Í nótt vaknaði ég rúmlega fimm og gat ekki sofnað aftur. Stuttu seinna vaknaði stelpan með tilheyrandi brölti og næst tók ég eftir því að Hákon var vaknaður líka. Næsta klukkutíman lágum við svo bara saman þarna í myrkrinu (eða við lágum, hún brölti áfram).
Rúmlega sex barst okkur svo sms um að Nýji Birgisson sem hafði ætlað að deila með mér afmælisdegi hefði fæðst rétt fyrir fimm. Hann var svo tillitsamur að vera ekkert að nota minn afmælisdag en bjó sér til sinn eigin. Eftir að hafa fengið smsið sofnuðum við aftur (og hún líka).
Nú er bara að sjá hvort Stúfur verði jafn gjöfull við Nýja og Giljagaur hefur verið við mig.
sunnudagur, desember 14, 2008
miðvikudagur, desember 10, 2008
Óskalisti
Its that time again...
Geisladiskar:
Gilligilli
Prjóniprjón (ný prjónabók sem fæst í prjónabúð á Laugarveginum)
Baggalútsplatan hin nýja.
Oft spurði ég mömmu
Bækur:
Artemis fowl the time paradox
Sá einhverfi og við hin
Dóttir myndasmiðsins
Flatbotna leðurstígvél (flott en skynsamleg)
Þunna hlýja peysu, flotta
Föt (flott og/eða hlý)
Loðhúfu
múmín bollastell
Flókamottur úr Kokku
Í stellið okkar (Búsáhöld í Kringlunni)
Geisladiskar:
Gilligilli
Prjóniprjón (ný prjónabók sem fæst í prjónabúð á Laugarveginum)
Baggalútsplatan hin nýja.
Oft spurði ég mömmu
Bækur:
Artemis fowl the time paradox
Sá einhverfi og við hin
Dóttir myndasmiðsins
Flatbotna leðurstígvél (flott en skynsamleg)
Þunna hlýja peysu, flotta
Föt (flott og/eða hlý)
Loðhúfu
múmín bollastell
Flókamottur úr Kokku
Í stellið okkar (Búsáhöld í Kringlunni)
sunnudagur, nóvember 02, 2008
Um helgina varð ég ég sjálf aftur, ný ég sjálf reyndar með soldið stærri maga en núna líður mér pínulítið eins og ég hafi fengið fæturna aftur.
Á föstudaginn hjálpaði ég við að elda kvöldmatinn, borða hann og hafa ánægju af honum. Ég tók líka til þá um kvöldið og fór í sturtu og fór ekki ónýt í rúmið kl 9 eins og oftast, heldur klukkan 11 hrein, södd og sæl. Í gærkvöldi fór ég í matarboð, borðaði aftur allann matinn minn og kom ekki heim fyrr en kl 2 um nótt!!! og í morgun þá fór ég sjálf út í búð og keypti það sem mig langaði í í morgunmat á meðan Hákonninn minn gat sofið út og þurfti ekki að þjóna mér.
Nú er bara að vona er þetta ekki enn eitt platið og allt fari í sama farið á morgun, því þá skal ég hætta að væla.
Á föstudaginn hjálpaði ég við að elda kvöldmatinn, borða hann og hafa ánægju af honum. Ég tók líka til þá um kvöldið og fór í sturtu og fór ekki ónýt í rúmið kl 9 eins og oftast, heldur klukkan 11 hrein, södd og sæl. Í gærkvöldi fór ég í matarboð, borðaði aftur allann matinn minn og kom ekki heim fyrr en kl 2 um nótt!!! og í morgun þá fór ég sjálf út í búð og keypti það sem mig langaði í í morgunmat á meðan Hákonninn minn gat sofið út og þurfti ekki að þjóna mér.
Nú er bara að vona er þetta ekki enn eitt platið og allt fari í sama farið á morgun, því þá skal ég hætta að væla.
laugardagur, október 18, 2008
Plan (birt með fyrirvara um allt það sem lífið fleygir í fangið á manni)
Vetur 08-09
Vinna á Garðaborg.
Fá ekki grindagliðnun eða sykursýki.
Hákon í skólanum.
Apríl 09
Eignast barn, helst soldið sætt.
Sumar 09
Vera í fæðingarorlofi og bonda.
Útskrifa Hákon
Fara í heimsóknir og labbitúra.
Fá ekki fæðingarþunglyndi.
Haust 09
Flytja til DK
Byrja í skólanum
Hákon í feðraorlof.
Langt síðan ég hef planað lífið svona langt fram í tímann. Þetta verður áhugavert.
Vinna á Garðaborg.
Fá ekki grindagliðnun eða sykursýki.
Hákon í skólanum.
Apríl 09
Eignast barn, helst soldið sætt.
Sumar 09
Vera í fæðingarorlofi og bonda.
Útskrifa Hákon
Fara í heimsóknir og labbitúra.
Fá ekki fæðingarþunglyndi.
Haust 09
Flytja til DK
Byrja í skólanum
Hákon í feðraorlof.
Langt síðan ég hef planað lífið svona langt fram í tímann. Þetta verður áhugavert.
föstudagur, október 10, 2008
föstudagur, ágúst 15, 2008
miðvikudagur, júlí 30, 2008
Nærbuxnablogg
Það hefur þó sína kosti að vera fullorðin. Eins og til dæmis núna þegar ALLAR nærbuxurnar mínar (sem NB eru ekki margar) eru óhreinar. Þá get ég bara dregið fram nærbuxur eiginmannsins sem hann vill ekki nota því þær eru svo gamlakallalegar og sprangað í þeim um alla íbúð.
Að hugsa sér að það var bara fyrir litlum tveimur og hálfu ári að ég varð skrítinn á svipin og muldraði nokkrar lélegar afsakanir þegar ég neitaði að þiggja svipaðar boxernærbuxur sem hann bauð mér svo ég þyrfti ekki að fara heim í sturtu, og þar með frá honum.
Sannleikurinn var reyndar sá að ég þorði ekki að þiggja þær ef ske kynni að ég passaði ekki í þær, en annað hvort hef ég grennst, hann fitnað eða svona flíkur teygist svona helvíti vel.
Svo er þetta snilldarklæðnaður í svona hita!
Að hugsa sér að það var bara fyrir litlum tveimur og hálfu ári að ég varð skrítinn á svipin og muldraði nokkrar lélegar afsakanir þegar ég neitaði að þiggja svipaðar boxernærbuxur sem hann bauð mér svo ég þyrfti ekki að fara heim í sturtu, og þar með frá honum.
Sannleikurinn var reyndar sá að ég þorði ekki að þiggja þær ef ske kynni að ég passaði ekki í þær, en annað hvort hef ég grennst, hann fitnað eða svona flíkur teygist svona helvíti vel.
Svo er þetta snilldarklæðnaður í svona hita!
mánudagur, júlí 28, 2008
fimmtudagur, júlí 03, 2008
Afmælisblogg
Í dag 3. júlí á þessi litli drengur og besti vinur minn afmæli.
Hann verður þrítugur sem þýðir fullorðið.
Því að verða fullorðinn fylgja margar kvaðir til dæmis að þurfa að hafa áhyggjur af gengisbreytingum og fara ekki til útlanda þó mann langi til þess því það er ekki skynsamlegt. Þessi aldurs viska er þó líka þess valdandi að menn (allavega þessi) eru lausir við áragamlann yfirdrátt og þarf ekki lengur að vera með samviskubit yfir því að kaupa sér pulsu.
Fyrir þessu verður skálað í kampavíni von bráðar. Hann þarf bara að finna einhvern til að deila með sér flöskunni.
Og bara af því að mér finnst hann svo sætt barn...
Hann hefur samt voða lítið breyst við að verða fullorðinn. Hann er ennþá alltof góður við mig, lætur mig kaupa föt svo að ég sé ekki með móral yfir druslulegheitum og heldur utanum mig á nóttunni.
Annars get ég voða lítið toppað það sem ég sagði um hann þegar við giftum okkur svo þið lesið það bara aftur, það er hérna aðeins neðar. Það er holl og góð lesning.
Til hamingju með afmælið ástin mín.
(Louísa nú máttu segja til hamingju!!!)
mánudagur, maí 12, 2008
sunnudagur, maí 04, 2008
News
Jæja, nú er annaðhvort að hætta eða halda áfram og þar sem að þetta er svo þægilegur upplýsingamiðill, þá held ég áfram.
Við erum búin að fá allar brúðkaupsmyndirnar (fyrir löngu reyndar) og skoðum þær ca. þrisvar í viku. Við erum líka flutt tímabundið í dásamlega íbúð í miðbænum og ég hef verið í dömu átaki síðan í mars. Dömu átakið felst í því að setja á sig maskara á hverjum degi, ganga í sæmilegum og svo til heilum fötum, og kaupa dót. So far so good, ég hef allavega ekki mætt of seint í vinnuna vegna dömuskaps og gett ekki keypt neitt annað en mestu nauðsynjar næsta mánuð sökum ofneyslu í apríl (einn jakki, ein kápa, skópar og annað skópar sem reyndar var sumargjöf frá dásamlega manninum sem ég er gift).
Svo vorum við að pakka saman öllum brúðargjöfum (takk fólk) í síðustu viku oog setja í geymslu. Það var soldið sorglegt, en ekki eins sorglegt og það gæti verið því þetta verður allt tekið upp aftur í haust og notað á Íslandi!
Já krakkar mínir það er svo fjandi skítt að vera ný gift og horfa fram á fjarbúð í heilann vetur, svo ég ákvað að taka sálarlífið fram yfir metnaðinn og vera hér í ár í viðbót á meðan Hákon klárar. Byrja þar með í MA náminu haustið 2009 að frátaldri praktík tímum sem ég ætla að taka næsta vetur. Þannig að að við erum á leið út í næstu viku til að ganga frá íbúðinni og svo þurfum við bara að finna okkur leigjenda næsta vetur og finna okkur stað til að búa á Íslandi með öllu fallega dótinu okkar.
Íbúðin okkar er staðsett í rólegu hverfi á Amager, korter á hjóli í miðbæinn og KUA (skólinn minn)rétt hjá ströndinni og fullt af búðum nálægt. Leigan er 7000 dkr á mánuði + hiti/rafmagn/gas.
Við erum náttúrulega frábær og voða róleg (til dæmis þá tókum við fimm áfengis flöskur með í bústað um helgina og komum með þær allar óopnaðar til baka. Eigum þó til að bresta út í söng yfir uppvaskinu.
Áhugasamir hafi samband hér eða í email.
Við erum búin að fá allar brúðkaupsmyndirnar (fyrir löngu reyndar) og skoðum þær ca. þrisvar í viku. Við erum líka flutt tímabundið í dásamlega íbúð í miðbænum og ég hef verið í dömu átaki síðan í mars. Dömu átakið felst í því að setja á sig maskara á hverjum degi, ganga í sæmilegum og svo til heilum fötum, og kaupa dót. So far so good, ég hef allavega ekki mætt of seint í vinnuna vegna dömuskaps og gett ekki keypt neitt annað en mestu nauðsynjar næsta mánuð sökum ofneyslu í apríl (einn jakki, ein kápa, skópar og annað skópar sem reyndar var sumargjöf frá dásamlega manninum sem ég er gift).
Svo vorum við að pakka saman öllum brúðargjöfum (takk fólk) í síðustu viku oog setja í geymslu. Það var soldið sorglegt, en ekki eins sorglegt og það gæti verið því þetta verður allt tekið upp aftur í haust og notað á Íslandi!
Já krakkar mínir það er svo fjandi skítt að vera ný gift og horfa fram á fjarbúð í heilann vetur, svo ég ákvað að taka sálarlífið fram yfir metnaðinn og vera hér í ár í viðbót á meðan Hákon klárar. Byrja þar með í MA náminu haustið 2009 að frátaldri praktík tímum sem ég ætla að taka næsta vetur. Þannig að að við erum á leið út í næstu viku til að ganga frá íbúðinni og svo þurfum við bara að finna okkur leigjenda næsta vetur og finna okkur stað til að búa á Íslandi með öllu fallega dótinu okkar.
Íbúðin okkar er staðsett í rólegu hverfi á Amager, korter á hjóli í miðbæinn og KUA (skólinn minn)rétt hjá ströndinni og fullt af búðum nálægt. Leigan er 7000 dkr á mánuði + hiti/rafmagn/gas.
Við erum náttúrulega frábær og voða róleg (til dæmis þá tókum við fimm áfengis flöskur með í bústað um helgina og komum með þær allar óopnaðar til baka. Eigum þó til að bresta út í söng yfir uppvaskinu.
Áhugasamir hafi samband hér eða í email.
miðvikudagur, apríl 02, 2008
mánudagur, mars 31, 2008
Þungu fargi af mér létt
Er loksins búin að skila skattskýrslunni!
Er líka búin að liggja undir búnka af myndum og sortera og velja. Sem er mjög erfit því við erum náttúrulega svo sæt. Lofa að koma þeim á netið fljótlega, þá jafnvel á nýjum stað. Er orðin voða skotin í piacasa. Læt vita þegar allt skýrist.
ps. takk fyrir kveðjurnar, þetta var geðveikt gaman.
Er líka búin að liggja undir búnka af myndum og sortera og velja. Sem er mjög erfit því við erum náttúrulega svo sæt. Lofa að koma þeim á netið fljótlega, þá jafnvel á nýjum stað. Er orðin voða skotin í piacasa. Læt vita þegar allt skýrist.
ps. takk fyrir kveðjurnar, þetta var geðveikt gaman.
mánudagur, mars 24, 2008
fimmtudagur, mars 20, 2008
Skírdagur 20. mars 2008
Fyrir mörgum árum sá ég mynd sem fjallaði um konu á hverri hvíldi sú bölvun að eftir tveggja ára dásamlegt samband myndi eina sanna ástin hennar deyja frá henni. Til að koma í veg fyrir það gerði þessi kona, sem var göldrótt, lista yfir þá kosti og galla sem sanna ástin hennar yrði að búa yfir og mælti svo fyrir um að hvergi gæti fundist slíkur maður. Taldi hún sig þar með hafa snúið á bölvunina. Ég held að henni hafi ekki tekist ætlunarverkið og myndin var svosem ekki eftirminnileg, en þessi hugmynd um listann hefur alltaf setið í mér. Síðan þá hef ég velt því fyrir mér hvaða eiginleika maður sem passaði fyrir mig þyrfti að búa yfir og í gegn um tíðina hefur mér tekist að raða saman hugmyndum í hinn fullkomna mann.
Til að byrja með var þetta nokkuð einfalt. Hann þyrfti að vera stærri en ég (sem er svosem ekki erfitt), með fallega pínu dökka rödd og ekki vera ljóshærður. Hann yrði að kunna að elda, nenna að vaska upp og spila á hljóðfæri. Allt, hlutir sem myndu koma upp á lista hjá hinni almennu nútímakonu.
Það voru líka fleiri hlutir sem eru pínulítið sérhæfðari, mig hefur t.d alltaf langað til að eiga heimili þar sem spiluð er tónlist og þar sem ég er ekki dugleg við það sjálf yrði þessi maður að gera það. Viðkomandi yrði líka að taka sig vel út með hatt og í frakka, eins og mennirnir í Matador og öðrum álíka sjónvarpsefni sem ég er sólgin í. Mætti samt ekki vera of vel til fara svona dags daglega og þyrfti að vera til í að láta sér vaxa skegg öðru hvoru.
Svo voru það hlutir sem erfitt er að festa hendur á eins og að vera með sorgleg augu (fyrirbæri sem enginn skilur nema ég) og hann þyrfti að geta gert eitthvað með höndunum, allveg sama hvað bara þannig að hægt sé að horfa á hann á meðan. Hann yrði líka að hafa gott vald á tungumálinu og geta komið skemmtilega frá sér orði.
Nú er það ekki svo að ég hafi gengið á eftir mönnum með tjekklista til að finna þann rétta og eflaust hafa verið fleiri atriði á listanum, enda var hann í mörg ár að mótast. Mér datt heldur aldrei í hug að þessi maður væri til.
Þegar ég kynntist Hákoni vissi ég ósköp lítið um hann annað en að honum þætti súkkulaði voða gott og að hann ætti haug af systkinum. Í byrjun var ég heldur ekkert reyna að komast að neinu, því mér var alveg sama. Það var bara eitthvað svo kunnulegt við hann að ég gat ekki haldið mig frá honum. Það var ekki fyrr en við vorum búin að vera saman í töluverðan tíma og ég fór að kynnast honum betur að ég uppgvötvaði að hann hafði með sér að bera nánast hvert einasta atriði á listanum mínum.
Hann er stærri en ég, dökkhærður með skegg og með rödd sem getur fengið mig til að hætta því sem ég er að gera til að hlusta betur, og hún er alveg sérstaklega skemtilega hrjúf snemma á morgnanna. Hann er ótrúlega myndarlegur í frakka og með hatt þó hann sé yfirleitt bara passlega vel til fara og ekkert of fínn. Hann eldar góðann mat og vaskar upp ( og þrýfur klósettið!). Hann er tónlistarunnandi mikill og elskar að hlusta á tónlist heima hjá sér. Hann spilar á gíta og einn daginn stóð hann upp og fór að spila á pianó, án þess að ég vissi að hann kynni það.
Hann getur lagað allt, og ég get setið allann daginn og fylgst með honum skrúfa hluti sundur og saman. Hnn er líka fyndinn og góður og klár og stundum fæ ég fiðring í magan yfir því hvað hann talar skemmtilega. Og það besta af öllu er að hann er með þau sorglegustu augu sem ég hef nokkurtíman verið svo heppin að horfa í.
Í dag ætla ég að giftast þessum manni. Ekki vegna þess að hann er alveg eins og sá sem ég hafði ýmyndað mér fyrir löngu síðan heldur vegna þess að hann er hlýr og góður og hann elskar mig og lífið er einfaldlega skemmtilegra með honum en ekki.
Í dag ætla ég að giftast þessum manni.
Annað væri líka fáránlegt, hann var neblega búin til handa mér.
Til að byrja með var þetta nokkuð einfalt. Hann þyrfti að vera stærri en ég (sem er svosem ekki erfitt), með fallega pínu dökka rödd og ekki vera ljóshærður. Hann yrði að kunna að elda, nenna að vaska upp og spila á hljóðfæri. Allt, hlutir sem myndu koma upp á lista hjá hinni almennu nútímakonu.
Það voru líka fleiri hlutir sem eru pínulítið sérhæfðari, mig hefur t.d alltaf langað til að eiga heimili þar sem spiluð er tónlist og þar sem ég er ekki dugleg við það sjálf yrði þessi maður að gera það. Viðkomandi yrði líka að taka sig vel út með hatt og í frakka, eins og mennirnir í Matador og öðrum álíka sjónvarpsefni sem ég er sólgin í. Mætti samt ekki vera of vel til fara svona dags daglega og þyrfti að vera til í að láta sér vaxa skegg öðru hvoru.
Svo voru það hlutir sem erfitt er að festa hendur á eins og að vera með sorgleg augu (fyrirbæri sem enginn skilur nema ég) og hann þyrfti að geta gert eitthvað með höndunum, allveg sama hvað bara þannig að hægt sé að horfa á hann á meðan. Hann yrði líka að hafa gott vald á tungumálinu og geta komið skemmtilega frá sér orði.
Nú er það ekki svo að ég hafi gengið á eftir mönnum með tjekklista til að finna þann rétta og eflaust hafa verið fleiri atriði á listanum, enda var hann í mörg ár að mótast. Mér datt heldur aldrei í hug að þessi maður væri til.
Þegar ég kynntist Hákoni vissi ég ósköp lítið um hann annað en að honum þætti súkkulaði voða gott og að hann ætti haug af systkinum. Í byrjun var ég heldur ekkert reyna að komast að neinu, því mér var alveg sama. Það var bara eitthvað svo kunnulegt við hann að ég gat ekki haldið mig frá honum. Það var ekki fyrr en við vorum búin að vera saman í töluverðan tíma og ég fór að kynnast honum betur að ég uppgvötvaði að hann hafði með sér að bera nánast hvert einasta atriði á listanum mínum.
Hann er stærri en ég, dökkhærður með skegg og með rödd sem getur fengið mig til að hætta því sem ég er að gera til að hlusta betur, og hún er alveg sérstaklega skemtilega hrjúf snemma á morgnanna. Hann er ótrúlega myndarlegur í frakka og með hatt þó hann sé yfirleitt bara passlega vel til fara og ekkert of fínn. Hann eldar góðann mat og vaskar upp ( og þrýfur klósettið!). Hann er tónlistarunnandi mikill og elskar að hlusta á tónlist heima hjá sér. Hann spilar á gíta og einn daginn stóð hann upp og fór að spila á pianó, án þess að ég vissi að hann kynni það.
Hann getur lagað allt, og ég get setið allann daginn og fylgst með honum skrúfa hluti sundur og saman. Hnn er líka fyndinn og góður og klár og stundum fæ ég fiðring í magan yfir því hvað hann talar skemmtilega. Og það besta af öllu er að hann er með þau sorglegustu augu sem ég hef nokkurtíman verið svo heppin að horfa í.
Í dag ætla ég að giftast þessum manni. Ekki vegna þess að hann er alveg eins og sá sem ég hafði ýmyndað mér fyrir löngu síðan heldur vegna þess að hann er hlýr og góður og hann elskar mig og lífið er einfaldlega skemmtilegra með honum en ekki.
Í dag ætla ég að giftast þessum manni.
Annað væri líka fáránlegt, hann var neblega búin til handa mér.
fimmtudagur, mars 13, 2008
Svona fréttir er gott að fá þegar maður liggur uppi í rúmi með 39 stiga hita og á eftir að baka og taka til og fara í klippingu og og og...
Ég er búin með BA.
Ég fagna hærra þegar mér er batnað.
Ég fagna hærra þegar mér er batnað.
fimmtudagur, mars 06, 2008
miðvikudagur, mars 05, 2008
Myndir
Ég er búin að vara voða dugleg í myndunum, skanna, prennta út og líma í albúm. Setti líka inn fleiri myndir frá því í desember í myndaalbúmið góða. Við erum rosa sæt á þeim.
sunnudagur, mars 02, 2008
mánudagur, febrúar 18, 2008
Er hætt að gubba en byrjuð að læra undir próf sem er næstum jafn slæmt. Hrf því aungvan tíma fyrir eitt né neitt skemmtilegt næstu daga, en býð í ofvæni eftir 27. febrúar því þá get ég farið að slugsast á kvöldin með góðri samvisku.
Tókst líka um helgina að stýra sjálfri mér af braut sem ég vildi ekkert vera á og er nú orðin miklu rólegri í sjálfri mér. Skammast mín fyrir að viðurkenna að ég hlakka næstum til þegar skýrdagur er kominn og farinn og ég get farið að hugsa um eithvað annað.
Tókst líka um helgina að stýra sjálfri mér af braut sem ég vildi ekkert vera á og er nú orðin miklu rólegri í sjálfri mér. Skammast mín fyrir að viðurkenna að ég hlakka næstum til þegar skýrdagur er kominn og farinn og ég get farið að hugsa um eithvað annað.
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
Mikill er máttur internetsins
Ég hef komist að því ég þarf ekki lengur á læknum að halda til að greina mína kvilla. Ég fer bara á netið og gúgla einkennin og skömmu síðar er ég komin með sjúkdómsgreiningu. Um daginn greindi ég t.d sjálfa mig með þetta hér.
Í dag greindi ég svo sjálfa mig með þetta hér. Mig grunnti þetta nú svo sem fyrir, þetta er búið að vera að ganga síðustu mánuði og þar að auki þarf mikið til þess að parkera mér svona permanently fyrir framan klósettið eins og ég hef verið síðastann hálfan sólahring.
Ég hef sagt frá því áður að ég gubbi einungis u.þ.b einu sinni á fimm ára fresti (alla vega síðustu ár, en nú hefur mér tekist að margfalda þá tölu með þremur síðan í gærkveldi. Og því ligg ég hér búin að drekka meira magn af kóki í einu en ég hef gert í fimm ár og þori ekki út úr herberginu okkar, því það stendur í leiðbeiningunum að sjúklingur skuli halda sig við eitt herbergi á meðan pestin gengur yfir. Missi því líklegast af matnum í Perlunni sem mér var boðið í á morgun og deitinu við saumakonuna sem ég átti á milli fimm og sex.
Verst þykir mér þó allt fólkið (+ öll börnin) sem ég kann að hafa smitað og biðst ég innilegrar afsökunar á því.
Í dag greindi ég svo sjálfa mig með þetta hér. Mig grunnti þetta nú svo sem fyrir, þetta er búið að vera að ganga síðustu mánuði og þar að auki þarf mikið til þess að parkera mér svona permanently fyrir framan klósettið eins og ég hef verið síðastann hálfan sólahring.
Ég hef sagt frá því áður að ég gubbi einungis u.þ.b einu sinni á fimm ára fresti (alla vega síðustu ár, en nú hefur mér tekist að margfalda þá tölu með þremur síðan í gærkveldi. Og því ligg ég hér búin að drekka meira magn af kóki í einu en ég hef gert í fimm ár og þori ekki út úr herberginu okkar, því það stendur í leiðbeiningunum að sjúklingur skuli halda sig við eitt herbergi á meðan pestin gengur yfir. Missi því líklegast af matnum í Perlunni sem mér var boðið í á morgun og deitinu við saumakonuna sem ég átti á milli fimm og sex.
Verst þykir mér þó allt fólkið (+ öll börnin) sem ég kann að hafa smitað og biðst ég innilegrar afsökunar á því.
þriðjudagur, febrúar 12, 2008
mánudagur, febrúar 11, 2008
sunnudagur, febrúar 10, 2008
þriðjudagur, febrúar 05, 2008
Á Demantinum.
Ég á heimsins du h h h uglegasta kærasta. Hann er búin að sitja og læra í marga daga og í morgun vaskaði hann upp áður en við fórum á Demantinn. Ekki ég. Ég er ekki dugleg,ég kúrði bara lengur í morgun og er svo bara að hanga í tölvunni því ég nenni ekki að læra.
Þess vegna veit ég að vísindakona ein var að komast að því að ganga í pinnahælum er svona agalega góð fyrir grindabotnsvöðvana og vonast hún til, með nánari rannsóknum, að geta sannað það að dagleg notkun hárra hæla geti komið í stað iðkun grindabotns æfinga.
Þess vegna veit ég að vísindakona ein var að komast að því að ganga í pinnahælum er svona agalega góð fyrir grindabotnsvöðvana og vonast hún til, með nánari rannsóknum, að geta sannað það að dagleg notkun hárra hæla geti komið í stað iðkun grindabotns æfinga.
sunnudagur, febrúar 03, 2008
Kraftaverk!!
Skrifaði þrjú email og fékk öll þau svör sem ég hafði vonast eftir og þar með eru allir stóru bútarnir komnir á sinn stað og lífið orðið talsvert auðveldara.
Annað og merkilegra, get gengið á háhæluðum skóm svo að segja skammlaust (bara ekki pinnahælum en það er allt í lagi). Þetta myndi nú reyndar ekki flokkast undir kraftaverk heldur mikla þrautsegju og pilluát af minni hálfu. Bólgan í liðnum að minka og fóturinn að styrkjast með hjálp mikilla æfinga.
Roslega skery samt að lamast svona. Venjulega ef ég haltra þá er það vegna þess að það er vont að labba venjulega. Núna labbaði ég bara af stað og tók ekki eftir neinu fyrr en ég var farin að finna til hér og þar og tók eftir því að ég var komin í keng og fóturinn allur beyglaður undir mér, eða svoleiðis. Ég er neblega svo laus í liðunum að ef það eru engir vöðvar til að styðja þá (í þessu tilfelli á utanverðum fótleggnum) þá verð ég eins og tuskudúkka.
Svona háir manni reyndar líka í hvíld því þó að maður ætli bara að snúa sér í rúminu þá er fóturinn svo þungur að það er heljarinnar mál að láta hann fylgja restinni.
En, hér með læt ég lokið skrifum af vinstri fótlegg og lofa að skrifa aldrei um hann aftur.
Annað og merkilegra, get gengið á háhæluðum skóm svo að segja skammlaust (bara ekki pinnahælum en það er allt í lagi). Þetta myndi nú reyndar ekki flokkast undir kraftaverk heldur mikla þrautsegju og pilluát af minni hálfu. Bólgan í liðnum að minka og fóturinn að styrkjast með hjálp mikilla æfinga.
Roslega skery samt að lamast svona. Venjulega ef ég haltra þá er það vegna þess að það er vont að labba venjulega. Núna labbaði ég bara af stað og tók ekki eftir neinu fyrr en ég var farin að finna til hér og þar og tók eftir því að ég var komin í keng og fóturinn allur beyglaður undir mér, eða svoleiðis. Ég er neblega svo laus í liðunum að ef það eru engir vöðvar til að styðja þá (í þessu tilfelli á utanverðum fótleggnum) þá verð ég eins og tuskudúkka.
Svona háir manni reyndar líka í hvíld því þó að maður ætli bara að snúa sér í rúminu þá er fóturinn svo þungur að það er heljarinnar mál að láta hann fylgja restinni.
En, hér með læt ég lokið skrifum af vinstri fótlegg og lofa að skrifa aldrei um hann aftur.
miðvikudagur, janúar 30, 2008
Pípúls!
Tjekkið öll pósthólfin ykkar. Öll, líka þau sem þið hafið ekki kíkt á í fjórar aldir. Ef það er bréf frá mér þar, svarið því þá og látið mig vita hvort það hafi komist til skila.
Að öðru: fór í háhælaða skó í dag og gat ekki gengið í þeim öðru vísi en stífa vinstra hnéð og svegja búkin til að ýta honum áfram. Tignarlegt? Neibb.
Á móti kemur að kjóllinn sem ég keypti um daginn af því hann var á svo fáránlegri útsölu en ekki af því að hann passaði á mig... passar!
Nú er bara að vonast eftir kraftaverki sem reddar öllu hinu sem er að fokkast upp hjá mér (bara mér sko, Hákon er óhultur!).
Að öðru: fór í háhælaða skó í dag og gat ekki gengið í þeim öðru vísi en stífa vinstra hnéð og svegja búkin til að ýta honum áfram. Tignarlegt? Neibb.
Á móti kemur að kjóllinn sem ég keypti um daginn af því hann var á svo fáránlegri útsölu en ekki af því að hann passaði á mig... passar!
Nú er bara að vonast eftir kraftaverki sem reddar öllu hinu sem er að fokkast upp hjá mér (bara mér sko, Hákon er óhultur!).
þriðjudagur, janúar 29, 2008
fimmtudagur, janúar 24, 2008
Ég hlakka svo til...
Þegar við getum flutt til Íslands og átt heimili þar og allt verður fyrirsjánlegt og leiðinlegt.
þriðjudagur, janúar 15, 2008
sunnudagur, janúar 13, 2008
föstudagur, janúar 11, 2008
fimmtudagur, janúar 10, 2008
Veit ekki allveg með þetta ár samt, byrjaði á að slasa mig í baðkarinu á Barðastöðum. Var svo hálfvitalegt að ég sagði engum frá því at the time en vá hvað mér er búið að vera illt í rassinum.
Er samt búin að vera að skipuleggja á fullu, velti því oft fyrir mér afhverju ég gerðist ekki bara ritari eða eithvað. Sé sjálfa mig í hillingum í litlu herbergi að flokka bréfklemmur og raða skjölum, verst bara hvað ég er léleg í vélritun.
Er samt búin að vera að skipuleggja á fullu, velti því oft fyrir mér afhverju ég gerðist ekki bara ritari eða eithvað. Sé sjálfa mig í hillingum í litlu herbergi að flokka bréfklemmur og raða skjölum, verst bara hvað ég er léleg í vélritun.
sunnudagur, janúar 06, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)