laugardagur, mars 24, 2007

Fiskinn minn... nammi nammi namm

Í gær komu pabbi og mamma með sendingu af fiski frá Íslandinu bláa. VIð vorum að sjálfsögðu voða spennt og strax í hádeginu í dag sauð Hákon fyrir mig ýsu og kartöflur (sorrý Biggi ;-) ) sem ég borðaði með rúgbrauði og smjöri. Hamingjustuðullinn á Caprivej rauk upp um marga metra og ég held að ég fari bara ekki í vont skap aftur fyrren einhvertíman eftir páska! Hér er svo mynd af dýrðinni.

Þau komu reyndar líka með sultukökur, mjólkurkex, létt og laggott, gunnars majónes, pulsur og páska egg sem við (og þá aðalega ég ) munum gæða okkur á næstu vikurnar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÉG vildi að ég kynni að sjóða fisk... eða betra, ég vildi að Andri kynni það ... :)
Snjósa

Eygló sagði...

Hehehe ekta Önnumatur :)