föstudagur, júní 30, 2006

Meira huggulegt

Að labba heim til sín um nótt í fallegu veðri með Esjuna í baksýn.

mánudagur, júní 26, 2006

Ekki eins huggulegt

Að vera staddur niðrí bæ og vita ekki hvernig maður á að komast heim til sín!

fimmtudagur, júní 22, 2006

Svo var hún bara allt í einu kominn heim.

Mikið óskaplega er huggulegt að fara í búðir og kaupa mat sem maður þekkir, borða soðna ýsu, kartöflur og rúgbrauð í hádegismat, í náttfötum og hlýjum sokkum. Og að sitja í sólinni, klappa kettinum sínum og hlusta á Gufuna í bakgrunninum.

Ísland er snilld!

þriðjudagur, júní 20, 2006

Flutt! (for real this time)

Ikea dótið kom í gærkvöldi um tíuleitið. Pabbi var búinn að raða saman þremur skápum fyrir hádegi og ég raðaði saman sófanum, og saman tókum við til í öllu draslinu. Ég er líka búin að tilkynna flutning og þvo þvott.

Nýja íbúðin er sem sagt tilbúin svo nú er ágætt að fara að koma sér í heim :-)

sunnudagur, júní 18, 2006

Back on schedule

Ég er enn á vindsænginni og hún virðist halda lofti. Svefnsófinn og fataskápurinn koma annað kvöld og ég er búin að fara tvisvar í sturtu.
Tveir sólahringar í heimkomu.

föstudagur, júní 16, 2006

Flutt! (eda svona næstum)

Fimmtudagurinn 15. júní:
Próf 9-12
Taka á móti lyklum 12:30
Húsgøgn sótt á milli 13 og 14
Húsgøgn afhent á ca 15
Restin af deginum koma sér fyrir og undirbúa próf á morgun.

Føstudagurinn 16. júníPróf 10-11:30
Ikea kaup of afhenting restina af deginum.

Laugardagurinn 17. júní
Áframhaldandi fyrirkoma
Undirbúa hópverkefni
Borda ss pulsur og nóakropp

Sunnudagurinn 18. júlí
Hópverkefni
Skila lyklum

Mánudagurinn 19. júní
Pabbi afmæli.
Verslunardagur og reddingar
Út ad borda

Thridjudagurinn 20 júní
Thvo føt og pakka nidur
Kastrup 20
Flugvél 21:30
Heim 00:00

Nákvæmlega svona var planid fyrir sídustu dagana mína í Kaupmannahøfn, soldid strangt en fullkomlega doable. Planid hrundi á lid 2 í gær thegar fluttningamennirnir mættu ekki á stadinn.

Thad virdst vera komin hefd á ad ég sofi fyrstu nóttina á nýjum stad á vindsæng í tómri íbúd. Nema ad núna er vindsængin farin ad leka og thad er ekkert vatn á badherberginu.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Í vetur...

þegar ég fór sem mestum hamförum á fasteignasíðunum danmerkur, komst ég að því að hlutir eins og baðherbergi eru ekki sjálfgefið fyrirbæri í kaupmannahöfn. Marg oft rakst ég á íbúðir þar sem klósettið var frammi á gangi (fyrir utan íbúðina) og sturtuklefum hafði verið komið fyrir ýmist í stofunni, eldhúsinu eða svefnherberginu. Afþví að ég er frek og alltof góðu vön sætti ég mig ekki við þesskonar aðstæður og þess vegna á ég núna íbúð með oggulitlu baðherbergi sem inniheldur vísi að sturtuklefa.
Fyrir það er ég óendanlega þakklát, sérstaklega eftir að ég uppgvötvaði að fólkið í húsinu við hliðinná mér þarf að fara út og niður í kjallara til þess að komast í sturtu!

Á morgun flyt ég og á morgun tek ég líka próf ( og hinn reyndar líka) og að segja að ég sé orðin soldið stressuð is putting it mildly. Ég er farin að vakna upp með andfælum á nóttunni og get ekki haldið einbeitingu nógu lengi til þess að læra neitt að viti. Ég geri í rauninni mest lítið að viti þessa daganna annað en að slugast í hinu og þessu og veð úr einu í annað. Það sem heldur mér frá því að fara gjörsamlega yfirum er bara sú tilhugsun að eftir eina viku verð ég komin heim í fangið mitt og ég get farið að lifa eðlilegu lífi. Þetta verður gott sumar.

laugardagur, júní 10, 2006

Ojbarasta

Thvílíkur vidbjódur sem thad er ad vera í prófum í júní, ugh. Úti er rúmlega 20 stiga hiti og sól og ég er föst inni á bókasafni. Hverjum dettur svonalagad í hug!?
Svo finnst mér ég vera ad missa af sumrinu thví ég er svo skilyrt ad ef ég er ekki ad skipta á kúkableyjum eda snýta hornösum thá kemur ekki sumar. Svo loksins thegar ég kemst heim verda kúkarassarnir komnir í sumarfrí og öllum batnad kvefid, ussumsvei.

Svo langar mig í lopapeysupartý í kvöld :(

föstudagur, júní 09, 2006

It works!

Praise the lord and hallelúja it works. Korter í heimför og loksins tókst mér að fá helv... fyrirgefið, dásamlegu webcamerunni mína til að virka. Mörg þúsund króna fjárfestingin mín er loksis farin að borga sig :-)

fimmtudagur, júní 08, 2006

Auglysing

Á einhver afgangs hleðslutæki fyrir iBook G4, stóru gerðina, sem ég má fá/kaupa? Mitt er að detta í sundur.

miðvikudagur, júní 07, 2006

one down

Það hvarflaði að mér, þar sem ég var að merkja mér prófið mitt í gær, að það boðaði kannski ekki gott að fara að taka próf 06.06.06 og það sama hvarflaði að mér þegar ég var sest í demonenn (rússíbana sem fer á hvolf) í tívolí í gærkvöldi. bæði hafðist þó og vel það, ég fór m.a.s tvisvar í rússíbanann.

mánudagur, júní 05, 2006

Prof - 13 klst

Thegar allt kemur til alls tha er anaómía ekkert annad en eitt stórt púsluspil, og thad vill svo til ad ég er gód í ad púsla... thad er verra med helvítis lífedlisfrædina.

laugardagur, júní 03, 2006

Dan-tina

"Musklus thyrocricoidea hæfter sig imellem cartilago thyreoidea og cartilago cricoidea, den trækker sig sammen og strækker på musklus arythyreoidea, dette skaber spænde i stemmebånderne..."

Þetta og annað svipað ómar í hausnum á mér á kvöldin þegar ég fer að sofa á kvöldin. Ég er orðin stíf í hnakkanum, er farinn að bíta óþarflega fast saman tönnunum á nóttunni og svo er ég með vöðvabólgu í upphandleggjunum...oh the joys of education.