Ég er komin með yfirdráttar heimild. Já nú var ekki lengur hjá því komist að verða maður með mönnum og ná sér í svoleiðis. Það kemur reyndar ekki til af góðu þar sem ég þurfti að taka námslán til að lifa af árið. Ástæðan fyrir því að ég er einmitt á netinu núna er sú að ég þarf að athuga nákvæmlega hversu miklum péningum ég er búin að eyða það sem af er mánuðinum.
Ég tók neblega þá skynsamlegu ákvörðun að skrá mig í dönsku til 30 ein. sem kemur svo í ljós er áræðinlega dýrasta fagið í öllum háskólanum, bókalega séð. Ekki bætir það stöðuna að ég keypti náttúrulega vitlausa bók í einu fagi og get ekki skipt henni því ég fattaði það ekki fyrr en ég var búin að merkja mér hana, 5000 kall farinn þar, arrg. Sé samt ekki eftir valinu því námið er voða krúttlegt og sætt, næstum eins og að vera kominn í menntaskóla aftur.
Annars er skólinn voða fínn, fyrir utan gærdaginn þegar ég ákvað að fara á flottu, ónýtu, HÁHÆLUÐU stígvélunum mínum og pilsi, og fór svo labbandi í skólann. Mistök sem ég geri ekki aftur.
"Afhverju?" spyrja þá sumir "afhverju fór hún Anna yfirmátaskynsamaíklæðavali eins og puntudúkka í skólann?". "Æi" svarar hún þá "það voru allar hinar stelpurnar eitthvað svo fínar í pilsunum sínum að mig langaði að prófa líka og ég átti ekki aðra skó sem pössuðu við pilsið"
Heyriði þetta! "allar hinar" það virðist vera að HÍ sé að takast það sem barnaskólanum, gagnfræðaskólanum og menntaskólanum tókst ekki...fá mig til þess að vilja vera eins og allir hinir. En örvæntið ekki reynsla gærdagsins hefur sýnt mér að "allir hinir" eru ekki svarið, ó nei. Svartir, FLATBOTNA, Camperskór eru svarið. Best að athuga með yfirdráttinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli