fimmtudagur, mars 25, 2004

Ég er snillingur :)
Bloggheimurinn er um margt skrítinn, lítill en skrítinn. Hef nýlega komist að því að með því að byrja á heimasíðu Louísu vinkonu kemst ég með hjálp nokkurra stórskemtilegra bloggsíða inn á síðuna hennar Snjósu vinkonu ( rétt er að taka fram að þær þekkjast lítið sem ekkert og vita ekki af síðu hvorar annarar). Ekki nóg með það ef ég tek á mig smá krók, rata ég inn á síðu "lítils" frænda míns, og svo til baka aftur. Þetta finnst mér merkilegt.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Sem sýnir líka hvað ég er orðin gömul, andskotinn
Haldiði að littla dúllan mín sé ekki í sjónvarpinu, skrítið samt að sjá einhvern sem manni þykir vænt um og hefur þekkt síðan hún var í bleyjum svona opinberlega (undirritaður þurkar nokkur tár af hvarmi í léttu nostalgíu kasti) hún er orðin svo stóóóóór.. búhhhú...

sunnudagur, mars 21, 2004

Hef ákveðið að stíga skrefið til fulls og finna mér útrás fyrir allt röfl, og þar með létta á mínum nánustu...