laugardagur, nóvember 24, 2007

Operation jólin 2007

Kaupmannahöfn er þessa daganna að draga djúpt að sér andann áður en jólin byrja. Jólin byrja nefnilega stax í desember í Danmörku og jólakrautið löngu komið í búðir. Á Caprivej var jólaundirbúningnum startað í þessari viku, með því að byrja á að hlusta á Jól og blíðu og föndra jólaskraut.
Það kom nefnilega í ljós í vikunni að framkvæmdirnar sem áttu að fara í gang í des frestast fram í janúar svo okkur er óhætt að sleppa okkur í jólaheitum og það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Ég hef nefnilega alltaf verið að flýta mér svo mikið heim að hitta suma að ég hef aldrei notið þess að halda jól í Danmörku áður. En afþví að þessir sumir eru einmitt hér hjá mér núna þá ættla ég sko að missa mig í jólagleðinni.
Annað sem við erum líka byrjuð að undirbúa er jólaferðin heim. Við höfum nefnilega rosalega lítinn tíma svo nú gildir að vera vel skipurlagður. Við erum búin að skipta helstu hátíðisdögum bróðurlega milli fjölskyldna og allt lítu út fyrir að við náum að láta sá okkur í flestum boðum og svona, ef ekkert bætist við. Aðrir verða að láta vita með fyrirvara ef þer vilja hitta okkur því trust me svona heimsókn verður að vera vel plönuð því annars fer allt í vitleysu.

....bar´ef jólin væru aðeins lengur en hve gaman væri þá....

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í ljósi þessarar yfirlýsingar ætla ég að taka fram að ég verð í Rvk yfir jólin en á Ak yfir áramótin. Svo ég fái nú örugglega smá tíma :)
Snjósa

Anna sagði...

Reyni að koma þér fyrir.

Anna sagði...

Hvenær ferðu annars norður?

Ýrr sagði...

"Jólin byrja stax desember"....átti væntanlega að vera byrja strax í desember? Og þá spyr ég, en ekki hvenær? Í janúar?

Annars finnst mér það nú ekkert "strax" miðað við jólaæðið sem er byrjað hér í nóvember með skrauti í kringlunni og jólalögum í útvarpinu. Ojbara. Jólin eiga ekki að byrja fyrr en á fyrsta í aðventu!!!

og það verða bissí jól hérna megin. En þið gerið ykkur væntanlega ferð í Jóla-GLEÐI 29.des? Taka kvöldið frá takk! PATRI! PATRI!

Anna sagði...

Kúl skrifa partíið inn, var að bíða eftir dagsetningu.

Meinti sko að þetta allvöru jólalega sem byrjar ekki fyrr en um 20. des á íslandi (allavega heima hjá mér) byrjar einmitt fyrsta í aðventu. Þá eru allir búnir eða langt komnir með að skreyta hjá sér og kaupa jólagjafir s.s allt stressið búið og bara gleðin eftir.

Nafnlaus sagði...

Sennilega 29. des
Snjósa

Anna sagði...

Key, 28. um daginn?