þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Ég er búin að þrífa eldhúsið, losa mig við panntið, skipta um á rúminu og skúra gólfið!!!

Það mæti halda að danaprins væri að koma í heimsókn.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Júróvisjónpartí

Íslenskt nammi og auglýsingar, snakk og kók, áfengi og meira áfengi, öskrandi gleði og hlátrasköll, dans og söngur.

Takk Sylvía.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Samskiptafötlun...

...er yfirskriftin á nýjum kúrs sem ég er í. Hann fjallar um hvernig mismunandi fatlanir hafa árhif á samskipti fólks og er hann kenndur af jólasveininum. Í síðustu viku prófuðum við að vera blind og heyrnarlaus í tvo tíma og þessa vikuna erum við á táknmálsnámskeiði frá níu til þrjú. Ég á aftur á móti við mína eigin samskiptafötlun að stríða, og ég er ekki að tala um að að vera útlendingur í útlöndum (sem flokkast til samskiptarfatlana), nei ég er að tala um tæknileg samskipti mín við umheiminn.
Eg er með skype sem deyr reglulega í miðjum samtölum, msn sem frýs reglulega, aftur í miðjum samtölum ef svo ber undir, síma sem neitar að hringja til Íslands nema þegar hann er í stuði og tekur ekki við sms-um frá ákveðnu fólki, og svo á ég webkameru sem kostaði milljón og eina sem ég fæ ekki til að virka (ég get reyndar séð sjálfa mig en enginn annar getur séð mig sem er tilgangurinn með þessu öllu saman).

Andskotans!

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Melodi grand prix

(eða eins og það heitir á mannamáli: undankepni dana fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva)

Ég held að ég geti sagt, nú þegar og með fullri vissu að Sylvíu Nótt mun ekki standa nein ógn af framlagi dana í ár.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Úti er kalt og sól og yfir mig hellist skyndilega sterk þörf til þess að taka til í holunni minni...ég vona að ég sé ekki að verða eitthvað veik!

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Heyrdu!

Mikid rosalega var sídasta blogg eitthvad leidinlegt madur! Ég veit ekki hvad ég var ad pæla!
Annars er tad helst í fréttum ad forsídufrétt DV í gær var med mér í grunnskóla og ad ég er byrjud í tímum hjá Jólasveininum. Get ekki gert upp vid mig hvort mér finnst merkilegra.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Betr´í dag en í gær

Eins og ég sagði alltaf við foreldra nýrra barna á leikskólanum.

Í morgun þegar ég vaknaði hafði skaflinum á glugganum ringt í burt og úti var sól og heiður himinn. Svo fór ég í bæinn, fékk mér pulsu og kíkti í hm með Sigrúnu.

o jæja, batnandi borgum ver best að lifa.

Day one

Æi, Kaupmannahöfn var ekki vinkona mín í gær.

Fyrir það fyrsta þurfti ég að vakna í skólann klukkann átta. Það var í sjálfu sér allveg nógu slæmt og þessvegna ekki á það bætandi þegar ég opnaði augun um morguninn og uppgvötvaði snjóskafl yfir glugganum mínum. Og þetta var ekki svona huggulegur íslenskur snjór, heldur blautur og kaldur snjór sem lamar samgöngukerfi og treður sér allstaðar inn í fötin manns.
Snjónum hélt svo áfram að kyngja niður allann daginn, sem hefði svosum allveg verið nógu fallegt (svona út um gluggann) en ég var bara þreytt og vildi ekki vera þarna, þannig að ég hélt bara áfram að vorkenna mér. Sem betur fer var mér boðið í lummur til eftir skóla þannig að ég hafði eithvað að hugga mig við.

Aftur á móti gekk ekki klakklaust að komast þangað.

Fyrst ætlaði ég að prófa metroið, en þegar ég uppgvötvaði að ég hefði þurft að bíða í 20 mínútur til að komast kannski eftir mikinn troðning með þeirri lest, ákvað ég frekar að taka strætó, ég og allir hinir 70 sem voru líka að bíða. Sem betur fer fattaði ég að labba upp á næstu stoppustöð á undan þessari sem allir hinir fóru á og kom þessvegna inn í nánast tómann strætó og fékk sæti og allt.
Eftir 40 mín rúnt á Amager sem undir venjulegum kringumstæðum tekur ca. 5 mín og mikið ösl í gegnum blautann snjó og salt drullu tókst mér að komast í lest. Þar var nóg pláss svo ég kom mér vel fyrir með ipodinn...of vel as it turnes out.
Ég var rétt um það bil þremur sekuntum of sein að standa upp þegar ég kom á áfangastað, svo var ég líka með vetlinga þannig að mér gekk illa að hitta á litla bláa takkann sem opnar millihurðirnar í lestinni svo hún opnaðist ekki strax þessvegna voru dyrnar út úr lestinni búnar að lokast þegar ég komst þangað og vildu ekki opnast hvernig sem ég ýtti á takkann.
Ég endaði sem sagt með því að fara út á næstu stoppustöð, sem er einmitt fyrir utan það svæði sem klippikortið mitt gildir á. Það hefði verið mjög týbískt ef það hefði verið lestarvörður á svæðinu að tjekka miða, en svo var nú ekki. Enda þótti mér allveg nóg að þurfa að bíða í 5 mín eftir næstu lest og þurfa svo að vaða snjó og stöðuvötn til Sigga og Sigrúnar, því þegar hér var komið sögu var farið að rigna.

Kvöldið var samt fínt, en mér var kallt á fótunum þegar ég kom heim.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Krash, bang, búmm...

ái...

ég er lent.