þriðjudagur, nóvember 29, 2005

It happend again!

Á Muggison tónleikunum á föstudagskvöldið, eða eftir tónleikana þegar vorum að dansa. Þá birtist hann, eða sveif inn á dansgólfið með annari konu. Ég fylgdist með honum þangað til við fórum og ég hef ekki getað hætt að hugsa um hann síðan. Meira að segja Kristín tók eftir honum og sá að hann væri fullkominn fyrir mig.
Ég er búin að vera að svipast um eftir kjól í allt haust, helst svörtum. En þessi var grænn. Grænn með ermum, soldið fleginn og pilsi sem sveiflast þegar maður snýst í hringi. Svona kjóll sem getur bæði verið rosalega fínn og passlega fínn, allt eftir tilefninu og skónum.
Og ég er búin að googla "A green dress" og fæ bara upp myndir af Jennifer Lopez í græna kjólnum sínum:

















Og minn er ekki svona fleginn!

æi ég ætti nú að vera farin að venjast þessu, þetta er alltaf að koma fyrir mig.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Picture time

Æi...



Litla músin mín :)

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Óskalisti

Ég fékk bókatíðindin 2005 send frá Íslandi í vikunni og gladdist mjög. Þessi litli bæklingur hefur verið stór hluti af jólunum mínum eins lengi og ég man eftir mér og nú hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að koma mér vel fyrir undir sæng og finna bækur sem mig langar til að lesa. Eftir fyrstu yfirferð (það þarf yfirleitt u.þ.b fimm) var ég komin með þrjár bækur sem ég er spennt fyrir og ákvað því að byrja á óskalistanum fyrir jólin.

Klukkutíma síðar var ég kominn með þetta:

Pönnukökur með jarðaberjasultuogrjóma eða sykri
Soðna ýsu með kartöflum og smjöri
Fiskbúðing með kartöflum, hrásalati og kokteilssósu
Plokkfisk og rúgbrauð
Gúllas og kartöflumús
Steiktan fisk í raspi
Bakaðann fiskrétt
Ristað brauð með smurosti
Chereeos
Bæjarins bestu með mikilli tómatssósu og kók
Kjúklingabaunabuff með hrísgrjónum og karrysósu
Lambalæri með brúnuðum kartöflum og sósu
Vöflur með rjóma
Tapas mat
Súkkulaðikökuna hennar Louí
Rúsínukökur
Hálfmána
Súkkulaði skafís

Ég held að ég þurfi að hugsa þetta aðeins betur.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Já, hvað hefur Danmörk gert mér?

Mér er byrjað að finnast danskar pulsur góðar.
Ég drekk ´Dansk vand med sitrus´ í öll mát.
Ég er farin að bera fram t með dönskum hreim og segi því "eigum við að tsaka tsíuna í tsívolí?"
Þegar ég stíg út úr strætó lít ég ósjálfrátt fyrst til hægri til að gá hvort það sé hjól að koma.
Ég er að verða nískari en andskotinn, t.d finnst mér fáránlegt að borga meira en 149 dkr fyrir peysu.
Ég er gjörsamlega, allveg hætt að vera fyndin.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Ég fann þá


Og ég mátaði þá.
Og ég komst í þá.
Og ég gat rennt þeim alla leiðina upp.
Og þeir voru fallegir.
Og þeir kostuðu 14. þús.

Svo ég skilaði þeim aftur og fór frekar og keypti mér hlýja kápu í staðinn.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Brrr

Í Danmörku er skíta, skíta, djöfulsins, brunakuldi sem smýgur í gegn um merg og bein. Mig dreymir um hlýja lopapeysur og gæti drepið fyrir heitt bað (eða allavega almennilega sturtu).

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Bíó

"The grand old man" í danskri kvikmyndagerð er dáinn.

Erik Balling, faðir Matador þáttanna, Olsenbandsins og á sínum tíma yngsti framkvæmdarstjóri Nordisk Film, dó í gær á heimili sínu eftir huggulegann frokost með vinum sínum, ágætis dauðdagi að mínu mati. Hann var áttræður.
Þar sem ég á þessum manni mikla skemtun að þakka ákvað ég að minnast kallsins með því að horfa á Matador þættina sem ég á hérna úti. Palads kvikmyndahúsið á Akseltorv flaggaði í hálfa stöng, það fannst mér kúl.
.................................

Ég er að fara á Harry Potter í kvöld og er að deyja úr spenningi. Ég er búin að passa mig á því að slökkva á sjónvarpinu í hvert sinn sem sýnt er úr mýndinni og hef varast að skoða myndir úr henni á netinu. Við erum að fara sex saman og keyptum miðana á netinu fyrir tveimur dögum síðan.
Það er nefnilega allt uppselt og í dag þegar ég fór í bæinn að sækja miðana var bærinn fullur af fólki sem hafði ekki hafði gert ráð fyrir þeim möguleika og æddi á milli bíóa til að reyna að redda sér miðum. Þetta var allt frá litlum drengjum á hjóli og barnafjölskyldna til miðaldra karlmanna og kærustupara,

.................................
.................................

Mér er kalt, í fyrri nótt svaf ég í ullarpeysu og ég er alvarlega að íhuga að kaupa mér griffluvetlinga til þess að nota innandyra því mér verður alltaf svo kalt á puttunum þegar ég er í tölvunni.
Og svo er ekki einusinni frost!!!!

laugardagur, nóvember 19, 2005

Mig vantar nýtt veski. Það er bara ekki pláss fyrir allt sem ég þarf yfirleitt að bera með mér í veskinu sem ég er að nota núna og það er virkilega farið að fara í taugarnar á mér. Ég er með einhverja óljósa hugmynd um hvernig veskið á að vera og hef á síðustu vikum gengið búð úr búð í von um að finna hið fullkomna veski, sem hefur ekki tekist hingað til.
Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég myndi aldrei finna það, að það væri bara til inni í höfðinu á mér. Það er að segja þangað til í gær, þegar ég sá þetta...


THE BAG...í fanginu á annari konu í metroinu, ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið sár.
En afþví að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig þá ákvað ég að gleðjast yfir því að veskið væri yfir höfuð til í raunveruleikanum, and where there's one, there is usually another, you see. Ég hélt því beint heim í tölvuna og googlaði orðin " red leather bag" and what do you know, ég fann hana. Og ekki nóg með það, þá er líka hægt að kaupa hana á netinu!!!
Ég varð reyndar dálítið hissa að sjá verðið, 350 dkr = 3500 ísl kr, sem er alls ekki mikið fyrir leður tösku. Þið getið ímyndað ykkur gleði mína, loksins loksins, hin fullkomna taska just with in reach. Sem betur fer ákvað ég að athuga hver sendingakostnaðurinn væri frá Englandi til Danmerkur í þann mund sem ég teygði mig eftir vísakortinu. (Tókuði eftir þessu? Frá Englandi til Danmerkur)
Ég fattaði semsagt á síðustu stundu að upphæðin sem ég var búin að vera að horfa á var ekki í dönskum krónum heldur í ENSKUM PUNDUM, og 300 pund eru ekki 3000, heldur 30.000 ísl kr!!!!!

Í stuttu máli, þá ákvað ég að kaupa ekki töskuna, og leitin heldur áfram...

föstudagur, nóvember 18, 2005

Fyrst allir virðast vera með skoðun á málinu...

Hvað finnst ykkur um eithvað í þessa átt?



Þá á ég viðklippinguna, ekki litinn eða nefið.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

What a lovely day.

Það er orðið kalt í Kaupmannahöfn og ég er farin að róast. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er alveg að koma heim (ekki það að ég sé farin að telja dagana or anything) eða bara af því að mér líður yfirleitt alltaf vel um þetta leiti. Eða kannski er það bara vegna þess að það er farið að kólna, og ég er nú einusinni íslendingur, verst að ég á bara staka vettlinga.
.............



Hluti af þessu er að sjálfsögðu líka að nú er nóg að gera. Í dag, til dæmis, var ég að þvælast í bænum með Hillu sem var í heimsókn og í til efni af því hittist útibúið á kaffihúsi, þar sem við sátum í nokkra tíma catching up og svona. Ég fylgdi þeim líka í hinar og þessar búðir og náði m.a að kaupa eina jólagjöf (og gallabuxur og skyrtu handa mér).
Og talandi um jólin, þá er byrjað að skreyta bæinn og í mæ god!! Mér leiðist að segja það, en það er svo miklu flottara heldur en á Laugarveginum. Svo er hinn almenni borgari líka byrjaður að skreyta, ég taldi tvær gluggaseríur í dag og svo er byrjað að spila jólalög í búðum.
Næst á dagskrá er að sjálfsögðu að læra og lesa og vera dugleg, en svo á Gaui líka afmæli á laugardaginn, og Harry Potter að koma í bíó sem er spennandi, og svo... ja svo er komin Desember og þá á ég afmæli, og fer í jólatívolí og svo kem ég heim og þá ætla ég að baka smákökur, kaupa jólatré, knúsa köttinn minn, fara í jólapartý og vaka heila nótt og borða mat og svona.

Og já, gleymdi næstum...

BY POPULAR DEMAND, daddararammm.......



Sjáðu Helgi minn, þetta var ekkert hættulegt. En mikið rosalega verð ég glöð að komast í klippingu.

Týbískt!

Einmitt þegar ég var farin að kunna því vel að vera 23 ára

"Næsta afmæli þitt er eftir 28 daga, 13 klst, 56 mínútur og 49, 48, 47... etc sek."

http://www.islandia.is/~vitinn/aldur/aldursreiknir.asp

föstudagur, nóvember 11, 2005

Gulur rauður grænn og blár

Ég er að lita á mér hárið.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Hvað er eiginlega að mér!!!

Ég er orðin svo leiðinleg og þurr eithvað að ég get ekkert skrifað hérna lengur.
Það er ekki vegna þess að ég hafi ekkert að skrifa um, það er fullt að gerast. Hilla kom við í gær, ég hélt fyrirlestur í gær sem gekk vel, got a few laughs og svona. Svo fór ég í dag og keypti mér gallabuxur, sem svo rifnuðu þegar ég kom með þær heim.
Ég gæti líka sagt ykkur frá því sem ég ætla að kaupa mér áður en ég kem heim, og stemmningunni í Kaupmannahöfn sem er skemmtileg þessa dagana. Eða uppáhalds kennaranum mínum sem er allveg eins og lítil hobbitakelling nema ekki berfætt, og minnir mig á hvers vegna ég fór að læra þetta in the first place. Svo langar mig líka að segja frá Mads mestakrútti, sem er málfræði kennarinn minn og er allveg eins og Harry Potter, nema fullorðin. Ég þarf líka einhvertímann að klára lýsinguna á skólanum mínum sem ég get ekki klárað því hvernig sem ég reyni þá deyr textinn þegar ég er komin ákveðið langt.
Allt þetta plús basic fréttir býður eftir að verða skrifaður en kemst ekki út.
Mig langar að halda áfram en ég nenni ekki að skrifa eithvað sem mér sjálfri finnst leiðinlegt. Hvað á ég að gera???

mánudagur, nóvember 07, 2005

Damnation!

Ég ætlaði að skrifa fyndna og skemmtilega frásögn af jólabjórnum og tilstandinu í kring um hann, en bloggerinn virkaði ekki svo ég nenni því ekki. Þið verðið bara að láta ykkur nægja myndirnar.

Annars er ég bara nokkuð hress. Tíminn er allt í einu farinn að líða, og fyrr en varir verð ég komin heim. Ég er löngu byrjuð að skrifa niður hvað ég ætla að taka með mér, og hvað ég ætla að gera þegar ég loksins kem heim, og ég treysti á að mér verði skemmt allann tímann. Svo er ég að fara að flytja fyrirlestur í skólanum í fyrsta skipti á miðvikudaginn og Hilla kemur þá um kvöldið, allt að gerast.

Í Danmörku er það helst að gerast að Norska konungsfjölskyldan er í opinberi heimsókn og strætó flaggaði af því tilefni. Þessi heimsókn hefur reyndar farið eitthvað hljótt, því þegar ég hjólaði í skólann í morgun datt mér helst í hug að krónprinsessu hefði fæðst annar sonur, því ég hef búið í Danmörku nógu lengi til þess að vita að konungsfjölskyldan á öll afmæli á fyrrihluta ársins. Nema þessi yngsti, en það var einmitt þá sem var síðast flaggað, þegar hann fæddist.

Annars er dáldið gaman að fylgjast með svona heimsóknum. Allar veislur eru sýndar í beinni útsendingu á DR1 svo fylgist maður með fólkinu skála og borða og halda ræður og á meðan lýsa sjónvarpsþulirnir öllu sem gerist eins og á fótboltaleik. Það kætti mig samt óskaplega þegar ég tók eftir Mary prinsessu undir ræðuhöldunum. Ekki af því að mér þætti gaman að sjá hana sérstaklega, heldur vegna þess að það var svo greinilegt að hún skildi ekki boffs í ræðunum.
Henni tókst reyndar að feika það ágætlega svona framan af en eftir smá stund var hún alveg búin að missa þráðinn og svo þegar norski kóngurinn sagði rosalega fyndinn brandara (seriously, drottningin öskraði af hlátri) þá rétt tók hún við sér og brosti. Annars sat hún bara með svona frosinn svip sem átti að sýna svona amused interrest, nákvæmlega eins og ég geri alltaf í kring um dani. Ég er mjög fegin að sjá að þetta er ekki bara ég.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Jæja elskurnar

Eins og þið hafið vonandi tekið eftir þá eru tenglarnir smátt og smátt að týnast inn, tók ekki nema hálft annað ár (tæplega). EN ef ykkur langar til að hafa kommur og íslenska stafi í nafninu ykkar þá verðiði að segja mér hvernig það er gert. Notið bara kommentakerfið eða eitthvað.
Annars er það helst í fréttum frá Kaupmannahöfn að það er loksins farið að rigna almennilega. Sem er eins gott, það er neblega búið að vera sól meira eða minna síðan ég kom, og svona stabílitet í veðrinu á ekki við mig ( sem er kannski skrítið því annars þoli ég illa breytingar í lífinu?). Og svo á ég líka svo fín gúmmístígvél sem mér finnst gaman að nota.



Allavega, þá fór ég í mat til Sigga og Sigrúnar á þriðjudaginn og afþví að það var rigning fór ég í stígvélin mín og tók með mér regnhlíf og ipodinn minn, eins og ég geri alltaf þegar ég fer í strætó. Vandamálið er að þegar ég hlusta á tónlist get ég alls ekki verið kjur, bara alls ekki. Þar að auki, þá finnast mér pollar alveg sérlega ómótstæðilegir þegar ég er í stígvélum.
Strætóinn sem ég tek stoppar á götu rétt hjá húsinu mínu, beint fyrir framan vinsælan tælenskan veitingastað, með stórum gluggum.
Þegar ég rankaði við mér var ég búin að hlusta ca. tvö frekar taktföst lög og sulla vandlega uppúr tveimur drullupollum, og ég er nokkuð viss um að ég hafi sungið með á tímabili.
Sem betur fer kom strætó fljótlega eftir þetta.