég fékk að knúsa á laugardaginn. Því miður finn ég hvergi mynd af mér með hálfan handlegginn uppi í kjaftinum á belju, en það var víst skemmtilegt móment.
Restin af ferðasögunni kemur þegar ég er búin að skrifa eina minningargrein (don't worry ekki svoleiðis minningargrein).

sunnudagur, maí 22, 2005

Heim

Hvað er betra eftir skemmtilega ferð í kring um heilt land, en að liggja uppi í rúmi, nýþveginn og fínn, með tölvuna sína í fanginu og köttinn sér við hlið. Ró og regla yfir öllu, allt á sínum stað.
Því miður tókst óhreinu fötunum ekki að læra á þvottavélina að þessu sinni og þaðan af síður uppvaskinu á uppþvottaburstan, en það er bara allt í lagi í bili. Allavega þangað til á morgun þegar ég á engin föt í vinnuna og aungva skeið í grautinn. Núna nægir mér þögnin, kötturinn, mjúka mjúka, rúmið mitt og draumurinn um soðna ýsu og kartöflur sem ég fæ vonandi á morgun.

Hvað er betra?

mánudagur, maí 16, 2005

Atjuu

Ég hnerra svo hátt að undir tekur í fjöllunum, og fjöllin eru langt í burtu! Ég er að reyna að pakka en þarf alltaf að taka pásu til þessa að snýta mér og hvíla mig. Ég sem ætlaði svo að nota tækifærið á meðan kötturinn er í burtu og þrýfa almennilega kem til með að skilja við pleisið í messi og öll fötin mín óhrein.

Atjhúú!!!

Ég verð ömurlegur ferðafélagi :(

Home is where the cat is...

Ég er allavega farin að halda að ég geti ekki búið á kattarlausu heimili. Kötturinn Njáll, stundum kallaður mús, er kominn í pössun út vikuna á meðan ég ferðast um landið, þó ég fari reyndar ekki strax, og ég sakna hans voðalega. Það er ekki það að ég geti ekki farið frá dýrinu mínu, ég get það vel, en mér finnst verra þegar hann fer frá mér.
Hér er allt svo tómlegt, enginn til að kúra hjá og það versta er að nú hef ég enga skýringu á öllum húsa hljóðunum í íbúðinni. Venjulega, þegar ég heyri ókunnug hljóð á nóttunni kenni ég honum bara um og held ró minni. Ef svo vill til að elsku krúttið liggur við hlið mér þegar óhljóðin heyrast get ég fljótt séð á viðbrögðum hans hvort það er eitthvað sem þarf að athuga betur.

Það er nefnilega betra að búa einn í risíbúð með ketti heldur en ekki!

sunnudagur, maí 15, 2005

Mikið afskaplega verður nú annars mikið úr deginum þegar maður vaknar svona snemma, verst hvað maður verður fljótt þreyttur.

Æi bögg!

Það er ekki um að villast, stíflað nef, vökvafyllt eyru, sár í hálsi, enginn hiti as of yet, en ég hef nú heldur ekkkert verið að gá að því. Ég veit svo sem ekki afhveju þetta kemur mér á óvart, ég verð alltaf veik eftir bæði vor og jólapróf.
Þess fyrir utan er lífið bara ansi gott og skemmtilegt; afmælisveisla á fimmtudaginn, leikhús á föstudaginn, matarboð í gær (dísus það var svo gott, ég fékk gæs og ég vissi ekki að gæs gæti verið svona góð, og sósan!!! sósan var bara allveg yndisleg). Svo fæ ég aftur fínt að borða í dag, aðalfundur á morgun (á eftir upptökum sem ég er ekki viss um að ég geti tekið þátt í) og aðalatriðið VORFERÐALAGIÐ eftir tvo daga.
Endalaus gleði og skemmtun, en þið verðið að fara varlega, maður gæti farið að halda að maður sé eftirsóttur félagsskapur.

Annars er ég aðalega hér til þess að vekja athygli á því að klukkan er 8:50 á sunnudagsmorgni og ég er vöknuð!!! Þar að auki líður mér eins og ég hafi sofið út. Life is good, life is grand.

laugardagur, maí 14, 2005

Ég held að ég sé að verða veik.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Já...jú, jú þetta getur allveg passað

Your dating personality profile:

Liberal - Politics matters to you, and you aren't afraid to share your left-leaning views. You would never be caught voting for a conservative candidate.
Funny - You laugh often. People never accuse you of lacking a sense of humor. You don't take yourself too seriously.
Big-Hearted - You are a kind and caring person. Your warmth is inviting, and your heart is a wellspring of love.
Your date match profile:

Practical - You are drawn to people who are sensible and smart. Flashy, materialistic people turn you off. You appreciate the simpler side of living.
Funny - You consider a good sense of humor a major necessity in a date. If his jokes make you laugh, he has won your heart.
Intellectual - You seek out intelligence. Idle chit-chat is not what you are after. You prefer your date who can stimulate your mind.
Your Top Ten Traits

1. Liberal
2. Funny
3. Big-Hearted
4. Intellectual
5. Romantic
6. Wealthy/Ambitious
7. Practical
8. Adventurous
9. Sensual
10. Shy
Your Top Ten Match Traits

1. Practical
2. Funny
3. Intellectual
4. Big-Hearted
5. Romantic
6. Adventurous
7. Outgoing
8. Sensual
9. Conservative
10. Traditional

Take the Online Dating Profile Quiz at Dating Diversions

Er hægt að drepa mann með plastflösku?

Við hlið mér situr drengur (á aldur við mig reyndar en drengur samt) og andar, HÁTT. Hann situr þarna með fæturnar uppi á borðinu og námsbækur í kjöltunni og andar. Hann er búinn að anda síðan ég kom.
grrrrr
Og ekki ráðleggja mér að kaupa mér eyrnatappa því þeir tolla ekki, og myndu því bara orsaka frekari pirring.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Great minds...

Hefði ekki getað sagt það betur sjálf!!!

http://www.baggalutur.is/skrif.php

mánudagur, maí 09, 2005

First day back

BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Geta bogmannsins til þess að útskýra fyrir eða kenna ungu fólki þessa dagana er meiri en ella. Hann skilur hvað knýr aðra og kann að höfða til þeirra samkvæmt því. - mbl.is

Eftir daginn í dag get ég sagt með fullri vissu (vissu sem ég hafði reyndar áður) að stjörnuspár eru kjaftæði!!!
Á tímabili hélt ég að ég myndi gefast upp. En ég komst í gegn um daginn að lokum og nú kúri ég undir sæng yfir sjónvarpinu og verð örugglega sofnuð um níuleitið. Mér er illt í fótunum og í bakinu, ég er komin með hálsbólgu allt þetta eftir einn dag.
Stundum velti ég því fyrir mér afhverju ég er að þessu.

Oh well, maður gerir ýmislegt fyrir sjö knús á dag.

sunnudagur, maí 08, 2005

I am, I am!!!!



















































ANNA
A is for Astounding
N is for Natural
N is for Neglected
A is for Amazing


laugardagur, maí 07, 2005

Sko!

Afhverju er bara hægt að fá einn lit á gúmmíhönskum á Íslandi???
Tildæmis núna langar mig rosalega í rauða gúmmíhanska, í stíl við maríönnu skálarnar og uppþvottaburstann minn. Síðasta sumar langaði mig í ljósbleika í stíl við blómið sem ég var með í eldhúsinu. Er þetta hægt?
Nei!!
Gulir! Gulir gúmmíhanskar er það eina sem hægt er að fá!

Eins og þið sjáið er ég að byrja á eldhúsinu, vopnuð nýjum gulum gúmmíhönskum. Næst á dagskrá er klósettið, not to worry, ég mun nota aðra hanska þar, en þeir eru reyndar gulir líka.

Komi þeir sem koma vilja...

Á haustdögum áskotnuðust mér tvær undurfagrar, eldrauðar maríönnuskálar, svona sem maður bakar í. Um páskana keypti ég mér ágæta kaffikönnu undir kaffið sem ég keypti í vikunni þar áður Og síðasta sumar eignaðist ég 12 kaffibolla með undirskálum og kökudiska. Það er skemmst frá því að segja þessir ágætu hlutir hafa verið nýttir illa, en nú verður breyting á!
Þetta á sér aðalega 3 ástæður;
nr. 1 Mér skilst að fjölmargir séu búnir í prófum og hafi engan til þess að leika við.
nr. 2 Þó eru enn fleiri sem ekki eru búnir í prófum og hafa þörf fyrir að taka sér pásu öðru hvoru, hvar betra að gera það en í góðra vina hópi (sem lofa að monta sig EKKI of mikið af því að vera búnir í prófum). Einnig þurfa hugsandi heilar þörf á einhverri staðgóðri næringu.
nr. 3 Eftir próflesturinn er íbúðin mín eins og íbúðirnar í "Allt í drasli" og mig vantar ástæðu til að taka til, you see. Ef ég geri þetta ekki svona þá verður það ekki gert.
Málin standa semsagt þannig, á morgun uppúr þrjú, ætla ég að vera búin að taka til. Ef einhver vill koma og sjá afraksturinn (sem er allveg once in a lifetime opportunity) þá á ég kaffi og dót sem ég þarf að koma út.

Ef engin kemur? ja þá á ég hreina íbúð og fer í kringluna, sem er heldur ekki slæmt ;)

let me know!

fimmtudagur, maí 05, 2005

mbl.is

"BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Skapandi hæfileikar þínir eru áberandi þessa dagana, þú ert líka í stuði fyrir daður og skemmtanir. Þá er ekki úr vegi að stunda partí og blanda geði við aðra."

Ég vissi að ég hefði gert rétt með því að fara út í gærkveldi, sem endaði notlega með því að ég kom ekki heim fyrr en í nótt :)
Þetta var ákaflega skemtilegt en næst þegar ég geri svona, sem verður vonandi sem fyrst, þá ætla ég að passa að borða eitthvað áður en ég fer heim. Ég fór neblega svöng að sofa, vaknaði ennþá svengri en get ekki fengið mér að borða útaf hlussu bíflugu sem hefur sest að í eldhúsinnu mínu, svo ég þori ekki inn. Ég geri fastlega ráð fyrir það þetta gerist aftur, this being summer and all.
Nú þarf ég bara að finna þessa skapandi hæfileika sem þeir eru að tala um, veit ekki hverjir þeir ættu að vera. Og svo kannast ég ekki við að hafa daðrað við nokkurn mann, ekki viljandi a.m.k.

miðvikudagur, maí 04, 2005

"Fara oft á kaffihús (oft oft oft)"

Starting tonight!

Just in case you didn't know...

Þá vil ég endilega benda ykkur hingað:

(Sérstaklega finnst mér yfirskriftin skemmtileg, en ég hef heldur aldrei verið sérlega lítillát manneskja; ) )

þriðjudagur, maí 03, 2005

Sumarið 2005

Ég hlakka til sumarsins, því ef undanfarnar vikur eru eitthvað til að fara eftir ( að snjónum í gær undanskildum að sjálfsögðu) þá verður þetta bara ágætt.

Í sumar ætla ég að:
Vera mikið úti
Fara oft á kaffihús (oft oft oft)
Fara í bíó
Nota línuskautana mína
HARRY POTTER
Fara á Litla Brún
Rústa geymslunni og búa til þvottaherbergi (hjáp óskast)
Hugsanlega að leggja parket (hjálp óskast)
Púsla
Laga kannski aðeins til í garðinum
FARA TIL LONDON, ÉG SKAL!!!
Knúsa köttunn minn og lesa fullt af bókum.

Þetta er næstum eins og áramótaheitin í Bridget Jones bókunum. Kannski ég ætti að gera samantekt í lok sumars, svona til að sjá hvernig mér gekk.

Bagværk

Ég bakaði brauð í gær, það var ekki gott. Of mikið af hafra, hollum viðbjóði eitthvað, allavega get ekki klárað það. Þess vegna ætla ég niðrá tjörn á morgun eftir prófið og gefa öndunum það, þær kunna allveg vont að meta.
Ég læt þetta þó ekki stoppa mig, ó nei. Ég ætla að finna fleiri uppskriftir og prófa mig áfram, eina leiðin til að halda eldhúsinu hreinu þ.e.a.s að gera eitthvað í því.
Svo er ég að hugsa um að baka lummur á uppstigningardag, vill einhver koma og fá sér? Seriously, mér leiðist að borða ein.

mánudagur, maí 02, 2005

Yndislegt!!!

" Det ligger så heldigt at formiddagen ligger helt blank for mit vedkommende"

...ég elska þetta tungumál!!!

Ok, ok eg viðurkenni það!

Eins mikið og ég hef nú kvartað og kveinað yfir þessu asnalega námi mínu, sem hefur valdið því að sunnudagar hafa verið ömurlegustu dagar vikunar í allan vetur, virðist það hafa haft áhrif á getu mína og færni í í dönsku, eins og það átti að gera.
Þessu geri ég mér nú grein fyrir þar sem ég sit og horfi á Matador í þrjúhundruðastaogfjórðaskipti til að kikkstarta heilanum fyrir prófin sem ég er að fara í á morgun og hinn.
Ég sem hélt að ég kynni þessa þættu fram og til baka frá byrjun til enda, en nei! Enn eru ófá gullkornin sem ég hef ekki náð að grípa, yhh hvor jeg glæder mig!

sunnudagur, maí 01, 2005

Nú er ég rosalega forvitin!!!

Hver svindlaði svona svakalega á prófi í HÍ að maður má vart klóra sér á hökunni fyrir afskiptasömu yfirsetufólki???

Já og...

GLEÐILEGANN FYRSTA MAÍ, ÁGÆTI VERKALÝÐUR ÞESSA LANDS!!!