Á þriðjudagin sá ég alla dönsku konungsfjölskylduna eins og hún leggur sig (nema börnin og þessa nýju). Ég var á leiðinni á Demantinn að...læra og þegar ég kom að Kristjánsborg var búið að loka öllum götum og löggan úti um allt, öskrandi á fólk. Ég hélt náttúrulega að það hefði orðið slys (því ég fylgist ekki með fréttum nema þeim sem eru framan á Billedbladet þegar ég er í röðinni í Nettó) en þá var bara verið að setja þingið og allt liðið saman komið út af því.
Ég horfði svo notla spennt á fréttirnar um kvöldið til að sjá hvort ég hefði komið í sjónvarpinu, en nei. Mér reiknast svo til að ég sé alltaf vinstra megin við allar myndir sem sýna yfir áhorfendur (eða hvað maður á nú að kalla þetta fólk sem safnast alltaf saman þegar þetta lið fer eithvað).
Þannig að þið fáið ekki að sjá mig og nýja hjólið mitt í sjónvarpinu.
Aftur á móti var ég að setja inn september myndir í albúmið og þar getið þið skoðað okkur Hákon ferð og flugi en aðalega samt myndir af trjám í haustlitunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Og er krónprinsaparið jafn glæsilegt með eigin augum og þau eru í blöðunum og sjónvarpi?
það var allavega bara klappað fyrir þeim, eða kannski meira fyrir henni.
Heyrðu mig langar að sjá myndirnar ykkar! Má ég vita leyniorðið leynilega? larakristinhjágmail!
vá heppin, ég hef ekki séð þá dönsku hef mest verið í bresku og séð nokkra í sænsku. þarf að bæta úr þessu
Skrifa ummæli