fimmtudagur, maí 27, 2004

Fimmtudagskvöld

Var að uppgvöta að ég hef ekki verið heima hjá mér á fimmtudagskvöldi í margar vikur, og hvernig veit ég þetta? Jú, ég hef ekki hugmynd um hvað er í sjónvarpinu í kvöld. Venjulega á þessum tíma er ég í góðra vina hópi í kapellu Háskóla Íslands við söng og gleði,en ekki í kvöld. Í kvöld sit ég ein heima með fötu af Maltisers og víðförlustu Vodka flösku í heimi og sakna vina minna sem ég hef verið með dag og nótt síðustu vikuna. Já ég er komin heim frá Slóveníu.

Engin ummæli: