- Foreldrum mínum, að sjálfsögðu, fyrir að sjá mér fyrir mat, þrífa íbúðina og klappa kettinum á meðan ég gat það ekki.
- Louísu, fyrir að taka sénsinn á vírusnum og koma í heimsókn og ræða heimsmálin.
- Snjólaugu fyrir að færa mér pizzu og kenna mér á bloggið. Auk þess að sitja undir samhengislausum ræðum um skólakerfið, barnauppeldi og annað merkilegt.
- Fríðu fyrir að hringja og halda uppi heiðri okkar á Littla Brún. og síðast en ekki síst...
- Íbufeninu mínu sem ég dundaði mér við að maula og hjálpaði mér við svefn og bjargaði því sem bjargað varð.
Alla veganna er ég bötnuð og er voða glöð með það og við taka þessir fimm dagar sem ég á eftir af þessu blessaða sumarfríi svo ef einhver hefur ekkert að gera næstu daga þá býst ég við að vera heima að þrífa svo að ég er til í allt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli