sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég veit ekki hvort þetta flokkast undir ´kaldhæðni örlaganna´ en ég virðist hafa eignast alveg einstaklega matvandan kött.

Der var brennevin i flasken da vi kom...

Ég vissi alveg að kórinn minn drykki mikið en ég hafði ekki allveg gert mér grein fyrir hversu mikið fyrr en ég kom með svona venjulega manneskju í kórpartí. Hún mun væntanlega ekki vera sammála mér með þessa ályktun en, það er bara staðreynd að þetta fólk drekkur meira og lengur heldur en aðrir, og það er hættulegt fyrir óreynda að halda í við þau.
En á sama tíma eru þau svo frábær og ég kem alltaf svo glöð heim úr partíum, sérstaklega eftir svona kvöld eins og í gær.

Afskaplega gott fyrir egóið.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Nú á ég hvergi heima

Eeen, as it turns out, ég á heilan haug af góðum vinum. Who knew??

Vini til að bera, vini til að pakka í kassa, vini til að syngja fyrir fjölskylduna mína og vini til þess að hugga mig og skemmta mér og gera þessa helv... flutninga bara nokkuð bærilega.

Húrra!!!

Vegamót selja takeaway mat!!! nú getur maður verið snobbaður í ruslfæði líka!

Mig vantar straka...

...eða bara sterkt kvennfólk.

Þannig er mál með vexti að foreldrar mínir eru búnir að selja æskuheimili mitt og þurfa að flytja þaðan út eigi seinna en á morgun. Ég er ekki sátt, þar eð þetta samræmis ekki mínum framtíðar plönum, sem voru að hafa þau heima þangað til ég eignast gamla húsið með stóra garðinum. Þar ætlaði ég að hafa þau í kjallaranum, til taks þegar ég þyrfti að láta passa börnin mín og þessháttar. Þau voru af einhverri ástæðu ekki sammála, djöfuls óliðlegheit alltaf.

En allavega, þau þurfa hjálp, það verður neblega ekki mikil hjálp í mér, ég verð einhverstaðar grenjandi úti í horni.

Bíllinn kemur kl 16 og borgun verður í formi bjórs og nóg af honum.

Og mér er næstum sama þótt ég þekki viðkomandi ekki neitt, á meðan hann stelur ekki pleimóhúsinu mínu.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

9. mars

9. mars fer ég að sjá Eddie Izzard.
9. mars verða mamma og pabbi búin að flytja.
9. mars verð ég búin að skrifa 40 % ritgerð.
9. mars verð ég búin í 50 % prófi.
9. mars er eftir tvær vikur.
9. mars verður góður dagur.

Ef ég gæti nú bara skriðið upp í rúm, grafið mig undir sæng og sofið þangað til.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Á leið minni heim úr söngtíma áðan, gekk ég fram á hóp barna. Þetta voru fjórir strákar og ein stelpa, svona níu ára gömul að leik í móanum, rétt hjá heimili mínu. Það sem vakti athygli mína var það að þessari litlu stelpu hafði tekist að vefja fjórum strákum gjörsamlega um fingur sér. Þeir snerust í kring um hana og gerðu allt sem hún vildi.
Þetta minnti mig á sumarið sem ég var í nákvæmlega sömu aðstöðu. Ég hafði óvart eignast tvo aðdáendur sem slógust um athygli mína með ýmsum ráðum, að lokum reyndu þeir bókstaflega að slíta mig í sundur. Þetta var mikið hamingju sumar, við höfum verið svona sex ára. Leikskólaganga mín einkenndist einnig af álíka samböndum og situationum.
Já ég var dáldið góð í þessu.
Þess vegna langar mig að vita...HVENÆR Í ANDSKOTANUM MISSIR MAÐUR ÞENNAN HÆFILEIKA!?!?!?

(og hvernig finnur maður hann aftur?)

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Hamfarir

Í kvöld pakkaði ég saman barnæsku minni í nokkra pappakassa.
Þar á meðal voru pleimó hús, Maddiddarbækurnar og Bert bækurnar, dúkkuföt og tvær postulíns dúkkur. Þessa hluti geri ég ekki ráð fyrir að sjá aftur fyrr en ég eignast börn og þeim verður treystandi fyrir móðurarfinum.

Ég á pínulítið bágt.

En mikið held ég að börnunum mínum muni þykja gaman að leika sér að gamla dótinu mínu... á milli þess sem þau æfa sig á píanóið að sjálfsögðu.
Ég er alltaf að reyna að láta mér detta eithvað í hug til að lýsa vitleysingunum sem eru að fara hamförum á kommentakerfinu þessa dagana. Þetta eru neblega vinir mínir þær Bryn og Louísa. Not to worry, þær eru ekki að leggja mig í einelti, við erum í raun voða góðir vinir and I give as good as I get.
Við höfum þekkst lengi, það er meðal annars þeim að þakka að MH árin voru bestu ár ævi minnar. En það verður að viðurkennast að samskiptarmáti okkar getur verið svolítið brútal, svona fyrir utanað komandi.

Sambandi okkar held ég að verði hvað best lýst með þessum orðum.

You're my friend

When you are sad ...
I'll get you drunk and help you plot revenge against the sorry bastard who made you sad

When tou are scared...
I will take the piss out of you for it every chance I get

When you're confused...
I will use little words to explain it to youre dumb ass

When you are sick...
Stay away from me til you are well again. I dont want whatever you've got

When you smile...
I'll know you finaly got laid

When you fall down...
I will point and laugh at you

Because you are my friend,
you lucky lucky bastard!

Þetta er náttúruleg klipt, skorið og stolið but you get my drift.

Jæja er þetta nóg fyrir ykkur...?

mánudagur, febrúar 21, 2005

Svo voðalega, voðalega svöng :(

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Vorið er að koma.

How do I know this?
Áðan í göngutúrnum mínum sá ég krókusa og páskaliljur vera að stinga sér uppúr jörðinni.
Og svo er ég að fá freknur á nefið :)

Heimilisofbeldi

Ég kýldi köttin minn... óvart.

Mig vantar svo einhvern til að röfla í

Það var það besta við að búa með einhverjum, að getað röflað saman yfir fáránlegu sjónvarpsefni og heimsmálunum. Í gær tildæmis var Bold and the beutiefull í sjónavarpinu í gær og One tree hill seinna um kvöldið og mig langaði mest til að æla yfir fáránleikanum í þessu öllu saman. Hvers vegna að eyða peningum í þetta rusl þegar miljónir svelta úti í heimi???
Upphaflega ástæðan fyrir þessu bloggi var að koma svonalöguðu frá sér á snyrtilegann hátt en það er bara því miður ekki að virka, því ég skrifa ekki nógu hratt og svona. En svo snýst þetta líka um að fá feedback. Núna til dæmis langar mig að vita hvort Moulan Rouge fékk óskarinn og ef ekki hver þá?
O jæja, kannski er spurning um að verða almennilega tæknivæddur og fá sér skype og öpdeita msn listann sinn, og ekki er vanþörf á. En þá þarf ég líka safna kjarki og fara að tala við fólk, komast yfir síma fóbíuna og reyna að skrifa hraðar.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Þið verðið að koma oftar í heimsókn

því annars mun heimilið mitt hverfa í drasli og kötturinn með, og ekki viljiði hafa það á samviskunni ha?
Sem betur fer hringdi Snjósa í dag og kom í heimsókn í kvöld, því í þetta sinn var pleisið farið að anga, illa. Ég fór út með fjóra ruslapoka, ryksugaði og eldaði kjúkling. Til að verðlauna sjálfa mig keypti ég mér túlípana og svo leigðum við Wimbleton.
Djöfuls snildar mynd; ég meina Paul Bettany og London, hin fullkomna blanda. Nú er ég orðin mjög forvitin um tennis því ég var orðin rosalega spennt (þó vissi ég allan tíman að hann myndi vinna) en ég skyldi ekki neitt. Nýjasta planið er að eignast breskan kærasta (með sorgleg augu) sem getur boðið mér á Wimbleton kepnina sjálfa og útskyrt þetta fyrir mér.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Ég virkilega þoli ekki hvað ég er stutt!

Hamingjan..

...er að leggja sig í vinnunni með horgemlingunum, og fá að sofa korteri lengur en venjulega.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Hei

Það er komið svona nýtt dót á síðuna mína. Hvernig skyldi það hafa komist þangað?

Afhverju..

..eru allir sætu strákarnir fastir inni í sjónvarpinu?
Mikið djöfull langar mig í eldri bræður, lífið myndi öruglega vera mun meira spennandi fyrir vikið.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Meistarar

Ég verð að viðurkenna að ég geri lítið af því lesa tilkynningar frá háskólanum sem ekki koma mér við, en þessi vakti athygli mína.
Haldið ekki að Hlynur stóri frændi minn sé að fara að verja masterinn sinn. Ég er voða stollt. Reyndar hefur hann alltaf verið meistari í mínum augum en það er gaman að fá þetta svona á pappír.
Annars var ég að hugsa um að mæta og horfa á, en ég er hætt við. Það er öruglega bara stressandi fyrir hann að hafa mig þarna haldandi fyrir eyrun og með lokuð augun.
Ég meika ekki fjölskylduna mína á opinberum vetvangi, ekkert illa meint, bara mínar sálfæðilegu flækjur.
Ég syng bara fyrir hann á útskriftinni í staðin.

Djöfuls æðibunugangur í tímanum.

Einn og hálfur mánuður!!!!!
það er einn og hálfur mánuður búinn af árinu! Hvar hef ég verið? hvað var ég eiginlega að gera???
Háskólinn er byrjaður að auglýsa prófkvíðastjórnunar námskeið og ég er varla byrjuð að líta í bók! Með þessu áframhaldi kem ég til með að þurfa á svona námskeiði að halda.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Þrír tímar eftir af deginum

...og ég er allveg að verða búin, næstum. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé gott, en þetta er allavega að verða búið. Nú á ég bara eftir að gera einn fyrirlestur fyrir klukkan níu í fyrramálið og fara í bað og velja sæt föt, því ég ætla að heimsækja sæta lækninn á morgun kl 14:20. Ég geri ekki ráð fyrir miklum svefni í nótt.
Ég verð rosalega fegin kl 15 á morgun þegar þessu er lokið, eða ekki lokið því þá fer ég náttúrulega að læra meira, eða þannig.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Ég er ömurlegur námsmaður *grát

Afhverju geri ég þetta alltaf?
Ég er bara búin að hafa tvær vikur í að skrifa ritgerð sem á að skila á morgun og ég byrjaði á henni á föstudaginn. Svo gerði ég ekkert í gær og surprise surprise ekkert í dag. Eða jú ég lá í rúminu með tölvuna í fanginu og skjalið opið fyrir framan mig. Ein málsgrein, ein!!! Oh þetta er svo leiðinlegt, svo leiðinlegt. Og ekki læri ég, nei nei þetta er alltaf svona og verður alltaf svona. Guð hjálpi mér þegar kemur að B.A ritgerðinni.

*sniff

Og svo er mér illt í eyranu.

Æ já

Þar sem ég er síma laus sem stendur, (af því ég veit ekki hvar hann er og ef einhver veit um hann þá má sá hinn sami gjarnan segja mér frá því) þá er ég með pabba síma í láni 8955876.

