sunnudagur, desember 31, 2006

Jólin mín

Jæja þetta voru nú aldeilis indælis ágætis jól. Reyndar var tvisvar sinnum meira að gera hjá mér en oft áður sem er allveg í samhengi við það hversu vandlega mér tókst að flækja líf mitt um síðustu jól, in a good way. Ég kýs að þakka mínum einstöku hæfileikum í kæruleisi (þeim sömu og valda því að einhvernvegin vinn ég alltaf öll verkefni nóttina fyrir skil) fyrir það að ég fékk ekki taugaáfall yfir öllu sem átti eftir að gera og gerðu mér kleift að segja fokk á prófin tveimur dögum fyrir jól og leyfði mér að dunda mér í pakkapökkun og rjúpnaflettingum.
Ég segi það ekki að það komu öðru hvoru augnablik þar sem mér fannst að mætti allveg bæta eins og tveimur tímum í sólahringin, t.d þegar ég var að blása á mér hárið kl korter í sex á aðfangadagskvöld. Átti þá eftir að setja á mig maskara og koma mér yfir í næstu götu þar sem ég ætlaði mér að vera þegar klukkurnar hringdu.
Ég náði þessu nú svosem öllu saman en nú hef ég líka lært hvernig ég vil hafa hlutina í framtíðinni og hvernig á að fara af því.
Sjáið til kæruleysinu fylgir alltaf einhver fórnarkostnaður og það finnst mér miður. Til dæmis allar heimsóknirnar sem ég fór ekki í og fólkið sem mér tókst ekki að hitta. Hvað þá allt dótið sem ég ætlaði pakka niður og flytja út í íbúðina. Svo við minnumst nú ekki á prófin mín, sem viðrast nú ekki ætla að bera stóran skaða af.
Mér finnst hund fúllt að þurfa alltaf að fara snemma heim þegar ég er á íslandi því ég þarf alltaf að vera að gera eithvað annað á sama tíma og að þurfa að flýta sér á fjóra staði á einum degi því maður hefur ekki fjóra daga til þess.
Þess vegna hef ég tekið ákvörðun. Ég kem ekki til Ísland aftur með lærdómin hangandi yfir hausnum á mér. Aldrei framar mun skólabók laumast með í farangrinum. Um næstu jól verð ég búin að læra allt sem þarf að læra þegar ég kem heim, annas kem ég bara aðeins seinna heim (nei ég ætla ekki að eyða næstu jólum í Danmörku). Jólagjöfum verður sömuleiðis reddað fyrir heimkomu og ég ætla bara að fara einusinni í verslunarmiðstöð fyir jól. Og hana nú!
Næstu jól fara s.s í að baka rúsínukökur, pakka inn jóla gjöfum og alment að hangsast án samviskubits.

Nú gæti einhver sagt, noh þetta er nú aldeilis áramótaheit í lagi, en nei þar skjátlast ykkur. Þetta var bara ákvörðun, tekin á mjög yfirveguðu augnabliki á Tommahamborgurum fyrir jól. Áramótaheitið mitt er neblega allt annað, það er að muna eftir að ganga frá hnífapörunum í skúfuna þegar ég er búin að vaska þau upp.

Gleðilegt ár.

laugardagur, desember 23, 2006

fimmtudagur, desember 14, 2006

Mest kúl afmælisdagur ever!Þær stóðu bara þarna fyrir utan dyrnar þegar ég kom heim í gærkvöldi.


Fallegurstu rósir í heimi.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Ammlídag

Í nótt kom Giljagaur til byggða og í dag er ég 25 ára. En, þar sem jólasveinninn gefur ekki í skóinn í Danmörku og afmælisgjöfin mín er á Íslandi hef ég ákveðið að vera bara 24 aðeins lengur og eiga bara afmæli þegar ég kem heim. Í dag ætla ég að þrífa og ganga frá fyrir heimferð, blasta jólalög Baggalúts, fara í sturtu, kaupa jólagjöf og jú reyndar halda smá afmælis fögnuð með dönum, sem fer þó óðum fækkandi. Ágætis plan held ég bara.

Fyrir þá sem eru forvitnir um að vita hvernig aldurinn hefur farið með mig birti ég hér mynd sem var tekin fyrir tveimur dögum:ps. eftir meiriháttar verslunarhelgi er ég loksins komin með vísi að almennilegum óskalista, á honum eru meðal annars;

Flott náttföt
Púsl
Svartar ermar
Augnskuggadót
Peysur og bolir
Svartir hælaskór
Dömuveski

Ég hefði greinilega átt að fara fyrr í bæinn.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Óskarlisti

Eins og venjulega um þetta leiti árs hef ég verið að dunda mér við gerð lista yfir það sem mig langar í í jóla og afmælisgjöf. Ég á neblega afmæli í næstu viku og svo eru jólin að koma og svona óskalistar hafa svínvirkað síðustu árin.
Ég veit ekki allveg hvað gerst hefur í ár en þegar ég leit yfir listann áðan tók ég eftir að það sem átti að vera hress og skemmtilegur jólagjafa listi, með lúksus dóti sem maður kaupir sér ekki sjálfur og öðrum þess konar óþarfa, er orðin að innkaupalista fyrir framtíðina.
Á þessum lista eru aðalega hlutir sem vantar inná heimilið, stórir sem smáir, auk hluta sem mig dreymir um að eignast einhvertíman í framtíðinni (sumt í mjög fjarlægri framtíð).

Hlýtt, stórt ullarteppi í sauðalitunum
Förðunarpensla + augnskugga
iLife 06 pakka í tölvuna
Kúl pottaleppa
Bókina viltu vinna miljarð
OXO dót
Litla ferðatösku
Tivoli útvarp sem gengur fyrir batterí og er hægt að tengja iPod við.
Jólabókina
Ísland í aldanna rás, nýju
Dúk á borðið (hvítan, úr IKEA t.d)
Stórt baðkar (svona frístandandi, sporöskju laga)
Þvottavél
Vegghanka fyrir viskustyki
Mjög hýja, fyrirferðalitla peysu sem skal notast undir kápur
Kökukefli
Bókahillu

Ég geri semsagt ekki ráð fyrir að að sjá mest af þessu undir jólatrénu í ár, en mun mjög líklega taka listann með mér í IKEA fljótlega eftir áramót og redda þessu ódýrasta.

laugardagur, desember 02, 2006

Problems, problems

Ég stend frammi fyrir áður gjörsamlega óþekktu vandamáli. Sjáið til mig hlakkar til að fara að læra fyrir próf. Ekki bara vegna þess að prófalestri fylgir jólaskap og kertalykt, heldur aðalega vegna þess að ég virkilega hlakka til að fræðast meira og betur um efnið sem ég er að fara að taka prófið í, mjög skrítin tilfinning.
Þetta er þó ekki vandamálið.
Vandamálið felst í því að áður en ég tek það próf þarf ég að taka annað próf sem er langt frá því að vera úr skemmtilegu efni. Það er reyndar beinlínis leiðinlegt. Þessi leiðindi felast þó væntanlega helst í því að ég skil efnið ekki eins vel og í hinu faginu. Þess vegna þarf ég líka að nota extra tíma í það fag og get ekki leift mér að dunda mér við að læra hitt fagið utanað að gamni mínu. Þannig að nú sit ég og horfi á textan sem ég á að vera að lesa, en læt mig dreyma um þykku möppuna mína með öllu þessu skemmtilega sem mig langar til að skoða.

Ó ég á svo erfitt

föstudagur, desember 01, 2006

1. desember

12 dagar í afmælið mitt.
13 dagar í heimkomu.