Íbúðin mín er að fara í pössun um helgina. Ungherra Sigurðson ætlar að taka að sér að dvelja hér á meðan ég er í köben og klappa kettinum og svoleiðis. Þessi ráðahagur hefur leitt af sér gífurlega tiltekt, því þó að það sé alkunna að ég er sóði og hef mjög háann draslþröskuld óska ég engum þess að búa í mínum skít. Hef þess vegna ráðist í stóraðgerðir cleaningwise, þreif m.a.s eldhúsinnréttinguna sem var svosem ekki vanþörf á, þannig að ég er búin með jólahreingerninguna, húrra.
Nú þarf ég bara að lesa eina skáldsögu, tugi blaðagreina og skrifa eina ritgerð og þá er ég tilbúin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli