Á sunnudagsköldið fórum við í göngutúr um hverfið. Ég vil taka það fram að við teljum okkur búa í mjög öruggu hverfi þar sem það eina sem þarf að varast er gamalt fólk á mótorhjólum. Við vorum s.s að ganga hjá öðrum af tveimur kirkjugörðum sem eru hérna rétt hjá okkur (það þarf að vera nóg pláss fyrir gamlafólkið sko) þegar við heyrum hróp og köll. Þeir sem kölluðu voru karlamenn og þeir voru reiðir.
Stuttu seinna sjáum við hvar tveir menn koma hlaupandi á flótta undan þeim þriðja. Þeir reyndu að komast inn í kirkjugarðinn en þegar það tókst ekki gáfu þeir í í áttina að okkur og hlupu inn í sitthvora hliðargötuna og hurfu úr augsýn. Sá sem var á eftir þeim misti þar með sjónar á þeim og stoppaði nógu nálægt okkur til að við sáum blika á stóra hnífinn sem hann var með í hendinni. Þegar hann svo hélt áfram ákváðum við að halda líka áfram í hina áttina.
Þegar við vorum nýlögð keyrði sendiferðabíll fullur af grimmdalegum mönnum fram hjá okkur. Þessir menn skimuðu illilega út um gluggana og voru greinilega að leita að mönnunum sem við höfðum séð áður.
Nú var mér eiginlega nóg boðið og við ákváðum að koma okkur bara stisstu leiðina heim, en dramað var ekki búið. Þegar við vorum að nálgast hliðið á kirkjugarðinum heyrðum við heilmkið trammp og hlaup og útúr myrkrinu í garðinum birtist hópur manna, allavega 12-15 stykki, sem greinilega hafði tekist að fela sig þar. Þeir stukku yfir grindverkið og hlupu á móts við strætó sem átti leið þar hjá. Strætó hleypti þeim inn og ég held að einn þeirra hafi rekið raunir sínar fyrr bílstjóranum,því ekki borguðu þeir fyrir farið og þegar hann hafði lokð máli sínu með miklu handapati klappaði bílstjórinn honum a öxlina og keyrði af stað en við horfðum ogft yfir öxlina á okkur á meðan við gengum vel upplýstu leiðina heim.
..............................
Annað og ómerkilegra: var að setja inn nýjar myndir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Vá! þetta er svakalegt... ég þori nú ekki einusinni að fara í göngutúra hér heima eftir myrkur! (Sem er næstum allan sólarhringinn nú orðið)
Viltu semsagt fá hníf og piparúða í jólagjöf?
Snjósa
Úff, óhuggulegt.
jidúdda!
Gaman að sjá myndir af daily life.
Hvað heitir sófinn þinn annars?
Hilsen
Hann heitir bara sófi. Við skýrum bara eldhúsáhöld.
Uhh, ég meinti nú hvaða týpa s.s. í Ikea bæklingnum :)
Annars er ég að hlusta á Kalla frænda þinn syngja mögulegt Eurovision framlag í Laugardagslögunum (skemmtiþáttur) sem var í sjónvarpinu 3. nóvember.
Ciao
já ég veit var bara að vera fyndin. Ég held að hann fáist ekki lengur en það næsta sem ég komst var Manstad (með bollu a)á IKA.DK en sá hann ekki á íslensku síðunni.
Skrifa ummæli