mánudagur, maí 12, 2008

Sólgleraugu

Ég fór á fimmtudagin í minn árlega sólgleraugnaleiðangur. Síðan hefur ekki skinið sól!

sunnudagur, maí 04, 2008

News

Jæja, nú er annaðhvort að hætta eða halda áfram og þar sem að þetta er svo þægilegur upplýsingamiðill, þá held ég áfram.

Við erum búin að fá allar brúðkaupsmyndirnar (fyrir löngu reyndar) og skoðum þær ca. þrisvar í viku. Við erum líka flutt tímabundið í dásamlega íbúð í miðbænum og ég hef verið í dömu átaki síðan í mars. Dömu átakið felst í því að setja á sig maskara á hverjum degi, ganga í sæmilegum og svo til heilum fötum, og kaupa dót. So far so good, ég hef allavega ekki mætt of seint í vinnuna vegna dömuskaps og gett ekki keypt neitt annað en mestu nauðsynjar næsta mánuð sökum ofneyslu í apríl (einn jakki, ein kápa, skópar og annað skópar sem reyndar var sumargjöf frá dásamlega manninum sem ég er gift).
Svo vorum við að pakka saman öllum brúðargjöfum (takk fólk) í síðustu viku oog setja í geymslu. Það var soldið sorglegt, en ekki eins sorglegt og það gæti verið því þetta verður allt tekið upp aftur í haust og notað á Íslandi!
Já krakkar mínir það er svo fjandi skítt að vera ný gift og horfa fram á fjarbúð í heilann vetur, svo ég ákvað að taka sálarlífið fram yfir metnaðinn og vera hér í ár í viðbót á meðan Hákon klárar. Byrja þar með í MA náminu haustið 2009 að frátaldri praktík tímum sem ég ætla að taka næsta vetur. Þannig að að við erum á leið út í næstu viku til að ganga frá íbúðinni og svo þurfum við bara að finna okkur leigjenda næsta vetur og finna okkur stað til að búa á Íslandi með öllu fallega dótinu okkar.

Íbúðin okkar er staðsett í rólegu hverfi á Amager, korter á hjóli í miðbæinn og KUA (skólinn minn)rétt hjá ströndinni og fullt af búðum nálægt. Leigan er 7000 dkr á mánuði + hiti/rafmagn/gas.

Við erum náttúrulega frábær og voða róleg (til dæmis þá tókum við fimm áfengis flöskur með í bústað um helgina og komum með þær allar óopnaðar til baka. Eigum þó til að bresta út í söng yfir uppvaskinu.

Áhugasamir hafi samband hér eða í email.