laugardagur, maí 01, 2004

Confession time...

Ég er heimsins versti og latasti námsmaður. Alla síðustu önn hef ég hummað fram af mér ákveðið námsefni í ákveðnu fagi, kemur fyrir á bestu bæjum kynni nú einhver að segja but no, it gets worse. Viðkomandi áfangi er kenndur einu sinni í viku kl 10 á mánudags morgnum, ég hef mætt sirka annann hvern tíma og stundum ekki það, afsökun ? enginn. Ég gæti svo sem kennt um vinnuálagi, þar sem ég vinn hálfann daginn og er í stjórn kórs sem tekur töluverðann tíma en ég ætla ekki að fara að monta mig af einhverju sem ég veit að er ekki rétt þegar félagar mínir í stjórninni eru að standa sig mun betur áð öllu leiti bæði í námi og öðru. Plús það að ég þarf bara að mæta þrisvar í viku í skólann af því að ég er bara í tveimur áföngum! Og þetta er ekki búið. Ég þarf bara að mæta í eitt próf og ég hef haft heilann mánuð til að lesa fyrir það (frumlesa!) gerði ég það ?... ónei ég er bara búin að vera að slugsa og þvælast í New York af öllum stöðum þar sem mér tókst af einskæru gáleysi að eyða tvöföldum mánaðarlaunum vitandi það að ég er að fara til Slóveníu sem ég þarf að borga sjálf en hef ekki efni á hér með. Svo nú sit ég hér, vika í próf og nota hverja afsökun til þess að fara ekki að læra. hmmm

Einhverstaðar í lærðum bókum er fjallað um nútímafyrirbærið Félagslega Velmegunarsjúkdóma: þar er einhverstaðar mynd af mér.

Engin ummæli: