föstudagur, mars 31, 2006

Vorið er komið


og grundirnar eflaust farnar að gróa einhverstaðar. Rónarnir eru skriðnir fram úr vetrarbælum sínum og ég er búin að fara tvisvar út í hvítu strigaskónum mínum. Nú er ég með blöðru á hælnum.
Reyndar er rigning og dáldi kalt, en krókusarnir eru farnir að stinga upp kollinum og það er moldarilmur í loftinu. Já já þetta er allt að koma.

þriðjudagur, mars 28, 2006

Ég fór sem sagt til Finnlands

nánar tiltekið til Tuurku sem er í suður Finnlandi. Turku er borg sem svipar sumpart til Hafnafjarðar og sum part til Akureyrar nema bara miklu miklu stærri. Þar er hvað mest áberandi herskari unglinga sem heldur mest til í verslunarmiðstöðum en hvorki múmínálfar né tyrkir in sight.
Þegar ég lenti á flugvellinum í Tuurku hugsaði ég "hvert er ég komin" þegar ég settist inn í leigubílinn hjá leigubílsstjóranum sem talaði ekkert þeirra tungumála sem ég tala hugsaði ég "hvernig datt mér þetta í hug". Einhvernvegin tókst mér samt, með handabendingum að koma mér niður í miðbæinn þar sem leigubílstjórinn setti mig út á torgi, þar sem ég spottaði tvær hm búðir og andaði strax léttar, þarna var einhverskonar siðmenning. Þremur tímum seinna átti ég mjög svo ánægjulega endurfundi við fjölskyldið.
Við skemmtum okkur ósköp vel og mér fannst gott að hitta fólkið mitt aftur, því stundum þarf maður bara að re-groupa og finna grunninn sinn aftur, sérstaklega í þetta skipti.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Finnland já

Planið fyrir helgina var frekar rólegt bara, reyna að læra eitthvað og kannski að viðra nýju stígvélin ef vel viðraði. Það plan hefur aðeins undið uppá sig með hjálp góðra (og framkvæmdaglaðra) kvenna og stígvélin fá nú aldeilis að sjá heiminn. Nánar tiltekið Múmínland.
Þannig er að ég á frænda sem sem býr meðal múmínálfa, og hann er að verða sextugur og hefur því stór hluti frændgarðsins tekið sig til og er nú á leið til Finnlands til að samfagna honum. Og þeim fannst ég endilega þurfa að koma með, sem er að sjálfsögðu rétt hjá þeim.
Sem sagt, tæpum tólf tímum fyrir brottför var keyptur undir mig miði og nú er ekkert eftir nema að pakka tannburstanum niður með stígvélunum og koma mér af stað. Tannburstinn hans Hákonar verður eftir og passar húsið.

Verst að ég veit eiginlega ekki hvert ég er að fara.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Hvaða bölvun er það sem veldur því að Köntísveit Baggalúts þarf alltaf að hafa tónleika nákvæmlega viku ÁÐUR en ég kem heim! Ég sem er þeirra stærsti aðdáandi...á danskri grund.

Það sem er lagt á mann.

Annars ætti ég ekki að kvarta, ég átti frábæra helgi, með fullt að frábærum mat ...og svoleiðis. Hún var bara alltof stutt, en þær eru það yfirleitt.

föstudagur, mars 17, 2006

mánudagur, mars 13, 2006

Súkkulaðidagatal

Fyrir nokkru kom til mín maður færandi hendi með nokkrar Siríuslengjur í poka (fjórar, to be exact), og síðan hann fór hef ég borðað einn mola á hverjum degi, no more no less.
Í dag eru fimm molar eftir og það passar allveg, því eftir fimm daga kemur þessi sami maður aftur...með meira súkkulaði.

laugardagur, mars 11, 2006

When oh when?

Siðan ég man eftir mér hef ég verið að heyra frá hinum og þessum löndum mínum "hvað er maður að gera á Íslandi þar sem er alltaf skíta veður, frekar að flytja til útlanda þar sem er hlýtt!"

Hér er sex gráðu frost.

Það er búið að vera frost í margar vikur og verður eitthvað áfram og ég er að verða vitlaus. Ég er komin með dauðans leið á fallegu kápunni minni og húfunni. Mig hryllir við hugsunninni um að fara einusinni en í svörtu skóna mína með reimunum.
Hvnær, spyr ég, hvenær get ég farið í brúna flauelis jakkanum mínum í skólann?
Hvenær get ég byrjað að nota hvítu strigaskóna sem ég keypti 100 kr eða grænu sumarskóna úr zöru?
Hvenær get ég farið út að kvöldi til berfætt í appelsínugulu pallíettu skónum og ljósum gallabuxum?
Og hvenær kemur sá tími að ég geti setið úti berleggjuð, í pilsi og glimmerskóm?!

Hvenær!!!

miðvikudagur, mars 08, 2006

Fjölbreytni

Fyrir jól voru það kjúklingabringur og kartöflusalat úr Netto, eftir jól held ég að það verði kjúklingalundir með hrísgrjónum og karrýsósu.

mánudagur, mars 06, 2006

Fullkomlega tilgangslaust

(x) reykt sígarettu- já hef einusinni náð að reykja heila sígarettu
() klesst bíl vinar/vinkonu- nei bíl nágrannans
() stolið bíl
(x) verið ástfangin/n :-)
() verið sagt upp af kærasta/kærustu
() verið rekin/n úr vinnu
(x) lent í slagsmálum
() læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
() verið handtekin/n
() farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu - örugglega einhvertímann
(x) skrópað í skólanum - oft oft oft
() horft á einhvern deyja
() farið til Canada
() farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
() kveikt í þér viljandi
() skorið þig viljandi
() borðað sushi
() farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna - ó já
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð - já ég bakaði lummur
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala - já en hann líktist reyndar ekki kastala þegar upp var staðið
(x) hoppað í pollum - já á spes stígvél svo ég geti hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu - já, leita þær sérstaklega uppi til þess að vaða í þeim
(x) rennt þér á sleða - vildi að ég gerði meira af því
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum - ég vann við að sofna í vinnunni!
() notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið - voða fallegt alveg
(x) fundið jarðskjálfta - marg oft
(x) sofið undir berum himni - já en bara að degi til (líka í vinnunni)
(x) verið kitluð/kitlaður - jamm
() verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n - jamm
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru - klappað geitinni og borðað kengúruna og hreindýrið
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi - já en bara fótgangandi
() verið rekin/n eða vísað úr skóla
() lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
() borðað líter af ís á einu kvöldi - ekki fræðilegur möguleiki
() dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út - já já það gerist stundum
(x) orðið vitni að glæp - já dóp millifærslu á Lækjartorgi
() efast um að hjartað segði þér rétt til - nei það hefur yfirleitt haft rétt fyrir sér
() verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu) - ?
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni - jamm voða notalegt
(x) verið týnd/ur
() synt í sjónum
() fundist þú vera að deyja
() grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
() litað nýlega með vaxlitum
() sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki - allveg ótrúlega oft síðustu mánuði
() hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér - ekki þægilegt
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni - síðast í gær
(x) dansað í rigningunni - jamm með regnhlíf og allt
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
() verið kysst/ur undir mistilteini
() horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
() kveikt bál á ströndinni!
() komið óboðin/n í partý
() verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
() farið í fallhlífastökk
() hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig - nei en ég verð ekkert sár ef svo færi
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki - hafa ekki allir gert það?
() kysst einhvern af sama kyni
() farið nakin í sund
() rennt þér á grasinu á snjóþotu
() verið sett í straff
(x) logið fyrir vini þína
(x) liðið yfir þig
() fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti

laugardagur, mars 04, 2006

Netið bilaði í dag

Þess vegna er ég búin að; fara út í búð, elda alvöru máltíð ( veit ekki hvað hefur komið yfir mig!), flokka þvottafjallið og setja í fjóra poka, hand þvo eina peysu og skúra gólfið á baðinu!
Ef netið væri ekki komið aftur þá væri ég öruglega búin að raða öllu dótinu inn á bað aftur og lesa grein fyrir sálfræðitíma á mánudaginn, en þú veist....

föstudagur, mars 03, 2006

Ég ætlaði svo mikið að fara á Demantinn í dag að lesa, however...



Í staðinn ætla ég að lita á mér hárið, horfa á Matador, og borða hrökkbrauð.

miðvikudagur, mars 01, 2006

By popular demand...eða svoleiðis.

Mikið óskaplega fer það í taugarnar á mér hvað tíminn þarf alltaf að líða þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt, eins og honum gengur illa að lurast áfram þess á milli.
Þessa síðustu viku hefur verið keyptur inn meiri matur heldur en ég hef náð að kaupa síðan ég flutti hingað inn, eldað að meðaltali einu sinni á dag (aftur er það örugglega oftar en ég hef nokkurtímann gert) og í ísskápnum mínum er nú annað og meira en ein sódavatnsflaska og smjör! Í alla staði mjög indællt.

Af Kaupmannahöfn er það helst að frétta að hér keppast búðir við að sannfæra viðskiptavini sína um að það sé vor í lofti, og þangað til í fyrradag gat ég alveg verið sammála, í gær fór aftur á móti að snjóa. Það er sem sagt skít kalt í Köben. Svo kalt in fact að eftir að hafa hjólað vettlingalaus í 10 mín, fann ég ekki fyrir höndunum á mér og gat varla opnað útidyrnar sjálf.

Og svo var enginn til að hlýja mér á höndunum þegar ég loksins komst inn.