miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Læri læri...
Hvað þarf maður eiginlega að fletta oft upp orðinu thromboembloic stroke til að maður muni hvað það þýðir?!
mánudagur, febrúar 26, 2007
sunnudagur, febrúar 25, 2007
Jæja jæja en fjölgar þeim
Rúmfélaginn fyrverandi eignaðist son nú um daginn og fær hann því líka pláss hjá litla fólkinu. Eftir að hafa grandskoðað myndir af drengnum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hann líkist mér bara ekki neitt, líklega sváfum við móðir hans ekki nógu lengi saman þarna um árið.
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Bloggið sem villtist
Hér kemur blogg sem var skrifað í gær en fór óvart á vitlausan stað.
The curse of the broken stuff
Vitiði mér líst bara ekkert á 2007. Ég fór með tölvuna til læknis fyrir helgi og í dag fékk ég formlegt bréf sem tjáði mér að það væri ekkert hægt að gera. Hún er s.s ekki biluð heldur ónýt! Og þar sem ég skrifa ekki Ba ritgerð tölvulaus, þá verð ég bara að gjöra svo vel að kaupa mér nýja.
Svo eru náttúrulega veggirnir eins og þeir eru, hjólið ennþá beyglað og í dag datt sjónvarpskapallinn út vegna óveðurs. Einmitt þegar ég er heima með hálsbólgu.
.........................................
Síðan í gær er sjónvarpið komið í lag og ég er ennþá veik. Fleira er ekki í fréttum.
The curse of the broken stuff
Vitiði mér líst bara ekkert á 2007. Ég fór með tölvuna til læknis fyrir helgi og í dag fékk ég formlegt bréf sem tjáði mér að það væri ekkert hægt að gera. Hún er s.s ekki biluð heldur ónýt! Og þar sem ég skrifa ekki Ba ritgerð tölvulaus, þá verð ég bara að gjöra svo vel að kaupa mér nýja.
Svo eru náttúrulega veggirnir eins og þeir eru, hjólið ennþá beyglað og í dag datt sjónvarpskapallinn út vegna óveðurs. Einmitt þegar ég er heima með hálsbólgu.
.........................................
Síðan í gær er sjónvarpið komið í lag og ég er ennþá veik. Fleira er ekki í fréttum.
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Símamál
Hér á Caprivej erum við nýkomin með heimasíma. Við erum nú svosem bæði með gemsa en það ku vera ódýrast að hringja úr heimasíma í heimasíma, svo við fengum okkur svoleiðis. Nema bara hvað að það er eiginlega aldrei hringt í hann og í þau fáu skipti sem það gerist verðum við svo hissa að það tekur okkur smá stund að átta okkur á því að síminn sé í raun og veru að hringja. Svo tekur náttúrulega við leitin að sjálfum símanum því við munum aldrei hvar við vorum með hann síðast fyrir tveimur vikum.
Allavega, ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er þessi; ef svo vill til að þið skylduð hringja leyfið þá símanum að hringja í smástund ef við svörum ekki strax,ekki gefast upp,við erum bara að leita að símanum og við svörum fljótlega.
Allavega, ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er þessi; ef svo vill til að þið skylduð hringja leyfið þá símanum að hringja í smástund ef við svörum ekki strax,ekki gefast upp,við erum bara að leita að símanum og við svörum fljótlega.
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Tilkynning
Í tilefni af því að ég fór að skoða GaujaogKristínarbarn í gær og þótti hún yndislega sæt og mjúk, hef ég nú í fyrsta skipti afmarkað stað fyrir börn á blogginu mínu og fær hún þar fyrsta sæti. Í þessum lista mun svo fjölga eftir því sem líður á árið og öll þessi börn sem vinir mínir ætla að eignast fæðast.
.......................
Í öðrum fréttum af mér ber það helst að Hákon borðaði morgunmatinn minn.
.......................
Í öðrum fréttum af mér ber það helst að Hákon borðaði morgunmatinn minn.
laugardagur, febrúar 10, 2007
Allveg er þetta dæmigert
Eftir að hafa eytt janúar mánuði í að slást um internetsnúruna gáfumst við upp fengum okkur þráðlaust net. Og hvað gerist? Eftir nokkra dásamlega friðsæla daga bilar tölvan mín!
Hún skipar sér þar með á bekk með bilaða ísskápnum, bilaða símanum, ónýta prentaranum og hjólinu sem einhver asni þurfti endilega að keyra yfir og er nú allt beyglað. Þetta er ekki búinn að vera góður mánuður tækjalega séð.
Hún skipar sér þar með á bekk með bilaða ísskápnum, bilaða símanum, ónýta prentaranum og hjólinu sem einhver asni þurfti endilega að keyra yfir og er nú allt beyglað. Þetta er ekki búinn að vera góður mánuður tækjalega séð.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Hetjan hann Hákon
Hér með tilkynnist umheiminum að ég á heimsins klárasta og duglegasta kærasta! Hann reif sig upp fyrir klukkan tíu í morgun til að standa í röð fyrir utan Nettó ásamt æstum dönum til þess að kaupa prentara handa okkur á svaka tilboði. Það er skemmst fra því að segja að hetjan mín braust í gegnum líðinn (danir í tilboðsleit eru sko ekkert lamb að leika sér við) á slaginu tíu og kom höndum yfir HP prentara sem bæði skannar og ljósritar auk þess að prenta ritgerðir og myndir. Gripurinn seldist upp áður en hann var búin að borga.
Að launum fékk hann knús og nýbökuð horn.
Að launum fékk hann knús og nýbökuð horn.
laugardagur, febrúar 03, 2007
Bank
Það eru búin að heyrast stöðug bankhljóð úr íbúðnni fyrir neðan í allann dag. Mig er farið að gruna að það sé einhver læstur inni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)