Ég elska kórinn minn

Fátt er betra í lok góðs dags en að skríða undir sæng í hreinu rúmi í jólanáttkjólnum, með kettinum sínum. Já þessi dagur var góður. Reyndar gekk ansi margt á afturfótunum en það þýðir bara að hið góða var MJÖG gott, og allt var það þessum stórkostlega kór að þakka.
Kórinn minn var neblega með stórkostlega tónleika í dag og ekki einn heldur tvo. Við ykkur sem ekki keyptuð miða vil ég segja, in the best possible way, Kjánar! því þið misstuð af einstakri upplifun, og ég er ekki að reyna að vera fyndin. Ég ákvað að vera skynsöm og syngja bara á öðrum tónleikunum vegna raddleysi og svo hefur hægri fóturinn á mér ákveðið að eldast skyndilega um u.þ.b 60 ár svo ég ákvað að ofbjóða honum ekki greyinu með því að standa í tvisvar sinnum 40 mín. Skynsemin upp máluð. Ég sat því aftast, titrandi stressuð fyrir þeirra hönd og horfði á.
Ok ég skal allveg viðurkenna að fyrri tónleikarnir voru kannski ekki frábærir (svona rétt sluppu fyrir horn) en þeir seinni, ó mæ god þeir seinni voru svo góðið að m.a.s Pabba mínum fannst gaman, and that is saying something. Það er yndisleg tilfinning þegar eitthvað sem maður hefur unnið að svona lengi, bara virkar svona fullkomlega! Ef þið eruð farin að sjá eftir að hafa ekki komið þá skuluð þið ekki hafa áhyggjur, ég get reddað ykkur upptöku.
Það var eithvað um þetta leiti sem skynsemin fór halloka (eða eikvað) fyrir sæluvímunni sem fylgir vel hepnuðum tónleikum. Eftir tónleikana fórum við á Broadway og fengum okkur að borða og drekka, aðalega drekka eins og kórnum mínum einum er lagið, en það var líka sungið og ég söng með. Skynsemin sagði mér " Anna nú ert þú búin að missa af tveimur söngtímum í röð vegna raddleisis, ekki syngja með" hin hliðin á mér sem kviknar á eingöngu þegar kórinn fer að djamma og ég held að hljóti að búa í vistra heila hvelinu, hélt áfram að syngja.
Það var þessi sama hlið sem ákvað að labba niðrí bæ á lösnum fæti og lét mig fara að dansa þegar þangað var komið,en þó ekki fyrr en ég var búin að taka tvö staup af brennuvíni! thank you I'm very proud :). Skynsemin náði svo aftur yfirhöndinni um kl 2 þegar ég var komin með í bakið af því að dansa þetta einhæfa spor sem sem ég gat dansað án þess að verða illt í fætinum og þá fór ég heim.
Eða ég reyndi að komast heim. Þegar ég var komin í leigubílinn stakk ég af rælni höndinni í kápuvasan og uppgvötvaði þá að ég var ekki með lykilin minn. Þennan lykil hafði móðir mín fært mér fyrr um kvöldið, því mér hafði tekist að gleyma töskunni minni heima hjá kynbombunni. Í þessari tösku eru; síminn, lyklarnir og hálsbrjóstsykur og nef sprey (bæði eithvað sem ég vildi gjarnan hafa við hendina núna), sem betur fer var ég með peninga veskið í vasanum. Þegar ég hafði lofað honum að ég myndi ekki stinga af fékk ég að sökkva inn og leita að lyklunum, sem lágu á gólfinu undir fullu fólki og yfirhöfnunum þeirra, á meðan hann beið. Nú hélt ég aðég myndi komast heim án teljandi tíðinda en þegar ég ætlaði að fara að borga neitaði posinn í bílnum að taka kortin mín, og ég sem á fullt af pening aldrei þessu vant! Ég held samt að hann hafi ekki trúað mér þegar ég sagði honum það en hann fékkst þó til að reyna áfram þangað til það gekk.
Nú ligg ég uppi í rúmi með dúndrandi verk í löpinni og sá í hálsinum og mér er bara alveg sama, því það er langt síðan ég hef skemt mér svona vel í heilan dag. Þess vegna skrifaði ég svona mikið, því ég vil ekki gleyma honum en ég lofa að gera þetta aldrei aftur.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Ég er fallin

Já ég er búin að horfa á heilann ædol þátt.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Þetta er allavega þriggja knúsa virði

http://raus.is/i-like-you.php

The power of the media

...og Páfinn fær að fara heim.

Þetta fær mann næstum til að gleyma kjarnorkusprengjum og stríðum.
Ég verð að komast í vinnuna.
Já Kalli og Kamilla ætla að gifta sig, voða gaman. Fréttafólkið á Sky fer í kollnís af gleði yfir fréttunum og ein konan fór næstum að slefa af spenningi þegar farið var að reisa palla við hliðin á henni fyrir framan Windsor kastala.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Mistök?

Voru það mistök að nota síðustu kraftana í að fara í skólann, í tíma sem er hvort eð er tekinn upp og settur á netið?
Já eiginlega, en ég vissi það ekki þá. Stuttu eftir að ég kom heim sofnaði ég í sófanum og vaknaði með golfkúlur í staðin fyrir hálskirtla.
Ég er ekki leikskólafær og fæ þar af leiðandi ekki ekki knúsin mín sjö á morgun. Eða fjörtíu og sjö því ég reyni yfirleitt að hamstra knúsin svo þau endist mér út vikuna. Reyndar voru það þessi sömu knús sem komu mér í þessa stöðu svo það er kannski best að halda sér í ákveðinni fjarlægð, svona fyrst um sinn. En ég á eftir að sakna litlu horgemlinganna þrátt fyrir það.
En ég er að hugsa um að heimsækja lækninn minn á morgun, kannski vill hann knúsa mig?

Húrra fyrir mér og mér!

Ég fór í skólann! mér tókst það, hélt reyndar að ég myndi drepast á leiðinni heim þar sem ég skjögraði upp á hólinn minn áðann, en þetta hafðist. Er samt ekki viss um að mér sé alveg batnað því ég get svarið að kötturinn er að verða bleikur

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Plögg

Í kvöld horfði ég á fyrsta rennslið hjá kórnum mínum, af því að ég er með hálsbólgu og get ekki sungið, og þetta var magnað! magnað segi ég. Ímyndið ykkur The Lion King, Jesus Christ Suberstar, hefðbundna kóratónlist og Diddú, öllu blandað saman í eitt. Brilljant eins og Vala segir.
Ég gat ekki setið kyrr, ég hristist í sæti mínu allann tíman og brosti og hló eins og hálfviti. Þetta er svo flott, og ekki bara afþví að ég þekki verkið og fólkið, heldur af því að það er flott. Og Diddú? Diddú er bara stórkostleg, það er ekki oft sem maður fær að heyra hana syngja svona.

Verkið er í tveimur hlutum ca. 20 mín hvor og það verður væntanlega hlé á milli, en svo kemur líka höfundur verksins (alla leið frá Englandi), hann David og segir okkur svolítið um ævintýrið sem hann er að skrifa um.

Það er óðum að seljast upp á fyrri tónleikana en það er til nóg á seinni tónleikana sem byrja kl 18. Og já Tónleikarnir verða í Neskirkju á Laugardaginn.

úff ég held ég sé að verða búin að ná glaðinni úr mér, best að fara að læra.

Oj bara

Leiðarljós er svo væmið núna, ekkert nema brúðkaup og hamingjusamt fólk, ugh.
Þetta ætlar að verða hin furðulegasta pest. Ég er ekki með hita en er samt sem áður hund lasin, hund lasin. Ég veit ekkert hvernig ég á að haga mér og ég er svo hrædd um að verða veik aftur og komast þá ekki á tónleikana á laugardagin að ég þori ekki í skólann. Ekki það að ég er ekkert viss um að ég myndi komast þangað þótt ég reyndi.
Ekki gott, ekki gott.
Ég ætla samt að reyna að skrifa ritgerð í dag og druslast á æfingu í kvöld, en ég ætla EKKI að syngja, hvorki bolludagssönginn né annað!

Getum við virkilega teyst visindamönnum??

Ég var að horfa á sjónvarpið, þar voru tveir vísindamenn að leita sönnunar þess að krókódílar fyrirfynndust í Sahara eyðimörkinni:

"Vísindamaðurinn": These markings here (bendir á slóð í kring um tré) are a good indication that there are in fact chrocodiles in this area.

Önnur góð vísbending var KRÓKÓDÍLLINN sem lá á bakkanum hinum megin við ánna!!!

mánudagur, febrúar 07, 2005

Vill ekki einhver bjóða mér á Domingo tónleikana, mér finnst þessi maður svo mikið krútt.

Ég er svo hás að ég get ekki sungið þetta fyrir ykkur, en þetta er næsti bær við.

Fastelavnssangen:

Fastelavn er mit navn,
boller vil jeg have.
Hvis jeg ingen boller får,
så laver jeg ballade.

Fastelavn er mit navn
boller i min mave.
Hvis jeg ingen boller får,
så laver jeg ballade.

Nú vantar mig bara bollurnar!

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég þoli ekki að búa ein þegar ég er veik, það er enginn til að hjúkra mér og það þarf að fara út með ruslið.

Vill í alvöru enginn búa með mér í kommúnu á Hólatorginu?

Dauði og djöfull

Ég er veik, vorkennið mér.

laugardagur, febrúar 05, 2005

Draumurinn

Þetta hús ætla ég að kaupa, hver vill koma og búa með mér?

I am not happy

Ég er með hálsbólgu

föstudagur, febrúar 04, 2005

hmmm

Eitthvað er helgar planið farið að riðlast, og helgin varla byrjuð. Ég er ekki byrjuð að taka til, kötturinn er ókemdur og ég sjálf óböðuð, og vegna mikilla anna á morgun er ég ekki viss um að ég nái öllu sem ég ætlaði að gera frekar en venjulega. Það er svona að ætla sér um of.
En það er allt í lagi því á morgun fer ég í afmæli og fæ rice crispies kökur, á sunnudaginn fæ ég bollur og á mánudaginn... ja hvað ætlið þið að gera fyrir mig á mánudaginn???

p.s

eithvað

eða

eitthvað

???

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

...hvis jeg ingen boller får så laver jeg ballade.

Besti dagur ársins (hingað til) rennur upp, vonandi bjartur og fagur á mánudaginn kemur, ég er búin að láta mig hlakka til í þrjár vikur. Þessi dagur er svo skemmtilegur að hann hefur náð að tegja sig yfir heila helgi. Í tilefni af þessum merka degi ætla ég að þrífa íbúðina, kemba kettinum og kaupa mér túlípana, takið eftir ég ætlast til þess að einhver annar sjái mér fyrir bollum (í fleirtölu!). Það má gerast úti í bæ eða heima hjá mér, (mér er allveg sama), ég á meira að segja kaffibolla!

Í kvöld hitti ég Louísu mína aftur eftir of langa fjarveru, hjarta mitt er helmingi léttara. Hún er hér með komin í ferðabann (a.m.k í meira en viku í senn).
Aðrar gleði fréttir: í dag sá ég í fyrsta skipti í ár míni páskaegg frá nóa siríus.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Bara svo ég finni þetta aftur

Stjörnuspá II

22. nóvember - 21. desember
Nýttu tækifæri sem gefast til þess að bæta sambandið við systkini, nágranna og vini. Það er engu líkara en að fólki líki betur við þig núna. !!!!
mbl.is

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu.

Draumfarir

Í nótt dreymdi mig að ég væri að fara að skila BA ritgerðinni minni. Ég var meira að segja búin að fá bráðabirgðar einkunn, 8.40 (veit ekki einusinni hvort það er hægt) en hafði möguleika á að hækka mig upp í 9 með smávæginlegum lagfæringum. Þetta var æðislegt 30 og eitthvað blaðsíður skrifaðar af mér með fallegum myndum og... ég veit ekkert um hvað hún var. Ég var alltaf að reyna að lesa titlinn en ég var svo þreytt að ég skildi hann ekki.
Djöfull, það hefði verið æði að hafa einhvarja hugmynd um hvað ég á að skrifa. Ég gett ekki einusinni komið með uppkast af tveggja blaðsíðna ritgerð um stjórnarfarið í Danmörku, hvað þá annað.
Djöfull, djöfull, djöfull, það er ekki einusinni hægt að hugga sig við súkkulaði eftir svona draum.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Okkur Njáli þykir gott að kúra á morgnanna...of gott. Þetta endalausa kúr er nefnilega að valda því að ég er alltaf of sein. Sein í strætó, sein í skólann, sein í vinnuna, sein í allt. Þrátt fyrir tvær vekjaraklukkur og nagandi samviskubit tekst mér ekki að hafa mig á fætur á morgnanna. Þess vegna langar mig að biðja ykkur kæru lesendur um greiða.
Ef skyldi vera að það leyndust á meðal ykkar morgunhanar sem af einhverri ástæðu leiðist á morgnanna hvernig væri þá að drepa tíman með því að vekja mig.
Vakningin getur verið í formi sms sendinga, símtala eða jafnvel bara koma hem til mín og draga mig fram úr rúminu.

Skal fara fram sem hér segir:
Mán: kl 10
þrið: kl 9
mið: kl 10
fim: kl 7:50
föst: kl 8:30
helgar...jaa svona milli tíu og ellefu

Með fyrirfram þökk. Anna