Eins og landsmenn ættu að hafa orðið varir við er þjóðin umsetin ákveðinni tegund skorkvikenda sem í daglegu tali kallast Býflugur. Síðastliðinn sólahring hefur heimili mitt verið umsetið þessum loðna vorboða, Sambýlismanni mínum til mikillar gleði þar sem að hann er mikill áhugamaður um allt sem flýgur. Umsátið náði hámarki um tvöleytið í nótt þegar (eftir mikið brambolt og suð) ein óheppin elska náði að brjótast inn í víggert svefnherbergið mitt. Við tók æsilegur eltingarleikur sem endaði náttúrulega með því að sambýlismaður minn lá eftir í blóði sínu (stungin í fótinn) og við tók andvökunótt hjá mér til að fylgjast með lífsmörkum og ofnæmisviðbrögðum. Fluguna fann ég svo í eftirmiðdaginn hálf dauða í niðurfallinu á baðkarinu og eftir miklar bollaleggingar tókst mér að ná upp hugrekkinu og skúbba flugunni upp í glas og koma henni fram á gang þar sem hún (fimm tímun) seinna lifir enn.
Mín viðbrögð við aðstæðum sem þessum er venjulega að loka mig eða fluguna inni í gluggalausu herbergi og bíða þess sem verða vill(dauða pöddunar). En þar sem að ég er ekki í aðstöðu til þess að hugsa bara um sjálfa mig lengur er bara eitt til í stöðuni...
inn á þetta heimili verður að koma hugrakkt KARLMENNI.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli