þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Já og já eftir miklar bollaleggingar, samningarviðræður og ákvarðanatökur, er ég loksins komin með framtíðina í hendurnar. Ég er orðin stolltur eigandi hvítrar fartölvu. Eithvað er þó framtíðin treg í taumi því ekki hefur verið hægt að komast á netið fram á þessu. Mjallhvít litla hefur gengið manna á á milli til að reyna að fá bót sinna meina og nú er ég loksins komin í samband við umheiminn. Sambúð okkar Mjallhvítar hefur gengið vel fram að þessu, þó er sambýlismaðurinn eitthvað ósáttur við skort á athygli sem þessi breyting hefur valdið, en er að jafna sig Vildi bara deila þessu með ykkur/þér/sjálfri mér.

Annað sem hefur drifið á daga síðastliðinn mánuðin:
Ég var alltaf blaut í vinstri fótinn
Og kalt á eyrunum
(í kjölfarið uppgvötvaði ég gat á skónum mínum og keypti mér húfu)
Búin að sofa yfir mig, að meðaltali tvisvar í viku
Skrifa óskalista yfir allt sem mig langar í...laaangann
Farið í fullt af prófum og svoleiðis
Fór á tónleika með NýDönsk og sinfó,æði!!!
Eignast nýtt uppáhalds lag, textahöfund og söngvara
en missti af Marianne Faithfull tónleikunum
Keypti skó sem eru svo ljótir að þeir eru flottir (bleikir með blómum)
Fór í grímupartí dulbúin sem rósarunni (wearing said shoes
Fór í nítíuogeinsárs afmæli ömmu minnar
Hitti Ástu mína og fékk að hlæja að henni eina kvöldstund,v. nice
og mest lítið annað

Það sorglega við þetta er að þessi mánuður var óvenju viðburðarríkur, sem getur bara þýtt eitt...my life is crashingly boooringEngin ummæli: