Æ já mikið óskaplega sést það vel á síðustu færslu hvað heilinn á mér er í miklu mauki þessa daganna. Og ekki skánaði það á aðfangadag þegar ég var eins og slefandi hálfviti að deila út pökkum, og þykir mér mesta mildi að allir pakkar komust til réttra eigenda. En jólin voru haldin í ró og spekt, maturinn æði og heimtur góðar. Ég hef ákveðið að skrifa svona lista aftur á næsta ári þar og auglýsa hann betur því ég var mjög ánægð með útkomuna.
Takk fyrir mig.
Í gær gerðist einnig sá merki atburður að ég fór í kirkju, en það hef ég aldrei gert um jólin. Það kom þó ekki til af góðu þar sem meiri hluti kórsins er utanaf landi lenti það á okkur borgar börnunum að borga leiguna. Ég ætla ekki að fara nánar út í það af ótta við að móðga einhvern ( svo nenni ég því heldur ekki) en get sagt að við stóðum okkur vel sem endranær þó ég hafi aldrei verið eins utanvið mig á tónleikum eins og þarna. Vona bara að það hafi ekki verið mjög áberandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli