fimmtudagur, maí 27, 2004

Fimmtudagskvöld

Var að uppgvöta að ég hef ekki verið heima hjá mér á fimmtudagskvöldi í margar vikur, og hvernig veit ég þetta? Jú, ég hef ekki hugmynd um hvað er í sjónvarpinu í kvöld. Venjulega á þessum tíma er ég í góðra vina hópi í kapellu Háskóla Íslands við söng og gleði,en ekki í kvöld. Í kvöld sit ég ein heima með fötu af Maltisers og víðförlustu Vodka flösku í heimi og sakna vina minna sem ég hef verið með dag og nótt síðustu vikuna. Já ég er komin heim frá Slóveníu.

mánudagur, maí 17, 2004

Slóvenía

Ég er farin til Slóveníu, þeir sem vilja fylgjast með ferðalaginu er bent á heimasíðu kórsins

fimmtudagur, maí 13, 2004

Amma mín

Ömmu minni finnst gaman að horfa á Sex and the city.
Ömmu minni finnst Sex and the city ekkert sértsklega "klúrir".
Ömmu minni finnst Friends dónalegri en Sex and the city.
Amma mín er níræð.
Ég var að tala um kynlíf við Ömmu mína...

Ég gæti þurft áfallahjálp.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Lord of the Flies part II

Flugan dó núna í eftirmiðdaginn. Þá hafði hún verið í glasi fram á gangi í rúma tvo sólahringa. Hennar verður minnst.

mánudagur, maí 10, 2004

Comments

where oh where can it be...

Lord of the Flies

Eins og landsmenn ættu að hafa orðið varir við er þjóðin umsetin ákveðinni tegund skorkvikenda sem í daglegu tali kallast Býflugur. Síðastliðinn sólahring hefur heimili mitt verið umsetið þessum loðna vorboða, Sambýlismanni mínum til mikillar gleði þar sem að hann er mikill áhugamaður um allt sem flýgur. Umsátið náði hámarki um tvöleytið í nótt þegar (eftir mikið brambolt og suð) ein óheppin elska náði að brjótast inn í víggert svefnherbergið mitt. Við tók æsilegur eltingarleikur sem endaði náttúrulega með því að sambýlismaður minn lá eftir í blóði sínu (stungin í fótinn) og við tók andvökunótt hjá mér til að fylgjast með lífsmörkum og ofnæmisviðbrögðum. Fluguna fann ég svo í eftirmiðdaginn hálf dauða í niðurfallinu á baðkarinu og eftir miklar bollaleggingar tókst mér að ná upp hugrekkinu og skúbba flugunni upp í glas og koma henni fram á gang þar sem hún (fimm tímun) seinna lifir enn.
Mín viðbrögð við aðstæðum sem þessum er venjulega að loka mig eða fluguna inni í gluggalausu herbergi og bíða þess sem verða vill(dauða pöddunar). En þar sem að ég er ekki í aðstöðu til þess að hugsa bara um sjálfa mig lengur er bara eitt til í stöðuni...
inn á þetta heimili verður að koma hugrakkt KARLMENNI.

laugardagur, maí 08, 2004

Laugardagskvöld

Ég hef komist að því að oft þegar mig langar að tjá skoðun mína á einhverju eða jafnvel einhverjum þá get ég það ekki því að ég á það á hættu að viðkomandi, eða vinir hans lesi það og fari í fílu en núna get ég ekki setið á mér...

Mér finnst Laugardagskvöld með Gísla Marteini LEIÐINLEGT!

fimmtudagur, maí 06, 2004

Sex and the City

Þá er síðasti þátturinn liðinn og ég bara nokkuð sátt, allir virðast ætla að lifa hamingjusamir til æviloka og ég treysti á endursýningar til að halda mér við þar til ég uppgvötva eitthvað nýtt. Tvær merkilegar uppgvötvanir:
-HBO stendur fyrir Home Box Office ( vissi þetta ekki)
-Mister Big's real name is...... John, John!!!!!! ég hafði alltaf hugsað Christopher, Patrick, Jonathan en John!!!!!!!

mánudagur, maí 03, 2004

Úúú jeah

Maður verður að vera sáttuur við þetta


What Beatle are you?

John Lennon

You enjoy poetry, painting & a fine wine. A lover not a fighter.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.


laugardagur, maí 01, 2004

Confession time...

Ég er heimsins versti og latasti námsmaður. Alla síðustu önn hef ég hummað fram af mér ákveðið námsefni í ákveðnu fagi, kemur fyrir á bestu bæjum kynni nú einhver að segja but no, it gets worse. Viðkomandi áfangi er kenndur einu sinni í viku kl 10 á mánudags morgnum, ég hef mætt sirka annann hvern tíma og stundum ekki það, afsökun ? enginn. Ég gæti svo sem kennt um vinnuálagi, þar sem ég vinn hálfann daginn og er í stjórn kórs sem tekur töluverðann tíma en ég ætla ekki að fara að monta mig af einhverju sem ég veit að er ekki rétt þegar félagar mínir í stjórninni eru að standa sig mun betur áð öllu leiti bæði í námi og öðru. Plús það að ég þarf bara að mæta þrisvar í viku í skólann af því að ég er bara í tveimur áföngum! Og þetta er ekki búið. Ég þarf bara að mæta í eitt próf og ég hef haft heilann mánuð til að lesa fyrir það (frumlesa!) gerði ég það ?... ónei ég er bara búin að vera að slugsa og þvælast í New York af öllum stöðum þar sem mér tókst af einskæru gáleysi að eyða tvöföldum mánaðarlaunum vitandi það að ég er að fara til Slóveníu sem ég þarf að borga sjálf en hef ekki efni á hér með. Svo nú sit ég hér, vika í próf og nota hverja afsökun til þess að fara ekki að læra. hmmm

Einhverstaðar í lærðum bókum er fjallað um nútímafyrirbærið Félagslega Velmegunarsjúkdóma: þar er einhverstaðar mynd af mér.