föstudagur, mars 30, 2007

Húrra!!

Í dag var góður dagur. Ég keypti mér sólgleraugu og sótti hjólið mitt í viðgerð, sem er nú eins og nýtt. Við Hákon splæstum í restina af Matador, cust in case að lagerinn klárist áður en við komum frá London. Svo héngum við í smá stund útí garði á peysunni af því að veðrið var svo gott, Hákon gerði sudoku og ég eignaðist nýja vinkonu sem er þriggja ára og elskar krullur.
Í kvöld ætla ég að reyna að klára fyrsta uppkast af fyrri hluta, fyrsta kafla ritgerðarinnar og á morgun ætla ég að taka til og pakka og svo förum við London á sunnudaginn.

dæs...good times.

p.s af gefnu tilefni vil ég taka það fram að læknaneminn átti bara að notast til þess að lesa yfir áðurnefnda ritgerð ekki til neins annars, hvorki með fiski eða í sófa.

þriðjudagur, mars 27, 2007

Medical assistance required

Mig vantar svo læknanema sem nennir að vera besti vinur minn fram í júní. Að launum getur viðkomandi fengið aðgang að svefnsófanum mínum og fisk einu sinni í viku.

Af hverju þarf taugakerfið endilega að vera svona flókið!?

laugardagur, mars 24, 2007

Fiskinn minn... nammi nammi namm

Í gær komu pabbi og mamma með sendingu af fiski frá Íslandinu bláa. VIð vorum að sjálfsögðu voða spennt og strax í hádeginu í dag sauð Hákon fyrir mig ýsu og kartöflur (sorrý Biggi ;-) ) sem ég borðaði með rúgbrauði og smjöri. Hamingjustuðullinn á Caprivej rauk upp um marga metra og ég held að ég fari bara ekki í vont skap aftur fyrren einhvertíman eftir páska! Hér er svo mynd af dýrðinni.

Þau komu reyndar líka með sultukökur, mjólkurkex, létt og laggott, gunnars majónes, pulsur og páska egg sem við (og þá aðalega ég ) munum gæða okkur á næstu vikurnar.

fimmtudagur, mars 22, 2007

Jakvæðni

Mér hefur verið tjáð að hrakfarir okkar Hákonar séu farnar að fylla aðeins of mikið á þessu bloggi svo ég ætla ekki að segja ykkur frá blöðrubólgunni minni, húsfundinum sem ég fór á í gær eða þegar Hákon hóstaði lakeroli upp í nefið á sér (það var víst ekki þægilegt). Ég ætlaði reyndar alltaf að segja frá vorinu en svo kom bara vetur aftur svo það verður að bíða betri tíma.
Hins vegar get ég sagt frá símtalinu sem við fengum aðfaranótt þriðjudags frá föður BiggaogÝrrasronar til að láta vita að hann væri kominn í heiminn. Það var sko skemmtilegt símtal og svo er hann sætur líka. Við drifum okkur að sjálfsögðu í bæinn daginn eftir til að fá okkur steik honum til heiðurs og að kaupa gjöf handa honum.
Magnað samt hvað mér þykja barnaföt lítið skemtileg. Það er alveg til vandræða því í kringum mig fæðast börn eins og ég veit ekki hvað. Þetta er náttúrulega mikið gleði efni, en fyrir vikið er ég búin að skoða mikið mikið að barnafötum og aldrei fundið neitt sem ég er sátt við. Aumingja börnin mín verða alltaf að vera nakin.

Í öðrum fréttum er það helst að mig langar í Nóakonfekts páskaegg.

(úff hvað ég skrifa leiðnleg jákvæð blogg)

miðvikudagur, mars 21, 2007

Dís ester!!!

Matador virðist vera hætt að fást í stykkjatali! og við erum bara komin uppí 12 af 24 þáttum!!!

mánudagur, mars 19, 2007

Já já, nú er ég búin að skera í sundur á mér þumalinn.

laugardagur, mars 17, 2007

Á einni viku er Hákon búinn að brenna sig illa á hendinni, láta fugl skíta á sig og ég er búin að detta í stiga og missa huge þunga plötu á ristina á mér. Ég er ekki viss um að við þorum út í næstu viku, kannski dettur klósett á hausinn á okkur.

Ég er að segja ykkur, 2007 er vonlaust ár.

mánudagur, mars 12, 2007

Fullorðin?

Ég er að fara að skrifa ba ritgerð... á morgun, eða ég byrja á morgun. Mér finnst þetta voða merkilegt eitthvað því ef okkur tekst að skila ritgerðini í sumar þá verð ég í raun og veru komin með ba gráðu, og þá er maður fullorðin, er það ekki?

Annað merki þess að ég er að verða fullorðin er nýtilkomin samúð mín með öllum nágrönnum kórpartýanna sem ég lagði til hávaða í. Aðfaranótt sunnudagsins sváfum við Hákon neblega á sófanum í stofunni vegna þess að nágranninn á neðri hæðinni var að halda "rústum íbúðinni partí" (this is the bitter old woman talkin). Stofan þeirra er neblega undir svefnherberginu okkar og græjurnar þeirra eru beint undir rúminu okkar.
Svo má ekki gleyma eldhúspartýinu sem hefði alveg eins getað verið uppi hjá okkur miðað við hvernig glamraði í leirtauinu okkar þegar þau börðu með kústinum í borðplötuna. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið kústur, allavega var brotinn kústur og fægiskófla úti í garðinum undir eldhúsglugganum morguninn eftir.

oh hvað ég sakna þess að fara í partí.

laugardagur, mars 10, 2007

05:10

Anna: pst...Hákon
Hákon (sofandi): mmm
Anna: ástin mín...?
Hákon: hmmm hvað?
Anna: ertu til í að vakna á meðan ég fer á klósettið?
Hákon: jám

(Anna fer á klósettið og kveikir á ÖLLUM ljósum á leiðinni og slekkur aftur á leiðinni til baka).

Anna (kemur aftur uppí): takk

Note to self: Aldrei, aldrei, aldrei horfa á draugalega sjónvarpsþætti áður en ég fer að sofa!

miðvikudagur, mars 07, 2007

Neðri hæðin

Annað hvort er einhverskonar gjörningur í gangi á hæðinni fyrir neðan mig, eða meiriháttar orgía.

nema hvort tveggja sé.

laugardagur, mars 03, 2007

Ég er að farast því mig langar svo í póstulíns páskaegg með blómum frá Royal Copenhagen. Mér finnst þetta hræðilegt, annars vegar vegna þess að þetta er mjög skýrt merki þess að ég er að verða fullorðin gegn vilja mínum og hins vegar vegna þess að ég þoli ekki þegar mig langar í eitthvað sem ég hef ekki efni á, og sérstaklega þegar það merkjavara.

Ég hef því tekið málin í mínar hendur og reddað mér penslum og málningu, og Hákon er búin að fá skipun um að borða mikið af omelettum á næstu dögum.

föstudagur, mars 02, 2007

Þetta blogg er skrifað á nýju tölvuna mína. Ég kveikti á henni fyrir fyrir korteri síðan og síðan þá er búið að heyrast svona tuttugu sinnum "nei vooó þetta er geðveikt kúl!!!". Meðal þess sem hún kann er:

*Tala
*Sýna veðurspánna
og
*Taka þessa mynd: