mánudagur, desember 31, 2007

Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka...sem betur fer.

Einhvernvegin svona er kveðjan sem við Hákon skrifuðum á stóru ragettuna sem við ætlum að sprengja klukkan 23:59 í kvöld til að kveðja þetta pain in the arse ár sem nú er að líða. Ekki veit ég hvern við móðguðum svona svakalega um síðustu áramót en þetta ár hafa vart tvær vikur liðið án þess að eitthvað slæmt gerist. Þessar hörmungar afa verið af ýmsum toga, og sér svo sem ekki fyrir afleiðingar margra þeirra en fyrir forvitna kemur hér stutt og alls ekki tæmandi samantekt (ath þetta er það sem var minnst hræðilegt).
  • Ísskápurinn bilaði
  • Ísskápurinn dó
  • Eldhúsveggurinn myglaði
  • Það var keyrt yfir hjólið mitt og það beyglaðist
  • Hjólið mitt gafst upp og dó (eftir að ég var búin að borga fyrir að gera við það!!!!)
  • Gamla tölvan mín dó
  • Nýja tölvan mín bilaði (og er enn)
  • Bíllin sem við vorum á í sumar bræddi úr sér uppá heiði, við vorum í honum at the time.
  • Það var keyrt á næsta bíl sem við fengum og Hákon rétt slapp við að verða á milli.
  • Svo voru það náttúrulega samantkin ráð hinna og þessara stofnanna af hafa af okkur peninga.

Það hefði svo sem ekki verið svo slæmt ef þessi óheppni hefði takmarkast við okkur en okkar nánustu hafa líka fengið að kenna á því, svo ég vil ekki heyra neitt um að við höfum þó allavega heilsuna og bla bla bla. Persónulega er ég bara fegin að allir sluppu lifandi.

Það gerðist nú samt eitthvað gott, þó það týnist svolítið í myrkrinu. Við Hákon bjuggum saman í heilt ár og tókst bara ágætlega upp, erum m.a.s. að hugsa um að halda því bara áfram. Hitt sem er samt merkilegast að þrátt fyrir óheppnina þá tókst okkur Rannvigu að skrifa og skila BA ritgerð án nokkrs drama sem er nú bara ekkert sjálfgefið miðað við þær sögur sem ég hef heyrt.

Allavega...

Áramóta heiti næsta árs er því að hafa lista yfir góða atburði lengri nærsta gamlársdag (og helst stytta þann slæma, er samt ekkert skilyrði) og ég er strax farinn að plana hvernig ég ætla að gera það.

Gleðilegt nýtt ár.

mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg jól

Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.
Á sjálfa jólanóttina,
-sagan hermir frá,
- á strák sínum þeir sátu
og störðu ljósin á.
Svo tíndust þeir í burtu,
-það tók þá frost og snjór.
Á Þrettándanum síðasti
sveinstaulinn fór.

laugardagur, desember 22, 2007

Komin heim. Hákon er símalaus svo þeir sem vilja ná í hann hringið í min, 8995876.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Í dag skilaði ég BA ritgerðinni minni.
Á morgun kem ég heim.

Ágætis árangur held ég bara.


Þegar ég segi ég, þá meina ég náttúrulega ég og Rannveig annarsvegar og ég og Hákon hinsvegar.

mánudagur, desember 17, 2007

Búin að taka flottu náttfötin út af óskalistanum því ég fór í gær og kuffti mér tvenn svoleiðis í Magasín.

17. des - 4 dagar í heimkomu

Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.

Jóhannes úr Kötlum.

Fylgdi mömmu á flugvöllinn áðan og komst að því að stór hluti jólastemningarinnar minnar er að fara á Kastrúp fyrir jólin. Hvað geri ég þegar við verðum flutt heim?

sunnudagur, desember 16, 2007

Pottaskefill

Sá fimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
-Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.
Þau ruku’upp, til að gá
að hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

föstudagur, desember 14, 2007

10 dagar til jóla, vika í heimkomu.

Stúfur hét sá þriðju,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar

Jóhannes úr Kötlum

Stúfur setti einmitt nýjar myndir í myndaalbúmið.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Ammilið mitt, 11 dagar til jóla.

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
-Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.

Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

Jóhannes úr Kötlum

Uppáhals jólasveinninn minn kom í nótt, en hann var svo bissí í nótt að hann kemst ekki til mín fyrr er í kvöld. Þangað til ætla ég að baka köku, og fara út að borða. Ég fékk líka morgunmat í rúmið og bolta í afmælisgjöf. Snilld að eiga svona kærasta á afmælinu sínu.

miðvikudagur, desember 12, 2007

12 dagar til jóla

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.

Jóhannes úr Kötlum

Jóla undirbúningur er kominn vel á veg á Caprivej, þó að stekkjastaur hafi ekki komið við hjá okkur í nótt en ég ber miklar vonir við giljagaur sem hefur alltaf verið mér mjög gjafmildur). Ég er búin að skreyta, baka piparkökur og skrifa jólakortin sem fara í póst í dag (sorry þeir sem ekki náðu að panta kort hjá okkur, þið verðið bara að lesa bloggið á aðfangadag). Við erum líka búin að pakka inn gjöfunum sem við keyptum og blasta jólalög Baggalúts og Ladda.
Svo er blessuð ritgerðin alveg, alveg alveg að verða búin og
ef ekkert kemur uppá verðum við búnar að skila í byrjun næstu viku en ekki segja neinum svo það jinxist ekki.



miðvikudagur, desember 05, 2007

Jólakort

Sit heima, hlusta á Harry Potter á dönsku og föndra jólakort. Gasalega huggulegt.

Hver vill fá jólakort frá okkur i ár? Rétt upp hönd.

mánudagur, desember 03, 2007

Óskalisti.

Ég á afmæli eftir 10 daga, vei! Af því tilefni var ég beðin um að gera óskalista eins og ég hef gert á hverju ári. Ég var því að fara yfir óskalistann minn frá því í fyrra og gladdist óskaplega yfir því hvað það marg borgar sig að gera svona lista. Ég fekk nefnilega meirilutann af því sem var á honum, og vel það. Ég mun t.d aldrei þurfa að kaupa mér augnskugga framar.

Allavega, það er kominn nýr listi hér til hliðar, sem ég mæli með að þið (pabbi og mamma aðalega sko) lítið yfir.

Hvað langar ykkur í?

laugardagur, desember 01, 2007

Við fórum í bæinn í dag til að kaupa jólagjafir. Ákváðum að vera snemma í því í ár því restin af máuðinum verður meira eða minna helgaður prófum og ritgerðasmíð. Fórum af stað snemma til að koma sem mestu í verk og komum heim kl fimm með heila eina jólagjöf og slatta af smádóti handa okkur sjálfum.

Geri ráð fyrir að við þurfum að fara aftur.

föstudagur, nóvember 30, 2007

Sit á bókasafninu í KUA. Við hliðina á mér situr maður með tyggjó sem hann hefur mikla unun af að smjatta á. Ekki tyggja, smjatta...hátt. Á móti mér er kona sem hefur einhverntíman nefbrotnað því það er svo mikill hávaði úr nefinu á henni á þegar hún andar.

Þá er nú gott vera nýbúin að kaupa sér áskrift á Tónlist.is og geta setið með jólatónlist í eyrunum á meðan maður lærir í staðin fyrir umhverfishávaða.

laugardagur, nóvember 24, 2007

Operation jólin 2007

Kaupmannahöfn er þessa daganna að draga djúpt að sér andann áður en jólin byrja. Jólin byrja nefnilega stax í desember í Danmörku og jólakrautið löngu komið í búðir. Á Caprivej var jólaundirbúningnum startað í þessari viku, með því að byrja á að hlusta á Jól og blíðu og föndra jólaskraut.
Það kom nefnilega í ljós í vikunni að framkvæmdirnar sem áttu að fara í gang í des frestast fram í janúar svo okkur er óhætt að sleppa okkur í jólaheitum og það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Ég hef nefnilega alltaf verið að flýta mér svo mikið heim að hitta suma að ég hef aldrei notið þess að halda jól í Danmörku áður. En afþví að þessir sumir eru einmitt hér hjá mér núna þá ættla ég sko að missa mig í jólagleðinni.
Annað sem við erum líka byrjuð að undirbúa er jólaferðin heim. Við höfum nefnilega rosalega lítinn tíma svo nú gildir að vera vel skipurlagður. Við erum búin að skipta helstu hátíðisdögum bróðurlega milli fjölskyldna og allt lítu út fyrir að við náum að láta sá okkur í flestum boðum og svona, ef ekkert bætist við. Aðrir verða að láta vita með fyrirvara ef þer vilja hitta okkur því trust me svona heimsókn verður að vera vel plönuð því annars fer allt í vitleysu.

....bar´ef jólin væru aðeins lengur en hve gaman væri þá....

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Það var að renna upp fyrir mér hvað facebook er virkilega stórt apparat og nú fyllist ég skyndilegri þörf til að fara og fela mig einhverstaðar.

mánudagur, nóvember 19, 2007

búhúhú (mjög mikið ekki fyrir viðkvæma)

Ég er lasin.

Mest ógeðslega lasin sem hægt er að vera því ég er með gubbupest. Þetta er alltaf jafn mikið áfall fyrir mig því gubba ekki nema einu sinni á fimm ára fresti, en það er reyndar bara þrjóskunni að þakka.
Þess vegna verð ég alltaf gífurlega hissa þear ég ræð ekki við neitt og ligg allt í einu stinnjandi á baðherbergisgólfinu og er lengi að jafna mig bæði andlega og líkamlega á eftir. Aumingja Hákon skildi ekkert í þessu enda ekki vanur því að sjá svona rosaleg viðbrögð við smá magakveisu. Hann er náttúrulega alvanur þeim sjálfur því hann fær alltaf í magann ef hann fær kvef og þó hann gubbi sodlið hátt þá er hann ekki þurftafrekur á meðan á þeim stendur. Þarf bara smá hrísgrjón og rúm til að liggja í og verður voða glaður ef ég nenni að strjúka á honum bakið.
Ég aftur á móti emja og væli, heimta grænan frostpinna og goslaust vatn
(vatnið úr krananum er ógeðslegt og við eigum bara sótavatn sem ég er búin að vera að hræra gosið úr í allann dag og það tekur ósköp langann tíma). Þar að auki finnst mér allveg ómögulegt að hér sé engin mamma eða pabbi til að redda mér kóki og videó. Hákon er neblega í skólanum að vinna með einhverjum strákum sem eru ekki veikir, eitthvað sem undir venjulegum kringumstæðum væri bara hið besta mál en mér finnst ákúrat núna vera algjör óþarfi.

Update: Á meðan þetta var skrifað breyttist gubbupestin í hita og beinverki. Aumingja Hákon.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Gluggapússerí

Á Caprivej var jólahreingerningin tekin snemma í ár. Það á sér aðalega 3 ástæður,
1. það var virkilega komin tími á þrif,
2. íbúðin verður væntanlega í rúst í desember sökum framkvæmda
3. við vorum í stuði.
Jólahreingerning (og vorhreingerningin reyndar líka) hjá mér felst aðalega í því að þvo gluggana, svona fyrir utan basic þrif og ég er semsagt búin að vera að dunda mér við það í dag.
Ég hef oft þrifið glugga áður en þetta skiptið var í fyrsta skipti sem ég upplifi svona "vá það sést út um gluggana tilfinningu" á eftir. Ég man alltaf eftir því að nágranna kona mín þégar ég var barn sagði þetta oft þegar hún var búin að þvo glugana sína en ég skildi aldrei hvað hún meinti með þessu, því ég gat alltaf séð mjög vel út um gluggana hennar, og inn um þá líka ef því er að skipta.
Nú er s.s spurningin, er ég orðin það fullorðin að gluggapúss er mér orðið svona mikið hjartans mál, eða voru gluggarnir okkar bara orðnir svona skítugir?
......................

Annars er ég orðin hættulega dönsk, ég keypti jólapappír á laugardagin í Nettó og það var bara 10. nóv!

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Facebook

Fecebook er opinberlega búin að lýsa því yfir að við Hákon erum í sambandi.
Mér líður miklu betur.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Dramatík á Amager

Á sunnudagsköldið fórum við í göngutúr um hverfið. Ég vil taka það fram að við teljum okkur búa í mjög öruggu hverfi þar sem það eina sem þarf að varast er gamalt fólk á mótorhjólum. Við vorum s.s að ganga hjá öðrum af tveimur kirkjugörðum sem eru hérna rétt hjá okkur (það þarf að vera nóg pláss fyrir gamlafólkið sko) þegar við heyrum hróp og köll. Þeir sem kölluðu voru karlamenn og þeir voru reiðir.
Stuttu seinna sjáum við hvar tveir menn koma hlaupandi á flótta undan þeim þriðja. Þeir reyndu að komast inn í kirkjugarðinn en þegar það tókst ekki gáfu þeir í í áttina að okkur og hlupu inn í sitthvora hliðargötuna og hurfu úr augsýn. Sá sem var á eftir þeim misti þar með sjónar á þeim og stoppaði nógu nálægt okkur til að við sáum blika á stóra hnífinn sem hann var með í hendinni. Þegar hann svo hélt áfram ákváðum við að halda líka áfram í hina áttina.
Þegar við vorum nýlögð keyrði sendiferðabíll fullur af grimmdalegum mönnum fram hjá okkur. Þessir menn skimuðu illilega út um gluggana og voru greinilega að leita að mönnunum sem við höfðum séð áður.
Nú var mér eiginlega nóg boðið og við ákváðum að koma okkur bara stisstu leiðina heim, en dramað var ekki búið. Þegar við vorum að nálgast hliðið á kirkjugarðinum heyrðum við heilmkið trammp og hlaup og útúr myrkrinu í garðinum birtist hópur manna, allavega 12-15 stykki, sem greinilega hafði tekist að fela sig þar. Þeir stukku yfir grindverkið og hlupu á móts við strætó sem átti leið þar hjá. Strætó hleypti þeim inn og ég held að einn þeirra hafi rekið raunir sínar fyrr bílstjóranum,því ekki borguðu þeir fyrir farið og þegar hann hafði lokð máli sínu með miklu handapati klappaði bílstjórinn honum a öxlina og keyrði af stað en við horfðum ogft yfir öxlina á okkur á meðan við gengum vel upplýstu leiðina heim.

..............................

Annað og ómerkilegra: var að setja inn nýjar myndir.

sunnudagur, október 28, 2007

Vetrartími

Í dag er uppáhalds dagurinn minn í Danmörku, í nótt byrjaði vetrartíminn. Þá seinkar klukkunni um 1 klst og maður getur sofið út og vaknað snemma á sama tíma. Mjög huggulegt.

þriðjudagur, október 23, 2007

Ó mæ

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1298523



logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Mummitrollet
Du er Mummitrollet! Du er veldig nysgjerrig. Du får ofte nye venner og drar gjerne ut på eventyr.
Ta denne quizen på Start.no

fimmtudagur, október 18, 2007

Gestir

Það besta við að fá gesti er að þá getur maður orðið túristi aftur í smá stund. Þá get ég farið í bæinn á hverjum degi, farið í dýrar búðir og skoðað dýrt dót, og farið oft á kaffihús og út að borða. Það var sérstaklega frábært í þetta skipti því líf okkar er búið að vera sérstaklega (og yndislega) hversdagslegt síðan við komum aftur og tilbreytingin þess vegna vel þegin. Það eina er að maður er soldið lengi að trappa sig niður eftir að hafa haft það svona gott, og þá er nú gott að vera í fríi.
Í Danmörku er núna opinbert haustfrí og þá fara skólarnir í frí og við líka. Reyndar er ég eiginlega alltaf í fríi því ég er bara í skólanum einusinni í viku. Hákon er hins vegar í allvöru fríi svo við erum basicly búin að liggja í rúminu síðan á þriðjudaginn. Við erum reyndar búin að viðra okkur á hverjum degi en að öðru leiti er allt aktevítet búið að vera í algjöru lágmarki.
Það kom okkur reyndar í koll í gær þegar vatns kallinn kom að lesa af mælunum og íbúðin var í rúst. En þá gerir maður bara það eina sem hægt er að gera í stöðunni; sendir Hákon fram að taka á móti honum, felur sig undir sænginni og þakkar fyrir að það verður ekki lesið af mælunum aftur fyrr en eftir ár.

mánudagur, október 08, 2007

Udflugts dagar

Í gær var fyrsti sunnudagurinn í mánuðinum, þá eru allar búðir sem eru venjulega ekki opnar á sunnudögum (s.s allar búðir) opnar. Þetta eru miklir dýrðar dagar og við ákváðum að nýta daginn og hjóla út í Feelds. Þar með slógum við tvær flugur í einu höggi, fórum í skoðunarferð um Amager (og uppfylltum þar með skilyrði udflugts daga, að fara út og skoða eitthvað einusinni í viku) og nýttum sunnudagsopnunina, sem er orðið svo innprenntað í mann (að m.a.s mér, sem aldrei fer í aðrar búðir en Nettó) líður illa ef ég fer ekki að versla.
Í þessari ferð gerðist tvennt markvert. Í fyrsta lagi þá datt ég af hjólinu, eithvað sem hefur ekki gerst síðan ég var tíu ára. Við vorum að hjóla og ég var að benda Hákoni á sérlega ljótar byggingar og sleppti annari hendi af stýrinu. Þá lærði ég það að ég get alls ekki hjólað með annari hendi, því ég hjólaði snarlega utan í kanntinn sem var ákkúrat nógu hár til þess að ég gat ekki hjólað uppá hann. Svo ég datt, og það var víst ekki sérstaklega tiggnarlegt. Það sér svosem ekkert á mér, ég er bara með strengi hér og þar , en það er verra með hjólið. Karfan er rispuð, annað handfangið er skrámað og það ýskrar í því. Og það læknar sig víst ekki sjálft.

Hitt merkilega sem gerðist var að ég hætti við að flytja til Íslands. Við hjóluðum nefnilega í gegnum hverfið sem ég vil búa í. Það er með mörgum litlum götum, pínulitlu hringtorgi, fullt af risa trjám og húsum sem eru öll eins og gamla borgarbókasafnið. Ó svo fallegt og það er einmitt verið að gera það upp handa mér.

Verst hvað mér leiðast danir.

föstudagur, október 05, 2007

De kongelige

Á þriðjudagin sá ég alla dönsku konungsfjölskylduna eins og hún leggur sig (nema börnin og þessa nýju). Ég var á leiðinni á Demantinn að...læra og þegar ég kom að Kristjánsborg var búið að loka öllum götum og löggan úti um allt, öskrandi á fólk. Ég hélt náttúrulega að það hefði orðið slys (því ég fylgist ekki með fréttum nema þeim sem eru framan á Billedbladet þegar ég er í röðinni í Nettó) en þá var bara verið að setja þingið og allt liðið saman komið út af því.
Ég horfði svo notla spennt á fréttirnar um kvöldið til að sjá hvort ég hefði komið í sjónvarpinu, en nei. Mér reiknast svo til að ég sé alltaf vinstra megin við allar myndir sem sýna yfir áhorfendur (eða hvað maður á nú að kalla þetta fólk sem safnast alltaf saman þegar þetta lið fer eithvað).

Þannig að þið fáið ekki að sjá mig og nýja hjólið mitt í sjónvarpinu.

Aftur á móti var ég að setja inn september myndir í albúmið og þar getið þið skoðað okkur Hákon ferð og flugi en aðalega samt myndir af trjám í haustlitunum.

fimmtudagur, september 27, 2007

Vei!

Við Hákon erum búin að vera á leiðinni að sjá Mr. Skallagrímsson síðan í fyrra sumar og aldrei fundið tíma til þess. Nema hvað um daginn fréttum við að sýningin ætti að koma til Kaupmannahafnar í smá tíma og því fórum við á stúfana og redduðum okkur miðum.
Við erum bæði mjög spennt og glöð með það en enþá glaðari urðum við þegar við sáum verðið á miðunum (Þá sérstaklega danska nirfilshjartað mitt).
Miðinn kostar nefnilega bara 100dkr stykkið! Sem þýðir að fyrir to miða + sendingakostnað erum við að borga minna en andvirði eins miða á sömu sýningu á Íslandi. Þar að auki þarf maður að keyra í Borgarnes til að sjá sýninguna og þar við bætist bæði bensínkostnaður (ca. 2500,veit samt voða lítið um það) og í göngin 1800kr (fram og til baka alveg viss um þessa tölu). Samtals myndi þessi leikhúsferð kosta 10.100 ísl kr.
Hér þurfum við bara að hjóla niður á Kristjánshöfn, sem tekur tíu mín. Svo getum við líka farið út að borða fyrir sýningu og fengið okkur ís á eftir og samt átt afgang!

sunnudagur, september 23, 2007

New stuff

Var að dunda mér við að búa tl nýja myndasíðu sem má nálgast hér til hægri. Sem sjá má er hún læst og til þess að fá lykilorðið þarf bara að senda mér email á anos33@homail.com.

Bara svona ef einhver hefur áhuga.

Annars er lítið í fréttum. Um daginn fórum við Hákon í keppni um hvort gæti þolað lengur að láta hitt halda fyrir nefið á sér, ég vann.

Já og svo keyptum við okkur písk í gær, hann er rauður.

þriðjudagur, september 18, 2007

Mis merkilegar staðreyndir um mig.

(Ég var s.s klukkuð)

1. Ég á nýtt hjól: Gamla hjólið mitt var endalaust bilað svo ég gafst upp í gær og keypti mér nýtt, það er hvítt.

2. Mér þykja kastaníutré æðisleg: uppgvötvaði þetta í fyrra, í Lergravsparken er eitt risa stórt sem ég labba oft framhjá og á haustin er jörðin í kring um það þakin kastanúhnetum og þegar maður gengur á þeim fær maður ókeypis fótanudd.

3. Ég borða ekki gúmmí nammi svo ég kaupi mér aldrei bland í poka.

4. Síðan við Hákon byrjuðum saman hef ég lært að borða fleira en síðustu tíu árin.

5. Það stefnir allt í að öll eldhústæki/áhöld sem ég mun eignast verði rauð.

6. Mér finnst ógeðslegt að vera kámug eða blaut á höndunum: Vaska aldrei upp án gúmmíhanska og ég hef keypt gúmmíhanska inn á heimili sem ég hef þurft að vaska upp á ef þeir hafa ekki verið til.

7. Ég þvæ mér alltaf um hendurnar með köldu vatni (nema þegar ég elda): Ekkert prinsip mál í rauninni, skrúfa bara alltaf frá kalda vatninu en verð alltaf jafn glöð þegar vatnið er volgt/heitt.

8. Mér finnst gaman að raða hlutum og sortera: Get og hef eytt mörgum kvöldum fyrir framan sjónvarpið við að sortera í skúffur, hillur og skápa.

Ég ætla ekki að klukka neinn en ef einhver vill segja mér eitthvað skrítið um sig, bendi ég á kommentakerfið hér fyrir neðan.

laugardagur, september 15, 2007

Raftæki

Loksins eftir hálfsárs langar samningavðræður og vangaveltur höfum við Hákon gert okkar fyrstu sameiginlegu fjárfestingu. Við keyptum okkur ristavél.

sunnudagur, september 09, 2007

Lasin!

Við erum búin að vera lasin. Ég síðan áður en við lögðum af stað frá Íslandi en Hákon síðan á fimmtudaginn.
Það er mjög auðvelt að sjá að Hákon er veikur, hann nefnilega þagnar. Hann hvorki talar né syngur og hangir í tölvunni eða sefur á meðan. Þeir sem þekkja hann að þetta er mjög óeðlilegt ástand fyrir þennan mann (nema kannski þetta með tölvuna). Mér þykir þetta afskaplega erfitt enda ekki vön svona hegðun og þessvegna er ég alltaf að böggast í honum þegar hann er veikur. Þú veist, tala við hann, kyssa hann (svo honum batni fyr), taka myndir af honum (því hann er svo sætur svona ræfilslegur), bara svona þessir venjulegu kærustu hlutir.
Það sem böggaði mig samt allra mest var það að í tæpa viku hef ég ekki fundið bragð eða lykt af nokkrum hlut. Í rauninni kom það mér á óvart hversu mikið ég í rauninni nota lyktarskynið. Mér finnst ég t.d ekki vera komin almennilega til Kaupmannahafnar því ég finn ekki lyktina af henni. Þetta er samt að koma núna ég finn alveg gleffsur af lykt eða bragði öðru hvoru. Fyndnast er samt núna þegar þetta er sátt og smátt að koma aftur hvað heilinn er orðinn óvanur því að greina hvaðan lyktin kemur. Á föstudaginn var ég t.d mikið að spá í af hverju þessi góði sápu ilmur kæmi, vitandi það að hér hefur ekkert verið þrifið með sápu svo vikum skipti*, og það var ekki fyr en eftir töluverðan tíma sem ég fattaði að í rauninni var þetta ekki lykt heldur bragðið af hálsbrjóstsykrinum sem ég var að japla á.
En allavega við erum að skríða saman. Hér flæðir allt í notuðum snýtipappír, a.m.k 4 nefspreys brúsar eru í notkun, og ef það væri ekki fyrir einhverja góðhjartaða sál sem splæsti í pakka af extra mjúkum klósettpappír værum við komin með glóandi rauð Rúdolfs nef fyrir löngu. Sem stendur eru þau bara pínu aum af snýtingum og hnerraköstum. Og hafið engar áhyggjur af Hákoni, hann er farinn að tala aftur og er að snar batna, ég veit það vegna þess að hann er búinn að vera að kitla mig í allann dag.



*Nú veit ég ekkert hvernig þrifum á Caprivej hefur verið háttað síðustu vikur, svo hér er eingöngu um skáldlegan hentugleik að ræða.

þriðjudagur, september 04, 2007

Það hefur einhver sofið í rúminu mínu...

Nú hef ég öðlast skilning á viðbrögðum bjarnanna í Gullbrá og björnunum þremur. Því þó að það sé heilmikið gagn af því að hafa gesti í íbúðinni á sumrin þegar við erum ekki heima, þá er óneitanlega margt sem hefur færst úr stað síðan við vorum hérna síasrt. Svo ekki sé minnst á allt nýja dótið sem ég hef ekkert geta leikið með(þ.e nýji ísskápurinn, hillurnar og snagarnir. Svo er líka búið að rífa niður einn vegg og húsið hinu megin við götuna virðist vera búið að fá eldingavara á þakið.

Annars er sumarið búið að vera sirka svona hjá mér.
Enjoy

Ég er farin að taka til.

laugardagur, júlí 14, 2007

Jú jú ég bakaði köku



Njótið þess bara að horfa á hana þangað til að ég hef næst tíma til að tala við ykkur.

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Ammili

Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli uppáhalds Hákoninnn minn í öllum heiminuuuum
hann á afmæli í daaaag!!

Húrra húrra húrra!!

svo er ég líka komin í símasamband, en ég ætla ekki að syngja neitt um það.

laugardagur, júní 23, 2007

Komin heim

og báðir símarnir sem ég er með eru dauðir svo ef það þarf að ná í mig er hægt að hafa samband við ritarann minn í síma 8208744 og skilja eftir skilaboð. Allavega þangað til að ég redda síma.

mánudagur, júní 18, 2007

Hvað gerir maður þegar maður er að fara að halda sextugsafmæli og ísskápurinn bilar?

Maður impróviserar!


og fer mjööög snemma á fætur til að redda restinni.

sunnudagur, júní 10, 2007

Buin!

Búin í prófum

Búin að mála svefnherbergið.

Komin í sumarfrí.

miðvikudagur, júní 06, 2007

Er ekki lífið orðið soldið öfugsnúið þegar nemendur í prófi þurfa að sussa á yfirsetufólkið!!!

sunnudagur, júní 03, 2007

All by my lonesom

Jæja, þá er tölvuskrattinn kominn á sinn stað í rúminu og nú er bara að sjá hvort að ég kunni þetta ennþá.

miðvikudagur, maí 30, 2007

Mig langar til Íslaaaands!!!
Mig langar til Íslaaaands!!!

Prof

Mér leiðist að læra undir próf! Maður verður bara dofinn í rassinum af því og svo langar mig svo mikið að mála svefnherbergið.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Köllun

Hann Hákon hefur loksins fundið köllun sína! Já kæru vinir tæknifræðin er á leið út og snyrtifræðin á hraðri leið inn.

Ég held að það muni fara honum vel að vera Hákon snyrtir. Bæði er hann svo góður í höndunum og svo verður hann örugglega eini snyrtirinn í bransanum sem segir "hættu þessu væli!!" við skólstæðinga sína á meðan hann er að vaxa á þeim fótleggina.

Ái!!

miðvikudagur, maí 16, 2007

Ok ég er að ná þessu

Málið er að ég hef aldrei gert þetta áður, því alveg síðan ég flutti hafa allar ferðir heim snúist um að hitta Hákon. Þess vegna var ég eins og hálfviti fyrstu dagana. Væflaðist um og var alltaf hálfpartinn að bíða eftir að Hákon kæmi að ná í mig.
Núna er ég hins vegar voða bissí, bæði við að hitta fólk og læra inn á milli. Svo þarf ég að sofa voða mikið, því þegar heimurinn manns samanstendur af fjórum fullorðnum og einu barni þá er rosalega lýjandi að hitta allt í einu 20 manns á dag.
Úff hvað ég þarf eithvað að leggja mig maður.

föstudagur, maí 11, 2007

Komin heim!

Hvað gerir maður eiginlega á Íslandi þegar er enginn kærasti að heimsækja???

þriðjudagur, maí 08, 2007

Melónur með hvítlauk eru aftur á móti spes.

mánudagur, maí 07, 2007

Pera

Rétt í þessu borðaði ég hina fullkomnu peru. Hún hefur dvalið í leyni inni í ísskápnum okkar síðan um páska og uppgvötvaðist fyrst í dag. Hákon fékk einn bita en annars hámaði ég hana í mig alein. Nú langar okkur bæði í meira.

Já lífið er spennandi á Caprivej.

þriðjudagur, maí 01, 2007

1. mai

Fram þjáðir menn í þúsund löndum
Sem hekkja damm dam dam daramm
Nú hmm hmm damm dam dam dam öndum
tralla lalla laalla ströönd

eitthvað eitthvað eitthvað eitthvað
tralla eitthvað eitthvað meir
hmhmhmhhmhmhmhmhm
..........

Þó að framtíð sé fallin
dam dam daam daam daamm daamm dam
Því internasjónallin
mun tengja strönd við strönd

mánudagur, apríl 23, 2007

Vitiði hvers vegna dönskum fjölmiðlum þykir spennandi að það skyldi fæðast stúlka inn í konungsfjölskylduna í fyrsta sinn í 60 ár?
Vegna þess að það verður svo gaman að fylgjast með því í hvernig föt hún verður klædd í!!!

arg ekki minnist ég þess að það hafi nokkur tímann verið minnst á klæðarburð bróður hennar. Reyndar minnir mig að það hafi allir verið svo fegnir að hann var strákur svo það þyrfti ekki að breyta lögunum um arfgengi til krúnunnar. Það á barasta að sparka í svona fólk!

Mikið vona ég að krakkinn verði týpann sem er alltaf með drengja koll og neitar að klæðast pilsum!

mánudagur, apríl 09, 2007

Þögnin

Nú skil ég loksins afhverju tannlæknar þrjóskast við að tala við sjúklinga sína þó þeir séu með kjaftinn fullann af höndum og ýmiskonar tækjum og tólum. Þeir varða nefnilega svo þreyttir á þögninni! Hákon er lasin. Hann er með bullandi hálsbólgu og getur næstum ekkert talað svo samskipti okkar hafa að mestu farið fram í gegnum hvísl og táknmál, ég fer neblega að hvísla líka þó það sé ekkert að mér í hálsinum. Ég er að verða vitlaus því yfirleitt tölum við saman allann daginn þegar við erum bæði heima. Sem betur fer vill hann meina að honum sé að skána og ég er að fara í skólann á morgun svo ég þarf ekki að fara að tala við sjálfa mig... eða vegginn. Sénsinn að ég gæti búið í klaustri!

Svo er síminn minn dauður og ég finn ekki hleðslutækið svo það er ekki hægt að ná í mig þannig, hringið í heima símann.

sunnudagur, apríl 08, 2007

God påske


Einn lasinn maður, fullt af súkkulaði, páskaliljur og afgangar í ofninum síðan úr matarboðinu í gær. Úti er rigningasuddi og þá er er ekkert annað að gera en að kúra sig undir sæng, horfa á restina af Matador og borða.




Gleðilega páska.

föstudagur, apríl 06, 2007

Komin heim!

London var æði. Löbbuðum út um allt og skoðuðum margt. Ég keypti mér ljóta skó, lærði sudoku og komst að sotlu mjög merkilegu um Hákon sem ég hyggst nýta mér á ferðalögum í framtíðinni.
Myndir af reisunni og íbúðinni í myndaalbúminu sem ég bjó til afþví að ég á vera að læra.

föstudagur, mars 30, 2007

Húrra!!

Í dag var góður dagur. Ég keypti mér sólgleraugu og sótti hjólið mitt í viðgerð, sem er nú eins og nýtt. Við Hákon splæstum í restina af Matador, cust in case að lagerinn klárist áður en við komum frá London. Svo héngum við í smá stund útí garði á peysunni af því að veðrið var svo gott, Hákon gerði sudoku og ég eignaðist nýja vinkonu sem er þriggja ára og elskar krullur.
Í kvöld ætla ég að reyna að klára fyrsta uppkast af fyrri hluta, fyrsta kafla ritgerðarinnar og á morgun ætla ég að taka til og pakka og svo förum við London á sunnudaginn.

dæs...good times.

p.s af gefnu tilefni vil ég taka það fram að læknaneminn átti bara að notast til þess að lesa yfir áðurnefnda ritgerð ekki til neins annars, hvorki með fiski eða í sófa.

þriðjudagur, mars 27, 2007

Medical assistance required

Mig vantar svo læknanema sem nennir að vera besti vinur minn fram í júní. Að launum getur viðkomandi fengið aðgang að svefnsófanum mínum og fisk einu sinni í viku.

Af hverju þarf taugakerfið endilega að vera svona flókið!?

laugardagur, mars 24, 2007

Fiskinn minn... nammi nammi namm

Í gær komu pabbi og mamma með sendingu af fiski frá Íslandinu bláa. VIð vorum að sjálfsögðu voða spennt og strax í hádeginu í dag sauð Hákon fyrir mig ýsu og kartöflur (sorrý Biggi ;-) ) sem ég borðaði með rúgbrauði og smjöri. Hamingjustuðullinn á Caprivej rauk upp um marga metra og ég held að ég fari bara ekki í vont skap aftur fyrren einhvertíman eftir páska! Hér er svo mynd af dýrðinni.

Þau komu reyndar líka með sultukökur, mjólkurkex, létt og laggott, gunnars majónes, pulsur og páska egg sem við (og þá aðalega ég ) munum gæða okkur á næstu vikurnar.

fimmtudagur, mars 22, 2007

Jakvæðni

Mér hefur verið tjáð að hrakfarir okkar Hákonar séu farnar að fylla aðeins of mikið á þessu bloggi svo ég ætla ekki að segja ykkur frá blöðrubólgunni minni, húsfundinum sem ég fór á í gær eða þegar Hákon hóstaði lakeroli upp í nefið á sér (það var víst ekki þægilegt). Ég ætlaði reyndar alltaf að segja frá vorinu en svo kom bara vetur aftur svo það verður að bíða betri tíma.
Hins vegar get ég sagt frá símtalinu sem við fengum aðfaranótt þriðjudags frá föður BiggaogÝrrasronar til að láta vita að hann væri kominn í heiminn. Það var sko skemmtilegt símtal og svo er hann sætur líka. Við drifum okkur að sjálfsögðu í bæinn daginn eftir til að fá okkur steik honum til heiðurs og að kaupa gjöf handa honum.
Magnað samt hvað mér þykja barnaföt lítið skemtileg. Það er alveg til vandræða því í kringum mig fæðast börn eins og ég veit ekki hvað. Þetta er náttúrulega mikið gleði efni, en fyrir vikið er ég búin að skoða mikið mikið að barnafötum og aldrei fundið neitt sem ég er sátt við. Aumingja börnin mín verða alltaf að vera nakin.

Í öðrum fréttum er það helst að mig langar í Nóakonfekts páskaegg.

(úff hvað ég skrifa leiðnleg jákvæð blogg)

miðvikudagur, mars 21, 2007

Dís ester!!!

Matador virðist vera hætt að fást í stykkjatali! og við erum bara komin uppí 12 af 24 þáttum!!!

mánudagur, mars 19, 2007

Já já, nú er ég búin að skera í sundur á mér þumalinn.

laugardagur, mars 17, 2007

Á einni viku er Hákon búinn að brenna sig illa á hendinni, láta fugl skíta á sig og ég er búin að detta í stiga og missa huge þunga plötu á ristina á mér. Ég er ekki viss um að við þorum út í næstu viku, kannski dettur klósett á hausinn á okkur.

Ég er að segja ykkur, 2007 er vonlaust ár.

mánudagur, mars 12, 2007

Fullorðin?

Ég er að fara að skrifa ba ritgerð... á morgun, eða ég byrja á morgun. Mér finnst þetta voða merkilegt eitthvað því ef okkur tekst að skila ritgerðini í sumar þá verð ég í raun og veru komin með ba gráðu, og þá er maður fullorðin, er það ekki?

Annað merki þess að ég er að verða fullorðin er nýtilkomin samúð mín með öllum nágrönnum kórpartýanna sem ég lagði til hávaða í. Aðfaranótt sunnudagsins sváfum við Hákon neblega á sófanum í stofunni vegna þess að nágranninn á neðri hæðinni var að halda "rústum íbúðinni partí" (this is the bitter old woman talkin). Stofan þeirra er neblega undir svefnherberginu okkar og græjurnar þeirra eru beint undir rúminu okkar.
Svo má ekki gleyma eldhúspartýinu sem hefði alveg eins getað verið uppi hjá okkur miðað við hvernig glamraði í leirtauinu okkar þegar þau börðu með kústinum í borðplötuna. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið kústur, allavega var brotinn kústur og fægiskófla úti í garðinum undir eldhúsglugganum morguninn eftir.

oh hvað ég sakna þess að fara í partí.

laugardagur, mars 10, 2007

05:10

Anna: pst...Hákon
Hákon (sofandi): mmm
Anna: ástin mín...?
Hákon: hmmm hvað?
Anna: ertu til í að vakna á meðan ég fer á klósettið?
Hákon: jám

(Anna fer á klósettið og kveikir á ÖLLUM ljósum á leiðinni og slekkur aftur á leiðinni til baka).

Anna (kemur aftur uppí): takk

Note to self: Aldrei, aldrei, aldrei horfa á draugalega sjónvarpsþætti áður en ég fer að sofa!

miðvikudagur, mars 07, 2007

Neðri hæðin

Annað hvort er einhverskonar gjörningur í gangi á hæðinni fyrir neðan mig, eða meiriháttar orgía.

nema hvort tveggja sé.

laugardagur, mars 03, 2007

Ég er að farast því mig langar svo í póstulíns páskaegg með blómum frá Royal Copenhagen. Mér finnst þetta hræðilegt, annars vegar vegna þess að þetta er mjög skýrt merki þess að ég er að verða fullorðin gegn vilja mínum og hins vegar vegna þess að ég þoli ekki þegar mig langar í eitthvað sem ég hef ekki efni á, og sérstaklega þegar það merkjavara.

Ég hef því tekið málin í mínar hendur og reddað mér penslum og málningu, og Hákon er búin að fá skipun um að borða mikið af omelettum á næstu dögum.

föstudagur, mars 02, 2007

Þetta blogg er skrifað á nýju tölvuna mína. Ég kveikti á henni fyrir fyrir korteri síðan og síðan þá er búið að heyrast svona tuttugu sinnum "nei vooó þetta er geðveikt kúl!!!". Meðal þess sem hún kann er:

*Tala
*Sýna veðurspánna
og
*Taka þessa mynd:

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Læri læri...

Hvað þarf maður eiginlega að fletta oft upp orðinu thromboembloic stroke til að maður muni hvað það þýðir?!

mánudagur, febrúar 26, 2007

Sumir eru farnir að horfa á þetta af áfergju, og ég held að þetta verði jólagjöfin í ár. :-)

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Jæja jæja en fjölgar þeim

Rúmfélaginn fyrverandi eignaðist son nú um daginn og fær hann því líka pláss hjá litla fólkinu. Eftir að hafa grandskoðað myndir af drengnum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hann líkist mér bara ekki neitt, líklega sváfum við móðir hans ekki nógu lengi saman þarna um árið.

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Bloggið sem villtist

Hér kemur blogg sem var skrifað í gær en fór óvart á vitlausan stað.

The curse of the broken stuff
Vitiði mér líst bara ekkert á 2007. Ég fór með tölvuna til læknis fyrir helgi og í dag fékk ég formlegt bréf sem tjáði mér að það væri ekkert hægt að gera. Hún er s.s ekki biluð heldur ónýt! Og þar sem ég skrifa ekki Ba ritgerð tölvulaus, þá verð ég bara að gjöra svo vel að kaupa mér nýja.

Svo eru náttúrulega veggirnir eins og þeir eru, hjólið ennþá beyglað og í dag datt sjónvarpskapallinn út vegna óveðurs. Einmitt þegar ég er heima með hálsbólgu.


.........................................

Síðan í gær er sjónvarpið komið í lag og ég er ennþá veik. Fleira er ekki í fréttum.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Símamál

Hér á Caprivej erum við nýkomin með heimasíma. Við erum nú svosem bæði með gemsa en það ku vera ódýrast að hringja úr heimasíma í heimasíma, svo við fengum okkur svoleiðis. Nema bara hvað að það er eiginlega aldrei hringt í hann og í þau fáu skipti sem það gerist verðum við svo hissa að það tekur okkur smá stund að átta okkur á því að síminn sé í raun og veru að hringja. Svo tekur náttúrulega við leitin að sjálfum símanum því við munum aldrei hvar við vorum með hann síðast fyrir tveimur vikum.
Allavega, ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er þessi; ef svo vill til að þið skylduð hringja leyfið þá símanum að hringja í smástund ef við svörum ekki strax,ekki gefast upp,við erum bara að leita að símanum og við svörum fljótlega.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Tilkynning

Í tilefni af því að ég fór að skoða GaujaogKristínarbarn í gær og þótti hún yndislega sæt og mjúk, hef ég nú í fyrsta skipti afmarkað stað fyrir börn á blogginu mínu og fær hún þar fyrsta sæti. Í þessum lista mun svo fjölga eftir því sem líður á árið og öll þessi börn sem vinir mínir ætla að eignast fæðast.

.......................

Í öðrum fréttum af mér ber það helst að Hákon borðaði morgunmatinn minn.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Allveg er þetta dæmigert

Eftir að hafa eytt janúar mánuði í að slást um internetsnúruna gáfumst við upp fengum okkur þráðlaust net. Og hvað gerist? Eftir nokkra dásamlega friðsæla daga bilar tölvan mín!
Hún skipar sér þar með á bekk með bilaða ísskápnum, bilaða símanum, ónýta prentaranum og hjólinu sem einhver asni þurfti endilega að keyra yfir og er nú allt beyglað. Þetta er ekki búinn að vera góður mánuður tækjalega séð.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Hetjan hann Hákon

Hér með tilkynnist umheiminum að ég á heimsins klárasta og duglegasta kærasta! Hann reif sig upp fyrir klukkan tíu í morgun til að standa í röð fyrir utan Nettó ásamt æstum dönum til þess að kaupa prentara handa okkur á svaka tilboði. Það er skemmst fra því að segja að hetjan mín braust í gegnum líðinn (danir í tilboðsleit eru sko ekkert lamb að leika sér við) á slaginu tíu og kom höndum yfir HP prentara sem bæði skannar og ljósritar auk þess að prenta ritgerðir og myndir. Gripurinn seldist upp áður en hann var búin að borga.

Að launum fékk hann knús og nýbökuð horn.

laugardagur, febrúar 03, 2007

Bank

Það eru búin að heyrast stöðug bankhljóð úr íbúðnni fyrir neðan í allann dag. Mig er farið að gruna að það sé einhver læstur inni.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Changing of the guard

Hákon er byrjaður í skólanum, hann fer út klukkan sex á morgnana og kemur heim klukkan sex á kvöldin, á meðan ligg ég í rúminu fram eftir degi og læt mér leiðast. Þetta er reyndar ekki allveg eins og það átti að vera því ég ætlaði mér sko að stunda heimilisverk af miklum móð og launa honum þannig umönnunina á meðan ég var í prófum. To make a long story short, þá brást ég á fyrsta degi.
Þegar Hákon kom heim í gær var íbúðin pretty much i sama ástandi og hún var í þegar hann fór um morguninn og eftir að hafa horft í kringum sig í smá stund horfði hann á mig og spurði með glotti "hvað ert þú búin að vera að gera í dag?". Ég áttaði mig strax á því að þar sem það að lofta út í svefnherberginu af því að ég var við það að fá hausverk, teldist ekki beinlínis til húsverka ákvað ég að vera bara heiðarleg. Ég brosti því mínu blíðasta og sagði "nákvæmlega ekki rasgat"*.
Þetta var svosem allt í lagi, hann var ekkert reiður og svo tókum við bara til í eldhúsinu og ég bakaði pizzu á meðan hann vaskaði upp.

En í dag! í dag ætla ég sko að vaska upp sjálf...þessar tvær skálar sem hafa verið notaðar síðan í gær ;-)



*(Það er reyndar ekki allveg satt, ég fór mishepnaða ferð í nettó í eftirmiðdagin en þar var svo mikið kraðak að mér tókst ekki að kaupa annað en ost, poka af eplum og twix (handa mér). Svo raðaði ég líka órhreina leirtauinu í vaskinn svo það tæki ekki of mikið pláss.)

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Vörusvik!

Ég taldi mig hafa eignast nörd fyrir mann. Svona nördi sem hugsaði bara um klassíska tónlist, mat og súkkulaði og vildi alls ekki hafa kveikt á sónvarpinu á matmálstímum svo hann gæti átt athygli mína óskipta.
Nú er allt í einu þetta sama nörd farið að rjúka frá kvöldmatnum í tíma og ótíma til að "aðeins að tékka stöðuna" (íslensku leikirnir eru ekki sýndir í Danmörku) og emja og óa yfir fullorðnum karlmönnum sem hoppa og skoppa og kasta boltum í net af miklum móð. Maðurinn sem áður talaði um Bach og Schubert af miklum móð er nú allt í einu farinn að láta út úr sér setningar eins og "íslendingar eru að sýna snilldar takta" og "uss þetta var rosa færi!" og síðast en ekki síst "við keppum næst á laugardagin við slóvena".
Ég kannast ekki við að vera að fara að keppa við einn né neinn, því þrátt fyrir (og come to think of it kannski þess vegna) að vera af hinni alræmdu handbolta kynslóð í Hlíðanna, þá hef ég ekki senfil af áhuga fyrir þessu og þaðan af síður skiling. Var til dæmis rétt í þessu að komast að því að þetta er víst heimsmeistara keppni en ekki Evrópu keppni...eða var það öfugt?

Sem betur fer þá er evrópukepnin í listdansi á´skautum í gangi núna, svo ég horfi bara á það í staðin.

mánudagur, janúar 22, 2007

grrr

Í Kaupmannhöfn er snjóbylur, eða...það er allavega snjór. Við erum búin að hanga inni í allan dag, ég að safna kvíðahnút í magann fyrir prófið á morgun, Hákon að borða gulrót. Hér eru gulróta endar og eplakjarnar á öllum borðum, sem er ágætt því það að ganga um íbúðina og enda þeim reglulega gefur mér ástæðu til þess að gera eithvað annað en að læra.
Ég er komin með svo mikla leið á að vera í prófum. Sérstaklega vegna þess að ég er í rauninni búin að læra undir þetta próf fyrir löngu og er búin að hafa meira en viku til að rifja upp. Ég nenni ekki meir og er búin að taka allavega tvö geðvonsku köst í dag yfir þessu svo að núna er Hákon úti í búð að kaupa nammi og kók handa mér, gegn því skilyrði að ég fara aftur að læra.

oh hvað ég skal sko njota þess að vera í fríi.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Ch ch ch changes...

Ekkert svo drastískar reyndar, ég er bara búin að setja inn fullt af nýjum símanúmerum hér til hliðar undir "nogle praktiske ting". Þangað eru nú komin inn auk míns gamla númers, nýja gsm númerið hans Hákonar, og nýi heimasíminn okkar.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Úlpa

Hann Hákon var að kaupa sér úlpu, svona kæmpe* úlpu. Við köllum hana kæmpe úlpu vegna þess hversu svakaleg hún er í umfangi og vegna þess að í rauninni er hún ekki ein úlpa heldur tvær. Það er sum sé hægt að taka úlpið í sundur ef það er ekki mjög kalt og setja svo saman ef þannig viðrar. Hún er huge.
Mér finnst þetta afskaplega ágætt, bæði vegna þess að gamla úlpan var afskaplega sjúskuð og ljót, og líka vegna þess að ég hef fengið leyfi til að nota aðra hvora nýju úlpuna ef ég þarf að skjótast út í búð og nenni ekki að vesenast í kápuna.
Eitt hafði ég þó ekki séð fyrir sem gæti orðið vandamál og það er liturinn. Sjáið til sú nýja er nefnilega svört en sú gamla appelsínugul. Ekkert slæmt við það svosem, en ég sem er orðin svo vön því að þurfa bara að líta aðeins í kringum mig í margmenni og spotta hann strax í appelsínu getöpinu, tek bara ekki eftir honum lengur. Ég lennti tvisvar sinnum í því í dag að hreinlega týna manninum þó hann stæði við hliðina á mér!

Nú verð ég að kaupa á hann eitur græna húfu svo ég finni hann.

*danskt orðtak sem þýðir rosa, svaka og þ.h.

föstudagur, janúar 12, 2007

Mygla

Kannast lesendur við þessamálnotkun?

"Ég er að mygla úr próflestri"

"Brauðið í skápnm er myglað"

"Handklæðið myglaði í töskunni"

"Eldhúsveggurinn er myglaður"


Persónulega kannaðist ég bara við þrennt af þessu þangað til um daginn.

Stuttu eftir að ég kom heim rak ég augun í myglublett undir eldhúsglugganum, hvít gróin stungust í gegn um málninguna á tveimur stöðum. Nokkrum dögum seinna fann ég fleiri bletti og nú eru komnir rakablettir í veggin í svefnherberginu. Samkvæmt húsverðinum er það þakið sem lekur og afþví að ég er á efstu hæð sést það strax hjá mér.
Það hjálpar heldur ekki til að hér hefur varla stytt upp í mánuð, og þess vegna gerist þetta svona hratt, þó vandamálið hafi líkega verið til staðar lengi. Ég veit ekkert hvað maður gerir í svona, svo þangað til húsfélagið tekur ákvörðun sit ég og bíð eftir þurki og hugga mig við það að skv Húsa er "det meget værre hos dem ved siden af"

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Vitiði hvað er mest kúl?

Að koma heim til sín á kvöldin og einhver er búin að þvo fötin manns, hengja upp og brjóta saman, kaupa í matin, búa um rúmið og taka til í eldhúsinu.

Ennþá meira kúl er þegar þetta gerist tvo daga í röð.

laugardagur, janúar 06, 2007

Í nótt

Í nott er síðasta nóttin sem ég sef hjá tölvunni minni, því annað kvöld verður neblega ekki pláss fyrir hana. Mikið óskaplega verður gott að þurfa ekki að bíða lengur, ár er alveg nógu langur tími.

föstudagur, janúar 05, 2007

Myndasiða

Nenniði að kíkja hingað:

http://web.mac.com/annos/iWeb/Site/Myndir.html

og segja mér hvort þetta sé eithvað sem ég ætti að tíma að borga fyrir.

(ath þetta er alger prufukeyrsla, full af stafsetningavillum og svolis. Eg þið viljið sjá allann textan þarf að fara í slideshow)